Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1995, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995 13 Fréttir Guðni Þorsteinsson fiskifræðingur og Gunnar Asgeirsson, skipstjóri á Þinganesi SF. DV-myndir Júlía Drasl í trollið Júlia Imsland, DV, Homafirði: Þegar Þinganes SF var á tilrauna- veiðum í Breiðamerkurdýpi á dögun- um kom netatrossa full af drasli í trollið. Þarna var margs konar dót, m.a. gleraugu og járnhleri til að sökkva öllu saman. Töldu skipverjar líklegast að þetta væri frá rússnesk- um togara. Guðni Þorsteinsson fiskifræðingur var með Þinganesinu í þessum til- raunaferðum sem einkum voru farn- ar til þess að gera tilraunir með hum- artroll. Trossan með ruslinu sem Þinganesið fékk í trollið. Kennslustundum fjölgað í haust „Fundarmenn voru almennt ánægðir með það sem menntamála- ráðherra hafði að segja. Hann lýsti því yfir að hahn vildi eiga gott sam- starf við foreldra," segir Guðbjörg Björnsdóttir, formaöur Samfoks, Sambands foreldrafélaga í grunn- skólum Reykjavíkur. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra hélt erindi á aðalfundi félags- ins nýverið og ræddi Björn meðal annars um fjölgun kennslustunda í grunnskólunum sem hann vill að gangi hraðar fyrir sig en í fyrstu var áætlað. Búið var aö ákveða að kennslustundunum fjölgaði haustiö 19% en menntamálaráðherra vill líka fjölga kennslustundum um 15 stundir á viku í haust þannig aö markmiðið um einsetningu grunn- skóla geti náðst fyrr, helst fyrir alda- mót eins og stefnt er að samkvæmt nýju grunnskólalögunum. Guðbjórg segir félagsmenn almennt mjög ánægða með þessa yfirlýsingu. Guðbjörg var endurkjörin formað- ur samtakanna á fundinum. Ólíkar athaf nir hjá prestunum Begíra ThtJrareJWKi, I>V, SeBcwú Viö hjónin fórum nýlega í jarðar- för og kveðjuathöfn i Reykjavfk. Veríð var að jarðsyngja Esther fhorarensen frá Gjögri og fór at- höfnin fram í Tossvogskirkju, Prestur var séra Árni Bergur Sig- urbjörnsson. Kirkjugestir heyrðu mjög iaia ttl hansog missti fjöldhm allur af folki af likræðunni. Var fólk að vonum sáróánaegt og bæði ungir og gamlir höfðu sömu sðgu að segja. Sðngur- inn var hins vegar frábær. Hálftirna síðar vorum við í kveðjuathöfn um Ágúst Qskar Lýðsson úr Reykjarfirði í Arnes- hreppi. Sú athöfn fór fram í Árbæ- jarMrkju, prestur var séra Guð- mundur Þorsteinsson og organisti Sigrún Steingrímsdótttr. Þar var frábær prestur sem vel heyrðist í og ræðan var svo góð að það var eirts og hann hefði þekkt manntan. Þetta minntí mig á séra AndrésÖIafsson,prestáHólmavík. Hánn var hæði mikfil sálusorgari ogelskaður og virtur.Éggæti trúað þvi að þaö sama ætti við um séra Guðmund. Ég fer fram á það við biakupinn að prestar séu sendir á námskeið tíl að vel heyríst í þeim. Pntarnir, sem réðust á telpu á föstudag, enn ófundnir: Stendur ekki á sama um sumt semégséhérna - segir móðir stúlkunnar um ástandið í hverfínu Piltarnir tveir, sem réðust á ell- éfu ára stúlku við Gyðufell í Reykjavík síðdegis á föstudag með barsmíðum, voru enn ófundnir í gær. Móðir stúlkunnar segir ástandið slæmt í hverfinu, þetta sé ekki í fyrsta skipti sem slíkur at- burður eigi sér stað. Hjóiaði telpuna niður Móðirin, Brynja Sigurðardóttir, lýsir atvikinu svo. „Hún var að passa tveggja ára strák og var með hann í kerru þeg- ar hún mætti þessum tveimur strákum. Þeir neituðu að færa sig þegar hún kom að þeim og hefði þurft að beygja út á götu til að kom- ast leiðar sinnar. Hún er vön að svara fyrir sig og var lamin fyrir það í þetta skipti. Annar strákanna virðist hafa haft sig meira í frammi en hinn sem reyndi að halda aftur af félaga sin- um. Hann hjólaði á hana þannig að hún datt og settist ofan á hana og sló hana í framan og sparkaði í hana. Þegar ég greiddi henni um kvöldið þá fóru heilu flygsurnar úr hárinu en strákurinn hafði líka dregið hana niður á hárinu. Ég býð ekki í hefði hún verið ein á ferð með barnið í kerrunni," segir Brynja. Samviskulausir Drengirnir fóru á brott þegar fólk kom til hjálpar stúlkunni. Hún var flutt á slysadeild en reyndist óbrot- inn en marin, skrámuð og skelkuð. „Mér stendur ekki á sama um sumt sem ég sé hérna. Sumir krakkar virðast það samviskulaus- ir. Þau hafa lent í ýmsu hérna. Ég hef orðið vitni að því að börnum mínum hefur verið ógnað með hníf fyrir aö klaga yflr framferði ann- arra barna. Eitt sinn kom dóttir mín með bráðnaða strigaskó heim. Þá höfðu einhverjir verið að kveikja bál bak við hús. Hún hafði verið að banna þeim það en þá var hún bara tekin og haldið yfir eldin- um þannig að skórnir bráðnuðu," segir Brynja. -PP Uppsagnir dregnar til baka Daniel Ólafsson, DV, Akranesi: Aöalfundur Verndaðs vinnustaöar á Vesturlandi var haldinn nýlega. Þar kom fram að tæplega 3 milljóna króna halli varð á rekstrinum á síð- asta ári. Tekjur voru um 14 milljónir. Stjórn Verndaðs vinnustaðar ákvað á fundi sínum að draga allar uppsagnir, sem áttu að koma til framkvæmda 1. júní, til baka. Alls starfa 18 manns á vinnustaðnum. Að sögn Þorvarðs Magnússonar, framkvæmdastjóra vinnustaðarins, vantar 2,4 miUjónir upp á að rekstur- inn standi undir sér á þessu ári en staðurinn fær 4,7 milljónir á fjárlög- um til starfseminnar. „Auðvitað verður maður að vera bjartsýnn á reksturinn þó svo aö skilningur ráðamanna sé stundum ansi takmarkaður vegna þess að hagnaður af svona vinnustað er ekki eingöngu peningalegur heldur arð- semi fyrir þá einstaklinga sem njóta þjónustu hans," sagði Þorvarður Magnússon.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.