Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1995, Síða 15
LAUGARDAGUR 1. JÚLl 1995
15
Ég hef aldrei áttað mig á svoköll-
uðu kynslóðabili enda alltaf talið
mig strák en ekki kall. Mér finnst
að vísu ýmsir aðrir kallar sem ég
veit að eru á mínum aldri. Með
þessu er alls ekki fullyrt að aðrir
séu sama sinnis og ég. Grun hef ég
um að börn mín séu þeirrar skoð-
unar að ég sé kall og ekkert annað.
Breytir þá litlu þótt ég telji mig
fullfæran í fótbolta eða golf með
sonum mínum og komist í Levi’s
buxurnar þeirra. Þetta með bux-
urnar stenst að vísu en í seinni tíð
verður að viðurkennast að erfitt er
að hneppa mittistölu nema alveg á
innsoginu. Verður nánar vikið að
því leiðindamáli síðar.
Neanderdals-
maður á ferð
Tónlistarsmekkur minn og barn-
anna er hins vegar svo ólíkur að í
þeirra augum telst faðirinn til tertí-
er-tímabilsins. Þau líta á gamla
manninn sem Neanderdalsmann í
tónlist, mann sem aðallega hlusti á
þátt Gests Einars á Akureyri, „Með
grátt í vöngum". Þegar mikið ligg-
ur við og sá gamli þarf að skrifa
eitthvað á tölvuna heima bregður
hann helst Bubba eða KK á fóninn.
Það þykir aflóga og er púað niður.
Látum það vera þótt ungviöið veit-
ist að fóður sínum fyrir að vera
púkó en það er verra meö áður-
nefnd poppgoð og kyntröll. Hvers
eiga þeir mætu menn að gjalda?
Ég hef ekki þorað að spila Rúna
Júl. og Gunna Þórðar. Þeir eru víst
komnir á sextugsaldur og því litið
á þá sem eins konar forfeður,
hlekki í löngu liðinni sögu.
Menntaskólahrollur
Þaö er mér þó nokkur huggun að
börnin líta ekki eingöngu til forn-
eskju föður síns í þessum efnum.
Við hjónakornin vorum á ferð í fjöl-
skyldubílnum á leið austur í sveit
á dögunum. Afkvæmin voru í aft-
ursætinu. Þá heyrðum vlð viðtal
við landsþekkta leikkonu, Eddu
Björgvinsdóttur, gamla bekkjar-
systur mína úr menntaskóla og
óumdeilda skvísu. Edda var þarna
að rifja upp gamlar syndir ungl-
ingsáranna og kom sá sæli mennta-
skólatími verulega við sögu. Edda
valdi unaðslög þess tíma í þættin-
ar hugrenningar og dæmi það af
nýlegri verslunarferð okkar hjóna.
Glæsimennastaöall
Ég hafði kvartað nokkuö undan
gallabuxnaskorti svo frúin dreif
mann sinn í búöir á laugardegi. Það
er mér sár nauð að þurfa að ganga
á milli verslana, rífa ofan úr hilium
og máta. Þetta lét ég þó yfir mig
ganga og mátaði hvað ákafast.
Árum saman hef ég geta gengið að
gallabuxum í minni stærð, 34
tommur í mitti jafnt sem sídd. Mun
það vera standard nokkur á glæsi-
mennum.
Strax í fyrstu verslun gekk konan
því að buxnabunkanum og tók
fram buxur í minni stöðluöu stærð.
Ég gekk þægur og undirgefinn til
mátunarklefans og tók örlögum
mínum. Buxurnar komust að en
voru þröngar í mittið. Ég kallaði
fram til konunnar að koma með
buxur sem væru 36 tommur í mitt-
ið. Hún gerði það, blessunin, en ég
tók eftir því að hún horfði heldur
illilega á mig miðjan. Ég mátaði
buxurnar og þær pössuðu mun
betur.
„Tökum þessar," sagði ég þegar
ég kom út úr mátunarklefanum.
„Það kemur ekki til greina,“ sagði
konan, skilaði buxunum og struns-
aði út úr búðinni. Ég tölti á eftir.
„Ég skal láta þig vita það,“ sagði
konan þegar út kom, „að ég kaupi
ekki þessar hólkvíðu buxur á þig.
Þú færð buxur í almennilegri stærð
og ef þú passar ekki í þær þá getur
þú komið þér í æfingar og náð af
þér þessari bumbu.“
Varla bumbukall
Svo mörg voru þau orð. Það var
margt fólk í kringum okkur svo ég
kaus að þegja. Konan fór með mig
í fleiri búðir og lét mig máta. Eftir
talsverða mæðu fann hún galla-
buxur af minni fornu stærð, keypti
þær og tók engar mótbárur gildar.
Ég skal í buxurnar og verð því að
hefja vöðvastyrkjandi magaæfing-
ar.
Látum það vera þótt frúin sé með
glósur um mittismálið en það er
hreinskilni sex ára barns sem ég
óttast. Það þarf ekki að fara langt
til þess að sjá bumbukalla út um
allt. Varla er ég einn af þeim? Ég
laumaðist til þess aö líta á prófíl
minn í spegli þegar heim kom.
Þetta var nú tæpast til vandræða -
Leiddur til mátunar
um og um mig fór ljúfur hrollur
og eiginkonan hreinlega táraðist
enda stöðnuð á sömu tónlistarlínu
og Edda.
Edda tók Bítlana fram yfir Rolling-
ana, Paul fram yfir John og var öll á
þessum hugljúfu nótum. Við hjónin
hurfum nær aldarfjórðung aftur í
tímann. Það var þá sem við vöknuð-
um upp við org í ungmennunum í
aftursætinu. „Skiptið um stöð eða við
yfirgefum vagninn," heyrðist hróp-
að. Móðurinni var brugðið og rétt
náði að þerra sælutár af hvarmi þeg-
ar siðasti tónn Procul Harum, sem
Edda valdi af smekkvísi, hljóðnaði á
ljósvakanum.
Rímurnæst-
eða hvað?
„Hvað er að gerast þarna hjá
ykkur?“ spuröi sonur okkar. „
Þetta er eins og á Grund. Má maður
búast við því að þú farir að kveða
rímur, pabbi?“
Við hjónin vorum orðlaus.
Menntaskólagæsahúðin hvarf og
við vorum aftur í núinu. En krakk-
arnir höfðu ekki lokið ræðuhöld-
unum. „Settu á X-ið,“ sagði tán-
ingsstelpan. „Hvað er það?“ spurði
ég þegar ég mátti loks mæla. „Þú
og þín Gufasvaraði ungfrúin. „Þú
fylgist bara alls ekki meö. Veistu
ekki að þetta er útvarpsstöð." „Það
næst ekkert nema Gufan og Bylgj-
an þegar maður er kominn út í
sveit,“ sagði ég. „Skiptu þá yfir á
Bylgjuna, maður! Sénsinn að mað-
ur hlusti á þetta væl lengur.“
/Andrúmsloftið í bílnum var orðið
eins þrúgandi og það getur orðið í
sunnudagsbíltúr einnar fjölskyldu.
Litla barnið á heimilinu bjargaði
málinu á sinn hátt og bað um ís á
Minni-Borg. Það var snarlega sam-
þykkt enda nauðsyn að kæla yngri
sem eldri. Yngsta barnið er aðeins
sex ára og hormónar því ekkert
Laugardagspistill
Jónas Haraldsson
fréttastjóri
farnir að trufla tónlistarsmekk eða
annað. Hún og pabbi gamli una þvi
vel við spólur með Ronju ræningja-
dóttur og sögum úr Umferðarskóla
ungra vegfarenda.
Varla virðingarheiti
En látum nú hefðbundna sunnu-
dagsbíltúra bíða um sinn og kom-
um að öðru og jafnvel alvarlegra
vandamáli. Ég minntist aðeins á
mittismál gallabuxna og gat þess í
leiðinni að ég kæmist í buxur sona
minna, stæltra stráka hvor sínum
megin við tvítugt. Og ekki nóg með
það. Ég get hneppt mittistölunni,
aö vísu með því að nota fullt inn-
sog. Auðvitað er ég stoltur af þessu,
grannvaxinn og spengilegur að eig-
in mati. Því finnst mér það skrýtið
að dóttir mín litla potar stundum í
magann á föður sínum og kallar
hann bumbulius. Það getur varla
verið virðingarheiti. Ég óttast að
betri helmingurinn sé með svipað-
eða hvað? Ef ég segi alveg eins og
er mátti greina smálega magavið-
bót og nettar ástarhöldur.
Hart skal
mæta hörðu
Er þetta svo alvarlegt að maður
láti pína sig í æfingar? Eg held ekki.
Ég er ákveðinn í að þráast við um
sinn. Þetta hlýtur að lagast. Ég er
ekki týpan í eróbikk eða annan
þvílíkan djöfulgang. Með þessu
finn ég og veit að ég er kominn á
seinna mótþróaskeiðið
Ég stíg því skrefið til fulls, ákveð-
inn í að mæta bæði konu og börn-
um. Það verður helst gert með því
að leggjast í sófann, losa aðeins um
mittið og skella gömlu brýni á fón-
inn. Ég set mig í stellingar. Mót-
mæli ungviðið lagavalinu mun
hart mæta hörðu. Eg geng jafnvel
svo langt að setja Bo undir náhna.