Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1995, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1995, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1995 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNl 1995 35 PV: Vestmannaeyingar stuðningsmenn Hittumst kl. 18 á Glaumbar. Fríar rútuferðir á leikinn og tii baka. Lagt verður af stað kl. 18.45. \GLaufát tarl Mætum öll og styðjum okkar menn til sigurs. stuðningshópur íbv íþróttir Christieekki meðíAtlanta Linford Christie, sigursælasti spretthlaupari í Evrópu frá upp- hafi, hefur tilkynnt að hann ætli að hætta að þessu keppnistíma- bili loknu og muni því ekki reyna að verja ólympíutitil sinn í 100 metra hlaupi í Atlanta á næsta ári. Helstu ástæðuna segir hann vera of mikinn ágang breskra fjölmiðla, sem geri ekki annað en að velta sér uppúr því hve gam- all hann sé orðinn og hvenær hann muni hætta. Christie er 35 ára gamall en er samt enn í fremstu röð. Hann hefur þó átt erfitt uppdráttar í ár og ekki náð að vinna nema eitt hlaup af fimm á þessu tímabili. Þar að auki hefur hann átt í úti- stööum við breska fijálsiþrótta- sambandið vegna fjármála. O’Brienætlarí 9.000 stigíár Dan O’Brien frá Bandaríkjun- um, heimsmethafi og tvöfaldur heimsmeistari í tugþraut, hefur lýst því yfir að hann verði ekki ánægður nema honum takist að koma heimsmetinu í greininni yfir 9.000 stigin í ár. „Það yrði vissulega gott að verða heims- meistarieinu sinni enn, hvað sem stigum líður, en ég tel að há- marksárangri sé ekki náð nema ég sé þess fullviss sjálfur að ég hafi gert allt sem í minu valdi stóö til þess aö ná sem hæstri sti- gatölu," segir O’Brien. Heimsmet hans í tugþrautinni er 8.891 stig og hefur staöið óhaggað i þrj ú ár. Fjórtán borgir viljaÓL2004 Að minnsta kosti 14 borgir hafa þegar lýst yfir áhuga á að halda Ólympíuleikana árið 2004, en tvö ár eru þangað til ákvörðun þess efnis veröur tekin. Borgirnar eru Cape Town í Suður-Afríku, Beij- ing í Kína, París, Lyon og Lille í Frakklandi, Buenos Aires i Arg- entínu, Rio de Janeiro í Brasilíu, San Juan í Púertó Ríkó, Sevilia á Spáni, Brussel í Belgíu, Róm á Ítalíu, Stokkhólmur í Sviþjóð, St.Pétursborg í Rússlandi og Ist- anbúl í Tyrklandi. TaUö er aö Beijing, Cape Town og St.Péturs- borg njóti sérstakrar velvildar hjá Alþjóöa ólympíunefndinni. Tottenham kvartar vegna Klinsmanns Enska knattspyrnufélagið Tott- enham hefur sent kvörtunarbréf til Alþjóða knattspyrnusam- bandsins, FIFA, vegna brott- hvarfs Júrgens Klinsmanns tU þýska félagins Bayem Múnchen. Klinsmann er á leið til Bayern eftir ársdvöl hjá Tottenham en hann skrifaði þar undir tveggja ára samning. Talsmaður Totten- ham segir að Klinsmann hafi brotið gegn samningi sínum með því að gefa Bayem upp trúnaöar- mál sem í honum voru, og þannig gert þýska liöinu kleift að yfir- bjóða enska félagiö. Hann fái ekki keppnisleyfi í Þýskalandi fyrr en mál hans séu komin á hreint. „Ég skil ekki hvað Alan Sugar, stjórnarformaður Tottenham, er að reyna. Hann mun ekki eyði- leggja vináttu mína og stuönings- manna Tottenham. Ég á enskum áhorfendum margt að þakka, ég lærði af þeim hvað háttvísi í knattspymunni þýðir. En þaö er á hreinu í samningnum að ég gat farið eftir eitt ár,“ sagði Klins- mann í gær. „Tottenham er bara að reyna að fá meira fyrir Klinsmann. Samningur hans er skotheldur, Klinsmann spfiar fyrsta leUdnn meö okkur 12. ágúst og herra Sugar hefur greinilega ekki kynnt sér sína eigin samninga nógu vel,“ sögðu Franz Becken- bauer og Uli Höness, helstu for- kólfar Bayem. íþróttir Sigurgeir í Keflavík Ægir Már Karason, DV, Suðumesjum: Sigmgeir Kristjánsson, 21 árs knattspyrnumaður úr Víkingi, er genginn fil liðs við 1. deUdarlið Keflvíkinga. Sigurgeir átti fast sæti í Víkingsliöinu á síðasta keppnistímabili. EiríkuriVíking Eiríkur Þorvarðarson, sem hef- ur varið mark HK í knattspyrn- unni siðustu árin og lék áður með Breiðabliki, er genginn til liðs viö 2. deildarliö VUdngs. Sigurjónlíka Sigurjón Kristjánsson, hinn reyndi jeikmaður úr Breiðabliki, er einnig kominn í Víking og byrjaður aö spUa með liöinu. Signoriferekki ítalska knattspymufélagiö Lazio er hætt við að selja Gius- eppe Signori tíl Parma, eftir gifur- leg mótmæli stuöningsmanna liösins. Dino Zoff, forseti Lazio, tilkynnti að félaginu hefði snúist hugur, en stærsta hluthafanum var svo brugðið við mótmælin að harrn ákvað að hætta öllum af- skiptum af félaginu og íþróttinni. Baggio í óvissu Roberto Baggio hefur ekki hug- mynd um með hvaða Uði hann leikur knattspymu næsta vetur. Hann sættir sig ekki við þriðj- ungs launalækkun hjá Juventus og áhugi AC MUan og Inter MUano á honum fer mjög dvín- andi. MilanvillCasiraghi AC Milan telur Baggio of dýran, Juventus setur á hann 825 núllj- ónir króna, og hefur snúið sér að því að revna að fá Pierluigi Cas- iraghi frá Lazio. DerbyvildiBruce Manchester United hafnaði í gær ósk frá 1. deUdarliðinuDerby County um aö fá varnarjaxlinn Steve Bruce sem framkvæmda- stjóra og leikmann. O’Nealtil Norwich Martin O’Neal var í gær ráðinn framkvæmdastjóri Norwich en liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor. O’Neal var áður með Wycombe Wanderes og kom lið- inu upp í 2. deild. AðaffundurFH Aðalfundur FH verður haldinn í Kaplakrika annað kvöld, fimmtudagskvöld, og hefst klukkan 20, m IBK-IBV miðvikudaginn 14. júní í Keflavík kl. 20. íslandsmótið, 2. deild: Baráttan skilaði KA-mönnum sigri Gylfi Knstjánsson, DV, Akureyri: 1-0 Þorvaldup Sigbjörnsson (35.) 1- 1 Guömundur Torfason (45.) 2- 1 Þorvaldur Sigbjömsson (78.) „Það er ekkert annað en barátta og góð liðsheild sem skilar sigri eins og þessum, allir leggjast á eitt,“ sagði Þorvaldur Sigbjörnsson, hetja KA- manna, er þeir unnu Fylkismenn, 2-1, á Akureyrarvelli í 2. deildinni í gærkvöldi. Fylkir tapaði sínum fyrstu stigum eftir 3 sigurleiki og KA er í hópi efstu liða eftir sigurinn. Guðmundur Torfason, þjálfari og leikmaður Fylkis, getur nagað sig í handarbökin eftir leikinn í gær. Hann var að „dúlla” með boltann sem aftasti maður á eigin vallar- helmingi þegar Þorvaldur hirti bolt- ann af honum og leiðin að markinu var greið. Þorvaldur skoraði örugg- lega og þetta var sigurmarkiö. Áður höföu þeir Þorvaldur og Guömundur skorað sitt markið hvor í fyrri hálf- leik. Það eina sem KA hafði umfram Árbæinga í leiknum var baráttan og hún skilaði þremur stigum í hús hjá þeim gulu í gær. Maður leiksins: Þorvaldur Sig- björnsson, KA. Þróttarar fagna sigurmarki Gunnars Gunnarssonar gegn ÍR-ingum ingar eru enn án stiga í deildinni. 2. deildinni í gærkvöldi. Þróttarar sigruðu, 1-2, og ÍR- DV-mynd GS IR-ingar enn án stiga - Þróttarar hirtu öll stigin með 1-2 sigri í Mjóddinni Jón Kristján Sigurðsson skrifar: 0-1 Hreiðar Bjarnason (33.) 0-2 Gunnar Gunnarsson (55.) 1-2 Tómas Björnsson (63.) ÍR-ingar biðu sinn fjórða ósigur í röð í 2. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi gegn Þrótti í Mjóddinni. Merk tímamót urðu í sögu knattspyrnudeiidar ÍR í gær en þá hélt deildin upp á 25 ára afmæli sitt. Ekki tókst ÍR-ingum aö vinna sinn fyrsta leik í deildinni í sumar á þessum tímamótum en Þróttarar hurfu á braut með öll stigin eftir 1-2 sigur. Leikur liðanna var vel leikinn og brá oft fyrir skemmtilegum leikköflum. Þróttarar voru mun aðgangsharðari í fyrri hálfleik og gátu þá hæglega skorað fleiri mörk. Hreiðar Bjamason skoraði eina markið í fyrri hálfleik með skalla en skömmu áður áttu Þróttarar einnig skalla í stöng. Þróttarar hófu síðari hálfleikinn af sama krafti og Gunnar Gunnarsson bætti við öðru marki upp úr aukaspyrnu sem Ágúst Hauksson framkvæmdi, bolt- inn hafnaði á varnarvegg ÍR og fór þaðan til Gunnars sem skoraði í bláhorn marksins. ÍR-ingum óx ásmegin og komust æ meira inn í leikinn. Tómasi Björnssyni tókst aö minnka muninn meö góðu skallamarki af stutu færi en lengra kom- ust þeir ekki þrátt fyrir góða tilburði. Þróttarar fengu að vísu einnig sín færi en Ólafur Gunnarsson, markvörður ÍR, stóð vel fyrir sínu og var besti maður hðsins í leiknum. Maður leiksins: Sævar Guðjónsson, Þrótti. Vallarhúsið í hættu Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Stjörnumaðurinn Lúðvík Jónasson fékk tveggja leikja bann hjá aganefnd KSÍ í gærkvöldi. Lúðvík var rekinn af velli í leik KA og Stjörnunnar á Akureyrarvelli sl. föstudagskvöld og lét skapið bitna á hveiju sem fyrir varð. Fyrst sturtaði hann vatni yfir leikmenn á varamennabekk KA og þegar inn í vallarhúsið kom braut hann og bramlaði, bæði í búningsklefanum og einnig inni í sturtunni. í gærkvöldi var Kjartan Sturluson, mark- vörður Fylkis, ekki sáttur við tapið gegn KA. Kom hann fyrstur í búningsklefann eftir leikinn og skeOti hurðinni þannig á efúr sér að heyrðist langt út úr byggingunni. Er af ílestum talið æskilegt að þessir snillingar læri að hemja skap sitt og láta mótlætið ekki bitna á dauðum hlutum í kring um sig. Stjarnan á toppnum - eftir 2-0 sigur á Víöi Mesta markaskor í 1. deild í tíu ár Magnús V. Pétursson, fyrrum milliríkja- dómari úr Þrótti, spáirí leiki 4. um- ferðar 1. deOdarinnar í knattspyrnu fyrir DV. Fjórir leikjanna fara fram í kvöld klukkan 20 en sá fimmti, viðureign Fram og BreiðabliRs, verður annað kvöld á sama tíma. FH - Valur 2-1 FH-ingar eru í fyrsta lagi með mjög góðan markmann og í öðru lagi með mjög góðan þjálfara, og þeir vinna þennan leik. Vals- menn eru meö gott lið og sýndu gegn Keflavík að þeir eru á réttri leið, en þeir fara samt tómhentir úr Hafnarfirði. Keflavík - ÍBV 3-0 Þetta verður erfiður leikur en ég hef mikla trú á Keflvíkingum og þeir vinna. Sóknarmenn þeirra hafa verið þungir á sér en ef þeir fá spark í rassinn, þá vinnur Keílavík öruggan sigur. KR - Grindavík 2-0 KR á aö vinna þennan leik á heimavelli. Mér finnst KR-ingar vera alltof þungir og í kringum þá eru menn of mikið uppi í skýj- unum, en klúbburinn er mjög góður. Það er merkilegt að Grind- víkingar skuh vera í 1. deild en þeir sýndu í síðasta leik að þeir verðskulda sæti þar og verða bara aö passa sig á spjöldunum. Leiftur - ÍA1-1 Skagamenn eru með sterkasta hð landsins í dag en samt leggst þessi leikur þannig í mig að þeir fari ekki með sigur af hólmi á Ólafs- firði. Leiftursmenn hafa verið óheppnir í leikjum sínum og töp- uöu til dæmis fyrir KR á röngum dómi í lokin. Fram - Breiðablik 2-2 Þetta verður erfiður leikur fyrir æskufélagið mitt, Fram, sem nær í stig en ekki meira. Þetta eru jöfn Oö en Blikarnir eru glettilega góðir. - 46 mörk hafa verið skoruð 1 fyrstu 15 leikjunum á nýhöfnu keppnistímabili liit I þsomiir imtftrtanfrá 5ii Bjöm Leósson skriíar: 1-0 Guömundur Steinsson (31.) 2-0 Rúnar Páll Sigmundsson (44.) Stjarnan trónir nú eitt liða í efsta sæti 2. deUdarinnar í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Víði á heimavelli í gærkvöldi. Sigur Stjörnunnar var sannfær- andi. Gestirnir áttu nokkur færi en fundu ekki leiðina fram hjá Bjarna Sigurðssyni markverði. Kollegi hans í marki Víðis, Gísli Heiðarsson, var besti maður Víðis en hann náði ekki að koma í veg fyrir mörkin tvö. Það fyrra kom eftir að hann varöi skalla á markið en Guðmundur náði frá- kastinu. Það síðara var óveijandi skalh í bláhorniö eftir að Rúnar henti sér fram á móti boltanum. Goran Micic var mjög sterkur í vörn Stjörnunnar og Bjarni var frá- bær í markinu. Ingólfur Ingólfsson Þaö eru tíu ár síöan íslenskir knattspyrnumenn hafa farið jafnvel af staö og á nýhöfnu keppnistíma- bili, aö minnsta kosti hvaö varðar markaskor. í 15 leikjum í 1. deildinni til þessa hafa verið skoruö 46 mörk, eöa ríflega þrjú aö meðaltali í leik. Það er 13 mörkum meira en á sama tíma í fyrra, og það þarf aö fara aftur til ársins 1985 til aö finna betri byrj- Fjöldi marka 50 —- 45 15 lO '85 (86 4H5H og Ómar Sigtryggsson voru einnig sterkir. Auk Gísla var Daníel fastur fyrir í vörn Víðis og Björn Vilhelms- son var einnig góður. Maður leiksins: Bjami Sigurðsson, Stjömunni. un, en það ár voru 49 mörk skoruð í fyrstu þremur umferðunum. Meðalskorið, 3,07 mörk, er það næsthæsta í 10 ár, þegar litiö er á keppnistímabilin í heild. Árið 1993 stóð upp úr hvað markaskor varðar, en þá voru gerð 3,64 mörk að meðal- tali í leik. Eftir þrjár umferðir þá var hins vegar búið að skora einu marki minna en nú, eða 45 mörk. Guðmundur Steinsson. Borgnesingar sterkir Einar Pálsson, DV, Borgamesi: 1- 0 Hjörtur Hjartarson (45.) 2- 0 Þórhallur Jónsson (87.) „Þetta var sanngjamt og við hefðum vel getaö unniö stærri sigur. Við höldum áfram aö stríða góöu hðun- um og höfum bara gaman af því,“ sagði Sigurður Halldórsson, þjálfari Skailagríms, eftir að liö hans hafði sigrað Þór, 2-0, í Borgamesi. Þórsarar voru meira með boltann lengst af en Borgnesingar vora mun hættulegri í sóknaraðgerðum sínum og verðskulduðu sigurinn. „Við sköpuðum okkur ekki nógu mörg færi. Við vorum meira ráð- andi á vellinum en þaö gefur ekk- ert,“ sagði Nói Björnsson, þjálfari Þórs. Maður leiksins: Þórhallur Jónsson, Skallagrími. fsland hefur fallið um sjö sæti á nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspymu- sambandsins sem birtur var í gær. Leikurinn við Ungverja er ekki farinn að telja en jafhtefli við Svía dugði ekki til að komast hærra. ísland er nú í 49. sæti af 179 þjóðum en var i 42. sæti í síðasta mánuöi. Þær þjóðir sem hafa komist uppfyrir ísland síðan síðast eru Kamerún, Chile, Senegal, fsrael, Sameinuðu furstadæmin, Kína og Litháen. Af 48 Evrópuþjóðum á listanum er ísland rétt fyrir neðan miðju, í 26. sæti. Brasilíumenn eru efstir á listanum sem fyrr og hafa mjög örugga forystu. Staða sex efstu þjóða er óbreytt, Brasilía, Ítalía, Spánn, Noregur, Þýskaland og Svi- þjóð. Mexíkó er komiö í 7. sæti og Búlgaría í þaö 8., á kostnað Hollands og Arg- entínu sem síga niður í niunda og tíunda sæti. Sigurjón fjórði á Flórída Sigurjón Arnarsson náði góöum árangri á eins dags golfmóti sem fram fór á Forest Lake vellinum á Flórída á mánudaginn og var liöur í Tommy Armour atvinnumannatúrnum. Sigurjón hafnaði í fiórða sæti af 40 keppendum og lék á 70 höggum, eða tveimur undir pari. Þrír efstu menn léku allir á 68 höggum en Sigurjón var einn með 70 högg. Sigurjón lék líka mjög vel á eins dags móti á Mission Inn velhnum á laugardag- inn. Þá varö hann í 6. sæti af 35 keppendum og lék á 69 höggum, þremur undir pari. Á þriggja daga móti á RÍdgewood Lakes vellinum sem lauk á fóstudag varö Sigurjón í 15. sæti af 50 keppendum á samtals 221 höggi, fiórtán höggum meira en sigurvegarinn. Orlando-menn dást að mótherjunum: Lið Houston erafarljúft Houston Rockets getur í nótt tryggt sér bandaríska meistaratitilinn í körfuknattleik, annað árið í röð. Lið- ið mætir Orlando Magic á heimavelli í fiórða úrslitaleik liðanna, en staðan í einvíginu er 3-0, Houston í vil, og möguleikarnir á að Orlando takist að snúa dæminu við em sáralitlir. Þó Orlando tækist aö vinna í nótt, fær Houston aftur tækifæri á heima- velli aðfaranótt laugardagsins. Leikir liðanna hafa verið geysilega líflegir og skemmtilegir, og allt annað að fylgjast með þessari úrslitakeppni en í fyrra þegar varnarleikur New York dró vemlega úr skemmtana- gildinu. Líkara dansi en körfubolta Horace Grant, hinn öflugi framherji Orlando, lofar hörkuleik í nótt og aö Orlando muni spila af miklum krafti. Hann leynir hinsvegar ekki aðdáun sinni á hði Houston. „Ef Houston myndi spila körfubolta eins og New York eða Indiana, væri hægt að tala um stríö, en leikmenn liðsins em afar ljúfir. Það er erfitt að segja nokk uð slæmt um þá. Það er enginn gróf- ur leikmaður í liðinu, og leikirnir gegn þeim líkjast stundum meira dansi en körfubolta. En þetta er það sem áhorfendur borga fyrir að sjá, góðan og hreinan körfubolta," sagði Grant í gær. Hakeem ræður yfir 20 hreyfingum Fleiri leikmenn Orlando gefa mót- herjum sínum góðar einkunnir. Shaquille O’Neal hefur farið halloka gegn Hakeem Olajuwon í einvígi risanna. „Ég bý aðeins yfir tveimur til þremur skothreyfingum en Hake- em er með fimm, og á síðan fiögur viðbótarafbrigði eftir hveija þeirra, þannig að hann ræður yfir 20 hreyf- ingum í teignum," segir Shaq. Anfernee Hardaway segir um Clyde Drexler: „Hann setur bara hausinn undir sig, rekur boltann með 100 mílna hraða og æðir upp að körfunni.” Á toppnum á réttum tíma Olajuwon segir að lykilhnn að vel- gengni Houston að undanfórnu sé liðsheildin og liösandinn. „Til að verða meistari verður maöur að fórna markmiðum einstakhngsins fyrir markmið liðsins. Svo einfalt er' málið. Þetta er ekki ég, þetta er ekki Clyde Drexler, þetta er ekki Robert Horry. Þetta er lið Houston. Öll Uð með réttan anda geta gert þetta, sama hvað á undan er gengið. Flest hðin í deildinni voru á toppnum í vetur, en við náðum toppnum rétt fyrir úrsli- takeppnina, þegar það skipti mestu máli,“ segir Hakeem Olajuwon. Daníél Ólaísson, DV, Akranesi: Hið árlega Essó-ÍA mót í sundi fór fram í Jaöarsbakkalaug á Akra- nesi um helgina. Eitt íslandsmet leit dagsins ljós þegar Ríkharður Ríkharðsson úr Ægi synti 50 metra flugsund á 25,99 sekúndum, Kol- brún Ýr Krisfiánsdóttir frá Akra- nesi setti meyjamet í 50 metra bak- sundi, synti á 34,48 sekúndum. Þess má geta að frá áramótum hefur Kolbrún Ýr sett 34 Akranesmet. í stigakeppni mótsins bar sundfé- lagið Ægir öraggan sigur úr býtum með 358 stig. Kínverjar í undanúrslit Þjóðveijar sigmöu Englendinga, 3-0, í 8 liða úrslitum heimsmeistara- keppni kvennalandsliða í knatt- spymu sem nú stendur yfir í Svíþjóð. Þá unnu Kínveijar hð Svía nokkuð óvænt, 5-4, eftir vítaspyrnukeppni en í lok venjulegs leiktíma var staðan 1-1. Bandarísku stúlkumar sigmðu þær japönsku, 4-0, og Norðmenn unnu Dani, 3-1. Þýskaland, Bandarík- in, Kína og Noregur em þar með kom- in í undanúrslit keppninnar. Staðan Stjaman. 4 4 0 0 10-0 12 Þróttur, R.. 4 3 0 1 9-5 9 Skallagr 4 3 0 1 8-4 9 Fylldr.......... 4 3 0 1 8-5 9 KA 4 2 1 1 5-3 7 Víkingur...., ,....4 2 0 2 8-9 6 Víðir 4 1 1 2 2-4 4 Þór, A ....4 1 0 3 1-7 3 HK 4 0 0 4 4-10 0 ÍR ....4 0 0 4 3-11 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.