Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1995, Qupperneq 7
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995
7
White-Westinghouse
• 75 - 450 lítrar
• Stillanlegur vatnshiti
• Tveir hitastillar
• Tvö element
• Glerungshúð að innan
• Öryggisventil!
• Einstefnulokar
• Frí heimsending í Rvk.
og nágrenni
VISA - EURO - RAÐGREIÐSLUR
30
ÁRA
RAFVORUR
ARMULI 5
-SIMI 568 6411
Fréttir
áður nú 100g
Ferða- og dvalarkostnaður alþingismanna:
Þessi kostnaður hef ur
verið greiddur í mörg ár
- segir Kristín Ástgeirsdóttir, þingkona Kvennalistans
„Varöandi ferða- og dvalarkostnað
alþingismanna breytist það eitt í
nýju lögunum um þingfararkaup að
nú fá þingmenn greiddan ferðakostn-
að vegna ferða innan eigin kjördæm-
is. Það var ekki áður. En ef þing-
menn, jafnvel þingflokkar, fóru út á
land tii fundahalda eða viðræðna í
tengslum við pólitískt starf þá var
bæði fargjaldið greitt og dagpeningar
til uppihalds. Þannig hefur þetta ver-
ið árum saman,“ sagði Kristin Ást-
geirsdóttir, þingkona Kvennalistans.
Það virðist hafa komið mörgum á
óvart þegar Ólafur G. Einarsson, for-
seti Alþingis, sagði í samtali við DV
nýlega að svona hefði þetta verið
lengi og nefndi sem dæmi Jóhönnu
Sigurðardóttur þegar hún var að
stofna Þjóðvaka í fyrra. Menn héldu
að ferða- og dvalarkostnaður hefði
ekki verið greiddur fyrir hvaða ferð
út á land sem þingmenn hafa viljað
fara því alltaf er hægt að tengja slík-
ar ferðir póhtísku staríl. í nýju þing-
fararkaupslögunum, sem samþykkt
voru á siðasta degi vorþingsins, er
nánar tekið fram hvernig þessum
kostnaðargreiðslum skal háttað.
Þar eru einnig þau nýmæli, sem
Kristín nefnir, að þingmenn fá nú
samkvæmt þeim greiddan ferða-
kostnað innan eigin kjördæmis. Eftir
er að setja ákveðnar reglur um vega-
lengdir innan kjördæmisins í þessu
sambandi. Ekki stendur til að greiða
fyrir fyrstu kílómetrana en hversu
langt menn þurfa að fara til að fá
greitt á eftir að ákveða.
Kristín Ástgeirsdóttir sagði að ef
þessi ferða- og dvalarkostnaður hefði
ekki verið greiddur fyrir þingmenn
þá heíðu þeir einfaldlega ekki getað
sinnt starfi sínu. Þá sagðist hún ekki
vera að tala um ferðakostnað þing-
manna utan af landi milli þings og
kjördæmis, heldur kostnað allra
þingmanna.
„Það hefur verið þannig um langt
skeið að Reykjavíkurþingmenn hafa
fengið 18 þúsund krónur, Reykjanes-
þingmenn 24 þúsund og þingmenn
allra annarra kjördæma 31 þúsund
krónur á mánuði. Þessar upphæðir
hafa átt að dekka allan ferðakostnað
þeirra vegna starfsins. Ég vil taka
það fram að þetta er ekki greiðsla
fyrir landsbyggðarþingmenn til að
korna sér til og frá vinnu. Það er
greitt sér.“
/rSMRUD
Ný og sterri pakkning