Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1995, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1995, Side 9
FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 9 Einstök kvikmynd af krufningu kvenkyns geimveru sýnd: Höf uðið hárlaust og með eðluaugu dv Stuttar fréttir Fiitnskfjárlög í fjárlagatillögum fmnsku stjórnarinnar er gert ráð fyrir miklum niðurskurði á ffamlög- um til félagsmála og atvinnuley s- isbóta. Næturheimsókn Lance Ito, dómari í Simp- son-málinu, fyrirskipaði kviödómendum að fara í naetur- lieimsókn á staöinn þar sein ruðningshetjan er sökuð um að hafa myrt fyrrum eiginkonu sína og elskhuga henn- ar. Sagðiafsér Forsætisráðherra Bermúda- eyja sagði af sér eftir að kjósend- ur höíðu hafnað sjálfstæði lands- ins í þjóðaratkvæðagreiðslu. Tilbúniraðtala Uppreisnarmenn Tsjetsjena hafa gefið til kynna að þeir séu reiðubúnir í friðarviðræður við Rússa. Eyðimörkin skelf ur Jaröskjálfti sem mældist 5,4 á Richter skók strjálbýlt eyðimerk- urhérað í Kaliforniu í gær og olli litlum skemmdum en engum meiðslum. Sjónhverfingar Andstæðingar Kólurabiufor- seta segja neyðarástandið sem hann lýsti yfir vera til þess að beina sjónum manna frá krepp- unni sem sfjórn hans er í. Löggur leita á Spáni Spænska lögreglan leitar dyr- um og dyngjum í Baskalandi að meintum skæruliðum sem sprengdu vlð herbúðir þjóðvarö- liða og særöu tugi manna. GrovilltilKína Gro Harlem Brundtland, forsætisráð- herra Noregs, segir aö þó mörgum finnist aðkonureigiað hunsa kvenna- ráðsetefnuna í Kína vegna mannréttindabrota þar í landi beri vestrænum kon- um skylda að fára, einmitt vegna þeirra kvenna sem líða fyrir mannréttindabrot. Kvenhormón gott Bandarískar dýratiiraunir sýna að kvenhormónið progesteron minnkar umfang heilaskaða af völdum blæðinga og flýtir fyrir bata. Baðstafsökunar Meinleg villa var í blaðinu i gær þar sem sagði að Poul Nyrup Rasmussen hefði afsakað nauð- ungarflutningana frá Thule á Grænlandi í byrjun sjötta áratug- arins. Hiö rétta er að hann baðst afsökunar á ílutningunum, sem er allt annaö mál. Reuter/Kitzau „Ég er algjörlega sannfærður um að fljúgandi diskur hrapaði til jarðar við Roswell. Viö glímum hér við stærstu frétt árþúsundsins, heim- sóknir geimvera til jarðarinnar og vel heppnaða yfirhylmingu á bestu gögnunum, líkunum og flakinu í 48 ár,“ sagði bandaríski kjarneðlisfræð- ingurinn Stanton Friedman sem um áratuga skeiö hefur rannsakað þrá- látan orðróm um að fljúgandi furðu- hlutur hafi farist við bæinn Roswell í Nýju:Mexíkó í Bandaríkjunum áriö 1947. Áhugamenn um FFH segja að yfirvöld hafi hylmt yfir atburð þenn- an allar götur síðan. Kvikmynd, sem hugsanlega sannar kenningamar um brotlendingu fljúgandi furðuhlutar við Roswell árið 1947, verður sýnd almenningi í fyrsta sinn á morgun á ráðstefnu um FFH í Sheffield á Englandi þar sem mikill fjöldi sérfræðinga og leik- manna kemur saman. Spurningin er bara sú hvort látna kvengeimveran, með augu eins og eðla, sem sést á „Það er einungis málfrelsi í þessu landi fyrir fólk með réttar skoðan- ir,“ sagði Jonni Hansen, formaður danskra nýnasista, þegar þeim hafði verið nebað um rekstur svæðisút- varps frá víggirtum höfuðstöðvum sínum í Greve, sunnan Kaupmanna- hafnar. Hansen segist ætla að áfrýja ákvörðun dönsku útvarpsréttar- nefndarinnar en ríkisstjórnin tekur endanlega ákvörðun í málinu. Sam- filmunni, er bara plat eða raunveru- leg. Eigandi kvikmyndarinnar, breski kvikmyndagerðarmaöurinn Ray Santilli, segir að kvikmyndatöku- maður úr hernum hafi tekið hana í kjölfar brotlendingarinnar. Hann hafi keypt myndina af karlinum sem nú er kominn á níræðisaldrur. Mað- urinn sagði engum frá kvikmynd þessari í fjöldamörg ár en þar kom að hann þurfti að selja hana til að geta haldið barnabarni sínu brúð- kaupsveislu. Kvikmynd þessi sýnir skurðlækna í hvítum geislavarnarbúningum fást við kvenkyns geimveru með risa- stórt hárlaust höfuð og augu eins og eðla. Sex fingur eru á hvorri hendi og fæturnir eru með jafnmargar tær. Læknarnir skera í brjóst konunnar og svo virðist sem úr henni blæði. Þeir taka furðulega útlítandi líffæri úr henni, saga hvirfilinn af höfði hennar og fjarlægja augun. Sérfræðingar, sem hafa þegar séð kvæmt dönskum lögum er ekki bannað að dreifa kynþáttaáróðri en hins vegar er bannað að hvetja til kynþáttahaturs. Á meðan Hansen fékk sína neitun voru 85 þýskir nýnasistar í norður- héruðum Þýskalands hnepptir í varðhald í þeim tilgangi að íúndra þátttöku þeirra í minningarathöfn- um um Rudolf Hess en hann hengdi sig í Spandau-fangelsinu í Berlín 17. myndina, eru ákaflega efins um sannleiksgildi hennar. Stanton Fri- edman sagði að kvikmyndin kæmi því ekkert við hvort geimskip hefði farist og að stjórnvöld hefðu hylmt yfir það. „Þarna er ekki að sjá þá spennu sem ég sem eðlisfræðingur- mundi búast við af læknum sem fá einstakt tækifæri til að kryíja lík'af geimveru," sagði Friedman. Annar vísindamaður, breski líf- færafræðingurinn Fred Spoors, sagði aö geimveran væri grunsamlega mannleg í útliti og lét að því liggja að þarna væri á ferðinni mannvera með erfðagalla. Hann sagði harla ólíklegt að geimverur væru svona mannlegar að sjá. Þá sögðu sérfræðingar í tækni- brellum kvikmynda að ákveðin atr- iöi myndarinnar bentu til að hér væri plat á ferðinni. Ray Santilli mótmælti slíkum full- yrðingum. „Það væri algjört brjálæði að reyna gabb af þessari stærðar- gráðu,“ sagði Santilh. Reuter ágúst 1987. Danskir nýnasistar hafa boðað skrúðgöngu nasista í Hróars- keldu um helgina og ætluðu þýskir skoðanabræður þeirra að taka þátt í henni. Samkvæmt lögreglusam- þykktum í mörgum þýskum fylkjum má fangelsa fólk í allt að 14 daga til að koma í veg fyrir uppþot. Reuter/Ritzau Útlönd' Danskir þingmenn mótmælakjarn- orkutilraunum Undirskriftir 104 danskra þing- manna sem mótmæla fyrirhug- uðuðum kjamorkutilraunum Frakka i Kyrrahafi verða afhent- ar sendiherra Frakka í Kaup- mannahöfn á næstunni. Þar af eru undirskriftir 12 ráðherra. Danska ríkistjómin hefur haft framkvæði að því að sameina rík- isstjórnir Norðurlanda í sams konar mótmælum sem send verðaKínveijum. Rítzau kvöldverðartilboð 18.8.-24.8. 1995 Sérríbætt skelfisksúpa * Grillaður lambavöðvi m/íslenskum skógarsveppum og bláberjasósu •k "Heimabökuð banana-súkkulaði-terta Kr. 1.995 Hagstæð hádegisverðartilboð alla virka daga Veislugestur tekur mynd af nýgiftum taílenskum hjónum við giftingarathöfn i Bangkok í gær. Fjórtán pör voru gefin saman við þessa brúðkaupsathöfn en slík athöfn er haldin árlega til að spara viðkomandi fé. Símamynd Reuter Danskir nýnasistar áfrýja neitun um rekstur útvarpsstöövar: Um hundrað nýnasistar handteknir í Þýskalandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.