Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1995, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1995, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 Neytendur Verð á grænmeti og ávöxtum hærra en í júní - framboð og eftirspum ræður, segir Máni Ásgeirsson hjá Sölufélaginu Aö undanförnu hefur verið nokkur umræöa um hækkandi verð á græn- meti og ávöxtum hér á landi. í verö- könnun, sem DV geröi í gær, kemur fram að verö á þessum vörutegund- um hefur hækkað nokkuð frá því sem var um miöjan júní en viömæ- lendur DV segja enga eina ástæðu vera fyrir hækkuninni og einnig aö veröiö geti hríðlækkað hvenær sem er. Eins og sjá má á meðfylgjandi töfl- um hafa þó ekki allar tegundir hækk- aö, sumar lækka og aðrar standa nánast í stað. Verðkönnunin Könnunin var gerö meðal sjö stórra verslana á höfuöborgarsvæð- inu. Þær eru: Bónus, 10-11, Nóatún, Fjarðarkaup, Garðakaup, Kjöt og fiskur og Hagkaup. Tekið var niður verð á flestum tegundum grænmetis og ávaxta. Ekki var tekið tillit til gæöa í könnuninni en hvergi var að sjá áberandi slæmar vörur. Til samanburðar var haft verð frá því um miðjan júnímánuð sem tekið var þá í sömu verslunum. Ellefu ávaxta- og grænmetisteg- undir voru valdar úr og meðaltal af verði verslananna fundið út, bæði fyrir daginn í gær og júnímánuð. Valdar voru algengar ávaxta- og grænmetistegundir, burtséð frá því hvort þær hefðu hækkað eða lækkað að undanfömu. Ef svo vildi til að verslanirnar væru með tilboð á þeim tíma sem könnunin var tekin voru þau látin gilda, þrátt fyrir að verðiö heföi verið mun hærra daginn áður. Samanburðurinn Eins og sjá má á súluritunum hér á síðunni var nokkur munur á verði ávaxtanna og grænmetisins frá því í júní og fram í ágúst. Meðalverðmun- ur á ávöxtum milli mánaðanna var Þessi kona ætlar að fá sér blaðlauk en hann er meðal fárra tegunda sem hafa hækkað vegna GATT. Aðrar hækkanir á grænmeti og ávöxtum, sem orðið hafa að undanförnu, má meðal annars rekja til rysjóttrar tíðar. DV-mynd GVA 31 kr. eða tæp 23% og á grænmeti 67 kr. eða rúm 30%. Einstakar tegundir ráöa þó mjög miklu. í grænmetinu vegur til dæmis mjög þungt aö gulrætur hækka úr 92 kr. í 463 kr. Odýrastar voru þær í júní í Bónusi á 69 kr. og þær eru enn ódýrastar þar en kosta nú 329 kr. Ástæðan er sú að um þessar mundir eru íslenskar gulrætur aö koma á markaðinn og við það hækk- ar verðið. Eins og áöur sagði voru aöeins valdar ellefu vörutegundir og verðið á þeim kannað. Vel getur verið að meiri verðmunur liggi í öðrum teg- undum. 200 þúsund milli mánaða Árni Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Heilsustofnunar Náttúrulækn- ingafélags íslands, er einn þeirra sem telur ávexti og grænmeti hafa hækk- að mikið síðustu mánuðina. „Okkur hér hefur brugðið mjög í brún við að sjá þá hækkun sem hefur orðið á grænmeti að undanförnu. Okkur hefur sýnst að hækkunin nemi 40-60% á milli mánaða, það er að segja frá júni og fram í júlí. Ein- stakar vörutegundir hafa hækkað mikið og eins er hækkunin almenn á þessum markaði," sagði Árni. Hann sagði jafnframt að hækkunin væri mjög bagaleg fyrir Heilsustofn- unina þar sem mikið væri keypt af grænmeti. „Mér sýnist að í grænmetinu leiði þessi hækkun til 200 þúsund króna hækkunar í grænmetiskaupum okk- ar, bara á milli mánaða,“ sagði Árni en hann bætti því við að vonandi myndi verðið lækka aftur á næstu vikum. Er GATT ástæðan? „Ég get ekki séð að Gatt hafi neitt með þessa hækkun að gera, nema auðvitað hvað varðar blaðlaukinn og icebergsalatiö sem frægt er orðiö. Verð á grænmeti og ávöxtum er mjög fljótandi og stjórnast mest af fram- boði og eftirspurn," sagði Máni Ás- geirsson hjá Sölufélagi garðyrkju- manna. Hann bætti við að þaö hefði verið rysjótt tíð aö undanförnu og það gæti orsakað verðhækkanir. „Ef það kemur sól á næstunni og framboðiö eykst er ég viss um að grænmetið lækkar aftur. Það er ósýnileg hönd sem stjórnar þessu," sagði Máni að lokum. Bónus með langbesta verðið Það vekur athygli í könnuninni að Bónus er með lægsta veröið í öllum tegundum grænmetis, bæði í júní og nú í ágúst. Jón Ásgeir Jóhannesson hjá Bón- usi tók undir það með Mána að verð- ið á þessum markaði réðist af fram- boði og eftirspurn. Hann sagði jafn- framt að neytendur væru farnir að gera kröfu um betri vöru en áður. „Viö höfum á undanförnum mán- uðum verið að kaupa betri og betri vöru erlendis frá. Neytendur eru mjög vandlátir á grænmeti og ávexti og er það gott. Menn sjá að það er enginn sparnaöur í þvi að kaupa 10 ódýr epli ef helmingurinn er ónýtur og hinn helmingurinn vondur. Krafa kúnnans er þvi gæði. Við höfum brugðist við því og það bitnar náttúr- lega eitthvað á verðinu," sagði Jón Ásgeir. Dagsferöir til Grænlands: Odýrara fyrir Islendinga - erlendirferðamenn borga 12.000 krónum meira fyrir ferðina Ferðaskrifstofan Nonni á Akur- eyri hefur í sumar boðið upp á nokkuð sérstakt tilboð á Græn- landsferðum sínum. Þar er íslend- ingum boðin 12 þúsund kr. afslátt- ur af dagsferðum til Kulusuk á Grænlandi en útlendingar borga fullt gjald. Ferðir þessar hafa kostað 29 þús- und kr. og hafa erlendir ferðamenn verið mun duglegri en íslendingar við að nýta sér þær. Þess vegna ákvað ferðaskrifstofan að bjóða ís- lendingum þessar ferðir á 17 þús- und kr. til þess að hvetja þá til untanl'arar. „Þessi hugmynd kom upp í byij- un sumars vegna þess hve landinn hefur nýtt sér þetta lítið. Það er ekki hægt að segja annað en þessu hafi verið vel tekið. íslendingar eru að verða helmingurinn af þeim sem fara í þessar ferðir," sagði Theód- óra Torfadóttir hjá Ferðaskrifstof- unni Nonna. Theódóra sagði jafnframt að eng- inn hefði kvartað yfir því að með þessu væri verið að mismuna fólki eftir þjóðerni, enda væri ekki verið að hækka verðið fyrir erlenda ferðamenn heldur lækka það fyrir. íslendinga. „Það má ekki skilja þetta sem ein- hverja kynþáttamismunun. Til dæmis fá allir útlendingar sem eru búsettir hér á landi ferðirnar á 17 þúsund,“ sagði Theódóra. Aðspurð sagði hún að hinir erlendu ferða- menn hefðu ekki gert athugasemd- ir við þennan verðmun, enda vissu þeir ekkert af „íslenska11 verðinu. Það er Flugfélag Norðurlands sem flýgur með viðskiptavini Ferðaskrifstofunnar Nonna en þess má geta að hjá Flugleiðum kosta dagsferöirnar til Kulusuk 29.200 kr„ sama af hvaða þjóðerni menn eru. Má þetta? Hjá Samkeppnisstofnun, sem er sá aðili sem hefur með mál af þessu tagi að gera, fengust þær upplýs- ingar hjá Guðmundi Sigurðssyni að engar kvartanir hefðu borist vegna þessa máls. „Það hefur tíðkast í þessum ferðamannabransa að erlendir ferðamenn borga meira en íslend- ingar fyrir sömu þjónustu. Ég veit ekki hvort þaö er einhver ástæða til þess að amast yfir því. Á meðan enginn kvartar yfir þessu höfum við ekki séð ástæðu til þess að gera athugasemdir," sagði Guðmundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.