Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1995, Qupperneq 5
FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995
5
Fréttir
Bretar vilja skrásetja vörumerkið „IcelancT 1 Bandaríkjunum:
„Þekkt af sum-
um sem ísland“
- segir meðal annars 1 skráningarumsókn fyrirtækisins
Vöruhúsakeðja, sem starfað hef-
ur undir heitinu Iceland Frozen
Foods í Bretlandi í nokkur ár, hefur
sótt um að fá vörumerkið skráð
einnig í Bandaríkjunum. Skrifstofa
Útflutningsráðs í Bandaríkjunum
hefur komið mótmælum á fram-
færi viö bandarísk yfirvöld þar sem
þetta vörumerki er talið skemma
markaðssetningu íslenskra fyrir-
tækja erlendis, t.d fyrir Sölumið-
stöð hraðfrystihúsanna, íslenskar
sjávarafurðir og íslenskt marfang.
Þau munu reyndar vera hikandi
að leggja fram formleg mótmæli
þar sem vöruhúsakeðjan kaupir
talsvert magn af íslenskum fiski í
Bretlandi til frekari úrvinnslu.
Vöruhúsakeðjan selur frosnar vör-
ur úr sjávar- og landbúnaðarafurð-
um og hefur gert síðan 1970. Fyrir-
tækið er einnig komið í sölu á
tölvuhugbúnaði.
í umsókn um skráningu vöru-
merkisins í Bandaríkjunum, sem
DV hefur undir höndum, skrifa
forráðamenn Iceland Frozen Foods
nokkurra lína rökstuðning fyrir
því af hverju þeir vilja nota vöru-
merkið „Iceland". Taka þeir skýrt
fram að þeir eigi ekki við landið
ísland, sem á enskri tungu nefnist
Iceland. í umsókninni stendur
m.a.:
„Landsvæðið, þekkt af sumum
sem ísland, er afskekkt eyja í Norð-
ur-Atlantshafinu milli Grænlands
og Skandinavíu. Það er ekkert sem
bendir til þess að viðskiptavinir
okkar haldi að vörur okkar og
þjónusta eigi uppruna sinn í ein-
hverju landfræðilegu svæði, þ.e.
íslandi. Það er erfitt að ímynda sér
að landfræðilega svæðið, þekkt
sem ísland, geti komið upp í huga
viðskiptavina okkar þar sem landið
er afskekkt og ólíkleg staðsetning
vegna notkunar á vörumerki, ekki
síst ef varan tengist mat og tölvu-
hugbúnaði."
Vöruhúsakeðjan segist nota „Ice-
land“ til að leggja áherslu á að fyr-
irtækið selji frosnar vörur. í um-
sókninni segir enn fremur:
„Vörumerkið ísland hefur fleiri
merkingar, eins og „íslandsmosi",
sem er neysluhæf flétta og inni-
heldur sterkju líkt og notuð er í
lyfjaframleiöslu."
-bjb
Umsókn Iceland Frozen Foods í Bandaríkjunum:
Trúi því ekki
að þetta gerist
- segir sölumaður hjá íslensku marfangi hf.
„Eg vil bara ekki trúa því aö fyr-
irtækið fái þetta vörumerki skráð.
Það myndi að sjálfsögðu skemma
fyrir markaðssetningu okkar og
annarra íslenskra útflytjenda í
Bandaríkjunum," sagði Björn Ól-
afsson, sölumaður hjá Islensku
marfangi hf„ sem flutt hefur út
sjávarafurðir til Bandaríkjanna til
margra ára undir vörumerkinu
Icelandic Waters.
Björn sagði það ótrúlegt ef fyrir-
tæki með breskan uppruna gæti
fengið vörumerkið Iceland skráð,
þá heföu bandarísk lög eitthvað
breyst.
íslenskar sjávarafurðir hf. starf-
rækja verksmiðju í Bandaríkjun-
um og selja þar fisk undir vöru-
merkinu Icelandic Seafood.
Sæmundur Guðmundsson, að-
stoðarforstjóri íslenskra sjávaraf-
urða, hafði ekki heyrt af þessari
umsókn Iceland Frozen Foods, IFF,
þegar DV hafði samband við hann.
Hann sagði að fyrirtækið myndi
vissulega fylgjast með afgreiðslu
umsóknarinnar en vildi að öðru
leyti ekki tjá sig frekar fyrr en niö-
urstaða væri komin. Hann sagði
að íslenskar sjávarafurðir ættu
einhver viðskipti við IFF í Bret-
landi en þau væru óveruleg.
Ekki náðist í gær í forráðamenn
Sölumiöstöðvar hraðfrystihúsanna
sem nota vörumerkið Icelandic
Freezing Plants á erlendum mörk-
uðum þótt verksmiðjan í Banda-
ríkjunum nefnist Coldwater Seafo-
od.
-bjb
II
Lögreglan i Hólmavilt fékk til- að um var að ræða hitamæli sem
kynningu um torkcnnilcgan hlut í kafbátar nota til þess aö mæla sjáv-
fjöru skammt frá Hólmavík ,sem arhita. Ekki sýndist mönnum mæl-
talið var að gæti verið sprengjá. irinn geta komið að notum og því
Þegar betur var að gáð kom í ljós 1 varhonumhentí ruslið. -sv
Fimmfaldur 1. vinningur!
1. vinningur stefnir í
20 milljónir króna
Nú cr að
nota
tíEkifíenð!
- Leikur einn!
Fáðu þér miða fyrir kl. 20.20 á laugardaginn.
Nú hefur verið opnað fyrir
800-númer til Bandaríkjanna
Talsímaþjónusta Pósts og síma er sjálfvirk um allt land og að auki til
202 annarra landa. Hún er mest notaða þjónusta okkar.
Nú hðfum við gert samkomulag um að opnað verði fyrir hringingar
héðan í græn númer í Bandaríkjunum sem kallast 800-númer.
Mörg bandarísk fyrirtæki auglýsa einungis 800-númer sem ekki hefur
verið hægt að hringja í frá íslandi fyrr en nú.
Við vekjum athygli á því að þessi símtöl eru ekki gjaldfrjáls, þau
greiðast að fullu af þeim sem hringir.
PÓSTUR OG SÍMI