Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1995, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1995, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ1995 Á toppnum Lagið Hold Me, Thrill Me, Kiss Me, Kill Me, úr kvikmynd- inni Batman forever er í topp- sæti íslenska listans aðra vik- una í röð. Lagið, sem er flutt af hinni þekktu hljómsveit, U2, kom nýtt inn á listann í síðustu viku. Myndin Batman forever, með leikaranum Val Kilmer í aðalhlutverki, var frumsýnd vestanhafs fyrir nokkru og segja þeir sem til þekkja að hún eigi eftir að ná miklum vinsæld- um. Nýtt Lagið Come out and Play, með bandarísku hljómsveitinni Off- spring, kemur nýtt inn á listann þessa vikuna. Lagið, sem er af nýjustu plötu þeirra félaga, Smash, hefur notið þónokkurra vinsælda upp á síðkastið. Hér er á ferðinni hrátt Seattle-rokk. Hástökk Hástökk vikunnar er lagið Wherever Would I Be með D. Springfield/D. Hall, sem eru mörgum kunnh-. Lagiö, sem er búið að vera í þijár vikur á list- anum, var í 28. sæti í síðustu viku en er nú komið í 15. sæti. Það verður spennandi að sjá hvort þeir kumpánar komast ofar á list- ann í næstu viku. Sýnt og selt Talsmenn Courtne Love hafa látið þær fréttir frá sér fara að eit- urlyf hafi hvergi komið við sögu á dögunum þegar söngkonan var flutt meðvihmdarlaus á sjúkra- hús. Þeir segja að Love hafi ein- ungis tekið róandi lyf samkvæmt læknisráði í sambandi við flug- ferð frá New York til Seattle en slíkt geri söngkonan iðulega til að slaka á. Eitthvað höfðu töfl- umar öflugri áhrif á heilsu Love því við komuna tfl Seattle var hún nánast út úr heiminum og þurfti aðstoð tO að komast frá boröi. Við komuna heim tO sín var hún svo faOin í dá og því kah- að á lögreglu og sjúkralið. Það fylgdi sögunni að Love væri nú við hestaheOsu. Stríðinu lokið Pearl Jam er um þessar mund- ir á tónleikaferðalagi um Banda- ríkin en vegna deilna við miða- sölufyrirtækiö Ticketmasters hefur hljómsveitin neyðst tO aö leika í minni tónleikaihöOum og í smærri bæjum og borgum en venja er tO. Talsmenn hljómsveit- arinnar hafa nú látið hafa það eft- ir sér að sveitin muni láta af stríð- inu við Ticketmasters vegna þess að liðsmenn hennar hafi ekki áhuga á að fara í aðra eins tón- leikaferð og þá sem nú stendur yfir. I BOÐI ég&S X BYLGJUNNI A SUNNUDAG KL. 14.00 ÞESSI VIKA SlÐASTA VIKA FYRIR 2 VIKUM VIKUR Á LISTANUM T«f>P 4® 1 1 2 ...2VIKANR.1 HOLDME.THRILLME, KISSME, KILLME U2 2 2 10 3 END OF THE CENTURY BLUR (D 10 17 4 THIS AIN'T A LOVE SONG BON JOVI (3) 16 26 5 BIG YELLOW TAXI AMY GRANT 5 4 6 3 CUANTO LA GUSTA PÁLL ÓSKAR OG MILUÓNAMÆRINGARNIR 6 6 7 4 NO MATTER WHAT YOU DO OLIVIA NEWTON-JOHN Cz)- 17 24 3 MÉR VAR SVO KALT S.S.SÓL 8 3 1 9 ARMY OF ME BJÖRK Ga) 20 22 4 SÖKNUÐUR SIXTIES (iö) 19 - 2 THINK OF YOU WHIGFIELD 11 S 3 7 SOME MIGHT SAY OASIS 12 8 9 7 LIGHTNING CRASHES LIVE 25 - 2 RANGUR MAÐUR SÓLSTRANDARGÆJARNIR 14 7 4 6 LET HER CRY HOOTIE & THE BLOWFISH © 28 30 3 ... HÁSTÖKK VIKUNNAR... WHEREVER WOULD I BE D. SPRINGFIELD/D. HALL 16 12 13 6 l'LL BE AROUND RAPPIN '- TAY © 1 ... NÝTTÁ LISTA - COME OUT AND PLAY OFFSPRING NÝTT 18 14 21 5 WATER RUNS DRY BOYS II MEN - - 1 DECEIVED IN BLOOM (20) 21 23 4 COME AND GET YOUR LOVE REAL MCCOY 21 13 14 4 BUDDY HOLLY WEEZER M\ NÝTT 1 MORGUNN TWEETY 23 11 5 7 VOR í VAGLASKÓGI SIXTIES 24 9 2 7 BE MY LOVER LA BOUCHE 25 30 38 3 (YOU GOT ME) ALL SHOOK UP NELSON 26 15 15 5 LOVE CITY GROOVE LOVE CITY GROOVE (22) rnn 1 KYRRLÁTT KVÖLD REGGAE ON ICE ds) NÝTT 1 EVERYBODY'S GOT TO LEARN SOMETHING BABY D. <5a) 30 NÝTT 1 1 DON'T BELIEVE CIGARETTE/HEIÐRÚN ANNA 6 SOMEONE TO LOVE JON B. 8< BABYFACE rTii 1 1 CAN LOVE YOU LIKE THAT ALL 4 ONE (32) 35 - 2 IF YOU ONLY LET ME IN MN8 © 39 - 2 HRAÐI VINIR VORS OG BLÓMA <J4) 38 - 2 AULAKLÚBBURINN BUBBI OG RÚNAR (35) 36 - 2 SCREAM M. JACKSON/J. JACKSON (m) 37 NYTT 1 FANNFERGI HUGANS SÁLIN HANS JÓNS MÍNS 37 > 1 EVERY GUY TAKE THAT J J 1 ALL IT TAKES HANNE BOEL 1 l'LL BE THERE FOR YOU REMBRANTS NÝTT 1 LET YOUR YEAH BE YEAH ALI CAMPBELL Kynnir: Jón Axel Ólafsson Islenski listinn ersamvinnuverkefni Bylgjunnar, DV og Coca-Cola á Islandi. Listinn er niöurstaða skoðanakönnunarsem er framkvæmd af markaðsdeild DV i hverri viku. Fjöldi svarenda er á bilinu 300 til 400, á aldrinum 14 til 35 ára af öllu landinu. Jafnframt er tekið mið afspilun þeirra á islenskum útvarpsstöðvum. Islenski listinn birtist á hverjum laugardegi i DV og er frumfluttur á Bylgjunni kl. 14.00 'á sunnudögum i sumar. Listinn er birtur, að hluta, í textavarpi MTV sjónvarpsstöðvarinnar. Islenski listinn tekur þátt í vali "World Chart" sem framleiddur eraf Radio Express i Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á Evrópulistann sem birtur er í tónlistarblaðinu Music & Media sem er rekið af bandariska tónlistarblaðinu Billboard. f989 'aasaEE7 GOTT ÚTVARPI Yfirumsjón með skoðanakönnun: Hrafnhildur Kristjánsdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaðsdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódó - Handrit: Sigurður Helgi Hlöðversson, Ágúst Héðinsson og Ivar Guðmundsson - Tæknistjórn og framleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson - Útsendingastjórn: Halldór Backman og Jóhann Garðar Ólafsson - Yfirumsjón með framleiðslu: Ágúst Héðinsson - Kynnir: Jón Axel Ólafsson w Afdrifarík mistök One Little Indian, hljómplötu- útgáfa Bjarkar, gerði afdrifarík mistök á dögunum þegar fyrsta smáskífa nýrrar sveitar fyrirtæk- isins, Skunk Anansie, var gefln út. Vegna þessa komst lagið ekki inn á topp 40 í Bretlandi, og þar með í Top of the Pops, en það telst afar mikilvægt fyrir alla kynn- ingu. Mistökin fólust í því að strikamerkið á plötuumslaginu var fellt inn í skreytingu plötunn- ar en fyrir vikið gekk erfiðlega að láta afgreiðslukassa plötuversl- ana lesa merkið. Allt hefði þetta blessast ef afgreiðslufólk hefði slegið númer plötunnar sam- viskusamlega inn eins og gera á í tilvikum sem þessum. A þessu urðu hins vegar talsverðir mis- brestir og þar með varð Skunk Anansie af sæti á topp 40. Tals- menn One Little Indian eru mið- ur sín út af þessu því samkvæmt þeirra útreikningum hefði platan náð 28. til 30. sæti listans ef klúðr- ið hefði ekki komið til. Rory Gallagher fallinn frá I Gamla gítarhetjan, Rory Gallagher, er fallin frá, aðeins 47 ára að aldri. Gallaghers hafði kennt sér lifrarmeins fyrir nokkru og var lagður inn á sjúkrahús. Þar kom í ljós að ( lifrarígræðsla var nauðsynleg og til að byrja með virtist hún hafa heppnast vel. Síðan komu upp erfiðleikar sem að lokum leiddu til dauöa Gallaghers. Hann var um langt árabil í allra fremstu röð blúsgítarleikara heims og var á sínum tíma boðin gítarleikara- staða Micks Taylors í Rolling Sto- nes, en hafnaði boðinu. Plötu- fréttir Breska hljómsveitin Sleeper, sem vakti athygli fyrir nokkru með plötunni Smart, er þegar komin í hljóðver að nýju til að hljóðrita nýja plötu.. .Gene, sem sló í gegn með plötunni Olympi- an, er byrjuð undirbúning að í næstu plötu sem stendur til að komi út i byrjun næsta árs. Mart- in Rossiter, söngvari Gene, hefur látið i það skína í viðtölum að hljómsveitin hyggist skipta um stfl og hverfa frá gítarrokkinu sem einkenndi plötuna Olympi- an...Og um miðjan ágúst er vænt- anleg ný plata frá Tears for Fears en ekki er alveg ljóst hversu fjöl- menn hljómsveitin er nú, en síð- ast var hún orðin eiús manns hljómsveit... -SþS-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.