Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1995, Síða 18
18
LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995'
Dagur í lífi Hafsteins Hafliðasonar garðyrkjumanns:
Símavakt
um
garðstörfin
Vaknaði fremur seint og veðrið var
dumbungslegt. Rakt í lofti en hlýtt.
Ég fékk mér morgunkafii og sígar-
ettu við opinn glugga út á flugvöll-
inn. Gæsagargið ómaði en fátt um
flugvélar. Heiman frá mér séð virð-
ast þessar háværu gæsafælur koma
að litlu haldi við að halda gæsunum
af vellinum. Ef til vfil eru borgargæs-
irnar orðnar svo náttúrufirrtar að
vélrænt byssugeltið og vixlandi surg-
ið í gæsafælunum veitir þeim örygg-
iskennd og værðartilfinningu. Því er
öfugt fariö með mig. Ég venst þessum
hljóðum fila og seint, þrátt fyrir fyr-
irheit flugmálayfirvalda um að ná-
grannar flugvallarins ættu að vera
hættir að taka eftir þeim fyrir löngu.
Hósti. Tóbaksremma í hálsi. - Hve-
nær ætlar maður að hætta þessum
reykingum? - Aumingi!
Rakstur. Sturta. Vaxandi ístra! -
Taka sér tak og gera nú eitthvað í
þessu, éta minna, hlaupa, hreyfa sig!
Nivea After Shave Balsam. Ný nær-
föt. Hrein skyrta.
Hollur morgunverður: 1 glas AB-
mjólk, 1 sneið heimabakað súrdeigs-
brauð með Hvammstangaosti, 1 mat-
skeið lýsi, fjallagrasaseyði, heilsu-
vítamín og echinoforce.
Sumarblómin keypt
Af stað inn í Blómaval. Vinnan
kallar. Borgarbúar og aðrir lands-
menn vilja fá sín sumarblóm. Af-
greiðsla - „Get ég aðstoðað?" - „Nei,
því miður kláruöust ódýru stjúpum-
ar á helgartilboðinu. En við eigum
áfram ódýrar einingar með 20
blómstrandi plöntum af skrautnál,
stjúpum, fjólum og flauelsblómi á
aðeins 249 krónur. Vfitu líta á það?“
- „Jú, það er alveg óhætt aö planta
þessu út núna. Því fyrr þeim mim
betra.“ - „Það gerir varla hret úr
þessu og þótt það geri kuldanótt þola
plöntumar það. Kannski getur flau-
elsblómið sortnað nokkuð á blöðun-
um - en það nær sér fljótt aftur þeg-
ar hlýnar."
Kartöfluútsæði? - „Jú, nóg er tfi
af rauöum og gullauga. Fimm kíló,
dugar í 25 fermetra garð - 390 krónur
- má setja niður strax.“
Fitusnauður
hádegisverður
Hádegisverður: Teigakjör. Hitti
Guðrúnu frænku mína frá Ambjarg-
arlæk; með auknum þroska líkist
hún Ingibjörgu ömmu sinni æ meir.
Skemmtfiegt spjall!
Kotasæla og hertur bitafiskur -
fitusnautt!
Símavakt kl. 2 tfi 6, garöyrkjuráð-
gjöf (Steinunn leysir mig af kl. 4).
Margir hringja, mismunandi erindi:
Margrét á Sjávarborg spyr um hvort
ekki sé óhætt að klípa ofan af sumar-
blómaplöntum sem hún er að ala upp
og em orönar ansi renglulegar og
plássfrekar í stofunni hennar, en hún
kemur þeim ekki strax út vegna
snjóa. - „Jú, það er allt í lagi að klípa
af þeim. Þær greina sig bara betur á
eftir.“ Öm hjá Fylki vill vita hvernig
hann getur lagfært holur í fótbolta-
vellinum án þess að skipta um .torf.
Svarið er einfalt: Fylla holuna að 2/3
með blöndu af hellusandi (80%) og
sphagnummold (20%). Þjappa vel.
Síðan er holan fyllt meö sams konar
blöndu úr fínum sandi og sphagnum.
Grasfræi (sportblöndu) því næst sáð
í yfirborðið og krafsað yfir til að gras-
fræið komist u.þ.b. 5 mm niður.
Þjappað, vökvað, varið og haldið
röku þar tfi bletturinn er uppgróinn.
Tekur líklega fjórar vikur.
Kona í Hafnarfirði (feimin, sagði
ekki tfi nafns) þarf að flytja runna
um set í garðinum. Henni liggur ekk-
ert á. Er óhætt að gera það núna?
Hvað er best? - Svar: Meginregla er
að rótstinga allan trjágróður, tré og
ranna sem ætlunin er að flylja tfi
núna í maí-júní. Láta síðan standa
kyrrt í sumar og flytja í haust eftir
að lauf er falhð. Þá verða viðbrigðin
minni og meiri líkur á að flutningur-
irm takist vel. Steinunn tekur við
vaktinni klukkan íjögur.
Skemmtileg sýning
Ég er laus. Norræna húsið, kjallar-
inn. Samsýning útskriftamema frá
MHÍ. (Sérstakt úrval! - Hvar er jafn-
réttið? - Má þetta?) Missti af aðalsýn-
ingunni í Laugamesi. Eftirminnfieg-
ast: Sibba, tvímynd: Maður og kona
- tfi hvers? - demónískt aðdráttarafl
- ýfir forvitnina - æpir á lausn! Gret-
Hafsteinn Hafliðason hefur nóg að gera við að leiðbeina fólki um garðvinn-
una. DV-mynd GVA
he Michaelsen, þrívíddarsyrpa: Ein-
faldlega íslenskt (undir allt öðram
nöfnum!) - danskur húmor sér ísland
og íslendinga ofan frá með viðkvæm-
um ástaraugum og gefur okkur gull
með Sólvagninum.
Fór heim. Meira kaffi. Fleiri sígar-
ettur. - Æ!
Einkennilegt
efnhagslíf
Kvöldmatur: Buff með lauk. - Til-
ræði við áformin í morgun! Sjón-
varpsfréttir: Engir samningar! Alls
staðar klúður og hörmungar. Aum-
ingja fólkið! Tölvan: Þýtt og staðfært
vegna eigin reynslu; bæklingur um
notkun 100% lífræna Maxicrop-
áburðarins sem inniheldur alla nær-
ingu og vaxtarorku sæþöranganna
fyrir landgróðurinn. Fínt efni og frá-
bær árangur! Kverkaskítur: Kreist
hvítlauksrif og kamfilute. Rammt en
hrífur! í rúmið: Ligg andvaka. Tel
gluggaumslög og uppboðshótanir í
huganum - óvfijandi - en reyni að
sofna: ísland er yndislegt land og
mörgum landkostum búið en hér rík-
ir einkennfiegt efnahagslíf sem ég
botna ekkert í! Hvemig er þetta
hægt?
Finnur þú fimm breytingar? 312
Þetta er einkennilegt, nú höfum við verið gift í 27 ár og ég hef
aldrei tekið eftir þvi aö þú værir örvhent.
Nafn:.................................
Heimili:
Vinningshafar fyrir þijú hundraðustu og tíundu
getraun reyndust vera:
1. Valdimar Gunnarsson
Hamrabergi 42
111 Reykjavik
. Stefán Guðmundsson
Hrólfsskálavör 8
170 Seltjamamesi
Myndimar tvær vjröast við fyrstu
sýn eins en þegar betur er aö gáð
kemur í ljós að á myndinni til
hægri hefur fimm atriðum verið
breytt. Finnir þú þessi fimm atriöi
skaltu merkja við þau með krossi
á myndinni tii hægri og senda
okkur hana ásamt nafni þínu og
heimilisfangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfn sigurveg-
aranna.
1. verðlaun:
Zodiac Sigma 300 sími, að verðmæti kr.
4.950, frá Hljómbæ, Hverfisgötu 103,
Reykjavík.
2. verðlaun:
Úrvalsbækur. Bækumar sem era í verð-
laun heita: Líki oíaukið og Bláhjálmur,
úr bókaflokknum Bróðir Cadfael, aö verð-
mæti kr. 1.790. Bækurnar era gefhar út
af Frjálsri fjölmiðlun,
Vinningarnir verða sendir heim.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 312
c/oDV, póstliólf 5380
l25Reykjavík -