Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1995, Side 27
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ1995
Heldurðu
að ég sé
alkóhólisti?
Nökkvi læknir hitti fyrir
skemmstu í nýju Hvalijarðar-
göngunum miðjum fyrir hreina til-
viljun Sonju skólasystur sína úr
Svartaskóla. Þau höfðu ekki sést
lengi en Nökkvi vissi að hún var
gift, vann í banka og átti mannvæn-
leg börn. Páll, maður hennar, var
háttsettur fulltrúi á opinberri skrif-
stofu, nokkrum árum eldri en
Sonja, feitlaginn, brosmildur lions-
maður sem þótti liðtækur við ljósa-
perusölu. Nökkvi hitti hann eitt
sinn á málverkasýningu. Hann var
illa haldinn, rauður og þrútinn og
drakk mikið af freyðivínsgutli sem
veitt var. Fyrr en varði var hann
orðinn vel kenndur, hress, talaði
hátt og kastaði fram blautlegum
stökum. Sonja var mjög óróleg og
lét sig hverfa inn í næsta málverk
meðan maður hennar lagði áherslu
á miðrímið. Nokkru síðar hitti
Nökkvi þau í boði í sendiráði á af-
mæhsdegi Pols Pots. Sama var uppi
á teningnum, Páll drakk mikiö
hrísgrjónabrennivín og varð ölv-
aðrienaðrirgestir.
Hjálparbeiðni
„Getur þú talað við hann Pál fyr-
ir mig?“ spurði Sonja þegar þau
höfðu heilsast með virktum. „Af
hverju?“ spurði Nökkvi. „Hann er
farinn að drekka of mikið, stundum
um hveija helgi, stundum í miðri
viku.“ „Heldurðu að hann vilji tala
við mig?“ spurði Nökkvi. „ Já, hann
vill það,“ sagði Sonja. Ákveðið var
að hittast daginn eftir. Páll kom á
tilsettum tíma, hress, vel klæddur,
í ljósteinóttum jakkafótum, blárri
skyrtu og með grænleitt slifsi,
skreytt mynd af blesóttri verð-
launameri að westan. „Þú vildir
tala við mig,“ sagði hann, „en ég
get sagt þér strax að ég er enginn
alkóhólisti eins og Sonja heldur
fram. Ég smakka vín en ég hef aldr-
eimisstúrvinnu." „Jæja,“ sagði
Nökkvi, „ertu tilbúinn að svara
nokkrum spumingum þar sem þú
skoðar drykkjuna, færð stig fyrir
svörin og við metum ástandiö út frá
því?“ „Ég er til í það,“ sagði Páll.
Spurningarnar:
1. Hefurðueinhverntímann
ákveðið að hætta að drekka í að
minnsta kosti eina viku og mistek-
ist? Páll hugsaði sig um og sagði
svo: „Já, mér hefur mistekist það
Á læknavaktiimi
IKm v L Óttar
Guðmundsson
læknir
nokkrum sinnum." „Svo þú hefur
reynt að hætta þó drykkjan sé ekk-
ert vandamál," sagði Nökkvi. „Já,
ég var orðinn leiður á rövlinu
heima, lofaöi þeim bindindi en mis-
tókst," sagði Páll og brosti.
2. Verðurðureiðurþegareinhver
reynir að ræða það við þig að þú
drekkir of mikið og vill ráðleggja
þér eitthvað í þeim efnum? „ Já,“
sagði Páll, „hvort ég geri. Ég þoli
bara alls ekki þegar Sonja er að
gagnrýna drykkjuna."
3. Hefurðueinhverntímann
reynt að stjórna drykkjunni með
því að skipta um víntegundir, farið
úr sterkum drykkjum yfir í létt vín
eða í bjór? „Já,“ sagði Páll, „ekki
get ég neitað því. Ég hef reynt að
stjórna drykkjunni með því að fara
yfir í veikari sortirnar og núna síð-
ast í bjórinn." •
4. Hefurðufengiðþérafréttara
síðusta árið? „Já,“ sagði Páll, „ekki
get ég neitað því; þegar við hjónin
vorum á Spáni í sumar fékk ég mér
alltaf bjór í morgunsárið. En er bjór
afréttari?" „Já,“ sagðiNökkvi.
5. Öfundarðuþásemgetadrukk-
ið án þess að lenda nokkurn tímann
í vandræðum? „Já,“ sagöi Páll, „ég
hálfófunda þá sem alltaf halda haus
og verða aldrei of fullir og muna
alltsemgerist."
6. Hefurdrykkjanskapaðein-
hver vandamál heima fyrir? „Já,“
sagði Páll', „þú veist það. Við erum
alltaf að rífast út af þessu og hún
hefur hvað eftir annað sett mér
afarkosti. Svo eru krakkarnir farn-
ir að agnúast út í mig þegar ég fæ
mér í glas.“
7. Hefurþigvantaðívinnuvegna
drykkju á siðasta ári? „Nei,“ sagði
Páll. „Alveg viss?“ sagði Nökkvi.
„Ja, ég hef kannski mætt of seint
eða lengt eitthvað matartímann
vegna drykkju en það kemur ekki
oft fyrir. Einu sinni tilkynnti ég
mig veikan eftir fyllirí.“
8. Hefurðu einhvem tímann
fengið óminni eða blakkát eftir
drykkju? „Já, oft,“ sagði Páll.
„Stundum man ég eiginlega ekki
neitt eftir gott fyllirí.“
9. Hefurþéreinhverntímann
fundist að hf þitt yrði betra og
skemmtilegra ef þú drykkir ekki?
„Kannski," sagði Páll, „en þó veit
ég það ekki. Mér fmnst gaman að
fá mér í glas, verst að geta illa
stjórnað því. Ætli svarið sé ekki
já.“
10. Færðu stundum sektarkennd
eftir drykkju? „Já, oft,“'sagði Páll,
„sérstaklega ef eitthvað hefur kom-
ið upp á milli okkar Sonju.“
Niðurstaðan: „Jæja,“ sagði
Nökkvi, „þegar þetta er tekið sam-
an svarar þú með mörgum jáum.
Samkvæmt þessu hefurðu áfengis-
vandamál." Páll varð hugsi: „En
ég hef aldrei misst neitt úr vinnu
vegnadrykkju." „Nei,“ sagði
Nökkvi, „en það er kannski ekki
aðalmálið, oft kemur drykkjan
seinast niður á vinnunni." „Ég er
ekki tilbúinn að fara í meðferð,"
sagði Páll. „Nei, en við skulum
ræða betur næst hvað hægt er að
gera en það er stórt skref fram á
við ef þú áttar þig á vandamálinu.
Ef menn svara þessum spurning-
um oftar en þrisvar sinnum með
jái er um alvarlegt vandamál að
ræða.“ Þeir kvöddust en ákváðu
að hittast aftur eftir nokkra daga
ogræðaaðgerðir.
9 0 4 * 1 7 0 0
kr. 39.90 min.
Don't lose contact with the world.
Call 904-1700 and hear the latest in
world news in English orDanish.
Tækin
sem
þú
getur
treyst
5,5-57 kg
Frá 11 kg
Alhliða þvotlatæki fyrir stærri og smærri verkefni hjá þvotta-
húsum, efnalaugum, hótelum, veitingahúsum, sjúkrastofnun-
um, fiskvinnslum, sláturhúsum, fjölbýlishúsum o.fi.
Bjóðum einnig hvers kyns tæki fyrir efnalaugar
ÞURRKARAR
M
IPSO
ÞVOTTAVÉLAR
HEILDVERSLUN
Smiðjuvegi 4 (græn gata), 200 Kópavogur
Sími 567 3414 - fax 567 3415
Yilt þú feta í fótspor
Cadfaels?
BT• TAKTU ÞÁTT í
f spennandi leik
Ip^ lÍ BÓKANNA
éé SJÓNVARPSINS
Þú getur unnið þér inn helgarferð með heimsókn í
j^ Shrewsburyklaustur, heimaslóðir spæjaramunksins
vinsæla sem er frægur af bókunum og líka úr sjónvarpi.
Það eina sem þú þarft að gera er að leysa eina eða fleiri af fjórum gátum um Bróður Cadfael svörin
við gitunum finnur þú I bókunum um Cadfael. Ef þú leysir allar fjórar giturnar fjórfaldar þú
vinningsmöguleika þína. Gáturnar birtast ein í einu f HELGARBLAÐI DV.
I. júlí-gáta
Liki ofaukið
o reigans
Dregið verður úr réttum lausnum og hlýtur einn
heppinn sigurvegari glæsilega helgarferð fyrir tvo
til Shrewsbury með heimsókn í klaustrið.
íh: tA 1 Flogið verður 25. ógúst með Air Emerald
/ fil Luton ó Englandi - möguleiki er að fram-
J Car TRAú. lengja dvölina í Englandi eða ó írlandi.
>AUKAVERÐLAUNI Tíu heppnir þótttakendur verða dregnir úr pottinum
og hljóta þeir tíu Úrvalsbækur að eigin vali, að heildarverðmæti 8.950 kr.
hver pakki. - Skilafrestur er til 9. ógúst. Þú sendir lausnirnar til Úrvolsbóka
- merkt Bróðir Cadfael - Þverholti 11 - 105 Reykjavík.
Bækurnar um bróður Cadfael fóst ó næsta sölustað og kosta aðeins i
895 kr, °9 enn f>ó minna ó sérstöku tilboði í bókaverslunum.
IphiTTOiþurv
qut»i
mðy»ueLUN m
EMERALD AIR
imngrm tyrlr Imgrm vmrO
13róðí r
CADiAI-X