Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1995, Síða 19
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995
Sendandi:
Heimili:
Sími heima:
Sími ó vinnustað:
Sendið svörin til: BRÓÐiR CADFAEL - Úrvalsbækur - Þverholti 11-105 Reykjavík
fríálsL IfiOlmiðlun hf.
SJÖNV4\RPtÐ
EMERALD AIR
longra fyrlr lægra varO
Sigurvegaramir í keppni áhugafólks um saumaskap:
Lærðu að sauma
af ömmum sínum
Ungar stúlkur, sem vilja vera öðru-
vísi klæddar en aðrar, sauma á sig
sjálfar. Margar fara á námskeið en
aðrar læra að sauma heima hjá
mæðrum sínum eða ömmum.
Sigurvegararnir í nýafstaðinni
keppni áhugafólks um saumaskap á
vegum sníðablaðsins Burda og Bóka-
verslunarinnar Eymundsson, þær
Bergþóra Guðnadóttir og Alda Björg
Guðjónsdóttir, tilheyra síðastnefnda
hópnum. Þær lærðu að sauma hjá
ömmum sínum.
„Ég er búin að vera að sauma svo-
lítið lengi, fyrir alvöru svona frá því
að ég var sextán ára,“ segir Bergþóra
sem er 24 ára og sigraði í ílokki þeirra
sem hafa saumað í tvö ár eða lengur.
Ásamt Öldu Björg tekur hún þátt í
alþjóðlegri Burdakeppni sem fram
fer á Ítalíu í september.
„Þetta er alveg frábært, ég bjóst
ekki við þessu. Ég saumaði regn-
jakka úr vínilefni sem ég keypti í
Bandaríkjunum og var með áprentað
roðmynstur. Núna erum við Sigríður
Sunneva Vigfúsdóttir fatahönnuður,
sem var dómari í keppninni hér
heima og fer með okkur til Ítalíu, að
velta fyrir okkur að sauma jakkann
úr ekta roði fyrir keppnina á Ítalíu.
Það yrði ágætis landkynning," bend-
ir Bergþóra á.
Hún saumar ekki bara á sjálfa sig
heldur einnig vini sína og mömmu.
„Amma saumaði á mömmu og svo
tók ég viö af ömmu.“
Þegar Bergþóra sér ekkert í fata-
verslunum sem hana langar til að
eignast þá sest hún niöur og saumar.
Efni kaupir hún oft í utanlandsferð-
um til þess að vera ekki að sauma
úr sams konar efnum og allar aðrar.
Bergþóra stefnir á nám í Myndlista-
og handíðaskólanum í haust og lang-
ar svo að fara út í fatahönnum.
Alda Björg, sem er 23 ára og sigr-
aði í byrjendaflokki í Burdakeppn-
Alda Björg Guðjónsdóttir í kjólnum
sem hún mun sýna i Burdakeppn-
inni á Ítalíu í haust. DV-mynd VSJ
Bergþóra Guðnadóttir í vinylregn-
jakkanum með roðmynstri sem hún
fékk fyrstu verðlaun fyrir. Bergþóra
er jafnvel að hugsa um að sauma
jakka úr alvöruroði og sýna á ítaliu.
DV-mynd VSJ
Sigríður Pétursdóttir handavinnukennari leiðbeinir Soffíu Þórðardóttur við
að sauma jakka. Sigríður, sem er handavinnukennari og heldur saumanám-
skeið, sá um Burdakeppnina hér heima. Hún segir áhuga á saumaskap
hafa aukist mjög undanfarin ár. DV-mynd ÞÖK
inni, er þegar farin að hafa lifibrauð
af saumaskap. „Eigendur verslunar-
innar Frikki og dýrið sáu fót sem ég
haföi saumað og báðu mig að hanna
fyrir sig og selja. Ég er búin að sauma
í eitt ár eitthvað sem hægt er að kalla
alvöruflíkur. Hitt hékk bara saman
áður.“
Hún segist hafa fengið áhuga á
saumaskap á saumastofu ömmu
sinnar. „Ég svaf meira að segja í fata-
rekkunum þar þegar ég var lítil."
í sumar verður Alda Björg á nám-
skeiði í fatahönnun í London. „Þetta
er tveggja mánaða námskeið. Að því
loknu ætla ég að reyna við inntöku-
próf í skóla í London til að fara í
þriggja ára nám í fatahönnun."
Það var Sigríður Pétursdóttir
handavinnukennari sem sá um
Burdakeppnina hér heima. „Þetta
var í fyrsta sinn sem keppnin var
haldin hér heima. Þátttakendur urðu
að sauma á sjálfa sig og sýna sjálfir
fatnaðinn. Það komu yfir hundrað
hugmyndir frá um fimmtíu konum
víða að af landinu. Konurnar voru á
aldrinum 15 til 65 ára og komust nitj-
án í úrslit, átta í byrjendaflokki og
ellefu í framhaldsflokki."
Sigríöur segir greinilegt að áhugi á
saumaskap hafi aukist mjög á und-
anfórnum árum. Sjálf heldur hún
saumanámskeið og er aðsóknin mik-
il. Keppnina á Ítalíu segir hún vekja
mikla athygli erlendis. „Það er gam-
an að ísland skuli nú eiga fulltrúa í
henni."
þráðlaus
sími frá
Hagenuk
kr. 28.750.-
pj radiomidun.
Grandagarði 9 • Sími 511 1010
fyrir tvo til Bretlands
Æfa\dar vinningslíkur!
Þu getur unnið helgarferð
Leystu þrautina hér að neðan, sendu inn lausnina og þú ert með í
pottinum þegar dregið verður um HELGARFERÐ fyrir tvo til
Shrewsbury, á söguslóðir bróður Cadfaels.
Þrautirnar eru alls fjórar, og birtast í DV ein af annarri fjóra fyrstu laugardaga í júlí.
Þú getur sent lausnir á þeim öílum, og þá áttu nafnið þitt fjórum sinnum í pottinum.
ÞRAUT NR. 1
Svar: ___
Þraut nr. 1:
„Þegiðu'nú aðeins," sagði Cadfael og lauk við að festa trafið; „meðan ég hugsa. Hvernig gekk þér annars
sjálfum í dag? Mér sýnist á öllu að þér hafi vegnað þokkalega og sloppið óáreittur. Þú hlýtur að hafa skilið vel
við, það hefur ekki verið minnst á gömlu mylluna svo ég viti til. Þú hefur orðið þeirra var með góðum fyrirvara,
eða hvað?"
Torold rakti atburðarósina fyrir honum þennan langa, hættulega og þó ótrúlega leiðinlega dag, með
hlaupum úr einum felustað í annan. „Ég sá hóp manna snuðra á árbakkanum og í myllunni. Þeir voru
fótgangandi, sex saman, og með þeim foringi á hesti. En ég var búinn að hirða allt þannig að ekkert benti til
veru minnar í myllunni. Foringinn fór einn inn á undan þeim en kom síðan út og benti hinum að koma. Svo sá
ég hann aftur í kvöld, þennan sama mann," bætti hann við en þagnaði svo skyndilega þegar hann sá hvað það
var skrýtin tilviljun, „þegar ég hljóp yfir vaðið og stakk mér inn í hálminn. Hann kom ríðandi eftir hinum
bakkanum, og var svo lengi að þvælast á skikanum milli árinnar og síkisins, fram og oftur. Ég þekkti hann á því
hvernig hann sat í hnakknum, og líka á hestinum. Mér tókst að komast yfir lækinn að baki honum, en þegar
hann kom aftur niður eftir nam hann staðar beint gegn mér og sat þar og einblíndi á felustaðinn minn. Ég hefði
þorað að sverja að hann sæi mig. Mér fannst hann stara beint á mig! Og hann brosti! Ég var viss um að nú hefði
komist upp um mig. En þá hélt hann áfram og auðvitað gat hann ekki hafa séð mig."
I fyrstu bókinni um bróður Cadfael, LÍKI OFAUKIÐ, lýsir flóttamaður nokkur atburðum með
þessum hætti fyrir munkinum.
Hver var reiðmaðurinn sem hann hélt að hefði séð sig?