Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1995, Side 21
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ1995
21
ísland (plötur/diskar)
I 1 (1 ) Post
Björk
t 2(3) Smash
Offspring
t 3 ( - ) Reif i runnann
Ýmsir
I 4(2) Bítilædi
Sixties
J 5(5) Stjórnarlögin 1989_1995
Stjórnin
$ 6(4) Teika
Bubbi & Rúnar
t 7 ( - ) History - Past, Present and Future...
Michael Jackson
t 8 (Al) Pulp Fiction
Úr kvikmynd
| 9(6) Twisturinn
Vinir vors & blóma
4 10(7) Forrest Gump
Úr kvikmynd
$11(8) Pulie
Pink Floyd
4 12 (10) Dookie
Green Day
4 13 ( 9 ) Reif í kroppinn
Ýmsir
4 14 (11) Now 30
Ymsir
| 15 (15) Parklife
Blur
t 16 ( - ) Batman forever
Úr kvikmynd
t 17 (Al) Heyrðu6
Ýmsir
t 18 (Al) Definitely Maybe
Oasis
4 19 (17) Þólíðiárogöld
Björgvin Halldórsson
4 20 (12) Transdans4
Ýmsir
Listinn er reiknaöur út frá sölu í öllum
helstu hljómplötuversiunum í Reykjavík,
auk verslana víða um landið.
c
London (lög)
J 1. (1 ) Unchained Melody/White Cliffs...
Robson Green & Jerome Flynn
t 2. ( 5 ) Boom Bom Boom
Outhere Brothers
I 3. ( 2 ) Hold Me, Thrill Me, Kiss Me,...
U2
t 4. ( - ) Whoomph! (There It Is)
Clock
t 5. ( - ) This Is a Call
Foo Fighters
4 6. ( 3 ) I Need Your Loving (Everybody's...)
Baby D
t 7. ( 8 ) Think of You
Whigfield
4 8 (4) Scream
Michael Jackson/Janet Jackson
t 9. ( - ) Stillness in Time
Jamiroquai
J 10. (10) IGirlLikeYou
Edwyn Collins
New York (lög)
Bretland (plötur/diskar)
Bandaríkin (piötur/diskar)
t 1. ( - ) Pulse
Pink Floyd
4 2. (1 ) Cracked Rear View
Hootie and The Blowfish
• 3. ( 4 ) Pocahantas Povcrty's
Úr kvikmynd
4 4. ( 2 ) Throwing Copper
Live
t 5. ( 7 ) Crazysexycool
TLC
t 6. ( - ) Let Your Dim Light Shine
Soul Asylum
t 7. ( 8 ) John Michael Montgomery
John Michael Montgomory
t 8. ( - ) Tales from the Punch Bowl
Primus
♦ 9. ( 6 ) II .
Boyz II Men
410. ( 5 ) Friday
Úr kvikmynd
Bon Jovi
Á útopnu
um heiminn
Bandaríska rokkhljómsveitin Bon
Jovi hefur veriö viö hljómleikahald
á Bretlandseyjum undanfarna daga.
Hún kom þrívegis fram á Wembley-
leikvanginum ásamt Van Halen,
Thunder og Ugly Kid Joe. Þaðan lá
leiðin til Gateshead og loks til Sheffi-
eld. Hvarvetna voru viðtökurnar
eins og best varð á kosið. Enda virð-
ist tónlistin á nýjustu plötu Bon Jovi,
These Days, ætla aö faha vel í kramið.
Hljómsveitin.er einmitt á heimsferð
þetta árið til að kynna hana og fer
víða í því augnamiði.
Liösmenn Bon Jovi eru nú aðeins
fjórir. Bassaleikarinn, Alec John
Such, var rekinn fyrir nokkrum mán-
uðum eftir það sem heitir „ýmis at-
vik“ og er kærkomin tilbreyting frá
hinni hefðbundnu ástæðu, „ósættan-
leg tónlistarleg sjónarmið". í hans
stað er kominn Hugh McDonald.
Hann telst ekki fastur liðsmaður enn
þá, hvað sem síðar kann að verða.
Hinir eru allir á sínum stað: Jon Bon
Jovi söngvari, Richie Sambora gítar-
leikari, Tico Torres trommari og
hljómborðsleikarinn David Bryan.
Þótt árin séu ekki ýkja mörg síðan
Bon Jovi sendi frá sér metsöluplöt-
una Slippery when Wet er hljóm-
sveitin gjörbreytt frá því sem þá var.
í hljómleikaferðinni, sem farin var til
að fylgja henni eftir, var það yfirlýst
stefna fimmmenninganna að komast
yfír eins mikið af kvenfólki og mögu-
legt var. Nú eru þeir orðnir öllu ráð-
settari en þá. Torres er hættur að
drekka, hefur tekið einkaflugmanns-
próf, haldið nokkrar listsýningar og
smíðað sér bát. Sambora er nýkvænt-
ur leikkonunni Heather Locklear og
Bryan fæst við að semja tónlist fyrir
kvikmyndir og ala upp komunga tví-
bura með konu sinni. Sjálfur er Bon
Jovi tveggja bama faðir, hyggur á
kvikmyndaleik þegar hljómleika-
ferðinni lýkur og segist vera hæstá-
nægður með hlutskipti sitt.
„Auðvitað gæti ég hætt öllu hljóm-
Jon Bon Jovi: Áheyrendahópurinn hefur sífellt breikkað með árunum eftir því sem
tónlistin hefur orðið blandaðri.
leikahaldi strax í dag ef ég vildi,“ seg-
ir harm. „Peningar em ekkert vanda-
mál. Ég gæti spilað á pöbbum þegar
mér sýnist tekið upp plötur þegar ég
nenni og haft það notalegt heima þess
á miili. Eg þarf ekki að spila fyrir tug-
þúsundir á útileikvöngum til að
halda sjáifsímyndinni í lagi.“ En auð-
vitað gerir hann það ekki. Hann er
búinn að halda hljómsveitinni Bon
Jovi úti í tólf ár. Vinsældimar hafa
stöðugt vaxið og sennilega er hljóm-
sveitin á hátindinum núna. Hún
blandar saman hressu iðnaðarrokki,
sem alla tíð hefur verið vörumerki
hennar, og rólegum, hugljúfum ball-
öðum og hefur fyrir vikið breikkað
áheyrendahóp sinn verulega.
Southside
Johnny
er fyrirmyndin
Jon Bongiovi var alla tíð handviss
um hvaö hann ætlaði að gera þegar
hann yxi úr grasi. Hann ætlaði að
verða rokkari og helst líkjast átrún-
aðargoðinu sínu, Southside Johnny
Lyons, sem allra mest. Helst vildi
hann fá að ganga í hljómsveit hans,
The Ashbury Jukes, þegar fram liðu
stundir.
„Allt það sem ég kann að gera á
sviði hef ég lært af Southside Johnny.
Ég sagði honum meira að segja að
það væri honum að kenna að ég
kynni ekki að dansa. Hann kann það
nefnilega ekki heldur,“ segir Bon
Jovi sem breytti eftirnafni sínu
nokkru áður en hljómsveitin með
sama nafni var stofnuð. „Ég var
meira að segja harðánægður með að
fyrsta platan okkar seldist í 350 þús-
und eintökum. Plötur Ashburys
Jukes seldust í því upplagi og mér
fannst það nóg.”
Framtíðin átti hins vegar eftir að
verða nokkuð öðruvísi. Síðari plötur
hljómsveitarinnar seldust í milljóna-
upplagi og það átti ekki fyrir hljóm-
sveitinni Bon Jovi að liggja að spOa
í þrjú þúsund manna sölum eins og
fyrirmyndimar. Fljótlega kom í ljós
að Bon Jovi nægði ekkert minna en
stærstu gerðir af íþróttaleikvöng-
um.
„Það er í tísku að hallmæla leik-
vöngunum en ég kann vel við mig á
þeim,“ segir söngvarinn. „Þeir gefa
manni tækifæri til að láta allt vaða
af fullum krafti og þeir em ekkert
ópersónulegri en maður vill hafa þá
sjálfur. Ég get alveg ávarpað ein-
hvem í hundruðustu röð ef því er að
skipta. Það skiptir engu höfuðmáli
hve margir koma að hlusta í hvert
sinn. Aðalatriðið er að koma því al-
mennilega til skila sem maður vill
gera. Það er hið eina sem ég kann. Ég
hætti snemma í skóla til að geta snú-
ið mér að músíkinni og ég ætla að
halda mig við hana meðan ég get.“