Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1995, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÓLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI: 563 2700 FAX: Auglýsingar: 563 2727 - Aðrar deildir: 563 2999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritstj@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr, m. vsk„ helgarblað 200 kr. m. vsk. Leikvöllur stórhvela Fátt er um fína drætti í varnarræðum Hæstaréttar og skjólstæðinga hans í fjölmiðlum að undanfömu. Seina- gangurinn í meðferð mála hjá Hæstarétti er svo augljós, að hann er helzt varinn með því að segja hann ekki vera eins slæman núna og hann var fyrir nokkrum árum. Þótt eitthvað sé nú illskárra en það var fyrir nokkrum árum, þýðir það ekki, að það sé viðunandi. Formúlan um, að batnandi manni sé bezt að lifa, gildir ekki, meðan hann er enn vondur. Batinn verður að fullnægja lág- markskröfum til að hægt sé að byija að lofa hann. Enginn málsvara Hæstaréttar og skjólstæðinga hans treystir sér til að verja siðferðið í framgöngu Hæstarétt- ar, enda er það með endemum. Siðleysið felst einkum í seinagangi, sem veldur því, að þeir, sem minna mega sín í lífinu, treysta sér ekki til að gæta réttar síns. Hæstiréttur er hins vegar kjörinn leikvöllur fyrir stór- hveli þjóðfélagsins, ríkisvaldið og stofnanir þess, ýmis stórfyrirtæki og fáokunarsamtök þeirra, sem hafa enda- laust úármagn til að reka mál og draga þau á langinn með eindregnum stuðningi og velvilja Hæstaréttar. Lögmaður tryggingafélags fékk tíu mánaða frest hjá Hæstarétti til að afla gagna í máh, sem búið var að rann- saka í héraði og eftir að tryggingafélagið hafði fullnýtt áfrýjunarfrest. Þessi langi frestur Hæstaréttar er óviðun- andi. Frestun réttlætis er skortur réttiætis. Talsmenn Hæstaréttar og skjólstæðinga hans segja, að mikinn tíma taki að afla gagna úr héraðsdómi. Með því eru þeir að segja, að í dómskerfmu séu stunduð vinnu- brögð úr fomeskju, sem engan veginn hæfa tölvuöld. Þessi skýring er áfellisdómur yfir dómstólum landsins. Auðvitað er ekki viðunandi, að það taki meira en nokkrar klukkustundir að fá gögn frá héraðsdómi. Alveg eins og það er ekki viðunandi, að skjólstæðingarnir fái meira en mánuð til að undirbúa sig fyrir viðbótarmál- flutning fyrir Hæstarétti ofan á fyrri undirbúning. Áður hafa verið færð til bókar eindregin dæmi þess, að Hæstiréttur sé hallur undir valdið í öllum myndum þess, en fyrst og fremst ríkisvaldið. Þetta hefur leitt til þess, að Hæstiréttur hefur hvað eftir annað verið rass- skelltur í úrskurðum hjá fjölþjóðadómstólum. Auðvitað getur ekki allur ahnenningur fetað í fótspor þeirra, sem hafa með seiglu og fómum sótt mál sín gegn- um aht dómskerfi landsins og að lokum endurheimt rétt- lætið úti í Strasbourg eða Haag. Á þessari leið bugast þeir, sem minna mega sín, og ganga til nauðasamninga. Tryggingafélögin mynda fáokunarhring, sem leikur á þetta kerfi. Þau stífla dómskerfið með endalausum mála- ferlum, þar sem aht er dregið sem mest á langinn með stuðningi dómstóla. Markmiðið er að fá fólk th að semja um smánarbætur, af því að það hefur ekki úthald. Afkastalíthl Hæstaréttur situr í fílabeinstumi sínum og horfir ekki á skrumskælingu réttlætisins í þessari aðferðafræði. í þess stað gefur rétturinn skjólstæðingum sínum hjá valdastofnunum hins opinbera og efnahagslífs- ins nokkum veginn eins mikið svigrúm og þeir vhja. Gott dæmi um hroka og siðblindu Hæstaréttar er, að forseti réttarins hefur notað umræðuna th að vekja at- hygh á, að ekki fáist dómur fyrr en eftir næstu áramót í máh, sem þegar hefur verið að velkjast um í átta ár. Hvergi örlar á skilningi á aðstöðuleysi líthmagnans. Viðbrögð Hæstaréttar og skjólstæðinga hans draga úr líkum á, að þeir, sem minna mega sín í þjóðfélaginu, þori að gæta réttar síns í seinagangi dómskerfisins. Jóns Kristjánsson Báðir þykjast hafa unnið bílapartastríð Viðskiptastríði tveggja helstu iðn- velda heims, Bandaríkjanna og Japans, hefur verið afstýrt. A heimaslóðum Alþjóða viðskipta- stofnunarinnar í Genf komust ráð- herrar landanna að samkomulagi dægri áður en ganga átti í gildi til- skipun Bills Clintons Bandaríkja- forseta um 100% refsitoll á þrettán gerðir vönduðustu bíla sem jap- anskar bílasmiðjur framleiða. Miðað við sölu á síðasta ári heíði tollurinn numið tæpum sex millj- örðum dollara, en ekki fært ríkis- sjóði Bandaríkjanna tekjur að sama skapi. Bílarnir hefðu orðið óseljanlegir á bandarískum mark- aði. Bandaríkjastjóm skákaði í því skjóli að Japanir eiga nú þegar í verulegum erfiðleikum á útflutn- ingsmörkuðum, vegna þess hversu gengi jensins hefur hækkað ákaf- lega síðustu misseri miðað við doll- ar. Sú þróun hefur þegar stuðlað að samdrætti í japönsku hagkerfi, þar sem íjármálafyrirtæki eiga mörg í kröggum vegna ógætilegra útlána og fjárfestinga á undan- gengnu þenslutímabili. Þrátt fyrir þetta þykjast japönsku samningamennirnir í Genf undir fomstu Ryutaro Hashimoto við- skiptaráðherra hafa gert að minnsta kosti jafntefli við banda- rísku mótherjana. Ástæðan er fyrst og fremst að þegar á reyndi féll Mickey Kantor, viðskiptafufltrúi Bandaríkjastjórnar, frá þeirri kröf- unni sem mest fór fyrir brjóstið á Japönum. Hún var sú að Japansstjórn skrif- aði undir að setja lágmarkskvóta á kaup japansks bílaiðnaðar á bíla- pörtum framleiddum í Bandaríkj- unum. Þessu hafnaði Japansstjórn frá upphafi, kvað í slíku felast við- skiptastýringu sem væri þverbrot á öllum reglum um frjálsa verslun og þar að auki hefði hún ekki og vildi ekki fá neitt vald til að skipa einkafyrirtækjum hvert þau beindu viöskiptum sínum. Japanir kváðust þess albúnir að láta á það reyna hjá Alþjóða við- skiptastofnuninni að einhliða ákvörðun Bandaríkjastjórnar um refsiaðgerðir gegn japönskum vör- um væri brot á nýgerðum starfs- reglum stofnunarinnar og höfðu þegar lagt drög að því að skjóta málinu á þann vettvang. í þessu efni fékk málstaður Japans ein- dreginn stuðning hjá fulltrúum Evrópusambandsins og dafnandi iðnríkja Suðaustur-Asíu, sem ógjarnan vilja eiga yfir höfði sér sams konar ógnun, komist Banda- ríkin upp með sjálfdæmi um refsi- aðgerðir gagnvart Japan. Bandaríkjastjórn sá um síðir aö Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson hún myndi að öllum líkindum tapa málskoti til Alþjóða viðskiptastofn- unarinnar, auk þess sem stofnunin sjálf gæti beðið varanlegan hnekki af að þurfa að taka á illvígri deilu milli ríkja sem að réttu lagi ættu að vera meðal helstu máttarstólpa hennar meðan hún stendur enn í því að koma sjálfri sér almennilega á laggirnar. Kvótakrafan var því látin niður falla. í staðinn tók Bandaríkjastjórn til- boði frá helstu bílasmiðjum Jap- ans, sem hún hafði áður leitt hjá sér, á þá leið að þær geri sérstaka gangskör að því að auka kaup sín á bandarískum bílapörtum. Slíkt er þeim reyndar útlátalaust, svo mjög sem gengisþróun hefur verið bandarískri framleiðslu í hag, enda keyptu Toyota-verksmiðjurnar einar bandaríska bílaparta fyrir 4,7 milljarða dollara á síðasta ári. Þar að auki verður greitt fyrir stofnun umboða fyrir bandarískar bílasmiðjur í Japan, en þar hefur reyndar frekar staðið upp á þær sjálfar, frekar en japanskar við- skiptahömlur séu til trafala. Það sést best á því hve evrópskum bíla- framleiðendum hefur gengið betur en bandarískum að koma ár sinni fyrir borð í Japan. Clinton forseti var sigurreifur, þegar hann kunngerði landslýð í sjónvarpi niðurstöðuna af samn- ingaþófinu við Japani. Af hans hálfu hefur málið fyrst og fremst pólitíska þýðingu. Hann stærir sig af að hafa komist að niðurstöðu um deiluefni sem þvælst hefur fyrir fyrirrennurum hans í tvo áratugi. En mestu skiptir, með forseta- kosningar fram undan, að hann gekk á sínum tíma í berhögg við mikinn hluta stuðningsliös síns til að fá GATT-samkomulagið síðasta um aukna fríverslun fullgilt. Nú telur hann sig geta sýnt fram á að hafa náð niðurstööu sem bersýni- lega fjölgi vel launuðum störfum í bandarískum iðnaði. Ryutaro Hashimoto, viðskiptaráðherra Japans, þykir hafa styrkt stöðu sína i japönskum stjórnmálum með samkomulaginu í Genf. Skoðanir aimarra Getuleysi SÞ „Stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa útrýmt sjúk- dómum, barist við hungursneyð, skotið skjólshúsi yfir 30 milljónir flóttamanna, helmingað tíðni barna- dauða og kennt milljónum manna að lesa og skrifa. Á stjómmálasviðinu hafa SÞ flýtt fyrir sjálfstæði nýlendna, skapað vettvang fyrir fátæk en mannmörg ríki sem bæst hafa í hópinn og beint spjótum sínum að mannréttindabrotum. En skugga bregður á vegna getuleysis til að hindra blóðugar styrjaldir milli eða innan aðildarlandanna.“ Úr forustugrein The New York Times 27. júní Yfir strikið á Internetinu „Á Intemetinu fara menn stundum yfir ákveðin mörk, alveg á sama hátt og í daglegum samskiptum. Þeir geta þá veríð sóttir til saka á grundvelli einka- réttar eða refsiréttar; fyrir svik, hótanir, meiðyrði, höfundarréttarbrot og því um líkt. En það er hins vegar óljóst hvernig beita á lögum sem taka til þess- ara þátta mannlegra samskipta gagnvart samskipt- um á Internetinu. Það tekur sinn tíma að útfæra notkun laganna í því samhengi." Úr forustugrein The Washington Post 27. júní Farið yfir strikið „Á sama tíma og þróunin í tæknifrjóvgun þeysir áfram ríkir stöðnun á sviði ættleiðinga. Enn verður fólk að mæta í endalaus viðtöl og opinbera einkalíf sitt, fjármál, fortíð og framtíð gagnvart opinberum embættismönnum sem skoða allt með smásjá. En það verður að vera eitthvert vit í vitleysunni. Hver getur t.d. sagt fyrir um hvernig fólk sem eignast böm með tæknifrjóvgun á eftir að standa sig?“ Úr forustugrein Politiken 27. júni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.