Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1995, Side 11
FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995
11
DV
Fréttir
Bronsverðlaunahafi í eðllsfræði á ólympíuleikum:
Lærðum eðlis-
fræði í
fullri vinnu
Canberra 7. og 9. júlí. Tók lið flmm
fslendinga þátt í henni. DV spurði
Gunnlaug hvort hann hefði lært eðl-
isfræðina sem hann notaði í keppn-
inni í MR og hann svaraði: „í skólan-
um höfum við farið eitthvað í öll
þessi svið en í raun ekki í þeirri dýpt
sem þau koma fyrir í keppninni.
Við vorum allir fimm í fjögurra
vikna þjálfun í sumar, átta tíma á
dag, fimm daga í viku. Það er full
vinna að læra eðlisfræði uppi í Há-
skóla. Það var fyrirlestur hjá kenn-
urum í tvo tíma og svo reiknuðum
við sjálfir. Ég var líka í þessu í fyrra.
Þá voru það sex vikur."
Gunnlaugi gekk ekkert sérlega vel
í sömu keppni í fyrra: „Það er líklega
best að ræða það ekkert. íslenska lið-
inu gekk ekki mjög vel, nema einum
okkar, og ég var lægstur í liðinu.“
Bronsverðlaun eru veitt þeim sem
hafa 65% eða meira af bestu lausn.
Besta lausn er reiknuð sem meðaltal
af þremur stigahæstu lausnum. Að
jafnaði hafa íslendingar náð þriðja
hvert ár einum manni upp í 50% og
viðkomandi fengið skjal fyrir góðan
árangur. í íslenska liðinu að þessu
sinni voru fjórir MR-ingar og einn
MA-ingur.
Gunnlaugur er búinn að læra eðlis-
fræði í tvö ár í Menntaskólanum í
Reykjavík og tók stúdentspróf í vor.
-GJ
Það hefur ekki farið mjög hátt að
íslendingar voru að eignast brons-
verðlaunahafa á ólymþíuleikum í
eðhsfræöi. Heitir hann Gunnlaugur
Þór Briem og er nýútskrifaður stúd-
ent frá Menntaskólanum í Reykja-
vík. Mun þetta vera í fyrsta skipti í
þau tólf ár sem íslendingar hafa tek-
ið þátt í keppninni að íslendingur fær
verðlaunapening.
Keppnin fór fram í háskólanum í
Gunnlaugur Þór Briem, nýbúinn að
taka við bronsverðlaununum á
ólympíuleikunum í Capberra í Ástr-
Þingholtsmálið:
Rannsóknin hef ur enn
engan árangur borið
Enginn hefur enn verið handtek-
inn eftir að brotist var inn í hús í
Þinghoitunum og khppt á nær-
klæði 10 ára stúlku sem lá sofandi
á neðri hæð hússins. Sá sem framdi
verknaðinn flýði af vettvangi en
skildi eftir sig ummerki. Rannsókn
á þeim hefur ekki leitt tii þess að
böndin beinist að einhverjum öðr-
umfremur. -pp
Þrír smiðir ásamt framkvæmdastjóranum við nærri fullbúinn sumarbústað sem á að fara í Andakílinn. Frá vinstri:
Sævar Guðjónsson, Svavar Haraldsson, Stefán Gisli Örlygsson og Stefán Teitsson. DV-myndir JAK
Akranes:
Útboðsmarkaður-
inn mjög harður
„Við smíðum allt til húsa og flytj-
um sumarhús út um land. Það hús
sem lengst hefur farið fór norður í
Aðaldal, sjóleiðina. Við vinnum líka
mikið fyrir Reykjavikursvæðið. Ein-
ingahús hafa verið eitt aðalviðfangs-
efni okkar.
Það hefur verið mjög mikil lægö í
byggingariðnaðinum síðasfiiðin 10
ár. A Akranesi voru á tímabili byggð-
ar 60-90 íbúðir á ári en núna ekkert
í 3 ár. Við höfum aðlagað okkur nið-
ursveiflunni," sagði Stefán Teitsson, >
framkvæmdastjóri Trésmiðjunnar
Akurs hf. á Akranesi.
Akur hf. var stofnaður 1959 og hlut-
hafamir era 12. Fyrirtækið er í tólf
ára gömlu, vel búnu 3.000 fermetra
húsnæði. Það vekur athygli hve loft- Stefán Teitsson, framkvæmdastjóri Trésmiðjunnar Akurs hf., til vinstri, og
ræstingin er góð. Stefán Gisli Örlygsson trésmiður, sonarsonur hans, við vinnu sina.
Batamerki á þessu ári
„Útboðsmarkaðurinn er mjög
harður. Mikið hefur sprottið upp af
skyndifyrirtækjum, þau lifa stutt,
borga takmörkuð gjöld og undirbjóða
markaðinn.
Ég merki bata á þessu ári, núna
vinna hér 25-30 manns og það gæti
orðið fjölgun en þegar mest var vor-
um við með 40-50 menn í vinnu.
Okkur hefur haldist vel á mannskap
og sumir hafa unnið hér yfir 30 ár.
Við höfum reist 11 fjölbýlishús með
220 íbúðum og þessa stundina erum
við að smíða hérna á verkstæðinu
innréttingar í tvo skóla í Reykjavík;
Breiðholtsskóla og Húsaskóla," sagði
Stefán Teitsson.
DV-mynd Olgeir
Hópurinn sem vann við að leggja göngustíga við Glanna í Norðurárdal.
Gönguleiðum gerð
skil við Norðurá
Olgeir Helgi Ragnaisson, DV, Borgamesi:
í sumar var unnið að gangstígagerö
við Noröurá í nágrenni Glanna. Ung-
mennafélag Stafholtstungna stóð
fyrir framkvæmdunum. Alls voru
lagðir 500 metrar af göngustígum,
m.a. að laxastiga við Glanna og að
nýjum útsýnisstað af árbakkanum.
Verkefnisstjórar voru Jóhanna Jó-
hannsdóttir og Jóhanna B. Magnús-
dóttir umhverfisfræöingur en verk-
efnið er styrkt af Borgarbyggð, verk-
efnasjóði - UMFÍ, Menningarsjóði
Kaupfélags Borgfirðinga og Sigur-
jóni Valdimarssyni, bónda og hrepp-
stjóra á Glitstöðum í Norðurárdal.
Á næstu árum stendur til aö vinna
að lagfæringu, merkingu og korta-
lagningu gönguleiða í nágrenni Vest-
urlandsvegar frá Svignaskarði að
Grábrók og er þetta liður í því verk-
efni.
Græni liturinn í Sælingsdalslaug:
Sérfræðinqur kannar
búnaðinn
Sérfræðingur kannaði tæki og
vatn í heitum potti Sælingsdalssund-
laugar á Laugum í gærkvöld. Unnið
er að því að finna skýringu þess að
fjórir ljóshærðir sundlaugargestir
urðu grænhærðir fyrir rúmlega
tveimur vikum eftir að hafa legið í
heitum potti sundlaugarinnar.
Lesandi DV, sem búið hefur um
árabii í Svíþjóð, hafði samband við
á Laugum
blaðið í gær og sagði af sams konar
máli þar í landi. Þar kom í ijós að
þunn húð á koparvatnslögnum hafði
eyðst og spanskgræna komist í vatn-
ið með þeim afleiðingum að kona
varð grænhærð. Ingimar Sigurðsson,
forstöðumaður Sælingsdalslaugar,
dró í efa að nokkur koparrör væru í
tækjabúnaði laugarinnar.
-pp