Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1995, Qupperneq 18
18
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995
Dagur í lífi Ingu Jónsdóttur listakonu á Seyðisfirði:
Tuttugu sttmda vinnudagur
fyrir afmælishátíðina
Inga Jónsdóttir listakona hefur verið önnum kafin að undanförnu við undirbúning listsýninga i tilefni 100 ára afmæl-
ishátiðarinnar á Seyðisfirði. DV-mynd Jóhann Jóhannsson
Ég vaknaði rúmlega átta á mánu-
dagsmorguninn eftir aðeins fjögurra
klukkustunda svefn. Vinnudagarnir
að undanfórnu hafa verið langir því
það hefur verið mikið verk að und-
irbúa metnaöarfulla afmælishátíð.
Ég gaf mér tíma til að borða Cheeri-
oshringi í morgunmat ásamt syni
mínum, Helga, sem einnig vinnur að
undirbúningi afmælishátíöarinnar,
og eiginmanninum Þorgils en síminn
tók mig þó frá borðinu í tvö skipti.
Dóttir mín, Þóra, sem er 12 ára, svaf
fram eftir en hún aðstoðar við hús-
verkin þessa dagana.
Þóra Guðmimdsdóttir arkitekt
kom og við yfirfórum merkingar fyr-
ir sýningarstaði. Ég fór svo og náði
mér í fjórar duglegar hjálparhendur
Hiddu og ísleifs til að ljúka við að
hreinsa sýningarhúsnæði Þorvaldar
Þorsteinssonar sem væntanlegur var
með morgunfluginu.
Iðandi mannlíf
á nýja torginu
Síöan lá leiðin í Stái hf. þar sem
ég náði í stálgrindina í plakatstand-
inn sem ég ætla að setja niður á Seyð-
isfirði fyrir myndhstarsýninguna
mína sem heitir Attir og verður opn-
uð um helgina. Um leið athugaði ég
hvemig smíði vegna listaverksins
Útlínur miðaði. Það er verk eftir
Kristján Guðmundsson og veröur
afhjúpað á afmælishátíöinni. Menn
voru í óðaönn að ljúka smíðinni og
metnaðurinn mikill og eftirvænting
eftir að sjá verkið á sínum stað sem
verður nýja torgið í bænum. Það var
Þóra sem úannaöi torgið og það hefur
tekist mjög vel. Þar iðar allt af lífi
þessa dagana og börnin sækja í tjörn-
ina til að busla í góða veðrinu núna.
Ég fór með stálgrindina yfir í
áhaldahús þar sem ég ræddi við
Gulla verkstjóra og Kristján smið um
lokafrágang og setti Helga son minn
inn í verkiö. Á leiðinni að dvalarstað
Þorvaldar og Ingibjargar Björnsdótt-
ur, sem leikstýrir Aldamótaelexír,
tíndi ég blóm úti í móa. Ég bauð þau
velkomin á staðinn.
Viö Þorvaldur skoðuðum sýning-
arhúsnæðið og ræddum um sýning-
una hans sem tengist seyðfirskum
veruleika. Á heimleiðinni skildi ég
Þorvald og Ingibjörgu eftir við fjöl-
skyldumyndirnar í glugga matvöru-
verslunarinnar Brattahlíð á meðan
ég hljóp í bakaríið. Sýningin er hug-
mynd okkar Péturs Kristjánssonar
og er vel sótt. Þorvaldur og Ingibjörg
komu með heim í hádegissnarl og
vorum við því sex í hádegismat.
Fjöldi skilaboða beið mín heima og
þurfti ég að afgreiða ýmis mál í gegn-
um símann. Meðal þeirra sem höfðu
hringt var Stefán Halldórsson á
Listasafni íslands til þess að fá frétt-
ir og staðfestingu á skipulagningu.
Sigurður Árnason myndlistarmaöur
var kominn á staðinn. Auk þess að
halda sjálfur einkasýningu var hann
svo vinsamlegur að sjá um uppsetn-
ingu á sýningu heimamanna í skól-
anum.
Fýluferð upp
á flugvöll
Eftir hádegi gekk ég einnig frá
nokkrum atriðum í sambandi við
dagskrárblaðið. Því næst brunaði ég
upp á Egilsstaði til þess að ná í mynd-
listarsýninguna mína, það er plaköt-
in, úr prentun. Plakötin voru prent-
uð hjá Héraðsprenti og þar eiga
menn hrós skilið fyrir lipurð og þol-
inmæði fyrir að prenta eins og ég
vildi. Ég fór fýluferð á flugvöllinn þvi
pakki sem ég átti von á kom ekki.
Þegar ég kom aftur til Seyðisíjarðar
biðu mín fleiri skilaboð og tókst mér
að afgreiða þau. Kíkti aftur á stand-
inn minn til að velja lit á hann. Ég
lauk einnig við að ganga frá boðs-
kortum vegna sýninga.
Eftir kvöldmat fór ég í stjórnstöð-
ina uppi í skóla og sat þar við hönn-
un sýningarblaðsins til klukkan þrjú
um nóttina. Þrátt fyrir langa vinnu-
daga hefur þetta verið mjög gaman
og allir sem maður leitar til hafa
sýnt mikla lipurð.
Vinningshafar fyrir þrjú hundruðustu og íjórtándu
getraun reyndust vera:
1. Vaigarður Reynisson 2. Tryggvi Aðalbjörnsson
Hjallalundi 7c Lónabraut 41
600 Akureyri 690 Vopnafjörður
Finnur þú fimm breytingar? 316
Myndiraar tvær virðast við fyrstu
sýn eins en þegar betur er aö gáð
kemur í ljós að á myndinni til
hægri hefur fimm atriðum verið
breytt. Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með krossi
á myndinni til hægri og senda
okkur hana ásamt nafni þínu og
heimilisfangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfn sigurveg-
aranna.
1. verðlaun:
TENSAI feröaútvarp með kassettu, að
verðmæti kr. 4.990, frá Sjónvarpsmíðstöð-
inni, Síöumúla 2, Reykjavík.
2. verðlaun:
Úrvalsbækur. Bækurnar sem eru í verð-
laun heita: Líkþrái maðurinn og Athvarf
öreigans, úr bókaflokknum Bróöir Cad-
fael, aö verðmæti kr. 1.790. Bækurnar eru
gefnar út af Frjálsri fjölmiölun.
Vinningamir verða sendir heim.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú funm breytingar? 316
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík
Nafn:
Heimili:.