Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1995, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1995, Síða 28
36 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 E.T. hefur greinilega ekki komist enn þá heim. E.T. mætt- ur á Miklu- brautina „ViÖ vorum að tala saman þeg- ar við sáiim allt í einu svaka blossa og heyrðum einhvern dynk í bílnum." Tvitug stúlka sem hitti ásamt unnusta sinum geimverur á Miklubrautinni, i DV. Ummæli Voru ekki í trjánum . .forfeður okkar sveifluðu sér ekki í trjánum eins og apar fyrir fjórum milljónum ára.“ Meave Leakey mannfræðingur um nýjar upplýsingar um mannskeppn- una, í DV. Steinhissa „Þegar umslögin fóru að berast inn um bréfálúguna í aprh varð ég mjög hissa.“ Tvitugur Vestlendingur sem hefur fengið 30 þúsund dollara úr þýskri bréfakeðju, f DV. Skyldi Federico Fellini einhvern tíma hafa komið i Vivolo della Virilita? Þrengsta snndið Þrengsta gata í heimi mun vera í þorpinu Ripatransone á Ítalíu. Gatan, sem heitir Vivolo della Virilita, eöa Karlmennskusund, er þægilegir 43 sm að breidd. Breiðasta stræti Breiðasta stræti í heimi tengir saman Borgartorg og Þrívelda- torg í Brasilíu, höfuðborg Brasil- íu. Þetta mikla breiðstræti, sem er 2,4 km að lengd, er 250 metra breitt. Blessuð veröldin Þá má geta þess að á tollheimtu- torginu við Oakland brúna í San Francisco eru tuttugu og sjö ak- reinar. Lengsta stræti Lengsta stræti heims, og er þá miðað við að það breyti hvergi um nafn, heitir Yongestræti og liggur í norðvestur frá Toronto í Kanada. Lengd strætisins er hvorki meira né minna en 1896,2 kílmetrar. Stysta stræti Stysta stræti í heimi er Elgin Street í bænum Bacup á Eng- landi. Strætið er aðeins 5,18 metr- ar að lengd. Léttir heldur til vestanlands í dag verður vestlæg átt á landinu, víða kaldi með skúrum um vestan- vert landið í fyrstu en lægir svo og Veðrið 1 dag léttir heldur til. Um landið austan- vert verður fremur hæg vestlæg átt og yfirleitt bjart veður. Hiti á bilinu 6 til 18 stig, hlýjast austanlands. Sólarlag í Reykjavík: 21.35 Sólarupprás á morgun: 5.29 Síðdegisflóð í Reykjavik: 24.11 Árdegisflóð á morgun: 00.12 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyrí úrkoma 10 Akurnes léttskýjað 6 Bolungarvik alskýjaö 8 KeflavíkurflugvöUur léttskýjað 6 Kirkjubæjarklaustur léttskýjað 9 Raufarhöfn skýjað 6 Reykjavík hálfskýjað 6 Stórhöfði skúr 8 Bergen hálfskýjað 14 Helsinki léttskýjað 20 Kaupmannahöfn léttskýjað 21 Oslo skýjað 18 Stokkhólmur léttskýjað 22 Þórshöfn léttskýjað 9 Amsterdam þokumóða 18 Barcelona skýjað 25 Chicago skýjað 24 Feneyjar skýjáð 21 Frankfurt heiðskírt 18 Glasgow lágþokubl. 12 Hamborg léttskýjað 16 London mistur 19 LosAngeles heiðskírt 18 Lúxemborg heiðskirt 16 Madríd heiðskírt 17 Mallorca léttskýjað 24 Montreal léttskýjað 24 New York skýjað 27 Nice léttskýjað 17 Veðrið kl. 6 í morgun Dr. Sígrún Klara Hannesdóttir var nýlega kjörin forseti Alþjóð- legu skólasafnasamtakana á ráð- stefhu í Worcester í Englandi. „Skólasafnasamtökin verða tutt- ugu og flmm ára á næsta ári. Þetta eru alþjóðleg samtök með meðlimi í rúmlega sextíu löndum. Megin- Maður dagsins markmið þeirra er að stuðla að bættum skólasöfnum um allan heim og reyna að tryggia að börn hafi aðgang að upplýsingum og fái fræðslu um hvernig nota skuli upp- lýsingamar,“ segir Sigrún. „Ég er prófessor í bókasafns- og upplýsingafræði viö I-Iáskóla is- lands. Ég fór í háskólakennslu eftir að hafa unnið sem skólasafnafull- trúi á fræðsluskrifstofu Reykjavík- ur. Ég hef unnið bæöi í Bandaríkjun- um og Suður-Ameríku. Ég vann til dæmis í Perú í tvö ár svo að ég hef Sigrún Kfara Hannesdóttir. meira en bara íslenska viðmiðun. Ég á hlut í litlu fyrirtæki sem gefur út bækur og heitir Lindin. Ég skrifa einnig um barnabækur í Moggann. Ég er með BA-próf frá Háskóla- íslands i ensku og masterspróf í bókasafnsfræði írá Detroit sem ég náði mér í 1968. Ég er s vo með doktorspróf í bóka- safhsfræði frá háskólanum í Chicago. Ég lauk því árið 1987. Ég myndi ekki segja að Chicago væri uppáhaldsstaður minn en hhis vegar var skólinn mjög góður. Ég er ekki mikil stórborgarmann- eskja og frnnst Heiðmörkin miklu yndislegri en Chicago. er upphaflega Seyðfirðingur. hef unnið við alls kyns fisk- vinnslu og var síldarstelpa á sínum tíma. Ég á eínn son sem er tuttugu og eins árs, Hallgrím Indriðason. Hann er í íslenskunámi í Háskólan- um. Það er áliugamál númer eitt'tvö og þrjú að ferðast. Ég fer margar ferðir á hverju ári. Ég kom í síö- ustu viku frá Bandaríkjunum og er að fara til Tyrklands að halda fyrirlestur í Istanbul." -ÚHE Myndgátan Lausn gátu nr. 1293: Siglutré E/þorz- TVeir leik- ir í fyrstu deild karla í kvöld klukkan 18.30 fara fram tveir leikir í fyrstu deild karla í knattspymu. Breiðablik keppir við Fram og Grmdavík fær KR í heimsókn. Þá verða í dag klukkan 18 úslitaleikirnir í tvíliðaleik karla og kvenna á fslandsmótinu í tennis. Leikirnar fara fram á tennisvöllum TFK við Dalsmára. Skák Frá opnu móti í Kaupmannahöfn fyrr í sumar. Rene Libeau hefur hvítt í stöð- unni gegn Martin Olesen og lætur nú kné fylgja kviði, enda hsfur hann stillt upp vænlegri sóknarstöðu: I 1 Á ii A 1 AW if £ il £>s A A A A <á>S ABCDEFGH 21. Bxg6! fxg6 22. Hxg6 + ! Rxg6 23. Dxg6 + Kf8 24. Hd4 Dxd4. Svartur verður að láta drottninguna af hendi en það er skammgóður vermir. 25. Rxd4 Bd7 26. h5 b4 27. h6 og svartur gafst upp. Jón L. Árnason Bridge A síðasta ári kom það í fyrsta sinn fyrir að sveit frá New York vann sigur á „Grand National Teams“ sveitakeppn- inni í Bandaríkjunum. Fyrir stuttu tapaði sama sveit fyrir annarri sveit sem var mynduð og skipulögð aðeins nokkrum klukkustundum fyrir byrjun leiksins. Sveitin, sem hafði sigur í þeirri viður- eign, var skipuð Brian Glubok, Jim Ros- enbloom, Mike Radin, Pakistananum Zia Mahmood, Kínverjanum Chang og ísrae- lanum Sam Lev. Hér er stærsta sveiflu- sphiö í leiknum þar sem Glubok og Chang fundu besta sámninginn. Sagnir gengu þannig, suður gjafari og alhr á hættu: ♦ ÁG 9 Á108653 ♦ K + ÁD64 * 108653 9 G72 ♦ 54 + G32 * D942 9 97 ♦ D97 + 10985 * K7 9 KD ♦ ÁG108632 + K7 Suöur Vestur Norður Austur 1 G Pass 2+ Pass 2* Pass 2» Pass 3* Pass 4+ Pass 4f Pass 4 G Pass S9 Pass 7 G p/h Glubok og Chang notuðu sagnkerfi þar sem opnun á einu grandi lofaði 19-20 jafn- skiptum punktum. Chang ákvað að lang- liturinn í tígli bætti upp punktafæðina. Tvö lauf var geimkrafa og síðan tókst þeim félögum að þróa sagnir alla leið upp í 7 grönd sem augljóslega er besti samn- ingurinn. Nægilegt er að annar hvor rauöu litanna brotni til þess að sá samn- ingur standi. Sjö hjörtu er næstbesti samningur og getiu1 jafnvel staðið með trompbragði ef vestur á gosann fjórða. New York sveitin hafnaði hins vegar i 7 tíglum á hinu borðinu, versti samningur- inn af þeim þremur. Sá samningur var illvinnanlegur í þessari legu og sveit Glu- boks græddi 20 impa á spilinu.' ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.