Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1995, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1995, Qupperneq 30
38 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 Trimm Islandsmeistari í ofurþríþraut Einar Jóhannsson er 34 ára verslun- armaður sem á sér óvenjulegt og krefjandi áhugamál. Hann er eini íslendingurinn sem keppir í því sem kalla má ofurþríþraut en slíkar þrautir samanstanda af 3,8 km sundi, 180 km hjólreiðum og 42,5 km hlaupi. Einar hefur, einn íslendinga, keppt í slíkri þraut erlendis sumariö 1994 í Roth í Þýskalandi. Auk þess hefur hann tekiö þátt í minni þríþrautum hér heima og í Svíþjóð. Þekktust slíkra ofurþríþrauta er sú sem fer fram á Hawaii árlega og er kölluð Ironman. Þríþrautin sem Ein- ar keppti í í Roth er eina þríþrautin í Evrópu sem veitir tilteknum íjölda keppenda þátttökurétt í Ironman en 1500 manns fá að keppa á Hawaii. Einar var ekki mjög langt frá því að -v öðlast rétt til keppni á Hawaii en hann varð í 284. sæti af um 2000 kepp- endum í Roth og lauk keppni á 9.45 klst. sem er býsna góð frammistaða en hefði þurft að bæta tímann um ca 89 mínútur til að fá rétt til að keppa á Hawaii. Sundið tók 58 mínútur, hjólreið- arnar tóku 4.55 klst. og hlaupið 3.47 Suður- nesja- maraþon Á morgun er Suðurnesjamara- þon öðru sinni og hefst vlð Gler- augnaverslun Keflavíkur við Hafnargötu kl. 14. Það vekur at- hygli að heimsfrægur hlaupari, Hugh Jones, tekur þátt i hlaupinu en Jones hefur áður hlaupiö á íslandi og sigrað í Reykjavíkur- maraþoni. Boðiö er upp á 3 km skemmtiskokk, 7 og 25 kílómetra. Suðumesjamaraþon vakti verð- skuldaða athygli í fyrra fyrir gott skipulag og verður eflaust ekki minni þátttaka í ár en var í fyrra. lronman 1.500 manns taka þátt árlega í Ironman á Hawaii en fyrst var keppt 1979 og þá tóku 12 þátt. Árlega taka 20 þúsund manns þátt í slíkum þrautum víða um heim meö það fyrir augum að komast til Hawaii en keppnin þar er talin þyngsta þrautin vegna erflðra aðstæðna. Frægustu þrí- þrautarjaxlar í hópi karla eru tvímælalaust Dave Scott, sem hefur sigrað 6 sinnum, og Mark Allen sem hefur sigrað flmm sinnum. 1994 máttu þeir báðir lúta í gras fyrir Greg Welch. og að auki rúmar 12 mínútur í skipt- ingar. - Var þetta nokkurn veginn sá ár- angur sem hann vildi ná? „Á þátttökublaðinu var reitur fyrir áætlaðan tíma og fyrir fram skrifaði ég 9.45 í hann svo'þetta var nokkuð eftir áætlun," sagði Einar í samtah við Trimmsíðuna. Sigurvegarinn í Roth fékk tímann 8.02 en enn hefur enginn komist undir 8 klst. í keppni sem þessari. - Hvernig æfa menn sig fyrir shka þraut? „Ég ákvað fimm mánuðum áður að taka þátt í þessu og fór þá að auka æfingaálagið. Það gerði ég einkum með því að auka hlaupaæfmgar en algengast er að sá hluti reynist mönnum erfiöur." Einar jók álagið verulega miðað við þaö sem venjulegu fólki finnst hæfi- legt. Síðustu 12 mánuðina fyrir þrí- þrautina æfði hann alls í 700 klukku- stundir sem er nálægt 2 stundum á dag að jafnaði og synti á þessum tíma 504 km, hjólaði 9.800 km og hljóp 1677 km. Mesta æfingaálag í einni vikú skömmu fyrir keppni var 31 klukku- stund en ísland er ekki sérlega hent- ugt fyrir æfingar þessu tagi vegna vetrarveðra en ef vel ætti að vera væri þríþrautarmaður að taka 46 tíma hjólareiðaæfingar í febrúar. Rétt er að geta þess að á þessum tíma vann Einar aðeins hálfa vinnu enda varla tími til annars. En er hann ekki alltaf einn á æfingum? „Ég undirbjó mig, þ.e. samdi æf- ingaáætlanir, sjálfur og hjóla mikið einn en hleyp með ÖL-hópnum á sunnudögum en annars einn. Ég syndi með íþróttafélaginu Ármanni og er þar undir leiðsögn þjálfara. Annars er ég mikið einn því það er enginn annar sem æfir svona mikið.“ Einar fékk styrk frá Ármanni til fararinnar en stóð að öðru leyti straum af kostnaði sjálfur. Þátttöku- gjaldiö í keppnina í Roth er um 20 þúsund ísl. krónur en auk þess er ferðakostnaður og dvalarkostnaður en Einar var kominn til Lúxemborg- ar nokkrum dögum fyrir keppnina til þess að venjast hitanum og lofts- laginu. „Ég var svo heppinn að á þessum tíma var 30 stiga hiti í Evrópu svo ég fékk góða aðlögun." - En hvað er Einar að fást við um þessar mundir? „Ég er nú ekki að æfa eins mikið og fyrir þríþrautina. Mér sýnist ég stefna í 600 tíma æfingar þessu ári. Ég ætla að keppa dálítið í hjólreiðum hérna í sumar og langar til að hlaupa dálítið meira en ég hef gert. En ég hef verið að hjóla svo mikið að ég er ekki í nógu góðri hlaupaþjálfun." - Hvað með Reykjavíkurmaraþon? „Ég hef tekið þátt í því en aldrei keppt í hehu maraþoni. Besti tíminn Umsjón Einar Jóhannsson á fullri ferð I ofurþriþraut í Roth sumarið 1994. Páll Ásgeir Ásgeirsson minn í hálfu er 1.24:24 síðan 1992 en ég veit ekki hvað ég geri í sumar.“ • í dag er Einar að keppa í hjólreið- um Reykjavík-Hvolsvöllur um titil íslandsmeistara og segist stefna á sigur. - Skiptir þú greinum milli daga þeg- ar þú ert að æfa eða gerir þú eitthvað af þessu þrennu á hverjum degi? „Hver grein hefur sinn aðaldag þar sem lögð er megináhersla á hana. Þannig er sunnudagur helsti hlaupa- dagurinn meðan annar dagur er tek- inn í hjólreiðar og svo framvegis. Einn dagur fer í hvíld og hinir dag- amir eru blandaðar æfingar. Á vet- urnar nota ég lyftingar svolítið til þess að auka styrk.“ - Þarf Einar ekki að hugsa mikið um mataræðið í svo miklum æfingum? „Ég reyni fyrst og fremst að borða nóg og hafa fæðuna nokkurn veginn rétt samansetta. Ég þarf um 6000 hitaeiningar við mikið æfingaálag og vil taka 2530% þess úr fitu en afgang- inn úr kolvetnum. Við svona langar æfingar brennir maður mikhli fitu.“ í keppni í þríþraut, sem tekur rúma 9 tíma, þarf keppandi að drekka um lítra á klukkustund og helst að borða talsvert en það er helst í hjólreiðun- um sem menn borða á leiðinni. Einar segist ekki hafa fengist við keppnisíþróttir á yngri árum, fyrir utan hálfa fótboltaæfingu hjá KR fyr- ir mörgum árum og keppni í borð- tennis á barnsaldri. Hann tók þátt í fyrstu hjólreiðakeppninni 1980 í Ör- firisey og sigraði í 10 km. Þá var keppt í nokkur ár en svo lagðist keppni í hjólreiðum af en var endur- vakin um 1990. - Ætlar þú að fara aftur í ofurþrí- þraut? „Ég stefni auðvitað að því. Nú veit ég hvernig þetta er og hvað ég get bætt. Mig dreymir auðvitað um að komast til Hawah einhvern tímann og keppa í Ironman þar og ég mun ekki leggja á mig aðra keppni eins og þá í fyrra nema vera viss um að ná inn í hóp þeirra sem komast til Hawaii. Ég veit að ég get bætt tímann minn í hlaupinu og kannski get ég tekið örlítið af hjólatímanum. Tíu mínút- um betri tími í hlaupinu er mitt tak- mark. Aldurinn 35-40 er sá besti til að keppa í svona þrautum svo ég hef nógan tíma enn.“ Reykjavíkurmaraþon 20. ágúst: Framfarir koma með ástundun og þolinmæði Mikilvægt er að stunda æfingar af kostgæfni. Sérstaklega er mikilvægt, þegar lítlll grunnur er fyrir hendi, að hlaupa reglulega, annars er alltaf veriö að byrja á byrjunarreit. Þolin- mæði og ástundun eru einkunnarorð sem ég gef öllum. Framfarir eru miklar í byrjun en koma aðeins ef ástundun er góð. Menn geta auðvitað -10 km, hálfmaraþon og maraþon finnst þú vera illa fyrirkahaður(köll- uð) getur verið gott að taka-sér hvíld- ardag í stað þess að ofbjóða líkaman- 6. vika. 2/7—8/7 um. Það er mjög viturlegt að hlusta á boð líkamans. Líkaminn gefur þér mjög greinileg skilaboð ef um ofþjálf- un er að ræða. Þá er betra heima setið en af stað farið. Jakob Bragi Hannesson 1 verið misjafnlega upplagðir og ef þér VOLVO 850 I Styrktaraðili Reykjavíkurmaraþons lOkm 21 km 42 km Sunnudagur 8 km ról. 16 km ról. 24 km ról. Mánudagur Hvíld Hvíld Hvíld Þriðjudagur 6km (hraðaleikur): 10km (hraðaleikur): 10km (hraðaleikur): Fyrst 2 km ról. og Fyrst 2 km ról. og síðan Fyrst 2 km ról. og síðan síðan 2 km hratt og 1 km hratt, síðan 1 km 1 km hratt, síðan 1 km loks2kmról. hægt 3x og 2 km hægt 3x og 2 km ról. I lokin ról. I lokin Miðvikudagur 7kmról. 12kmról. 15kmról. Fimmtudagur Hvild 8 km ról. 14km ról. Föstudagur 4kmról. 10 km ról.. 10 km ról. Laugardagur 5kmjafnt 8kmjafnt 8kmjafnt Samt.: 30 kfn 64 km 81 km er styrktaraðili Reykjavíkurmaraþonsins FLUGLEIDIrJSs' ^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.