Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1995, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 1. JÚLl 1995
11
Eyjólfur Sverrisson, atvinnumaður í knattspymu:
England eða Frakk-
land er draumurinn
„Mér fannst ágætt aö vera í Tyrk-
landi og það gekk líka mjög vel í
knattspymunni. Ég var nokkuö
ánægður meö eigin frammistöðu.
Nýir leikmenn verða oft að þola þaö
að vera gagnrýndir mikið í byrjun
og einhverjar umræður voru um
að ég félli ekki inn í leikkerfi liðs-
ins. En mér fannst mér ganga mjög
vel í byrjun hjá liöinu," sagði Eyj-
ólfur Sverrisson, atvinnumaður í
knattspyrnu, sem spilaði á síðasta
ári með tyrkneska liðinu Besiktas
og varð meistari með því liði í vor.
Eyjólfur, sem er 26 ára gamall,
stóð sig mjög vel, skoraði 9 mörk
og var annar markahæsti maður
liðsins á nýliðnu keppnistímabili.
„Það kom heldur lakari tími hjá
mér í lok fyrri umferðarinnar en
þetta gekk mjög vel hjá mér í seinni
umferð deildarinnar. Mér fannst
bæöi bera á ánægju meö mína
frammistöðu og eins hinu gagn-
stæða þó að í heildina væri það á
jákvæðu nótunum.“
Leikaraskapur
áberandi
Eyjólfur sagði að tyrknesk knatt-
spyrna væri að sumu leyti frá-
brugðin þeirri sem leikin er norðar
í Evrópu.
„Tyrkir eru meira í þessu litla
spili og það fylgir fótboltanum mik-
ill leikaraskapur. Áhorfendur eru
einnig mjög blóðheitir en maður
fann lítið fyrir neikvæðu hliðunum
á því vegna þess hve Besiktas gekk
vel á tímabilinu. Hins vegar sá
maöur að það var ekkert grín að
vera leikmaður í atórliði ef þvi gekk
illa, því þeir voru undir mikilh
pressu frá áhangendum. Áhang-
endum gat orðið ansi heitt í hamsi
og leikmenn geta lent í ýmsu.“
- Nú hefur þér lánast að vera í
tveimur erlendum liðum sem bæði
hafa náð meistaratitli, Stuttgart og
Besiktas. Hver er galdurinn á bak-
við velgengnina?
„Það má kannski segja að ég hafi
verið venju fremur heppinn. Ég á
frekar erfitt meö að útskýra lán
mitt í þessum efnum, en vonandi
hef ég átt einhvern þátt í þessu.“
Framhaldið óráðið
- Nú hefur það heyrst að þú
stefnir á önnur miö og spilir ekki
meira í Tyrklandi. Hvaö er fram
undan hjá þér?
„Það er nokkuð ljóst að ég spila
ekki áfram í Tyrklandi á næsta
keppnistímabili og heldur ekki hjá
Stuttgart, sem leigöi mig til Tyrk-
lands á síðustu leiktíð. Það hefur
ekki verið allt of mikið um það að
lið hafi veriö að spyrjast fyrir um
mig, en draumurinn er að komast
til Englands eða Frakklands. Það
er mikið að gerast í Englandi, mik-
ill áhugi forráðamanna, margir
frægir knattspyrnumenn eru á
leiðinni þangað og knattspyrnan
þar er að batna.
Ég geri mér þó ekki vonir um að
komast að hjá neinu stórhðanna í
Englandi. Það er veriö að skoða
hlutina og þá möguleika sem eru
fyrir hendi, umboðsmaður minn er
að vinna í mínum málum. Stuttgart
mun alla vega, eftir því sem ég
kemst næst, ekki standa í vegi fyr-
- ætlar ekki að spila áfram í Tyrklandi
ir því að ég fari annað.
Maður veit heldur ekkert hvernig
framtiðin verður, því heimur
knattspyrnumannsins er hverfull.
Ég hef hingaö til verið heppinn og
sloppið að mestu við meiðsl, en
maður gæti þess vegna lent í
meiðslum á morgun og ferillinn
verið búinn. Ég tek bara hvert ár
fyrir sig og met stöðuna að loknu
hverju keppnistímabili. Þegar ferl-
inum lýkur, hvenær sem það verð-
ur, þá á ég frekar von á því að koma
heim. Maður er jú íslendingur."
Eyjólfur er ekki sá eini í fjöl-
skyldunni sem þykir vera góöur í
fótbolta. Sverrir, bróðir Eyjólfs, er
24 ára og hefur vakið athygli fyrir
góða frammistöðu með Leiftri frá
Ólafsfirði í fyrstu deildinni.
„Sverrir hefur staðið sig mjög vel
í sumar, en ég er búinn að sjá tvo
leiki með honum. Hann á alveg
möguleika á því að gerast atvinnu-
maður í knattspyrnu. í rauninni
var hann alltaf bestur okkar
bræðranna í knattspyrnunni.
Það ætti að vera nokkuð góður
tími fyrir hann núna að reyna fyrir
sér. En það er fyrst og fremst hann
sjálfur sem tekur ákvörðunina,
hann er vanur að ráða sínum gerð-
um sjálfur því hann hefur bein í
nefinu."
Tyrkland
kom á óvart
Eyjólfur var á því að Tyrkland
Eyjólfur stóð sig mjög vel á síðasta keppnistimabili, skoraði 9 mörk og
var annar markahæsti maður tyrkneska liðsins Besiktas sem hampaði
meistaratitlinum í lok tímabilsins. DV-mynd BG
hefði komið honum nokkuð á
óvart.
„Landið er orðið vestrænna en
maður gerði sér grein fyrir, alla
vega í Istanbúl (innsk: heimaborg
Besiktas). Þar fyrir austan í Tyrk-
landi er víst allt öðruvísi umhorfs.
Áhrifa frá múslímum gætir greini-
lega í landinu.
Aðstæður allar eru allt aðrar í
Tyrklandi en heima á íslandi. Rik-
asta og stærsta félagið, Fenerbac-
he, hefur á bak við sig 20 milljón
manna stuðningshóp, næststærst
er Galatasaray með um 17 milljónir
en Besiktas hefur stuðning um 13
milljón áhangenda."
Eyjólfur Sverrisson er nú í fríi
hérlendis, á heimaslóðum sínum á
Sauöárkróki. „Ég fer utan ein-
hvern timann í júlí til viðræðna við
önnur liö. Þá er hugsanlega frétta
að vænta af framhaldinu hjá mér.
Ég hef mestan hug á að komast að
hjá klúbbi sem hefur metnað til
þess að ná árangri. En maður verð-
ur að horfa raunsætt á málin, lik-
urnar á því að maður komist að
hjá einhverjum af þeim allra
stærstu, eru hverfandi," sagði Eyj-
ólfur að síðustu.
-ÍS