Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1995, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1995, Blaðsíða 50
58 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 Afmæli Hjörleifur Guðnason Hjörleifur Guðnason, múrarameist- ari og fyrrv. húsvöröur Framhalds- skóla Vestmannaeyja, Bröttugötu 25, verður sjötugur á mánudaginn. Starfsferill Hjörleifur er fæddur að Hjarðar- holti, Seyðisfirði, en ólst upp að Oddsstöðum, Vestmannaeyjum, hjá móðursystur sinni, Guðrúnu Grímsdóttur, og eiginmanni henn- ar, Guðjóni Jónssyni, b. og smið, en þau tóku hann í fóstur ársgamlan. Hjörleifur var í Iðnskólanum í Vest- mannaeyjum 1947-57. Hjörleifur starfaði við múrverk, sem múrari, og sem sjálfstæður verktaki að byggingum frá 1954-80. Hann var húsvörður við Fram- haldsskólann í Vestmannaeyjum 1980-94. Fjölskylda Hjörleifur kvæntist 26.7.1947 Ingu Jóhönnu Halldórsdóttur, f. 30.11. 1927, húsmóður. Foreldrar hennar: Halldór Jóhannsson, húsasmíða- meistari, og Lilja Víglundsdóttir, Heiðarbýli í Neskaupstað. Börn Hjörleifs og Ingu Jóhönnu: Lilja Dóra, f. 7.10.1947, húsmóðir, maki Steinar Benjamínsson, þau eiga fimm börn; Guðmunda, f. 23.4. 1949, húsmóðir, maki Þórður Sigur- sveinsson, þau eiga íjögur börn og fjögur barnabörn; Guðjón, f. 18.6. 1955, bæjarstjóri, maki Rósa Ehsa- bet Guðjónsdóttir, þau eiga fjögur börn; Guðni, f. 8.11.1957, netagerð- armeistari, maki Rósa Sveinsdóttir, þau eiga þrjú böm; Halldór, f. 9.11. 1960, trésmíðameistari, maki Erna Þórsdóttir, þau eiga þrjú börn; Sig- rún, f. 25.8.1962, húsmóðir, maki Magnús Örn Guðmundsson, þau eiga þijú böm; Jónína Björk, f. 24.5. 1966, húsmóðir, maki Bergur Guðnason, þau eiga þrjú böm. Systkini Hjörleifs: Vilborg, f. 2.11. 1904, d. 27.5.1988; Hólmfríður, f. 9.3. 1907, d. 2.2.1984; Sigurður, f. 20.11. 1909, d. 28.12.1961; Sigrún Þórhild- ur, f. 16.1.1912, d. 20.12.1993; Stein- grímur, f. 18.4.1915, d. 6.7.1973; Sig- mundur, f. 17.5.1921, d. 1.9.1993. Uppeldissystkini Hjörleifs: Kristó- fer; Jón; Heijólfur; Pétur; Guð- mundur; Fanný; Njála; Ósk. Með Hjörleifi ólst einnig upp sonardóttir Guðjóns Jónsssonar, Jóna. Börn Guðrúnar Grímsdóttur og Guðjóns Jónssonar: Ingólfur; Guðlaugur; Vilborg; Árni. Foreldrar Hjörleifs: Guðni Sig- mundsson, f. 23.4.1873, d. 7.3.1943, verkamaður á Seyðisfirði, og Hall- dóra Grímsdóttir, f. 26.1.1880, d. 3.10. 1963, húsmóðir. Hjörleifur tekur á móti gestum í Hjörleifur Guönason. Asgarði frá kl. 16-19 á afmælisdag- inn. afmælið 4. júní 90 ára Ingibjörg Konráðsdóttir, Víðimýrí8, Sauðárkróki. 85 ára Sigurður Guðmundsson, Dynskógum 7, Hveragerði. Sigmundur Sigurgeirsson starfsmanna- stjóri, Hnotubergi 21, Hafnarfírði. Hanntekurá mótigestumá heimili sínu laugardaginn 3. júnífrákl. 17-19. 75 ára 50 ára Elísabet Þorbjarnardóttir, Garðabraut 8, Akranesi. Einar Hálfdánarson, Svalbarði3, Homafjarðarbæ. Edda Þórz Þórðardóttir, Kirkjubraut 15, Seltjarnarnesi. Kristján Mikaelsson, AsparlundilO, Garðabæ. Sveinn G. Sveinsson, Víkurbraut lb, Sandgerði. Hildur Viðarsdóttir, Hofteigi 54, Reykjavík. Bára Sólmundsdóttir, Sólheimum, Hvolhreppi. RagnarBjörnsson, Hamraborg 18, Reykjavík. Guðný Árný Jónasdóttir, Langagerði 17, Reykjavík. Þórelfur Jónsdóttir, Bragagötu 23, Reykjavík. PállSkúlason, 70 ára Reynihlíð6, Reykjavlk. Ingibjartur Antonsson, Steingrimur Ingimundarson, Kambi 1, Djúpavogshreppi. Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Stórholtil7,ísafirði. Guðjón Weihe, Dverghamri 17, Vestmannaeyjum. Hreimsstöðum, Borgarbyggð, Aðalheiður Sigurðardóttir, StaðarhóIi,Dalvik. Sigrún Gisladóttir, Kmmmahólum 6, Reykjavík. 40ára Guðni Guðnason, Hlaðhömrum 40, Reykjavík. Sigurbjörg G. Halldórsdóttir, 60 ára Heiðargerði 82, Reykjavík. BirgirGuðnason, GuðlaugurEinarsson, Búðavegi 34, Fáskrúðsfirði. Sigtúni 47, Reykjavfk. Sigurður Bjarnason, Nesi2, Reykholtsdalshreppi. Valdemar Sigurjón Jónsson, Goðatúni 14, Flateyri. Þorleifur Bergsson Þorleifur Bergsson, fyrrv. bóndi, Hofsá í Svarfaðardalshreppi, sem dvelur nú á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík, verður nítíu og fimm ára á mánudaginn. Fjölskylda Þorleifur er fæddur í Gljúfurár- koti en fluttist að Hofsá á fyrsta ald- ursári og ólst þar upp. Hann var í Bændaskólanum að Hólum 1923-25 og Voss-Folkehagskule í Noregi 1926-27. Þorleifur var með útgerð á Siglufirði 1927-30 og bóndi á Hofsá 1930-56. Þorleifur kvæntist 12.11.1927 Dóroþeu Gísladóttur, f. 23.10.1896 í Kjarnholtum í Biskupstungum í Árnessýslu, d. 21.11.1954. Synir Þorleifs og Dóroþeu: Gísh, f. 27.10.1928, búsettur á Hofsá; Rögn- valdur, f. 30.1.1930, búsettur í Garðabæ; Haukur, f. 18.12.1931, búsettur á Reyðaríirði; Óskar Berg, f. 22.9.1933, búsettur í Reykjavík; Rúnar Friðsveinn, f. 2.3.1937, bú- settur á Dalvík; Reimar Alfreð, f. 2.3.1937, búsettur á Dalvík. Þorleifur Bergsson. Þorleifur átti sex systkini og tvö hálfsystkini. Foreldrar Þorleifs: Bergur Jóns- son, f. 25.3.1861 í Klaufabrekkna- koti, d. 30.5.1946, og Ósk Valdína Rögnvaldsdóttir, f. 22.12.1863 á Klængshóli, d. 3.2.1948. Ebbi Jens Guðnason Ebbi Jens Guðnason, fyrrv. bóndi, Kópavogsbraut la, Kópavogi, er áttatíu og fimm ára í dag. Starfsferill Ebbi er fæddur á Valþúfu í Dala- sýslu og ólst þar upp. Hann stund- aði nám í Héraðsskólanum aö Laug- arvatni 1930-32. Frá fermingu og til 1939 vann Ebbi ýmis störf en aðallega við landbún- að. Hann var bóndi að Hólum í Dala- sýslu frá 1939-64, verkamaður í Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi 1964-74 og í Kassagerð Reykjavíkur 1974-88. Ebbi gegndi trúnaðarstörfum á vegum Búnaðarfélags Hvamms- hrepps og fyrir Hvammshrepp en hann sat í hreppsnefnd í 13 ár. Ebbi hefur verið búsettur í Kópa- vogifrál980. Fjölskylda Ebbi kvæntist 1939 Guðbjörgu Helgu Sigurbjörnsdóttur, f. 27.2. 1912, húsmóður. Foreldrar hennar: Sigurbjöm Magnússon, bóndi í Glerárskógum í Dalasýslu, og Helga Ásgeirsdóttir, húsfreyja. Börn Ebba og Guðbjargar: Lind, f. 7.9.1938, fulltrúi, maki Jón Ólafs- son rafvirkjameistari, þau erú bú- sett í Garðabæ og eiga þrjú börn; Sigurveig, f. 29.12.1940, húsmóðir, maki Haraldur Hansson, pípulagn- ingarmeistari, þau eru búsett í Kópavogi og eiga fjögur börn; Gerð- ur, f. 1.7.1950, leikskólakennari, maki Benedikt Ó. Sveinsson læknir, þau em búsett í Reykjavík og eiga tvo syni; Jón, f. 14.10.1952, d. 21.10. 1984, bifreiöasmiður. Systkini Ebba: Snorri, f. 16.3.1904, d. 25.8.1985, síðast vaktmaður í Reykjavík; Kristín, f. 8.3.1906, d. 27.2.1992, síðasthúsmóðiríReykja- vík; Kristján, f. 16.4.1907, d. 3.12. 1993, húsvörður á Selfossi; Ingi- björg, f. 12.9.1908, fyrrv. starfsstúlka í Reykjavík; Jón, f. 15.5.1913, d. 19.10. 1952, bóndi, Valþúfu í Dalasýslu. Þá dóu tvö systkina Ebba mjög ung. Foreldrar Ebba: Guðni Jónsson, f. 28.8.1874, d. 15.12.1953, bóndi, og Petrína Þorgerður Kristjánsdóttir, Ebbi Jens Guönason. f. 1.12.1874, d. 15.12.1941, húsmóðir. Ætt Guðni var sonur Jónasar Jónsson- ar, b. í Skógum í Dalasýslu, og konu hans, Kristbjargar Einarsdóttur frá Kýrunnarstöðum í Dalasýslu. Petrína Þorgerður var dóttir Kristjáns Þórðarsonar, b. á Hellu í Dalasýslu, og konu hans, Bjargar Pétursdóttur, frá Hofakri í Dala- sýslu. Ebbi er aðheiman. Heiðbjört Ingvarsdóttir Heiðbjört Ingvarsdóttir, Nýlendu- götu 20a, Reykjavík, er fertug í dag. Fjölskylda Heiðbjört er fædd í Grænuhlíð á Akureyri og ólst þar upp. Hún starf- aði í Gefjun 1971-85 en fluttist þá til Reykjavíkur og hefur unnið þar við ýmislegt en aðailega sem dagmóðir. Sambýlismaður Heiðbjartar er Hafsteinn Hafsteinsson, f. 29.6.1951, bátasjómaður. Heiðbjört giftist 28.6. 1975 Reyni Arasyni. Þau skildu. Dætur Heiðbjartar og Reynis: Lena, f. 6.2.1975, sambýlismaður hennar er Eiríkur Björnsson, þau eru búsett á Djúpavogi; Sunna, f. 26.2.1977. Sonur Heiðbjartar og Gunnars Bjömssonar: Valberg, f. 1.5.1985. Börn Hafsteins af fyrra hjónabandi: Ómar Þór, f. 23.11.1977; Helena Ruth, f. 28.4.1981. Systkini Heiðbjartar: Sigurður, f. 10.1.1934, búsettur á Akureyri; Katrín, f. 8.12.1934, gift Ragnari Pálssyni, þau eru búsett á Akur- eyri; drengur, f. 14.11.1935, d. 24.2. 1936; Jósef, f. 27.6.1938, búsettur í Reykjavík; Valberg, f. 15.12.1939, búsettur á Akureyri; Amalía, f. 5.11. 1941, gift Kjeld Kruuse, þau eru bú- sett í Kaupmannahöfn; Marzelía, f. 12.4.1946, gift Óskari Gunnarssyni, þau era búsett í Glæsibæjarhreppi; Kristbjörg, f. 11.7.1949, búsett í Reykjavík; Borghildur, f. 29.7.1951, gift Halldóri Guðlaugssyni, þau eru búsettíOdense. Foreldrar Heiðbjartar: Ingvar Ól- afsson, f. 11.1.1912, d. 5.2.1978, neta- gerðarmaöur, og Viglín Sigurðar- dóttir, f. 13.4.1912, d. 25.4.1994, hús- móðir. Þau bjuggu í Grænuhlíð á Akureyri. Heiðbjört Ingvarsdóttir. Heiðbjört tekur á móti gestum á heimili sínu frá kl. 15. Sæmundur Kristjánsson Sæmundur Kristjánsson, verka- maður og sjómaður, Alfhólsvegi 43a, Kópavogi, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Sæmundur er fæddur á ísafiröi og ólst upp þar og í Kópavogi. Sæmundur hefur verið til sjós á ýmsum bátum á ísafirði og unnið í landi sem verkamaöur og bygginga- verkamaður. Hann hefur einnig starfað í fyrstihúsi, í bæjarvinnunni hjá Reykjavíkurborg og Kópa- vogsbæ og hjá steypustöð. Fjölskylda Systkini Sæmundar: Svanur Kristjánsson, f. 1947, prófessor í stjómmálafræði við HÍ; María, f. 1954, fóstra. Foreldrar Sæmundar: Kristján Jónsson, skipstjóri og hafnsögu- maður á ísafirði, og kona hans, Ingi- bj örg Bj amadóttir. Ætt Kristján er sonur Jóns, sjómanns og verkamanns í Hnífsdal, Eiríks- sonar, b. á Moldhúsum á Alftanesi, Guðmundssonar. Móðir Kristjáns var Arnfríöur Kristjánsdóttir, Árnasonar frá Súðavík, Jónssonar, af Arnardalsættinni, bróður Guð- rúnar, langömmu Kristínar Ólafs- dóttur, varaformanns Alþýðu- bandalagsins, og Gests Ólafssonar skipulagsstjóra. Ingibjörg er dóttir Bjama útgerð- armanns í Ögurnesi, Einarssonar snikkara, Bjamasonar, af Amar- dalsættinni. Sæmundur Kristjánsson. Sæmundur tekur á móti gestum á Veitingahúsinu Gullna hananum, Laugavegi 178, frá kl. 15-18 laugar- daginn3.júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.