Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1995, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1995, Qupperneq 16
16 íþróttir__________________ HM’95: Skeyti aðutan Skipuleggjendum HM í hand- knattleik hefur á undanfómum dögum borist töluvert magn af skeytum frá ýmsum aðilum sem hér voru og fylgdust með HM í handknattleik. Innihald skeytanna er alit á sama veg. Þakkað er fyrir frá- bært mót og skipulag. Skeytin koma frá hinum ýmsu sérsam- böndum sem áttu keppendur á HM og einnig frá IHF, alþjóöa handknattleikssambandinu. Sveinn sigraði á Fannarsmótinu Keppni um Fannarsbikarinn, opið öldungamót í golfi, fór fram hjá Golfklúbbi Reykjavíkur um síðustu helgi. Leiknar voru 36 holur meö „ecelstic" fyrirkomu- lagi þar sem kylfingar áttu mögu- leika á síöari keppnisdegi til aö bæta skor sitt frá fyrra degi. Úr- slit á mótinu urðu þessi: Með forgjöf: 1. Sveinn Gíslason, GR.63 2. Lovísa Sigurðardóttir, GR.65 3. Þyrí Þorvaldsdóttir, GR...65 Án forgjafar: 1. Sveinn Gíslason, GR...79 2. Rúnar Guðmundsson, GR.81 3. Haukur V. Guðmundss, GR ...83 Motorolagolf- mótiðíGrafarholti Opna Motorola golfmótið verð- ur haldið hjá Golfklúbbi Reykja- víkur í Grafarholti annan í hvíta- sunnu. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar og eru glæsi- leg verðlaun í boði. Allir kepp- endur fá gjafapakka frá Motorola. Ræst verður út frá klukkan 9 og er skráning í golfverslun Sigurð- ar Péturssonar í síma 587-2215. Skráningu lýkur sunnudaginn 4. júni klukkan 16. Góðursigur hjá liði Ökklans Ökkh vann 3-0 sigur á Njarðvík í B-riðli 4. deildar karla á íslands- mótinu í knattspymu á sunnu- daginn. Atli keppiráEM fatlaðraílyftingum Dagana 1.-5. júní fer fram í Strasbourg í Frakklandi Evrópu- meistaramót fatlaðra í lyftingum. Fyrir íslands hönd tekur þátt í mótinu Atli Brynjarsson úr ÍFR, sem keppir í bekkpressu. Hann setti á dögunum nýtt íslandsmet í bekkpressu í 90 kg flokki með því að lyfta 157,5 kg. HSÍ sendir þakklæti Framkvæmdastjóm HSÍ hefur sent DV eftirfarandi bréf: Þar sem heimsmeistarakeppninni í handknattleik er nú lokið vill framkvæmdastjóm HSÍ koma á framfæri innilegu þakklæti til ahra þeirra sem lögöu hönd á plóginn viö undirbúning, skipu- lag og framkvæmd þessarar mestu handboltahátíðar sem fram hefur farið hér á landi. Bændadags- hlaupið1995 Fimmtudaginn 1. júni klukkan 20 fer fram hið árlega bænda- dagshlaup UMSE á Svalbarðs- strönd í umsjá Ungmennafélags Æskunnar. Skráning fer fram á staðnum og skal mætt til hennar á planinu fyrir framan sundlaug- ina á Svalbarðsströnd klukkan 19-19.30. Hlaupiö er öllum opið, óháð því hvort viðkomndi er fé- lagsmaður í UMSE eða ekki. Keppt verður í 12 flokkum, þeir yngstu hlaupa 700 metra en þeir elstu tæpa 5 km. Valsmenn bíða eftir svari fra Theodori ml / j / i/i *j pj • v ▼ *t • i ♦ / T t Forráöamenn handknattleiks- deildar Vals bíða þessa dagana eftir svari frá Theódóri Guðfinnssyni varðandi það hvort hann sé reiðu- búinn að taka að sér þjálfun ís- landsmeístara Vals i handknattleik karla. Samkvæmt öruggum heimildum DV eru yfirgnæfandi líkur á þvi að Theódór taki starfið að sér og taki þar meö við þjálfun Valshðsins af Þorbimi Jenssyni, nýráðnum landshösþjálfara. Theódór hefttr undanfarin ár þjálfað kvennalið Víkings með góðum árangri. Hann hafði gert munnlegt samkomulag við Víking þegar Valsmenn höfðu samband við hann en þrátt fyrir það, eru taldar yfirgnæfandi lflcur á þvi að hann taki að sér þjálfun Valsliðsins. Veröi Theódór þjálfari hjá Val eru miklar líkur á þvi að Jón Kristjánsson verði aðstoðar- maður hans. Jón hafði í hyggju að fara erlendis í nám og hætta að leika með Val. Líkumar á því minnka dag frá degi og i dag hefur Jón ekkert fast í hendi varðandi nám erlendis og ekki heldur félag til að leíka meö. Jón sagði í sam- tah viö DV í gær að þjálfun Vals- liðsins heföi veriö nefhd lauslega við sig en ekkert væri ákveðið í þeim málum. „Ég var kominn með svo tfl öruggt pláss i námi í Sviss og einnig öruggt Uð þar í landi. Rússneskur leikmaður, sem var hugsaniega á fömm ffá félaginu, neitaði hins vegar að fara og því varö ekkert úr þessu,“ sagði Jón í gær. Þegar hann var spuröur að því hvort til greina kæmi aö fara norður tfl Akureyrar og leika með KA á næsta tímabili, sagði hann: „Þeir hafa ekkert rætt við mig og virðast ekki hafa áhuga á að fá mig tfl Uðs við sig í dag.“ Nokkrar breytingar era fyrirsjá- anlegar á meistaraliöi Vals. Geir Svetnsson fer til Frakklands, Finn- ur Jóhannsson á Selfoss og JúUus Gunnarsson leikur í Svíþjóð eða ÞýskalandL Nýveriö gerðu Vals- menn við samning við Olaf Stefáns- son og hann verður því áfram hjá félaginu. Hagnýt bók fyrir íslenska kylfinga Út er komin mjög athyglisverð bók fyrir íslenska kylfinga. í bókinni, sem heitir Dagbók kylfingsins, er kylfingum gefinn kostur á að skrá reglulega niður getu sína og framför í golfinu. í bókinni segir að besta ráðið sem kylfingur hafi til að finna út hvar í spil- inu hann þurfi helst að bæta sig, sé að halda öUu saman og skrá leik sinn skipulega niður ár hvert. Hér sé átt viö aflt æfinga- og keppnistímabflið og það sé í raun eina ráðið, hver á vegi sem kylfingur er staddur getulega, sem hann hafi bókstaflega í hendi sér tfl að bæta leik sinn. Bók þessi er kylfing- um kærkomin en þeir hafa ekki getaö keypt shkar bækur fyrr hér á landi. Margs konar skráningarform era í bókinni. Þar era um 40 faglega hönnuð skorkort, besta skor og besti hringur sumarsins, veðmálaskráning, teknir kennslutímar, vetraræfingar, Unurit árangurs á heimavelli og margt fleira. Bókin gildir frá maí 1995 til maí 1996. Þá eru í bókinni íslandskort með golfvöllum landsins, mótaskrá yfir opnu GSÍ-mót sumarsins og þrír áhugaverðir golfveUir era kynntir. Bókin er 190 síður og kostar 1.490 krónur. Hún er fáanleg í goUskálum landsins og einnig í bókabúðum. Öruggt hjá Houston Meistarar Houston tóku í nótt forystu í einvígi sínu við SA Spurs í úrsUtakeppni NBA-defldarinnar í körfúknatleik. Houston vann ör- uggan sigur á útivelU, 90-111, og hefur yfir, 3-2, en fjóra sigurleiki þarf til að tryggja sér sæti í úrslita- leiknum. Hakeem Olajuwon og Sam Casell voru mennirnir á bak við sigur Hostuon. Olajuwon skoraði 42 stig, Draumalið DV - upplýsingar Frá og með deginum í dag er aUar helstu upplýsingar um draumaliö DV að finna í síma 99-1500, sem breytist í 904-1500 á laugardaginn. Þar geta allir þátttakendur fengiö stigaíjölda sinn, heyrt hveijir era í 30 efstu sætunum, fengið verðskrána yfir leikmenn 1. deildar og heyrt staðfestingar á félaga- skiptum. Að gefnu tflefni skal ítrekað að félagaskipti era aðeins tekin til greina ef notaður er félagaskiptaseðfll DV. í helgarblaði DV veröur síðan fjallað ítarlega um stöðuna í draumaliðsleikn- um eins og hún er að loknum tveimur umferðum í 1. deildinni í knattspymu. DRAUMALIÐIÐ - FÉLAGASKIPTI NAFN ÞÁTTTAKANDA , NAFN LIÐS NÚMER LIÐS KAUPI LEIKMANN: fil NÚMFR NAFN VFRD SEL LEIKMANN: NÚMER . NAFN VERÐ SENT TIL: DV - ÍÞRÓTTADEILD/DRAUMALIÐ, ÞVERHOLTI 11 105 REYKJAVÍK tók 9 fráköst, átti 8 stoðsendingar og varði 5 skot og CaseU var með 30 og 12 stoðsendingar. Clyde Drexler skoraði 19 og Robert Horry lí. í Uði SA Spurs skoraði David Robinson 22 stig, Avery Johnson 20, Sean EUiot 14 og Terry Cumm- ings 12. Sjötti leikur Uöanna fer fram á heimavelU Houston aðra nótt. Tennis: Hrafnhildur í 2. umferð Jón Knstján Siguiðss., DV, Lúxemborg: Hrafnhildur Hannesdóttir náði bestum árangri íslensks tennis- manns á Smáþjóðaleikunum í gær þegar hún komst í 2. umferð með því að sigra Anastasio frá Kýpur. HrafnhUdur tapaði fyrstu lotunni, 6-7, en vann síðan tvær þær næstu, 7-5, og 6-1. Hrafnhild- ur sagði að henni hefði Uðið vel í leiknum og því heföi sjálfsörygg- ið aukist með hverri lotu. Hún sagöist einnig hafa verið sterk uppi við netið. Hrafnhfldur mætir í dag í 2. umferð stúlku frá Möltu sem sigraði á leikunum á Möltu fyrir tveimur árum síðan. Stefania Stefánsdóttir tapaði fyrir stúlku frá Möltu, 6-1, og 6-2 og féll þar með úr keppni. Atli Þorbjörnsson tapaði fyrir Möltu- manni, 1-6, og 2-6. Einar Sigur- geirsson tapaði, 1-6, og 1-6, fyrir mótheija frá San Marínó. Blak: Bæði töpuðu KvennalandsUðið í blaki tapaði fyrir San Marínó, 2-3, á Smá- þjóðaleikunum í gær. Fyrsta hrinan var mjög jöfn og spenn- andi og lyktaði meö sigri íslensku stúlknanna, 16-14, Hún stóð í 33 mínútur og var sú lengsta í leikn- um. San Marínó vann aðra hrin- una, 3-15, en ísland þá þriðju, 15-13. Fjórðu og fimmtu hrinu vann San Marínó, 7-15, og 12-15. KarlaUðið tapaði fyrir Kýpur, 3-0. Hrinumar fóra þannig, 15-1, 15-10, og 15-4. Þá vann Lúxem- borg Uð Möltu, 3-0. Skotfimi: Hannes ná- lægt bronsi Hannes Tómasson var 0,5 stig- um frá því að hreppa bronsverö- launin í loftskammbyssukeppni á Smáþjóðaleikunum í gær. I und- ankeppninni fara fram sex um- ferðir og í hverri fá menn tíu skot. Fyrir hveija umferð er hægt að fá mest 100 stig. Ólafur Jakobsson keppti einnig og komst hann eins og Hannes í undanúrslit. Hannes hlaut sam- tals 652,1 stig í íjórða sæti og Ólaf- ur 648,9 stig í sjötta sæti. MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995 33 Vernharð Þorleifsson var ekki i vandræðum með að tryggja sér gullverðlaunin í 86 kg flokknum á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg í gær. Fimm gullverðlaun til Islands á fyrsta degi Smáþjóðaleikanna: „Ég er stoltur af mínu keppnisfólki“ Jón Kristján Sigurdsson, DV, Lúxemborg: íslenska landsUðið í júdó stal senunni á fyrsta keppnisdegi Smáþjóðaleikanna í Lúxemborg. íslendingar unnútil fimm gullverðlauna, einna silfurverðlauna og einna bronsverðlauna. Þessi glæsilegi árangur júdómanna er sá langbesti sem þeir hafa náð á erlendri grund. Þessi kröftuga byijun íslendinga á leikunum gefur vonandi fyrirheit um það sem koma skal. HaUdór Hafsteinsson innbyrti fyrsta guUið i gær í -86 kg flokki þegar hann lagði Lúxemborgarann Rudi Frana í skemmtilegri gUmu á stigum.„Ég reikn- aði meö sigri í úrsUtaglímunni en þetta reyndist erfiðara þegar á hólminn kom. Ég missti af Evrópumótinu þegar ég sleit vöðva í lærinu fyrir fimm vikum en það háöi mér ekki,“ sagði Halldór Hafsteins- son við DV eftir verðlaunaafhending- una. Þetta voru fimmtu leikarnir sem Halldór tekur þátt í og gullið í gær var hans fimmta í röðinni. Freyr Gauti Sigmundsson lagði Ro- berto Righi frá San Marínó í -78 kg flokki. Freyr glímdi mjög vel og átti mótheiji hans aldrei möguleika. Þetta eru þriðju leikarnir hans og hefur hann unnið gull í öll skiptin. Eiríkur Kristinsson vann Jason Tre- visan frá Möltu í -71 kg flokki á „toga“. GUman var mfög jöfn framan af en þeg- ar á leið náði Eiríkur betri tökum á henni og um síðir var Trevian lagður á „toga“. Höskuldur Einarsson var að taka þátt í sínum fyrstu leikum og byijaði með glæsibrag. Vann guU í -60 kg flokki með því að leggja Pieris Lenonidou frá Kýpur á „ippon". Höskuldur ghmdi mjög skyn- samlega og skellti Lenonidou með tilþrif- um í gólfið. „Þetta var erfiður andstæð- ingur og því mjög skemmtilegt aö leggja hann að velli,* sagði Höskuldur Einars- son við DV eftir gUmuna. Vernharð Þorleifsson vann George Georgiou frá Kýpur á „ippon“ í 86 kg flokki. „Ég er í mjög góðri æfingu og gUman var ekki svo erfið. Árangur okkur er frábær og vonandi að hann ýti undir áhuga á júdóinu heima. Þegar heim kemur hefst undirbúningurinn fyrir heimsmeistaramótið í Japan en aUt fyrir ofan níunda sætið myndi tryggja mér sæti á ólympíuleikunum. Þangað stefni ég ótrauður," sagði Vemharð. Vignir Stefánsson tapaði úrsUtaglímu í 65 kg flokki og varð að sætta sig við silfurverðlaun. Gígja Gunnarsdóttir vann bronsverðlaun í -66 kg flokki. Berg- Und Ólafsdóttir tapaði síðan gUmu um bronsverðlaunin. „Góður undirbúningur skflar þessum árangri. Einnig leikur dagsformið stórt hlutverk og það var svo sannarlega í góðu lagi. Eg er mjög hreykinn af mínu keppnisfóUu," sagði Michael Vachum landsUðsþjálfari og var að vonum í sjö- unda himni. Þess má geta aö Vernharð Þorleifsson og Eiríkur Kristinsson fóra í lyfiapróf eftir keppnina og kom það ekki Vem- harð á óvart því hann haföi dreymt fyr- ir því nóttina áður. Smáþjóðaleikamir - körftiknattleikur: Auðvelt í seinni háKleik Jón Kristján Sigurðsson, DV, Lúxemborg: íslendingar unnu San Marínó, 90-62, í fyrsta leik Uðsins í körfuknattleiks- keppni Smáþjóðaleikanna í gær. íslend- ingar voru framan af í basU og lék liðið þá langt undir getu. Kann að vera að þreyta hafi leikið þar stórt hlutverk en Uðiö kom hingað beint frá Sviss þar sem það tók þátt í undankeppni Evrópumóts- ins og lék þar 6 leiki á sjö dögum. San Marínó-menn voru yfir í hálfleik, 36-35, og virtist sem þeir væru sjálfir hissa á því en þeir töldu sig ekki eiga mikla möguleika í íslendingana. í síðari hálfleik kom styrkleikamunurinn ber- lega í ljós og íslendingar sigu jafnt og þétt fram úr. Hittnin var góð í síðari hálfleik og skoraði Falur Harðarson úr fiórum þriggja stiga skotum en alls gerði Uðiö tíu þriggja stiga körfur í leiknum. Guðmundur Bragason lék best í þess- um leik, sívinnandi allan tímann í vöm og sókn. Falur Harðarson kom einnig sterkur út en aðrir léku undir getu. Stig íslands: Guðmundur Bragason 26, Falur Harðarson 14, Valur Ingimundar- son 12, Hinrik Gunnarsson 9, Guðjón Skúlason 8, Herbert Amarsson 7, Marel Guðlaugsson 5, Hermann Hauksson 4, Jón Árnar Ingvarsson 3, Teitur Örlygs- son 2. Liðið leikur í dag við Andorra sem hefur styrkt hð sitt með erlendum leik- mönnum frá síðustu leikum. í gær vann Mónakó Kýpurbúa, 87-73. íþróttir Boris aðstoð- ar Þorbiörn - með íslenska landsliðið í handknattleik „Það á bara eftir að ganga frá smáatriöum en það er ljóst aö Bor- is Akbashev verður minn aðstoðar- maður með landsliðið. Hann tók mjög vel í þetta og hefur faflist á að taka þetta að sér og ég er mjög ánægður með að hafa fengiö hann mér til aðstoðar," sagðí Þorbjöm Jensson, landsliðsþjálfari í hand- knattleik, í samtali við ÐV í gær fyrir frábær störf hér á landi. Hann hefur um árabíl unnið við ungl- ingaþjálfun Ifiá Val og margir segja að leikmenn á borð við Dag Sig- urðsson, Ólaf Stefansson og Valdi- mar Grímsson eigí honum mikið að þakka. Akbashev mun fyrst og fremst aðstoða Þorbjöm viö landsliðsæf- ingar á æfinga- og undirbúnings- tímum en nfiög líklegt er að hann • Boris Akbashev verður aðstoð- armaður Þorbjörns Jenssonar. Boris Akbashev, sem er russ- neskur, er íslenskum handknatt- leiksunnendum aö góöu kunnur verði einnig á bekknum í lands- leikjum. Júlíus til Rost- ock í næstu viku - fer nánast örugglega frá Val Nú bendir flest til þess aö Júlíus Gunnarsson, landsliösmaður í hand- knattleik, leiki ekki með Valsmönn- um næsta vetur. Hann stefnir á að spila erlendis, í Þýskalandi eða Sví- þjóð, og það mun skýrast innan skamms með hvaða félagi hann leik- ur. Júlíus fer næsta þriðjudag til Þýskalands tfl að skoða aðstæður hjá 2. defldarliðinu Rostock og verður þar í þrjá daga. Ef ekki verður af samningi þar má telja líklegt að hann gangi til liðs viö sænskt félag. „Eg er löngu ákveðinn í að fara út. Ég lauk hagfræðináminu fyrir þrem- ur árum og það er kominn tími til að fara í framhaldsnám. í Svíþjóð eru möguleikamir margir, ég gæti fariö í skóla í Stokkhólmi, Gautaborg eða Lundi og þá koma mörg félög til greina," sagði Júlíus við DV í gær- kvöldi. Litlu munaði að hann gengi tfl hðs við sænska úrvalsdefldarhðið Sáve- hof en þar átti hann að leysa af hólmi eistneskan leikmann. Sá hætti hins vegar viö að yfirgefa Svíþjóð og var nokkrum klukkutímum fyrri til en Júhus að gefa Sávehof ákveðið svar. Daniel Ólofason, DV, Akcanesi: Blaðafúlltrui þýska knattspymusambandsins sagði í gær að Númberg heföi enn von um að halda sæti sínu í 2. deild. „Við höftun ekki sagt okkar síöasta í þessu máh og ef Númberg kemur með nýja fiárhagsáætl- un þá held ég að málin snúist því í hag,“ sagði blaðafufltrúirm. Forseti Bayern Múnchen sendi knattspymusambandinu bréf í fyrradag þar sem hann bað það að gefa Númberg eitt tækifæri til að halda leyfi sínu. Þú getur svaraö þessari spumingu meö því aö hringja í síma 99-16-00. 39,90 kr. mínútan. ,r ö d d FOLKSINS 99-16-00 Er Þorbjörn Jensson rétti landsliðsþjálfarinn? Alllr i stafræna kerllnu meö tönvalssima geta nýtt sér þessa þjönustu. Island Jafntefli NIÐURSTAÐA Hvernig fer landsleikur r*Ái i/oiiip íslands og Svíþjóðar? rULKomo 99-16-00 Svíþjóö Quinn til Sporting írski landsliösmaðurinn Niall Quinn gengur líklega í raðir port- úgalska liðsins Sporting Lissabon fyrir næstu leiktíö. Quinn hefur leikið með Manchester City und- anfarin ár og væntanlegt kaup- verð Sporting á honum er um 1 mflljón punda. Samningi Rioch lokið Þriggja ára samningur Bruce Rioch, framkvæmdastjóra Bol- ton, sem í fyrradag vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spymu, er útrunninn og mikil óvissa ríkir um það hvort hann mun stýra félaginu á næsta ári. City f alast eftir honum Stjóm og leikmenn Bolton vilja halda Rioch en vitað er að Man- chester City og Arsenal eru á höttunum eftir honum. Sjálfur segist Rioch ekkert hafa ákveðið en hann og Francis Lee, stjórnar- formaður Manchester City, eru góðir félagar og það ýtir undir að Rioch gæti orðið næsti stjóri City. Gaudinoívanda Maurizio Gaudino, þýski knatt spymumaðurinn hjá Manchester City, verður væntanlega dreginn fyrir þýska dómstóla síðar á ár- inu vegna aöildar að fiársvika- máli tengdu bílaviðskiptum. Cantona„laus“ „Nauðungarvinnu" Erics Can- tona er lokið en hann þurfti að þjálfa böm ókeypis í knattspyrnu í 120 daga í kjölfar þess að hann réðst á áhorfanda í vetur. Hann var meö 60 æfingar á þessu tíma- bfli og alls tóku 732 börn þátt í þeim. Cole í uppskurð? Andy Cole, sóknarmaðurinn sifialli frá Manchester United, þairf að öllum hkindum að gang- ast undir uppskurð á fæti á næstu dögum og missir því af þeim verkefnum sem framundan eru hjá enska landsliðinu. Deportivovann Deportivo Coruna vann Sport- ing Gijon á útivelli, 2-0, í fyrri leik liðanna í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar í knattspymu í gærkvöldi. Zeleznyyfir90 Tékkinn kröftugi, Jan Zelezny, þeytti spjótinu 90,80 metra á frjálsíþróttamóti í Bratislava í Slóvakíu í gærkvöldi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.