Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1995, Síða 22
22
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995
Sérstæð sakamál
Brostnar vonir
Arnold Schwarzenegger, líkams-
ræktarmaöurinn nafntogaöi sem
varð síðar heimsfrægur kvik-
myndaleikari, hefur notið mikOlar
aödáunar, ekki síst í Evrópu, enda
er hann fæddur í Austurríki. Einn
þeirra sem tóku hann sér til fyrir-
myndar var Franz Justakowski,
sem var þrjátíu og fjögurra ára
þegar þáttaskil urðu í lífi hans.
Franz ákvað, þegar hann var tutt-
ugu og tveggja ára, að feta í fótspor
Schwarzeneggers og gerast mikill
líkamsræktarmaður. Var hann þá
mjög ólíkur fyrirmynd sinni í öllu
útliti, en leit svo á að stöðugar og
miklar æfingar og rétt mataræði
myndu að lokum færa honum þá
miklu vöðva og það fallega útlit
sem hann sóttist eftir. Til þess að
undirstrika alvöru fyrirætlunar
sinnar tók Franz sér nafnið „Arn-
old 11“ og það festist við hann meö-
al þeirra sem hann stundaði æfing-
arnar með.
Ekki erindi
sem erfiði
Franz sótti líkamsræktarstöðina
reglulega og dró hvergi af sér við
æfingarnar. Honum fannst hann
verða að leggja hart að sér því í
raun var mikill munur á hinum
grannholda bifvélavirkja í Audi-
verksmiöjunum í Ingolstadt í
Þýskalandi og fyrirmyndinni,
Schwarzenegger. Og til þess að
tryggja sem bestan árangur fór
Franz að borða mikið af eggja-
hvítuefnadufti, en það hefur löng-
um þótt gegna miklu hlutverki við
vöðivauppbyggingu.
Þjálfun Franz stóð í tólf ár og er
hann aldrei sagður hafa slakað á
æfmgunum. En árangurinn lét á
sér standa. Honum tókst ekki að
breyta vöðvabyggingu sinni á þann
hátt sem hann stefndi að og segja
þeir sem best til þekkja að árangur-
inn hafi verið ótrúlega lítill.
En það varð önnur breyting á
Franz á þessum árum. Þegar hann
byrjaði að stunda æfingarnar var
hann flestra hugljúfi og þótti sér-
staklega skapgóður og hjálpfús við
þá sem sóttu líkamsræktarstöðina.
Eftir stööug vonbrigði vegna þess
að vöðvarnir tóku ekki á sig þá
mynd sem hann óskaði og þrá-
hyggju vegna tilgangs æfmganna
fór andleg heilsa Franz að gefa sig.
En það gerðist svo hægt að fæstir
veittu því athygli fyrr en í óefni var
komið. En þá var um seinan aö
gera nokkuð til úrbóta.
Fyrirmyndardrengur
Franz var alinn upp hjá ömmu
sinni, en hún kenndl honum að
vera iðinn. Og það var hann ætíð
í skóla. í umsögn bamaskólakenn-
ara hans sagði að hann væri sam-
viskusamur og duglegur nemandi.
í menntaskóla fékk hann háar ein-
kunnir í mannkynssögu, landa-
fræði og íþróttum og valgrein hans
var siðfræði.
Á námsámnum fór Franz að fá
áhuga á því að breyta sér svo hann
stæði nær þeirri sjálfsímynd sem
hann taldi æskilega og í þeim til-
gangi fór hann að leggja aukna
áherslu á íþóttir og stunda nýja
grein, fagurfræði.
Þar kom að Franz kynntist Elísa-
betu Meier, dóttur borgarstjórans,
og fór vel á með þeim. Tveimur
árum eftir að þau kynntust bað
hann hennar og tók hún honum.
Var brúðkaup þeirra haldið í maí
1984. Þetta var sérstæður dagur því
sama dag gekk bróðir Elísabetar,
Walter, upp að altarinu með systur
Franz, Sonju.
Brúðkaupið var ekki haldið í In-
golstadt, heldur í þorpinu Bux-
Franz og Elísabet á brúókaupsdaginn.
Elísabet Jcstakowski, amma Franz.
heim, sem er nokkra kílómetra
norðvestur af borginni. Þorpsbúar
em aðeins um þrjú þúsund, en
flestir þeirra gerðu sér sérstaka
ferð að kirkjunni þennan dag til að
sjá ungmennin fjögur sem vom að
festa ráð sitt.
Franz með syni sínum og litlum frænda.
Óveðursský
I byrjun hjónabands þeirra Franz
og Elisabetar gekk allt nokkuð vel.
Árið 1986 eignuðust þau spn sem
var gefið nafnið Stefan, en hann er
nú þjá þeim Walter og Sonju.
Þótt einkennin sem leiddu lojks
til atburðarins skelfilega í einbýlis-
húsi þeirra Franz og Elísabetar
hafi gert rækilega vart við sig all-
löngu fyrir hann átti enginn von á
honum né því sem gerðist á heim-
ili þeirra að kvöldi 22. október 1993.
Þá missti Franz skyndilega stjórn
á sér, tók að ausa svívirðingum
yfir konu sína og bar henni á brýn
að hún væri að gera sér lífið mjög
leitt. Hann talaði ekki við hana á
vepjulega hátt, heldur „tónaði“,
líkt og prestar gera. Vakti þetta
óhug hjá henni og þegar þetta hafði
staðið yfir um hríð hljóp hún út
úr húsinu á náttkjólnum og til
bróður síns, Walters, og Sonju, en
þau bjuggu í næsta húsi.
Næsta dag fóm miklar umræður
fram innan fjölskyldu Elísabetar
og tóku allir afstöðu meö henni.
Öllum hugmyndum um skilnað var
þó vísað frá, því Elísabet og Franz
vom kaþólikkar og skilnaður því
ekki á dagskrá.
Enn syrtir í álinn
í lok fjölskylduráðstefnunnar var
ákveðið að bíða og sjá hvort ekki
yrði einhver breyting á Franz til
hiris betra. En hann vai veikur.
Brátt hætti hann að sækja dans-
leiki og þar kom að hann lagði lík-
amsræktina á hilluna. Þótti það
benda til alvarlegs ástands; en eng-
inn gat samt fundið neina lausn á
vandanum.
Maðurinn sem hafði áður verið
úthverfur og glaðlyndur var nú
innhverfur og þögull. Fyrir kom
að hann sat steinþegjandi og starði
fram fyrir sig klukkustundum
saman. Stóð hjónabandið nú tæpt.
Enn gerðu ýmsir sér þó von um að
þetta ástand liði hjá og Franz yrði
aftur sá sem hann haföi verið.
í ársbyrjun 1994 hallaði enn und-
an fæti. Þá var svo komið að stöö-
ugt vandræðaástand ríkti á heímili
þeirra Franz og Elísabetar. Hann
reiddist óskaplega öllu sem fór úr-
skeiðis, svo sem ef bíllinn fór ekki
í gang eða nágrannamir heilsuðu
honum ekki á þann hátt sem hon-
um þótti sér samboðið.
Veilan
Er hér var komið þótti við hæfi
að leita ráða hjá geðlækni. Hann
kynnti sér hegðun Franz og komst
að þeirri niðurstöðu að hann
brygðist „á óraunhæfan og sjúkleg-
an hátt við smáatvikum". En geð-
læknirinn hafði aðeins verið beð-
inn um álit, ekki að skerast í leik-
inn og því fór sem fór.
Amma Franz, sem hafði þekkt
hann lengur en nokkur annar, taldi
að líkamsræktin hefði eyðilagt
hann og lét hafa eftir sér að eggja-
hvítuefnin sem hann hafði borðað
í svo miklum mæli hefðu eitrað lík-
ama hans.
Þegar kom fram á árið 1994 var
sambúð þeirra Franz og Elíabetar
orðin svo erfið að hún treysti sér
ekki lengur til aö deila með honum
svefnherbergi. Hún ræddi vandann
við vini og ættingja og niðurstaðan
varð sú að hún leitaði til amtsins
eftir úrskurði um að Franz yrði að
útbúa sér eigið svefnherbergi, þótt
þau hjón héldu að öðru leyti áfram
að búa í einbýlishúsinu. Það var
von Elísabetar að þessi ákvörðun
hennar yrði til þess að „koma vit-
inu“ fyrir hann, eins og hún orðaði
það. Eri það átti ekki eftir aö gerast.
Örlaganóttin
Amtið hafði tilkynnt að úrskurð-
ur í málinu yrði kveðinn upp 14.
apríl. Af því varð ekki því fjöl-
skyldurétturinn ákvað að fresta
umfjöllun málsins. Það kvöld myrti
Franz konu sína í kjallara einbýlis-
hússins. Þá var mánuður í tíu ára
hjúskaparafmæli þeirra.
Eftir morðið gekk hann út úr
húsinu, settist inn í bíl sinn og ók
á lögreglustöðina. Þegar hann gekk
þar inn sagði hann: „Lokið mig
inni, því ég var að myrða konuna
mína.“
Þegar gengið hafði verið úr
skugga um að Franz sagði satt var
hann settur í varðhald. Jafnframt
var honum komið í hendur geð-
lækna, svo fá mætti úr því skorið
hvað væri að honum.
Mál Franz Justakowskis, „Arn-
olds II“, kom síðan fyrir rétt. Þar
héldu geðlæknar því meðal annars
fram fram að hann væri „í andlegu
ójafnvægi sem leiddi til þess að
eðlileg sektarkennd gerði ekki vart
við sig“. Niðurstaða réttarins var
sú að Franz væri ekki sakhæfur,
og var hann settur á geðveikrahæli.
• • •
Greiningin
Málið vakti mikla athygli. Franz
hafði aldrei misnotað áfengi og lif-
að því sem margir telja heilbrigt
líf. Það sem fyrir hann kom hefur
veriö skýrt á einfaldan hátt á þann
veg að í raun hafi með honum þró-
ast persónuleikaklofningur. Hann
hafi byrjað á líkamsrækt í þeim til-
gangi að breyta sér í þann mann
sem hann vildi vera. Hann hafi
verið óánægður með sjálfan sig en
viljað breyta því og njóta aðdáunar
annarra. Þess vegna hafi hann tek-
ið sér nafnið „Arnold II“. Það hafi
verið maðurinn sem hann vildi
verða. En allar æfingarnar hafi
reynst árangurslausar. Honum
hafi ekki tekist að brúa það bil sem
hann hafi sjálfur staðfest milli þess
sem hann var og vildi vera. í raun
sé því líkamsræktinni ekki um að
kenna heldur því að hann hafi
stundað hana á röngum forsend-
um. Ekki til þess að bæta heilbrigði
sína og vellíðan, heldur til þess að
geta hætt að vera sá sem hann var
og orðið annar maður. Það sé skýr-
ingin á því hvemig fór í þessu
óvenjulega tilviki.
„Þaö sem Franz gerði er hræði-
legt,“ sagði amma hans, Elísabet
Justakowski. Hann myrti konuna
sína og er nú á geðveikrahæli. Hún
kennir um öllum „eiturefnunum"
sem hann hafi neytt, það er eggja-
hvítuefnaduftinu.
„Það er þó ekki eitraö,“ segja
læknarnir, „en þess er best að
neyta með réttu hugarfari."