Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1995, Blaðsíða 30
38
LAUGARDAGUR 3. JUNI 1995
Nú má fá framandi ávexti á íslandi:
Nýtt og spennandi
bragð í sumarsalatið
Ekki eru mörg ár síðan það þótti
fréttnæmt þegar epli fengust í versl-
unum á íslandi. Yfirleitt voru eplin
aðeins til íyrir jólin enda þóttu þau
munaðarvara sem eingöngu skildi
borðuð á hátíðar- og tyllidögum. En
nú er öldin önnur og hægt er að fá
aUs kyns framandi ávexti á íslandi.
Ávexti sem fólk þekkir ekki né veit
til hvers á að nota. I Hagkaup er
geysimikið úrval af ókunnugum
ávaxtategundum enda mun vera í
gangi nokkurs konar könnun á því
hvort íslendingar hafi áhuga á að
prófa nýjar tegundir.
Fyrir stuttu rákumst við á grein í
norsku Allers um þessa framandi
ávexti og fólki til glöggvunar birtum
við þá umijöllun hér. Ávextina má
nota í margs konar eftirrétti og tert-
ur, þar að auki eru þeir ríkir af
vítamínum og góðir sem næringar-
ríkur biti milli mála. Á góðum sum-
ardögum er mjög svalandi að blanda
saman góðum ávöxtum svo úr verði
gott sumarsalat.
Stjörnuávöxtur
Carambole hefur sérkennilegt og
sterkt útlit. Ávöxturinn er grænn
eða gulur með sérstöku hýði, sem er
gegnsætt og líkist leðri. Þegar ávöxt-
urinn hefur verið skorinn þversum
minna sneiðarnar á stjömur og þess
vegna er hann yfirleitt kallaður
stjörnuávöxtur. Hann er ríkur af A-
og C-vítamínum en hefur hátt inni-
hald af öxelsýrum þannig að lítið
þroskaður ávöxtur getur verið mjög
súr. Ef ávöxturinn er borðaður eins
og hann kemur fyrir er betra að
velja hann gulan og stóran því þá
inniheldur hann meira af ávaxta-
sykri.
Notkunarmöguleikar:
Hægt er að borða hann einan og
sér, í alls kyns ávaxtasalöt, til að
punta fiskrétti, tertur og alls kyns
drykki.
Papaya
Papaya er meðlimur fíkjufjöl-
skyldunnnar og kemur frá Mið-Am-
eríku. Ávöxturinn er perulaga en
líkist melónu. Hýðið á ekki að borða
en kjötið er safaríkt og laxableikt á
lit. Hann er dýr en geymsluþolinn.
Ávöxturinn er ríkur af A-, B- og C-
vítamínum og kalsíum. Bragðið er
milt og gott, minnir á ferskjur.
Papaya inniheldur lítið af sýru og er
þess vegna oft borinn fram með lime
eða sítrónusafa og stundum sykri.
Notkunarmöguleikar:
Eins og melóna í forrétt með sal-
ati og skinku, í ávaxtasalöt eða eins
og hann kemur fyrir með
sítrónusafa og sykri.
Ástaraldin
Granatepli eða ástaraldin hefur
ekki fengið nafniö sitt af því að líkj-
ast sprengikúlu - þvert á móti fékk
ávöxturinn nafn sitt þar sem hann
líkist granatepli sem er einn elsti og
þekktasti ávöxturinn. Á íslandi kaU-
ast hann hins vegar ástaraldin. At-
huga verður að safinn úr ávextinum
lætur frá sér lit sem erfitt er að fjar-
lægja.
Notkunarmöguleikar:
Safinn kallast grenadin og notast
sem bragðauki í marga drykki.
Einnig er safinn oft notaður sem lit-
arefni. Sterki rauði liturinn í aust-
urlenskum teppum er t.d. litaður
með grenadin. Ástaraldin er
kannski ekki fullt af næringarefn-
um en ávöxturinn er bragðgóður og
frískandi.
Blæjuber
Physalis eða blæjuber er ekki i
sömu ætt og stikilsber þrátt fyrir að
ávöxturinn minni nokkuð á þau.
Blæjuber eru mjög næringarrík og
innihalda A-, B- og C-vítamín, járn,
fosfór og kalsíum.
Notkunarmöguleikar:
Berin eru mjög dýr sem takmark-
ar notkun þeirra. Blæjuberin eru
mjög spennandi í eftirrétti og sem
skreyting á ostabakka.
Litchi og Rambutan
Litchi er ber með harðri skel sem
vex í klösum með 20-30 berjum á.
Litchi og annar ávöxtur sem heitir
Rambutan eru af sömu fjölskyldu,
einungis útlitið skilur á milli. Báðir
ávextirnir hafa framandi ilmmikið
kjöt og eru oft nefndir ástríðuávext-
ir. Rambutan virkar oft stærri en
það er eingöngu vegna hins „loðna“
yfirbragðs. Ávextimir eru auðugir
af C-vítamíni, steinefnum, sérstak-
lega fosfór og kalsíum.
Notkimarmöguleikar:
Fjarlægið hýðið með fingrunum
eða beittum hníf. Kjötið er borðað
eins og það kemur fyrir og oft notað
í púns og kokkteila.
Mango
Þó mango-ávöxturinn sé ekki
mikið þekktur hér á landi er hann
mjög vinsæll víða um heim. Ávöxt-
urinn hefur orangelitað kjöt sem
líkist ferskjubragði og er með stóran
stein í sér miðjum sem situr fastur í
kjötinu. Mango er kaloríusnauður
en rikur af A- og C-vítamínum, járni
og kalsíum. Safinn úr mangóinu get-
ur skilið eftir sig bletti sem erfitt er
að fjarlægja.
Notkunarmöguleikar:
Mangochutney, sem er tilbúið í
krukkum og fæst í flestum verslun-
um, er búið til úr óþroskuðu mangói
og er gott með mat og í matargerð.
Þá er mangó einn og sér góður eftir-
réttur.
Passíuávöxtur
Passion, passíuávöxtur eða
ástríöuávöxtur heitir hann þessi
brúni skrítni ávöxtur. Hann vex á
blómi eða runna er kallast passíu-
blóm en það hefur verið túlkað af
prestum sem tákn fyrir krossfest-
ingu Krists og píslargöngu. Ávöxt-
urinn hefur svipaða lögun og plóm-
ur og er með hörðu óætu hýði. Þeg-
ar ávöxturinn hefur verið skorinn í
tvennt hefur hann ekki fast kjöt
heldur safaríkan, gulleitan og hlaup-
kenndan kjarna sem inniheldur lítil
svört fræ. Ávöxturinn hefur litið af
næringarefnum en hann er góður til
að gefa bragð.
Notkunarmöguleikar:
Ávöxtinn er hægt að borða ein-
tóman með teskeið eftir að hann hef-
ur verið skorinn til helminga eða
setja innihaldið sem viðbót í ávaxta-
salat, á ís, jógurt eða sorbet
Fíkja
Fíkjan er ekki vel þekktur ávöxt-
ur á íslandi. Hún inniheldur ficin
sem er próteinríkt ensím og þykir
mjög gott fyrir meltinguna. Fíkjan
er rík af A- og B-vítamínum.
Notkunarmöguleikar:
Hægt er að borða fikjuna eins og
hún kemur fyrir, skera hana niður
og setja í ávaxtasalat. Einnig er gott
að músa ávaxtakjötið og borða
þannig. Fíkjuna má marínera í
líkjör og bera fram með ís. Hún
passar hins vegar ekki í hlaup eða
frómas þar sem efnin í henni koma
í veg fyrir að slíkir réttir stífni.
Kiwi
Kiwi hefur hlotið nafn sitt af fugl-
um sem eru þjóðareinkenni Nýja-
Sjálands. Ávöxturinn er mjög C-
vítamínauðugur en hann inniheldur
helmingi meira af því vítamíni en
appelsína. Kiwi er kaloríusnauður
ávöxtur en næringaríkur. Hann ætti
ekki að nota í rétti sem eiga að
stífna þar sem ensim er í honum.
Kiwi-ávöxtur er þroskaður þegar
hýðið lætur létt undan þegar þrýst
er á það. Skræla á ávöxtinn áður en
hann er borðaður.
N otkunarmöguleikar:
Gott er að skera ávöxtinn í tvennt
og borða innihaldið með teskeið,
einnig er kiwi gott í salöt, sem
skreyting á ostabakka, með kjötrétt-
um, í sósur og til marineringar.
Kiwi gerir seigt kjöt meyrara. Þá er
kiwi mjög vinsælt sem tertuskraut.
Sharonávöxtur
Sharonávöxtur er ný útgáfa af
kakiávextinum. Enginn kjarni er í
þessum ávexti og lítil sýra þannig
að hann má borða þó hann sé ekki
orðinn fullþroskaður. Ávöxturinn er
auðugur af vítamínum, til dæmis A-
C, kalsíum, járni og steinefnum.
Fullþroskaður ávöxtur innheldur
mikinn sykur.
Notkunarmöguleikar:
Hægt er að borða ávöxtinn með
skeið, beint úr hýðinu eða bera
hann fram með ís, rjóma, jógúrt eða
öðrum ávöxtum. Hann má nota í
alls kyns ávaxtasalöt og sem skreyt-
ingu á tertur.
Kaktusfíkja
Kaktusfikja vex á ákveðinni
kaktusplöntu. Ávöxturinn er egg-
laga með grænt hýði meðan hann er
óþroskaður. Ávaxtakjötið er appel-
sínugult og inniheldur mikið af litl-
um kjömum sem má borða. Ávöxt-
urinn er kaloríusnauður og auðugur
af kalsíum og C-vítamínum.
Notkunarmöguleikar:
Skerið báða endana af ávextinum
og flysjið síðan eða skipið honum í
helminga og skrapið út kjötið. Kakt-
usávöxturinn þarf að bíða í kæli-
skáp áður en hann er boröaður.
Hann má nota í ávaxtasalat og á
ostabakka.