Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1995, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 Fréttir__________________________________________________________________________________pv Aðkeyrsla að nýjum leikskóla um íbúðahverfi: Stóreykur hættu á slysum segja íbúar í Teigahverfi 1 Reykjavík „Við eru mjög ósátt við þessa fram- kvæmd og okkur fmnst eins og ákvarðanir hafi verið teknar án þess að menn hafi velt afleiðingunum fyr- ir sér. Þaö er ekki nóg með að eini gæsluvöllurinn í hverfinu þurfi að víkja, og börnunum þannig vísað út á götu, heldur er stuðlað að því að umferð aukist gríðarlega á sömu göt- um,“ segir Gunnhildur Gísladóttir, íbúi í Teigahverfi, en þar eru hafnar framkvæmdir við byggingu leikskóla á horni Gullteigs og Hofteigs. Gert er ráð fyrir aö ekið verði að leikskól- anum innan úr íbúðahverfinu en íbúarnir telja aö nær hefði verið að hafa aðkeyrsluna af Reykjavegi. „Mér skilst að þarna eigi að rísa leikskóli fyrir 80 börn. Mér finnst ekki óeölilegt að gera ráð fyrir álika mörgum bílum á hverjum morgni, bílum sem þyrftu að aka hér í gegn- um hverfið, meðfram gönguleið barna á leið í mjög fjölmennan skóla. Við viljum að framkvæmdir verði stöðvaðar meðan máhð verði skoðað til þrautar. Það hljóta að vera til aðr- ar skynsamlegri leiðir í málinu en að leggja börnin okkar í hættu með því að auka umferðina í hverfmu," sagði Gunnhildur. „Við gerðum hefðbundna grennd- arkynningu á þessu máli í vetur og fengum fáar athugasemdir. Laugar- nesskóli geröi athugasemd vegna umferðarmála og þau mál er verið aö skoða hjá umferðardeild borgar- innar. Verkið er komið það langt á veg að ekki er hægt að stöðva fram- kvæmdir eða færa skólann. Gæslu- völlurinn, sem víkur, hefur verið mjög illa nýttur og ég skil ekki þá röksemd. Ég tel okkur vel geta leyst umferðarmálin á annan hátt en aö færa aðkeyrsluna þegar þar að kem- ur,“ sagði Árni Þór Sigurðsson, formaöur stjórnar Dagvistunar barna. -SV Orðstír saf nsins hef ur beðið álitshnekki - segir J>ór Magnússon þjóðminjavöröur „Það má auðvitað segja að orðstír safnsins hafi beðið nokkurn álits- hnekki í allri þessari umræðu sem var í fjölmiðlum í fyrra. Ekki bara silfurmálsins vegna heldur var líka margt annað sem kom til. Ekkert af þessu var safninu til góðs en ég held að safnið sem stofnun hafi ekki beðið hnekki. Hitt má segja að þetta hafi verið nokkur auglýsing fyrir safnið þótt maður hefði kosið að auglýsing hefði verið öðru vísi,“ segir Þór Magnússon þjóðminjavörður um rannsóknina á Miðhúsasilfrinu. Hann segir að menn hefðu mátt vera gætnari í tali þegar rætt var um efasemdir um uppruna silfursins. Það hafi einnig verið rangt að hefja rannsóknina sem leyndarmál. Það hafi orðið til þess aö menn fóru að tala um að glæpsamlegt athæfi hafi verið á ferðinni. Þór neitar því að nokkur hafi leitt hugann að því að einhveijum starfsmönnum bæri að vikja í ljósi niðurstöðunnar, öllum geti orðið á. í þessu álitamáli hafi menn hins vegar bara viljað fá vís- indaleganiðurstööu. -pp Nýja Puma Landhelgisgæsluþyrlan: Rekstrarkostn- aðurinn 10 milij* ónir á mánuði „Ég tel að rekstrarfé fyrir nýju Puma björgunarþyrluna í ár sé tryggt. Það fékkst aukafjárveiting á fjárlögum þessa árs til hennar og svo er Landhelgisgæslan alltaf með ein- hveija hagræðingu í gangi í rekstrin- um svo þetta ætti að ganga upp,“ sagði Þorsteinn Pálssön dómsmála- ráðherra í samtali við DV. Þegar rætt er um rekstur Puma þyrlunnar er ekki um neinar smá- upphæðir að ræða. Að sögn Helga Hallvarðsson, skipherra og stað- gengils forstjóra Landhelgisgæsl- unnar, er gert ráð fyrir að rekstur hennai1 kosti 10 milljónir króna á mánuði. Þá er reiknað með 400 flug- tímum á ári og að flugtíminn kosti 300 þúsund krónur. „Þá er einnig eftir töluverð flug- mannaþjáifun á þessa þyrlu og hún er fimalega dýr,“ sagði Helgi Hall- varðsson. Landhelgisgæslan á síðan TF Sif og TF Gró, sem er smáþyrla. Helgi segir að það hafi komið fram í ræðum viö móttöku á Puma þyrlunni á dög- unum að nauösynlegt væri að selja aðra hvora minni þyrluna. „Við hér hjá Landhelgisgæslunni teljum það vera lífsspursmál að fá að halda TF Sif á meðan við erum með þyrlurekstur. Það geta ailir séð kostina við það. Kostnaðurinn við að senda stóru þyrluna eftir slösuðum manni upp f fjall er svo mikill á móti því að senda TF Sif. Flugtími Puma þyrlunnar er sem fyrr segir 300 þúsund krónur en ekki nema 130 þúsund krónur á hinni. Auðvitað væri gott að geta haldiö TF Gró líka því staðreyndin er sú að við náum tekjum inn á hana og hún skilar arði. En það verður víst ekki bæði sleppt og haldið," sagði Helgi Hallvarðsson. Rekstrarkostnaður Puma-þyrlunnar 130 þús. kr./klst. 300 þús. kr./klst. Áætlaður rekstur á mánuði er 10 milljónir og reiknað með 400 flugtímum á ári sem hver kostar 300 þúsund krónur. DV „Fyrirtækið hefur tekið upp þessa þjónustu og hún hefur mælst vel fyrir og ánamaðkarnir rokseljast," sagði af- greiðslumaður á bensínstöð Skeljungs í Árbæjarhverfi. Þar hefur verið tekin upp sú nýjung að hafa ánamaðka til sölu fyrir stangaveiðimenn sem ekki stunda þá list kasta flugu. Þetta eru stórir og feitir laxamaðkar og kostar stykkið 25 krónur. Dæmi er um að laxamaðkar séu seldir á 30 krónur stykkið. Hér er Kristján Thorp bensinaf- greiðslumaður með handfylli af ánamöðkum fyrir framan bensintankinn. DV-mynd BG Bikarmeistarar KR: Fá Þór í heimsókn - í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni KSI í gærdag var dregiö í 8 liða úrslit Mjólkurbikarkeppni KSÍ. Bikar- meistarar KR drógust gegn 2. deild- ar liöi Þórs og fer leikurinn fram í Frostaskjóli. Þórsarar komu mjög á óvart þegar þeir unnu í Eyjum í fyrrakvöld en KR-ingar unnu Stjómuna í spennandi leik. Valur mætir Grindavík á Hlíðar- enda en bæði liðin eru við botn 1. deildar. Grindavik komst í úrslita- leikinn í fyrra í fyrsta skipti í sögu liðsins en Valur hefur mikla hefð í bikarnum þannig að búast má við harðri baráttu. Keflavík fær 2. deildar lið Fylkis í heimsókn og þar getur allt gerst. Fylkir er við topp 2. deilar og vann góðan sigur á 1. deildar liöi Leifturs í síðustu umferð. Loks leikur Fram á heimavelh gegn sigurvegaranum úr leik 23 ára liða IA og Þórs. Framarar unnu glæstan sigur á íslandsmeisturum Akurnesinga og gætu nú aftur lent gegn Skagamönnum. Leikur 23 ára liðanna fór fram á Skaganum í gærkvöldi eftir að DV fór í prentun. Leikur KR og Þórs fer fram þriðjudaginn 11. júlí en hinir þrír leikirnir verða miðvikudaginn 12. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.