Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1995, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 Erlend bóksjá Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Michael Crichton: Congo. 2. John Grisham: The Chamber. 3. Mary Higgins Clark: Remember Me. 4. V.C. Andrews: Atl That Glitters. 5. Steve Martíní: Undue Influence. 6. Johanna Lindsey: Until forever, 7. Carol Shields: The Stone Diarias. 8. Sara Paretsky: Tunnel Vision. 9. Meave Bínchy: Circle of Friends. 10. Sue Grafton: ,,K" Is for Killer. 11. Sandra Brown: Charade. 12. Dean Koontz: The Key to Midnight. 13. Robert B. Parker: Watking Shadow. 14. Elizabeth Berg: Talk before Sleep. 15. Stephen Coonts: The Intruders. Rit almenns eölis: 1. B.J. Eadie & C. Taylor: Embraced by the Light. 2. Hope Edetman: Motherless Daughters. 3. Mary Pipher: Revíving Ophelia. 4. Thomas Moore: Care of the Soul. 5. Delany, Delany 8i Hearth: Having Our Say. 6. Dolly Parton: Dolly. 7. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 8. Clint Richmond: Selena! 9. Lawrence Leamer: The Kennedy Women. 10. Thomas Moore: Soul Mates. 11. Mary Angelou: I Know why the Caged Bird Sings. 12. Nathan McCall: Makes Me Wanna Holler. 13. Jim Carroll: The Basketball Diaries. 14. Robert Fulghum: Maybe (Maybe not). 15. A. Toffler & H. Toffler: Creating a New Civilization. (Byggt á New York Times Book Review) írskur met- söluhöfundur Einn vinsælasti rithöfundur íra um þessar mundir er skáldkonan Maeve Binchy. Sögur hennar hafa selst afar vel beggja vegna Atlants- hafsins. Ný kvikmynd, sem byggð er á einni vinsælustu skáldsögu hennar - Circle of Friends - hefur fengið góðar viðtökur og mun vafalaust vekja enn frekari athygli á öörum bókum hennar. Binchy, sem er 55 ára að aldri, er elst fjögurra systkina, dóttir lög- manns í Dyflinni. Hún sinnti ýmsum störfum áður en hún fór að semja skáldsögur, stundaði kennslu um hríð en gerðist svo blaðamaður og starfaði þá fyrir Umsjón Elías Snæland Jónsson The Irish Times sem sendi hana til London. Þar kynntist hún Gordon Snell sem er kunnur barnabókahöf- undur (hefur sent frá sér 19 bækur). Þau gengu í það heilaga þegar hún var 37 ára en eru barnlaus. Tíu skáldsögur Árið 1982 náði fyrsta skáldsaga hennar, Light a Penny Candle, ágætum árangri á bókamarkaðinum. í kjölfarið kom hver sagan af ann- arri, svo sem Echoes, Firefly Sum- mer Og Circle of Friends sem áður haf sitt á sjötta áratugnum. Um sögu- persónur sínar segir hún: „Andar- ungarnir mínir verða að sjálfsörugg- um öndum, ekki svönum.“ Þjáningar var nefnd. Alls hefur hún sent frá sér einn tug skáldsagna - sú tíunda, The Glass Lake, er nýkomin út í pappírskilju og fór beint á metsölulista, að sjálf- sögöu. Bækur hennar hafa selst í um 12 milljónum eintaka á fjölmörgum tungumálum. Sögur Binchy gerast yfirleitt í smábæ á írlandi og eiga gjarnan upp- Hún á mjög tryggan lesendahóp í Bandaríkjunum. Það varð henni reyndar til nokkurrar frægðar þar í landi fyrir fáeinum árum að þáver- andi forsetafrú, Barbara Bush, lýsti því yfir í viðtalsþætti Oprah Winfrey að Binchy væri eftirlætishöfundur sinn. En líf hennar hefur ekki verið neinn dans á rósum. Hún hefur lengi verið alvarlega veik í báðum mjað- maliðum. Sjúkdómurinn gerði fyrst vart við sig árið 1972 og veldur henni oft miklum þjáningum og erfiðleik- um. „Mér líður ágætlega þegar ég sit,“ segir hún. „Þá finn ég ekki til sárs- auka. En þegar ég stend á fætur eru mjaðmaliðirnir einfaldlega ekki á sínum stað. Það er svo sársaukafullt að ganga að ég þarf að taka deyfilyf." Vinsældir bókanna hafa á hinn bóginn auöveldað henni lífiö að mörgu leyti. Hún þarf að minnsta kosti ekki lengur að velta fyrir sér hverri krónu. Samt segist hún gæta þess að láta velgengnina ekki stíga sér til höfuðs. „Ég var heppin að hún kom svona seint í lífi mínu,“ segir hún í nýlegu blaðaviðtali. „Ef þetta hefði gerst miklu fyrr hefði ég fariö yfir um!“ Metsölukiljur Bretfand Skáldsögur: 1. Maeve Binchy: The Glass Lake. 2. John Grisham: The Chamber. 3. Terry Pratchett: Soul Music. 4. Minette Walters: The Scold's Bridle. 5. lan M. Banks: Feersum Endjinn. 6. Allan Folsom: The Day after Tomorrow. 7. Peter Hoeg: Miss Smílla's Feeling for Snow. 8. Joseph Heller; Closing Time. 9. Sara Paretsky: Tunnel Vision. 10. Jack Higgins: On Dangerous Ground. Rit almenns eölis: 1. Stephen Hawking: A Brief History of Time. 2. Jung Chang: Wild Swans. 3. Christína Noble: A Bridge across my Sorrows. 4. Steven Pinker: The Language Instinct. 6. Fyona Campbell: On Foot through Afríca. 6. Elizabeth Wurtzel: Prozac Nation. 7. Julian Barnes: Letters from London. 8. Eric Newby: A Small Place in Italy, 9. R. Davies: The Kenneth Williams Letters. 10. John Berendt: Midnight in the Garden of Good and Evil. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk 1. Jufiane Preisler: Kysse Marie. 2. Jung Chang: Vilde svaner. 3. Jostein Gaarder: Sofies verden. 4. Jorn Riel: En underlig duel. 5. Hanne-Vibeke Holst: Til sommer. 6. Kirsten Hammann: Vera Winkelwir. 7. A. de Saint-Exupéry: Den lille prins. (Byggt á .Politiken Sondag) Vísindi ___________________________ Mannsandlit ótæmandi uppspretta upplýsinga Andlit veita ótal upplýsingar um manneskjuna. Fúll viður fælir rottur Tólf hundruð ára gamalt timb- urhof í Japan hefur enn ekki lot- iö í lægra haldi fyrir árásum termíta og ýmissa nagdýra vegna þess að viðurinn í því er svo illa þefjandi. Það voru vísindamenn frá Suð- ur-Kóreu sem geröu þessa merku uppgötvun, að sögn tímaritsins New Scientist. Vísindamennirnir efnagreindu viðinn og komust að því að það er einkum efnið karvakrol sem hélt nagdýrunum í hæfilegri fjar- lægð. Ekki er talið útilokaö aö nota megi þessi efni í viðnum gegn skorkvikindum í staðinn fyrir hættuleg eiturefhi. Lifa gáfnaljós lengur? Því hæni sem greindarvísitala einstaklinga er þeim mun lengur geta þeir vænst að lifa. Þetta eru niðurstöður tveggja þýskra vísindamanna, þeirra Georgs Rudingers og Christians Rietz, við sálfræðistofnun háskól- ans S Bonn. Þeir rannsökuðu gögn úr langtímarannsóknum á 222 konum og körlum sem komin voru yfir sextugt. Fylgst var með fólkinu í rúma tvo áratugi. Margir úr hópnum með háa greindarvísitölu lifðu enn. Urnsjón Guölaugur Bergmundssou Mannsandlitiö er heill hafsjór af upplýsingum. Jafnvel þótt við þekkj- um fólk sem við mætum úti á götu ekki vitund getum við engu að síður sagt til um kynferöi þess og aldur bara með því að horfa á andlit þess. Við getum líka sagt til um hvort fólk þetta er glatt eða dapurt í bragði. Sálfræðingar, sem rannsaka hvernig við förum að því að ná í all- ar þessar upplýsingar - sérstaklega þó taugasálfræðingar sem skoða hvernig heilaskaði hefur áhrif á hæfileika okkar til þessa - hafa sýnt fram á aö margar mismunandi starf- rænar einingar heilans koma við sögu. Það hefur komið á óvart að sá kjarni sem upplýsingarnar eru fengnar frá er strikamerking, ekkert ósvipuð þeirri sem er á allílestum vöruumbúðum úti í næstu matvöru- verslun. Heilmikið af því sem við vitum um skynjun á andlitum er fengið með því að rannsaka hvemig við flöskum á prófinu. Algengast er að við ýmist berum ekki kennsl á einhvem sem við þekkjum eða þá að við höldum aö ókunnugur maöur sé einhver sem viö eigum aö þekkja. Þá er einnig algengt aö við berum kennsl á andlit án þess þó að muna neitt um viðkom- andi manneskju nema það eitt að við þekkjum hana. Svo getur líka komið fyrir að við munum allt nema nafn hennar. Vísindamenn segja að það bendi til að upplýsingar um sjón- ræna eiginleika andlits einhvers manns, um hver viðkomandi sé og hvað hann heitir, séu geymd hvert í sínu lagi í heilanum. Mistök sem heilaskaddað fólk gerir eru einnig mjög upplýsandi. Mjög sjaldgæft er að heilaskaði verði til þess að fólk geti alls ekki þekkt and- lit. Þeir sem þannig er ástatt fyrir geta sagt til um hvort fólk er glatt eöa dapurt þótt þeir geti ekki þekkt andlitin sem þeir lesa þessar upplýs- ingar úr. Aðrar tegundir heilaskaöa geta hins vegar gert að engu hæfi- leikann til aö túlka tilfmningamar sem lesa má út úr andlitum. Hinn heilaskaðaði þekkir andlitin engu að síður. Það er því tvennt ólíkt að þekkja andlit og geta túlkað svip- brigði þess og treysta þessir hæfileik- ar á ólíka hluta heilans. Sálfræðingurinn Roger Watt viö háskólann í Stirling í Skotlandi og samstarfsmenn hans hafa komist að því að öll andlit mynda eins konar strikamerkingu úr fimm láréttum rákum sem heilinn túlkar síðan. Engin tvö andlit mynda eins strika- merki heldur eru rákimar misbreiö- ar, misbjartar og þær eru misjafn- lega staösettar. Og þessi mismunur gerir kleift aö þekkja hvort viðkom- andi er karl eða kona og í 85 prósent- um tilvika hvort viðkomandi er glað- ur eða daþur. Breytingar í Miðjarðar- hafinu Alþjóðlegur hópur vísinda- manna um borð í þýska rann- sóknaskipinu Meteor komst að því að hitastig á meira en 1200 metra dýpi í Miöjarðarhafmu hefði hækkað um hálfa gráðu á celsíus og saltmagniö hefði aukist um 0,02 prósent. Ekki höiðu orðiö breytingar þar á frá árinu 1908. Vísindamennirnir telja þessar breytingar gífurlega miklar þar sem t.d. hitastig á svona miklu dýpi sveiflast venjulega aðeins um nokkra hundruðustu hiuta úr gráðu. Getgátur eru uppi um að þessar breytingar séu til merkis um loftslagsbreytingar á jörðinni en leiðangursmenn eru enn að vinna úr gögnunum sem þeir söfnuðu. Hvíti þotu- slóðinn Margir hafa dáðst að fegurð hvíta slóðans sem farþegaþotur skifja gjarnan eftir sig þar sem þær þjóta um háloftin hlá. Nú heíur hins vegar verið staðfest að slóði þessí er ekki eins vænn og hann sýnist vera. Bandarískir og evrópskir vís- indamenn hafa beint sjónum sín- um aö flugleiðinni yfir Norður- Atlantshafið milli Evrópu og Bandaríkjanna og komist að því að þær 500 flugvélar sem fara þar um daglega skilja eftir sig mikla mengun. Því er spáð aö fjöldi ilugvéla á þessari leið eigi jaihvel eftir að tvöfaldast á næstu tíu til fimmtán árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.