Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1995, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1995, Side 6
6 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 Stuttarfréttir Utlönd Ennfrestað Réttarhöldura yfir þremur breskum hermönnum, sem ákæröir eru fyrir að hafa drepiö danska stúlku á Kýpur í fyrra- haust, hefur verið frestaö einu sinni enn. GroíBrussel Gro Harlem Brundtland, forsætisráð- herra Noregs, sagði eftir fundi meö forseta framkvæmda- stjórnar ESB í Brussel að Nor- egur hefði nánari pólitísk og efna- hagsleg tengsl við sambandið en nokkurt land annað og bætti við að áhrifin væru meiri ef landið heföi gengið í ESB. Nýrmiðjuflokkur Hervé de Charette, utanríkis- ráðherra Frakklands, sagðist í gær ætla að stofna nýjan miðju- flokk og undirstrikaði þar með klofninginn innan samsteypu- stjórnarinnar. Talasaman Andstæðingar fylkingar í ít- ölskum stjórnmálum ætla að ræða saman um reglur fyrir næstu þingkOsningar. Friðurekkiíhætfu Stjórnvöld í Bretlandi og ír- landi neituðu í gær að hætta væri á aö friðarumleitanir færu út um þúfur en sögðu vopnaeign lýð- veldissinna þránd í götu. RáðistáNorðmenn Ráðist var á norska sendinefnd verkalýðsforkólfa og blaða- manna í Pakistan þegar heim- sækja átti verksmiöju þar sem börn eru látin vinna. Varistþrælslundina Páfi varaði íbúa Slóvakiu við því að láta efnishyggjuna og siö- ferðilegan þrældóm ná tökum á sér. Jeltsín rekur ráðherra Borís Jeltsin Rússlandsfor- seti rak tvo háttsetta ráð- herra og yíir- mann gagn- njósna landsins vegna árásar tsjetsjenskra uppreisnarmanna á sjúkrahús í Rússlandi á dögunum en varnar- málaráðherrann Gratsjov slapp. Hægiráhagvexti Mjög hægði á hagvexti í Banda- ríkjunum á fyrsta ársfjóröungi þar sem neytendur héldu fast um budduna. Reuter Vöruverð erlendis: Bensínið upp áný - hlutabréf lækka Eftir töluverða lækkun á bensíni á heimsmarkaði sl. mánudag hefur verðið hækkað jafnt og þétt síðan og hefur náð svipaöri stöðu og í síöustu viku. Olíufélögin hér heima voru undrasnögg til að lækka í þetta sinn og ber að fagna því. Hlutabréfaverð er almennt lægra en fyrir viku í helstu kauphöllum heims. í Bretlandi er ástæðan einkum órói í stjómmálum eftir að John Redwood tilkynnti mótframboð gegn Major. í kauphöllinni við Wall Street reikna fjárfestar meö að rikisstjórn CUntons lækki vexti í næstu viku. Viöskiptasamkomulagið við Japana hafði hins vegar góð áhrif. -Reuter Hugh Grant kominn aftur heim til kærustunnar: Elizabeth fékk tvibreitt rúm Breski leikarinn Hugh Grant, sem lögregla í Hollywood greip glóðvolg- an í kynlífsleik við vændiskonu í vik- unni, kom heim til Bretlands í gær- morgun og fór rakleiðis til kær- ustunnar Elizabethar Hurley á heim- ili þeirra í þorpinu West Littleton. Tugir blaðamanna og ljósmyndara sátu um hús skötuhjúanna þrátt fyr- ir að Hurley hefði beðið fjölmiðla um að láta þau í friöi. Fréttamenn urðu vitni að því þegar komið var með risastóran blómvönd að húsinu og skömmu síöar sáu þeir, sér til óblandinnar ánægju, að komið var með tvíbreitt rúm. „Þetta er tilvalinn staður fyrir sættir," lét einn fréttamannanna þá út úr sér. Síöar sást til þeirra Hughs og Eliza- bethar, einhvers glæsilegasta pars Bretlands, þar sem þau snæddu há- degisverð í garðinum. Það þótti benda til að þau töluöust að minnsta kosti við. Hurley viðurkenndi á fimmtudag að hún væri ráðvillt og að sér fynd- ist hún ein og yfirgefm. „Liz hringdi í mig í morgun," sagði Angela Hurley, móðir Elizabethar, við fréttamenn. „Hún sagði mér að hún hefði það fint.“ Breska þjóðin, og sjálfsagt fleiri, bíður nú spennt eftir því hvort Eliza- beth lætur Hugh sigla lönd og leiö vegna uppátækisins í Hollywood. Hann hefur verið ákærður fyrir ósið- legt athæfi og að sögn lögreglunnar vestra er þar átt við munnmök. Bresk blöö hafa boöið allt að fimmt- án milljónum króna fyrir frásögn vændiskonunnar en hún hefur ekki enn fundist. Reuter Franski tiskuhonnuðurinn Pierre Cardin, sem hér er annar frá hægri, og Jeff Knipper, aðstoðarmaður hans, ganga yfir Rauða torgið í Moskvu í fylgd með starfsliði hins nýja Maxim’s veitingastaðar í borginni. Þetta er fyrsti Max- im’s veitingastaðurinn sem tekur til starfa í Rússlandi. Símamynd Reuter Súdansforseti undirbýr átök Omar Hassan al-Bashir, forseti Súdans, hvatti lcmdsmenn sína í gær til þess að búa sig undir aö grípa til vopna og verja landið gegn meintu samsæri Egypta um að steypa stjóm hans. Rúmlega þijú hundruð þúsund Súdanir hlýddu stríðskalli íslams, Allahu akbar eða guð er mikill, og flykktust á fjöldafund þar sem þess var minnst aö sex ár eru liðin frá því al-Bashir hrifsaði völdin og kom á fót ríkisstjórn sem byggir á lögum ís- lamstrúarinnar. Bashir sagði að óvinir sínir væru að safnast saman í Egyptalandi til að hvetja Hosni Mubarak Egypta- landsforseta til að ráðast inn í Súd- an. Reynt var að ráða Mubarak af dögum í Eþíópíu í vikunni og hefur Súdönum verið kennt um. Súdanir segja að liðsforingi hafi fallið í átökum á landamærunum að Egyptalandi en því neita Egyptar, svo og því að þeir séu að safna liði við umdeilt landamærasvæðið. Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis 14407,17 | tunna Bensín 92 okt. Bensín 98 okt ■ Ifill 1UUUU ' 9500 K\ /ja^? 8500 ^ J/ 8000 9200,13 1 M A M J Í2150 j2100 2050 2000 11950. [1900.! |1850: DMUQ I Jr\/ I jSZl I Ki 1 lr • I ■ mamjI Efnahagslífið veldur Juppé áhyggjum Hætterviöaö bakslag komi í viðleitiú Alains Juppés, forsæt- isráðhci’ra Frakklands, til að draga úr at- vinnuleysi í landinu þar sem nýjar tölur sýna að iðnaðar- framleiðslan í apríl dróst saman um 1,8 prósent miðað við mánuð- inn á undan, Nýjar tölur um atvinnuleysi sýndu að það minnkaði i maí, áttunda mánuðinn í röð, en þó ekki nándar nærri eins mikið og Juppé hafði stefnt að. Atvinnu- leysingjum fækkaöi um tæplega fimmtán þúsund, eða 0,5 prósent. Juppé treystir á vaxandi hag- vöxt til að hann geti staðiö við loforð sín um 700 þúsund ný störf fyrir lok næsta árs. Læknirinn sagði konunni að hún værikarlmaður Tuttugu og sex ára gömul gift kona í Hunan-héraði í Kína fékk heldur óþægilegar fréttir frá læknum sínum fyrir skömmu. Þeir sögðu henni að hún væri í rauninni karlmaöur með sjald- gæfan ertðagalla. Konan leitaöi til lækna við há- skólasjúkrahús héraðsins þar sem hún hafði ekki blæðingar og gat ekki eignast barn. Viö rann- sókn kom í ljós að krómósóma- uppbygging konunnar sýndi að hún væri karlmaður sem liti út sem kona þar sem gen vantaði. Að sögn kínversku fréttastof- unnar Xinhua er þetta fyrsta til- felli sinnar tegundar í landinu. Konan/karlinn gengst nú undir hormónameðferð meö kven- hormóninu estrógen. Gráðugurígóð- anmatogvín en horgar aldrei Hálfsextugur maður á Jótlandi á ekki upp á pallborðið hjá lög- reglu og veitingahúsaeigendum i Esbjerg þessa dagana. í þessari viku einni hefur maðurinn verið handtekinn þrisvar eftir að hafa gætt sér á dýrindis mat og vínum án þess að eiga eina einustu krónu í vasanum. „Vandinn er sá að hann elskar góðan mat og vín en vill ekki borga fyrir,“ segir Henning Niels- en lögreglufulltrúi i Esbjerg. Myndum af svikahrappinum svanga hefur nú verið dreift á veitingahús borgarinnar og því gæti reynst erfitt fyrir kauða að halda uppteknum hætti. Treystið mér eða tapið kosn- ingunumella John Maíor, forsætisráð- herra Bret- lands, greip til hræðsluáróð- ursins þegar hann talaði til 329 þingmanna íhaldsflokksins sem hafa atkvæðisrétt í leiðtoga- kjörinu á þriðjudag og sagði að þeir yrðu að fylkja liði um hann eða eiga á hættu að tapa næstu þingkosningum sem verða eigi síðar en i maí 1997. Þetta var svar Majors við þeim oröum Johns Redwoods, sem keppir viö hann um leiötogasæt- ið, aö þingmenn ættu að hrinda af sér „kosningabölvuninni sem hcföilagstáþá". Reuter, Ritzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.