Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1995, Side 42
50
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995
Afmæli
Ólafur Geir Sigurgeirsson
Olafur Geir Sigurgeirsson, Sól-
vangsvegi 1, Hafnarfirði, verður
sjötugur á mánudaginn.
Starfsferill
Ólafur fæddist í Hafnarfirði og
ólst þar upp. Hann fór til sjós fjórt-
án ára og var þá hjálparkokkur á
bv. Júpiter frá Haífnarfirði. Hann
var síðan á ýmsum skipum og bát-
um frá Hafnarfirði, lengst af á tog-
aranum Garðari Þorsteinssyni og
Surprice og á bátum frá Ingólfi
Flygenring, síðast sem mótoristi.
Ölafur kom í land eftir tuttugu
og sex ára sjómennsku og starfaði
eftir það lengi í Vélsmiðju Hafnar-
íjarðar. Hann var síðan vélstjóri
við vatnsdælustöð Vatnsveitu
Hafnarfjarðar í Kaldárbotnum en
hóf störfhjá ÍSAL1977 og vann þar
til 1993 er hann lét af störfum fyrir
aldurs sakir.
Ólafur hefur verið félagi í Lions-
klúbbi Hafnarfjarðar sl. tuttugu og
fimm ár og hlaut Melvin James
skjöldinn fyrir fórnfúst starf á veg-
um klúbbsins. Hann sat í stjórn
Sjómannafélags Hafnarfjarðar um
árabil, var varaformaður þess í
nokkur ár og sinnti ýmsum öðrum
trúnaðarstörfum. Hann hlaut heiö-
ursmerki Sjómannadagsráðs 1995.
Ólafur var félagi í Haukum frá
unglingsárum og stjórnaði knatt-
spyrnudeild Hauka um sjö ára
skeið frá 1970. Þá er hann virkur í
Félagi eldri borgara í Hafnarfirði
og er formaður skemmtinefndar
þess.
Fjölskylda
Ólafurkvæntist 16.11.1946 Sal-
vöru Sumarliðadóttur, f. 6.11.1946,
húsmóður. Hún er dóttir Sumarl-
iða Einarssonar og Guðrúnar R.
Sigurðardóttur.
Börn Ólafs og Salvarar eru Ingi-
björg Guðmunda, f. 31.12.1945, fata-
hönnuður í Danmörku, og á hún
einn son; Bára, f. 20.8.1946, en
maður hennar er Elías Andri
Karlsson og á hún tvær dætur;
Arnfríður Kristín, f. 3.6.1950,
sj úkrahði og verslunarmaður á
Selfossi, gift Steingrími Viktors-
syni kjötiðnaöarmanni og eiga þau
þrjá syni; Sólrún, f. 7.5.1954, d. 12.9.
1954; Sigrún, f. 7.5.1954, d. 11.9.1954;
Sigurgeir, f. 7.5.1961, símsmíða-
meistari og verkstjóri hjá Landssí-
manum, búsettur í Hafnarfirði,
kvæntur Oddnýju Hrafnsdóttur,
starfsmanni á Sólvangi, og eiga þau
einn son, auk þess sem Oddný á
dóttur frá því áður; Hilmar Már, f.
25.12.1964, rafeindatæknir í Hafn-
arfirði, kvæntur Eygló Sigurjóns-
dóttur verslunarmanni og eiga þau
tvö börn; Guðbjörn, f. 1.4.1967, sím-
smíðameistari í Reykjavík, kvænt-
ur Áslaugu Eyfjörö húsmóður og
eiga þau tvö börn, auk þess sem
hann á son.
Systur Ólafs: Ingibjörg, f. 1920,
húsmóðir í Reykjavík; Helga, f.
1922, húsmóðir í Hafnarfirði.
Foreldrar Ólafs voru Sigurgeir
Ólafsson, f. 19.9.1894, d. 31.1.1979,
sjómaður í Borgarnesi og síðan í
Hafnarfirði, og k.h., Kristín Arn-
fríður Pétursdóttir, f. 31.1.1892,
húsmóðir.
Ætt
Sigurgeir var sonur Ólafs, b. á í
Hamri í Borgarhreppi og verka-
manns í Borgamesi, Sigurðssonar,
b. á Eyri í Svínadal, Sigurðssonar.
Móðir Ólafs var Helga Ólafsdóttir.
Móðir Sigurgeirs var Geirfríður
Þorgeirsdóttir, b. á Mel í Staðar-
sveit, Finnsonar og Þórunnar Jón-
asdóttur.
Kristín Arnfríður var dóttir Pét-
urs, útvb. í Þrengslabúð í Hellna-
sókn, Péturssonar, b. í Hrísdal,
Guðmundssonar, b. í Hrísdal, Jóns-
sonar. Móðir Péturs í Hrísdal var
Þórlaug Sigurðardóttir. Móðir Pét-
urs í Þrengslabúð var Metta Ólafs-
dóttir, b. á Höfða, Klemenssonar
Róbert Dan Jensson
Uppsafnaðar tölur
júnímánaðar
Pú berð númerin á miðanum
þinum saman við númerin hér
að neðan. Pegar sama
númerið kemur upp á
báðum stöðum hefur
þú hlotið vinning.
Róbert Dan Jensson, forstöðumaður
Sjómælinga íslands, Eskiholti 13,
Garðabæ, verður sextugur á morg-
un.
Starfsferiil
Róbert fæddist á Búðum á Fá-
skrúösfiröi og ólst þar upp. Hann
stundaði nám við Stýrimannskól-
ann í Reykjavík, lauk prófum frá
farmannadeild 1957, lauk prófum
frá varðskipadeild 1962 og stundaði
nám í sjómælingum hjá U.S. Naval
Oceanographic Office 1965-66.
Róbert var stýrimaður á dönskum
flutningaskipum 1957-58 og 1963-64,
stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni
1958-62, starfsmaður Sjómælinga
íslands 1962-63 og frá 1964.
Fjölskylda
Róbert kvæntist 14.6.1959 Krist-
björgu Stefánsdóttur, f. 31.7.1939,
hjúkrunardeildarstjóra. Hún er
dóttir Stefáns Jónssonar og Stein-
unnar Jónsdóttur sem bæði eru lát-
in.
Börn Róberts og Kristbjargar eru
Björg Dan, f. 14.4.1959, tannfræðing-
ur og sjúkraliði í Reykjavík, gift
Oddi Finnbjarnarsyni arkitekt og
eigaþautvosyni;SigrúnDan,f. ~
21.9.1960, sjúkraliöi í Garðabæ, gift
Árna Dan Einarssyni tæknifræðingi
og eiga þau tvær dætur; Andri Dan,
f. 29.3.1971, matreiðslunemi; Þ. Edda
Dan, f. 13.4.1973, nemi.
Bræður Róberts: Kristmann Dan,
f. 14.3.1937, d. 30.5.1941; Kristmann
Dan, f. 26.4.1942, d. 10.8.1988.
Andlát
Ólafur Geir Sigurgeirsson.
og Guörúnar Illugadóttur.
Móðir Kristínar Arnfríðar var
Ingibjörg Vigfúsdóttir, b. í Yxna-
keldu, Vigfússonar, og Maríu
Gísladóttur.
í tilefni afmælisins er opið hús í
Haukahúsinu að Flatahrauni í
Hafnarfirði sunnudaginn 2.7. kl.
16.00-19.00.
Róbert Dan Jensson.
Foreldrar Róberts: Jens Lúðvíks-
son, f. 29.9.1910, d. 23.4.1969, skip-
stjóri og útgerðarmaöur á Fáskrúðs-
firði, og Björg Andrea Magnúsdótt-
ir, f. 22.1.1911, húsmóðir.
Róbert tekur á móti gestum á
morgun, sunnudaginn 2.7., milli kl.
17.00 og 20.00.
Happatöh 010230
.r , 009707
27. |Úni 078090
300702
909006
Happatölur
28.júní
609959
097367
397132
676901
242925
Happatöiur
29. júní
926076
294379
213356
492317
822046
Happatölur
30. júní
828516
544899
565522
562335
453547
FLUGLEIDIRjmT
SONY
DRAUMAFERÐ OG FARAREYRIR
Með Farmiða ert þú kominn I sþennandi
SUMARLEIK Happaþrennunnar og DV Farmiðinp er tvískiptur og gefur tvo
möguleika á vinningi. Á vinstri helmingi eru veglegir peningavinningar, sá hæsti
2,5 MILUÓNIR, og á þeim hægri eru glæsilegir ferðavipningar og „My First
Sony' hljómtæki.
Fylgstu með I DV alla þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga.
Ferða- og hljómtækjavinninga má vitja á markaðsdeild DV Pverholti 14.
Davíð Ólafsson
Davíð Ólafsson seðlabankastjóri,
Þorragötu 7, Reykjavík, lést mið-
vikudaginn 21.6. sl. Útför hans fór
fram frá Dómkirkjunni í gær.
Starfsferill
Davíð fæddist i Bakkagerði 25.4.
1916 og ólst þar upp til fjögurra ára
aldurs, bjó á Norðfirði til níu ára
aldurs og síöan í Viðey til 1933 er
hann flutti til Reykjavíkur. Hann
lauk stúdentsprófi frá MR1935 og
Bac.sc.oec.-prófi frá háskólanum í
Kiel 1939.
Davíð var forseti Fiskifélags ís-
lands og fiskimálastjóri 1940-67 og
hankastjóri Seðlabanka íslands
1967-86. Hann var landskjörinn
alþm. 1963-67.
Davíð var árlegur fulltrúi á fund-
um Efnahags- og samvinnustofnun-
ar Evrópu til 1986, fastafúlltrúi ís-
lands í Álþjóðahafrannsóknarráð-
inu 1952-67, sat í stjórn Fiskimála-
sjóðs 1954-68 og formaður 1967-68, í
stjórn Bjargráöasjóðs íslands
1940-67, í bankaráði Framkvæmda-
banka íslands 1961-66, í stjórn
Framkvæmdasjóðs íslands 1966-67,
í stjórn Samábyrgðar Islands á fiski-
skipum 1962-67, í stjórn Hafrann-
sóknastofnunar 1962-67 ogí stjórn
Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar-
ins 1962-70, í Rannsóknarráði ríkis-
ins 1962-67, formaður stjómar
Hlutatryggingasjóðs bátaútvegsins
og síðar Aflatryggingasjóðs sjávar-
útvegsins 1949-67, formaður stjórn-
ar Fiskveiðasjóðs íslands 1967-86,
formaður stjómar Verðjöfnunar-
sjóðs fiskiðnaðarins 1969-86, for-
maður Germaniu 1972-77, forseti
Ferðafélags íslands 1977-85, í vís-
indaráði Krabbameinsfélags Islands
1985-90, í stjórn Almenna bókafé-
lagsins um skeið og í stjórn Heild-
verslunarinnar Heklu frá 1990.
Davíö var heiðursfélagi Fiskifé-
lags íslands og Germaniu og í heið-
ursráði Krabbameinsfélags íslands.
Hann var sæmdur stórriddara-
krossi fálkaorðunnar, auk KDD,
KNO, StkÞV, SHmRK.
Fjölskylda
Davíð kvæntist 31.5.1941 Ágústu
Þuríði Gísladóttur, f. 4.4.1918, hús-
móður, dóttur Gísla Jónssonar,
prests á Mosfelli í Grímsnesi, og
Sigrúnar Kjartansdóttur húsmóður.
Börn Davíðs og Ágústu Þuríðar
em Ólafur, f. 4.8.1942, ráðuneytis-
stjóri forsætisráðuneytisins; Sig-
rún, f. 30.10.1955, cand. mag. og rit-
höfundur, búsett í Kaupmannhöfn.
Systkini Davíðs: Margrét, f. 4.11.
1910, d. 1983, skrifstofustjóri; Gísli,
f. 3.1.1912, ritstjóri; Þorbjörg, f.
17.12.1917, húsmóðir; Þórir, f. 23.7.
1920, d. 1940; Hulda, f. 24.4.1922, rit-
ari; Sigrún, f. 17.8.1927, húsmóðir.
Foreldrar Davíðs voru Björn Ólaf-
ur Gíslason, f. 1888, d. 1932, fram-
kvæmdastjóri útgerðarfélagsins
Kára í Viðey, og Jakobína Davíðs-
dóttir, f. 1882, d. 1966, húsmóðir.
Ætt
Ólafur var bróðir Magnúsar, föður
Gísla píanóleikara. Ólafur var son-
ur Gísla, b. á Búðum í Fáskrúðsfirði
Högnasonar, járnsmiðs á Skriðu í
Breiðdal, bróöur Kristínar,
langömmu Sigurðar Þórarinssonar
jarðfræðings. Högni var sonur
Gunnlaugs, prests á Hallormsstað,
Davið Ólafsson.
Þóröarsonar, prests í Kirkjubæ í
Tungu, Högnasonar prestaföður.
Móðir Ólafs var Þorbjörg, systir Ei-
ríks, bókavarðar í Cambridge, dóttir
Magnúsar, prests í Heydölum
Bergssonar.
Jakobína var dóttir Davíðs, fram-
kvæmdastjóra Pöntunarfélags Ey-
firðinga, Ketilssonar, bróður Krist-
ins, föður Hallgríms, fyrsta forstjóra
SÍS, Siguröar, ráðherra og forstjóra
SÍS, Aðalsteins, framkvæmdastjóra
SÍS, og Jakobs fræðslumálastjóra.
Davíð var einnig bróðir Sigurðar,
afa Jónasar Haralz, fyrrv. banka-
stjóra. Móðir Jakobínu var Margrét
HalIgrímsdóttirThorlacius, b. á
Hálsi í Eyjafirði, bróður Jóns, afa
Birgis Thorlacius, fyrrv. ráðuneyt-
isstjóra, og langafa Örnólfs rektors.
HaÚgrímur var sonur Einars
Thorlacius, prests að Saurbæ í Eyja-
firði, og Elínar Hallgrímsdóttur
Thorlacius, sýslumanns í Suður-
Múlaþingi, Jónssonar. Móöir Einars
prests í Saurbæ var Ólöf, systir Þor-
steins, afa Jónasar Hallgrímssonar
skálds.