Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1995, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1995, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 15 Nískan oa bruðlið Við lifum í upplýsingaþjóðfélagi sem skýtur jafnt og þétt á heilabú hvers og eins skilaboðum sem ganga í kross. Til dæmis um höfuð- vanda hvunndagsleikans: að kaupa eða kaupa ekki. Allir fá að heyra að þeir geri best í því að eyða ekki um efni fram og þar með að ekkert skuli keypt nema það sé nauösynlegt og engu hent nema það sé úr sér gengið. Samtímis berast þau boð úr öllum auglýstum áttum að menn verði að kaupa til að vera til. Hverjum þeim hljóti að líða bölvanlega sem ekki lyftir sjálfum sér strax í dag með því að kaupa nýjan bíl eða nýjan sófa eða gerir sér ekki dagamun á hveijum degi með unaðslegri bjór- kollu eða hvunndagsísnum sjálfúm. Kannski ekki að furða þótt marg- ur verði ruglaður í ríminu. Gefist upp á því að koma á jafnvægi milli andstæðra skilaboða. og einhendi sér á að vera annaöhvort neyslu- glaður eða neyslufúll. Með öðrum orðum: sumir detta í alvarleg inn- káupafyllirí og mega ekki kredit- korti valda. Aðrir fyllast kannski kergju og hugsa sem svo: enginn skal tæla mig til að kaupa nokkum skapaðan hlut! Ég er að flækjast þetta á markað- inum hér i Aþenu án þess að kaupa neitt, sagði Sókrates. Til þess að skemmta mér við að skoða allan þennan sæg hluta sem ég hefi enga þörf fyrir. Málgagn sannra nirfla Slíkir menn eru áreiðanlega sjaldgæfir hér á landi, þótt flogið hafi fyrir að til sé óformlegt félag sem heitir „Aldrei í Kringluna". En í Hollandi og víðar er til hreyf- ing fólks sem ekki aðeins neitar að elta kaupskapargleðina heldur vill gera það að hugsjón sinni og lífs- kúnst að vera sem nískastur. Hol- lensku hjónin Rob og Hanneke van Eeden gefa t.d. út „Nirflablaðið" (Vrekkenkrant) sem geymir ráð- leggingar frá ritstjórum og lesend- um um þaö hvemig fara má að því að lifa af litlu sem engu. KjaUaiiim Árni Bergmann rithöfundur Margt af því sem lesa má í Nirfla- blaði sýnir stórundarlega nísku. Þar segir kona frá því hvemig hún þambar fjögur vatnsglös fyrir svefninn til að vakna um miðja nótt til að pissa og setja þvottavél- ina í gang og spara þar með raf- magn á næturtaxta. Onnur sparar 30 klósettrúllur á ári meö því að gera gestum erfitt um vik aö ná mörgum blöðum af þeim í einu. Ef Rob og Hanneke fá jólakort senda þau það til baka og skrifa sínar nýársóskir á ónotaða hlutann af kortinu! Annað eru hyggindi sem í hag koma: sá sem er blankur lær- ir hve auðvelt það er í landi þar sem allir era að henda gömlum hús- gögnum að mubla upp vistarverur sínar fyrir svo sem ekki neitt. Ekki alveg galið Margt af þessu er fáránleg sér- viska sem nær langt út fyrir skikk- anlega sparsemi og gerir t.d. alls ekki ráð fyrir brýnni þörf manns- ins fyrir að halda hátíð í bæ. Samt er nískuhreyfingin ofur skiljanleg. Eins og Rob van Eeden segir: Ég var orðinn þræll neysluæðisins. Ég ók um í dýmm bíl og átti aldrei fyrir því sem mér fannst ég þurfa. Nú spara ég svo mikið að við þurf- um ekki að vinna nema tvo daga í viku og höfum ærinn tíma fyrir okkur sjálf. Eins gott þá að hjónatetrin kunni að gera sér gott af öllum þeim frí- tíma! En hvað um það: nirflahreyf- ing verður náttúrlega aldrei annaö en eins og lítill sértrúarsöfnuður. Samt gæti svo ofstækisfull hreyfing kannski orðið til nokkurs gagns: látið mann og ánnan muna betur að það er reyndar óþarfi að láta teyma sig eins og asna æ lengra og lengra inn i vítahring neysluæðis, sem vissulega er eins stærsta stað- reynd nútímans. „Með öðrum orðum: sumir detta í alvarleg innkaupafyllerí og mega ekki kreditkorti valda,“ segir Árni m.a. í grein sinni. „Eg var orðinn þræll neysluæðisins. Eg ók um í dýrum bíl og átti aldrei fyr- ir því sem mér fannst ég þurfa. Nú spara ég svo mikið að við þurfum ekki að vinna nema tvo daga í viku og höfum ærinn tíma fyrir okkur sjálf.“ „Allt“ um Benny Hinn Umfjöllun DV um Benny Hinn hefur verið með eindæmum ófagleg og það langt frá því að vera „óháð“ að ég sé mig knúna til aö segja nokkur orð. Fyrirsagnir eins og: „Sjá allt um predikarann Benny Hinn“, „þúsundir gáfu peninga"... og „þénar 100 milljónir á mánuði“ eru varla svaraverðar, en samt, eflaust trúa margir þessum æsi- fréttum sem ekki em rökstuddar á neinn hátt. Mikil ábyrgð hvílir á blaðamönn- um. Stór hluti þjóöarinnar les greinar sem eru birtar eftir þá, því getur varla verið til of mikils ætl- ast að þeir rökstyðji mál sitt en beri ekki út slúðursögur sem eru ærumeiöandi. Ein slík opnugrein var birt þann 22. júlí sl. í DV. Aug- ljóst er að greinarhöfundur (nafn- laus) hefur ekki sjálfur sótt sam- komur hjá Benny Hinn því lýsing- amar vom alveg út í hött og áttu ekki við neinar þær samkomur sem ég hef séð á Omega (þær eru nokkuð margar) og sótt hér heima. Mér finnst það líkjast því að íþróttafréttamaður myndi lýsa fót- boltaleik sem hann heföi ekki séö. Svona faglega hljómuðu allar til- vitnanir: „Ýmsir hafa gefið í skyn“ ....Sagt er að“ ... og svo hinar ýmsu fullyrðingar sem höfðu þann eina tilgang að rakka niður. Almenningur á rétt á því að fá hlutlausa umfjöllun í fjölmiðlum um alla hlutí, umfjöllun sem ekki er lituð af fordómum. Ég tel fyrr- nefnda slúðurgrein ekki einungis KjaUarinn Edda Sif Sigurðardóttir nemi niðra Benny Hinn heldur einnig alla þá sem sóttu samkomurnar í Laugardagshöll. Um leið og grein- arhöfundur dæmir Benny Hinn dæmir hann þá einnig. Ef ég vissi ekkert um Benny Hinn og hans starf og aldrei farið á samkomu hjá honum og síðan lesið greinina um hann í DV 22. júlí sl., þá hefði mér líklega þótt þetta trúaða fólk algjör- ir asnar. Það var sú mynd sem greinarhöfundur dró upp. Það er þetta vald sem fjölmiðlar hafa sem er svo vandmeðfariö. Guð gerir kraftaverk Ég vil leiðrétta þann misskilning að Benny Hinn geri kraftaverk, það er Guð sem framkvæmir þau. Á samkomunum læknast fólk út um allan sal án þess aö Benny þurfi að snerta það, en hann hvetur fólk til að koma upp á sviö og vitna ef það hefur fengiö lækningu, öðrum til uppörvunar og til aö gefa Guði heiðurinn, eins og Jesús Kristur hvatti okkur til að gera. Flestir vita að velta og gróði og síðan laun em mjög ólíkir hlutir. Ég veit ekki allt um Benny Hinn en laun hans eru ekki 100 millj. á mánuði en ég gæti trúað að það sé veltan á öllu starfinu. Hann hefur u.þ.b. 300 starfsmenn og margir þeirra ferðast með honum út um allan heim. Salir sem taka tugþús- undir manna í sæti hljóta aö kosta eitthvað og ekki má gleyma aö kirkjan sem hann veitir forstöðu telur eitthyað um 10.000 manns. Einhver hluti af veltunni er af bókasölu og em bækur hans víða uppseldar og það án þess að hann hafi þurft að beita þvingunum eins og greinarhöfundur beinlínis full- yrðir. Öflugt hjálparstarf Benny Hinn rekur hjálparstarf bæði í heimalandi sínu og fleiri löndum. Má þar nefna matvæla- sendingar til Zambíu. Starfið brauðfæðir þar 300.000 manns og er það aðeins byrjunin. í Los Ange- les er einnig hjálparstarf fyrir úti- gangsfólk. Samskot (frjálsar peningagjafir) eru tekin á samkomum sem haldn- ar eru í Evrópu og einnig era marg- ir styrktaraðilar úti um allan heim en mér finnst líka rétt að það komi fram að Benny Hinn fer einnig til Asíulandanna þar sem mikil fátækt ríkir og ekki eru tekin samskot þar. Ef hann væri aðeins að sækj- ast eftir peningum léti hann þau lönd auðvitað eiga sig og hefði held- ur ekki heimsótt eins fámenna þjóð og ísland er. Að lokum: Almenningur í landinu, trúaðir jafnt sem vantrú- aðir, á rétt á að vera sýnd sú virð- ing að fá faglega umfjöllun um þessi mál sem og önnur. Edda Sif Sigurðardóttir „Ég vil leiðrétta þann misskilning að Benny Hinn geri kraftaverk^ það er Guð sem framkvæmir þau. A samkom- unum læknast fólk út um allan sal án þess að Benny þurfi að snerta það.. Meðog Ungir arkitektar þýiyndir sem þrælar? Sundraðirog þýlyndir „Að mínu mati era þeir sem láta kúga sig að óþörfu tvímælalaust þýlyndir. Ungir arki- tektar hafa lengi lotiö kúgun i starfsum- hverfisínuog ,eW mætt því meö algjöru sinnuleysi og sundrung. Langflesta þeirra er hægt að flokka sem svokallaða stéttleysingja eða nútíma þræla. Hinn íslenski markaður er á fárra höndum og þessir fáu not- færa sér hið slæma atvinnu- ástand til þess aö ráða til sin mjög hæftfólk sem undirverktakasem þeir geta sagt upp án nokkurs fyrirvara og fær ekki greidd laun né orlof ef það verður veikt eða slasast og á heldur ekki rétt á atvinnuleysisbótum nema þaö skili inn virðisaukaskattsnúmeri sínu í heilt ár. Ungir arkitektar era sem sagt ekki raunverulegir samningsaöilar um eigið kaup þvi þeir eru ekki aöilar að neinu stéttarfélagi! Unga fólkið hefur líka árum saman látið bjóða sér misrétti í dreifmgu verkefna hjá hinu opinbera, látið afgreiða sig með því að þaö verði að keppa i samkeppnum um Mbrauöið á meðan aðrir eldri í hettunni fá jafnan ný og ný verkefni. Þaö er löngu oröið tímabært að stjóm- völd taki af skariö um óviðunandi réttarstööu verktaka á vinnu- markaðnum og að ungir arkitekt- ar sameinist í baráttunni.“ Atvinnuleysi „Ég vil ekki meinaað ung- ir arkitektar séu þýlyndir. Þeir eru und- ir sama hatt- pj- ...- . I inn settir meö ' ' það og aörir arkitektar i stéttinni að þUrfa að fara Guftnl Páleson.formaA- í samkeppni urArkHektafélagslns vegna stórs hluta verkefnanna sem þeir fá. Það á ekki frekar við um unga arkitekta en eldri. Það fyrirfinnst ekki teiknistofa sem samanstendur einungis af eldri arkitektum. Við arkitektar eram settir á einkennilegan stað í þjóð- félaginu að þurfa aö keppast um vinnu okkar. Ég nefrii sem dæmi að maður getur ekki fengið 40 verkamenn þar sem hver fyrir sig grefur 100 metra skurð ókeypis bara til þess að einn þeirra veröi valinn til þess að grafa 200 metra skurð á launum. Það er í fyrsta skipti í mörg ár atvinnuleysi hjá arkitektum. Það skapast bæði af því að verkefnum hefur fækkað og flölgun hefur verið mikil í stéttinni. Viö þurf- um Uka að fmna okkur breiðari starfsgrundvöll. Þaö er verðugt verkefni, ekki bara fyrir unga arkitekta. PáU hefur nefnt samkeppni um Engjaskóla þar sem 51 tillaga barst. Þarna lögðu menn milda vinnu á sig. Þetta var stórt verk og maöur skilur vel að fólk vilji taka þátt í þessu. Þetta er verk- efni upp á nokkuð margar miUj- ónir fyrir þá teiknistofu sem fær þaö. Skýringin er líka sú að það er gffurlegt atvinnuleysi i dag í stéttinni og fólk gerir það sem það getur til aö ná sér í viimu.“ -GJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.