Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1995, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1995, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995' Dagur í lífi Hafsteins Hafliðasonar garðyrkjumanns: Símavakt um garðstörfin Vaknaði fremur seint og veðrið var dumbungslegt. Rakt í lofti en hlýtt. Ég fékk mér morgunkafii og sígar- ettu við opinn glugga út á flugvöll- inn. Gæsagargið ómaði en fátt um flugvélar. Heiman frá mér séð virð- ast þessar háværu gæsafælur koma að litlu haldi við að halda gæsunum af vellinum. Ef til vfil eru borgargæs- irnar orðnar svo náttúrufirrtar að vélrænt byssugeltið og vixlandi surg- ið í gæsafælunum veitir þeim örygg- iskennd og værðartilfinningu. Því er öfugt fariö með mig. Ég venst þessum hljóðum fila og seint, þrátt fyrir fyr- irheit flugmálayfirvalda um að ná- grannar flugvallarins ættu að vera hættir að taka eftir þeim fyrir löngu. Hósti. Tóbaksremma í hálsi. - Hve- nær ætlar maður að hætta þessum reykingum? - Aumingi! Rakstur. Sturta. Vaxandi ístra! - Taka sér tak og gera nú eitthvað í þessu, éta minna, hlaupa, hreyfa sig! Nivea After Shave Balsam. Ný nær- föt. Hrein skyrta. Hollur morgunverður: 1 glas AB- mjólk, 1 sneið heimabakað súrdeigs- brauð með Hvammstangaosti, 1 mat- skeið lýsi, fjallagrasaseyði, heilsu- vítamín og echinoforce. Sumarblómin keypt Af stað inn í Blómaval. Vinnan kallar. Borgarbúar og aðrir lands- menn vilja fá sín sumarblóm. Af- greiðsla - „Get ég aðstoðað?" - „Nei, því miður kláruöust ódýru stjúpum- ar á helgartilboðinu. En við eigum áfram ódýrar einingar með 20 blómstrandi plöntum af skrautnál, stjúpum, fjólum og flauelsblómi á aðeins 249 krónur. Vfitu líta á það?“ - „Jú, það er alveg óhætt aö planta þessu út núna. Því fyrr þeim mim betra.“ - „Það gerir varla hret úr þessu og þótt það geri kuldanótt þola plöntumar það. Kannski getur flau- elsblómið sortnað nokkuð á blöðun- um - en það nær sér fljótt aftur þeg- ar hlýnar." Kartöfluútsæði? - „Jú, nóg er tfi af rauöum og gullauga. Fimm kíló, dugar í 25 fermetra garð - 390 krónur - má setja niður strax.“ Fitusnauður hádegisverður Hádegisverður: Teigakjör. Hitti Guðrúnu frænku mína frá Ambjarg- arlæk; með auknum þroska líkist hún Ingibjörgu ömmu sinni æ meir. Skemmtfiegt spjall! Kotasæla og hertur bitafiskur - fitusnautt! Símavakt kl. 2 tfi 6, garöyrkjuráð- gjöf (Steinunn leysir mig af kl. 4). Margir hringja, mismunandi erindi: Margrét á Sjávarborg spyr um hvort ekki sé óhætt að klípa ofan af sumar- blómaplöntum sem hún er að ala upp og em orönar ansi renglulegar og plássfrekar í stofunni hennar, en hún kemur þeim ekki strax út vegna snjóa. - „Jú, það er allt í lagi að klípa af þeim. Þær greina sig bara betur á eftir.“ Öm hjá Fylki vill vita hvernig hann getur lagfært holur í fótbolta- vellinum án þess að skipta um .torf. Svarið er einfalt: Fylla holuna að 2/3 með blöndu af hellusandi (80%) og sphagnummold (20%). Þjappa vel. Síðan er holan fyllt meö sams konar blöndu úr fínum sandi og sphagnum. Grasfræi (sportblöndu) því næst sáð í yfirborðið og krafsað yfir til að gras- fræið komist u.þ.b. 5 mm niður. Þjappað, vökvað, varið og haldið röku þar tfi bletturinn er uppgróinn. Tekur líklega fjórar vikur. Kona í Hafnarfirði (feimin, sagði ekki tfi nafns) þarf að flytja runna um set í garðinum. Henni liggur ekk- ert á. Er óhætt að gera það núna? Hvað er best? - Svar: Meginregla er að rótstinga allan trjágróður, tré og ranna sem ætlunin er að flylja tfi núna í maí-júní. Láta síðan standa kyrrt í sumar og flytja í haust eftir að lauf er falhð. Þá verða viðbrigðin minni og meiri líkur á að flutningur- irm takist vel. Steinunn tekur við vaktinni klukkan íjögur. Skemmtileg sýning Ég er laus. Norræna húsið, kjallar- inn. Samsýning útskriftamema frá MHÍ. (Sérstakt úrval! - Hvar er jafn- réttið? - Má þetta?) Missti af aðalsýn- ingunni í Laugamesi. Eftirminnfieg- ast: Sibba, tvímynd: Maður og kona - tfi hvers? - demónískt aðdráttarafl - ýfir forvitnina - æpir á lausn! Gret- Hafsteinn Hafliðason hefur nóg að gera við að leiðbeina fólki um garðvinn- una. DV-mynd GVA he Michaelsen, þrívíddarsyrpa: Ein- faldlega íslenskt (undir allt öðram nöfnum!) - danskur húmor sér ísland og íslendinga ofan frá með viðkvæm- um ástaraugum og gefur okkur gull með Sólvagninum. Fór heim. Meira kaffi. Fleiri sígar- ettur. - Æ! Einkennilegt efnhagslíf Kvöldmatur: Buff með lauk. - Til- ræði við áformin í morgun! Sjón- varpsfréttir: Engir samningar! Alls staðar klúður og hörmungar. Aum- ingja fólkið! Tölvan: Þýtt og staðfært vegna eigin reynslu; bæklingur um notkun 100% lífræna Maxicrop- áburðarins sem inniheldur alla nær- ingu og vaxtarorku sæþöranganna fyrir landgróðurinn. Fínt efni og frá- bær árangur! Kverkaskítur: Kreist hvítlauksrif og kamfilute. Rammt en hrífur! í rúmið: Ligg andvaka. Tel gluggaumslög og uppboðshótanir í huganum - óvfijandi - en reyni að sofna: ísland er yndislegt land og mörgum landkostum búið en hér rík- ir einkennfiegt efnahagslíf sem ég botna ekkert í! Hvemig er þetta hægt? Finnur þú fimm breytingar? 312 Þetta er einkennilegt, nú höfum við verið gift í 27 ár og ég hef aldrei tekið eftir þvi aö þú værir örvhent. Nafn:................................. Heimili: Vinningshafar fyrir þijú hundraðustu og tíundu getraun reyndust vera: 1. Valdimar Gunnarsson Hamrabergi 42 111 Reykjavik . Stefán Guðmundsson Hrólfsskálavör 8 170 Seltjamamesi Myndimar tvær vjröast við fyrstu sýn eins en þegar betur er aö gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriöi skaltu merkja við þau með krossi á myndinni tii hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurveg- aranna. 1. verðlaun: Zodiac Sigma 300 sími, að verðmæti kr. 4.950, frá Hljómbæ, Hverfisgötu 103, Reykjavík. 2. verðlaun: Úrvalsbækur. Bækumar sem era í verð- laun heita: Líki oíaukið og Bláhjálmur, úr bókaflokknum Bróðir Cadfael, aö verð- mæti kr. 1.790. Bækurnar era gefhar út af Frjálsri fjölmiðlun, Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 312 c/oDV, póstliólf 5380 l25Reykjavík -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.