Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1995, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1995, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 21 92ja ára og kemur daglega í hesthúsið: Hestamennskan gerir manni gott - segir Ingólfur Kristjánsson og telur hreyfinguna lífsnauðsynlega „Eg kem hingaö meö strætisvagn- inum á hverjum degi enda er þetta þægilegt með svona góöa aðstöðu. Ég og dóttursonur minn byggðum þetta hesthús fyrir tæpum fimm árum en ég hef alla tíð verið hrifinn af hestum enda alinn upp í sveit,“ segir Ingólfur Kristjánsson, fyrrver- andi tollvörður á Siglufirði, sem vak- ið hefur athygli hestamanna í Víðidal fyrir hreysti sína og dugnað. Ingólfur er að verða 93ja ára en lætur sig ekki muna um að koma í hesthúsið á hverjum degi til að huga að hrossum sínum. Hann hefur auk þess verið duglegur tamningamaður. í blíðviðr- inu í vikunni var Ingólfur í hesthús- inu eins og venjulega en hann reynir að komast í útreiðartúr daglega um nágrennið. Hann segist aldrei hafa tamið hross í atvinnuskyni heldur geri það sér til ánægju. „Við fengum aldrei neina tilsögn í gamla daga. Þegar ég var innan við fermingu komst ég yfir bók, Hestar og reið- menn á ísíandi, eftir þýskan hesta- mann sem bjó á Akureyri. Þessi maður var með margvíslegar kenn- ingar varðandi tamningu. Hann var á móti beislisstöngum en vildi að menn notuðu heldur hringamél og ég fór aö ráðum hans. Ég hef líkleg- ast verið eini pjakkurinn sem notaði það.“ Fyrst á bak árið 1907 Ingólfur er fæddur árið 1902 en hann man þó glögglega þegar hann fór fyrst á bak. „Árið 1907 brann bærinn heima hjá mér, sem var í Reykhólasveitinni. Það var líklega sama vorið, rétt fyrir brunann, að faðir minn ætlaði til kirkju og ég heimtaði að fara með honum. Hann setti mig á rauðblesótta meri sem ég man vel eftir. Hún var frá Reykhól- um en sótti í hestana okkar. Faðir minn ætlaði að færa eigandanum hana. Á leiðinni kveið ég mikið fyrir að eigandinn yrði reiður af því að ég kæmi á hrossinu hans. Þegar við komum að kirkjustaðnum hnaut hryssan um eitthvað og knapinn flaug af baki og fékk blóðnasir. Þann- ig kom ég í hlaðið á Reykhólum í það skiptið og er mér mjög minnisstætt," riíjar Ingólfur upp og hlær. Hann segist alla tíð hafa verið mikið í hest- um og eignaðist sitt fyrsta hross á fermingardaginn. „Við vorum tólf systkinin. Um leið og við stálpuðumst var okkur ráð- stafað í vinnu eftir því sem við höfð- um hneigð fyrir. Þar sem ég hafði gaman af hestum var ég alltaf látinn ingoltur Kristjánsson með Snerru sína. DV-mynd Brynjar uauti vinna með þá. Eg var ungur farinn að plægja með tveimur hestum. í þá daga voru hestar vinnudýr, nú er þetta allt öðruvísi." íþróttaáhugamaður Ingólfur þakkar góðri heilsu sinni hversu duglegur hamrhefur veriö alla tíð að hreyfa sig. Hann var íþróttakennari á Eiðum á sínum yngri árum og hefur alltaf haft áhuga á líkamsrækt. Stundaði t.d. glímu á unglingsárunum. Nítján ára fór hann í bændaskólann á Hólum og þar var þá leikfimikennari sem var nýkominn frá Danmörku, þar sem hann hafði stundað íþróttakennara- nám í heimsfrægum skóla á Fjóni, eins og Ingólfur segir. „Þessi skóh hafði eigið kerfi og var brautryðjandi á sviði íþrótta og líkamsræktar. Mér sýnist að allar hreyfingar í íþróttum í dag byggist á þeim grunni," segir hann. Ingólfur fór síðan í þennan sama skóla. „Það var undarlegt hversu miklum árangri skólinn náði. Menn sem komu í hann að hausti og voru slitnir vegna vinnu við hand- verkfæri gjörbreyttust á einum vetri. Það er sama með hestana okkar - öllu máli skiptir hvernig þeir eru tamdir." Ingólfur segist gera leikfimiæfing- ar á hveijum morgni og það er hans eigið prógramm sem hann æfir eftir. Honum finnst það reyndar áhyggju- efni hversu fólk hreyfir sig lítið en ferðast alltaf um í bifreiðum. Vargefiðfolald Starf íþróttakennara var hins veg- ar illa launað og þess vegna hætti Ingólfur á Eiðum og gerðist tollvörð- ur frá Hornafirði til Norðfjarðar í átta ár. Allan þann tíma var hann með hesta og naut þess að stússa með þá. Ingólfur flutti síðan til Sigluíjarð- ar þar sem hann var yfirtollvörður í rúm þrjátíu ár. Fyrstu árin á Siglu- firði hafði Ingólfur þó enga hesta og er það eina tímabilið á ævi hans þar sem hestamennskan var ekki hluti af hans daglega lífi. Svili hans gaf honum þá folald af frægri hryssu, Svölu frá Siglufirði. Folaldið varð síðan hið ágætasta kynbótahross sem kom m.a. fram á sýningu á Hól- um árið 1958. Ingólfur á ennþá af- komendur þessarar hryssu. Árið 1979 flutti Ingólfur til Reykja- víkur en þá var hann kominn á eftir- laun og orðinn ekkjumaður. Hann hefur nú aðstöðu hjá dóttur sinni í Breiðholti. Hestarnir hans fjórir eru hans líf og yndi. „Þegar maður er kominn á þennan aldur hefur maður lítið fyrir stafni utan að ég les mikið. Hins veg- ar slappast ég ef ég sit mikið við lest- ur og vantar hreyfinguna. Ef ég held þessu striti mínu og geri æfmgarnar get ég haldið mér við,“ segir þessi erni öldungur. Hann vill ekki meina að það sé af- rek fyrir mann á hans aldri að vera í hestastússi alla daga. „Ekki ef mað- ur er í standi til þess. Þaö væri hins vegar afrek ef maður væri hálfgerður aumingi. Ég á ekkert erfitt með þetta." Ingólfur segir að hestarnir séu hans kærustu vinir og hann eigi ákaflega erfitt með að láta hross frá sér. „Ég hef þá valið eigandann," seg- ir hestamaðurinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.