Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1995, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995
Fréttir
Samningur OZ hf. við stórfyrirtækið Microsoft:
Reiknilíkön sem líkja
eftir náttúrufyrirbærum
nánast sem þaö væri deild í Micro-
soft. Fóru samskiptin fram í gegnum
Internetið þannig að fjarlægðin frá
Bandaríkjunum skipti litlu máli,
ekki fremur en timamismunurinn
því vinna OZ fór mikið fram á kvöld-
in og nóttunni. Einnig kom Internet-
ið að góðum notum þegar hugbúnað-
urinn var prófaður af þijú til fjögur
hundruö aðilum víðs vegar um heim-
inn. Er gallar komu fram voru þeir
jafnvel leiðréttir á innan viö klukku-
tíma.
Hugbúnaður sem þessi er notaður
við kvikmyndagerð. Er Soft Image
3D t.d. notað af bandaríska fyrirtæk-
inu Industrial Light and Magic sem
bjó til risaeðlumar í myndinni Ju-
rassic Park, grímuna í The Mask og
draugana í Casper. Aðrir notendur
eru t.d. Nintendo, Sega, Disney, Ford
og Sony.
Nú vinnur OZ hf. að fleiri áferðum
fyrir Microsoft þótt ekki hafi verið
enn skrifað undir samning þess efn-
is. Er þar um að ræða flóknari nátt-
úrufyrirbæri eins og t.d. reyk, þoku
ogeld. -GJ
Forritarar OZ hf. sem unnu að verkefni sem nú hefur skilað fyrirtækinu samningi við hið heimsþekkta hugbúnaðar-
fyrirtæki Microsoft. Frá vinstri Halldór Fannar Guðjónsson, Hálfdan Ingvarsson og Kristján Valur Jónsson.
Microsoft, fyrirtæki ríkasta manns í
heimi, Bill Gates, dreifir nú hugbún-
aði sem forritaður var af íslenska
fyrirtækinu OZ hf. Um er að ræða
safn af reiknilíkönum sem herma
eftir hinum margvislegu náttúrufyr-
irbærum og eru þau seld sem hluti
af hönnunarkerfinu Soft Image 3D.
Inni í því er reikniverk til að búa til
myndir og notast það við um tuttugu
reiknilíkön OZ hf. Reiknilíkönin,
sem kallast „áferðir", bera öll nöfn
OZ og hefur þessi samningur við
Microsoft því mjög mikið gildi við
kynningu á OZ hf. á erlendum mark-
aði.
Guðjón Már Guöjónsson hjá OZ hf.
vill ekki tjá sig um hve miklum pen-
ingum samningurinn skilar fyrir-
tækinu en leggur áherslu á að aöalá-
góðinn felist í kynningu á því. Segir
Guðjón það gott að hafa náð þessum
samningi við Microsoft þar sem það
reyni að halda allri kunnáttu sinni
hjá sér og semji sjaldan við verk-
taka. Ástæðan fyrir samningnum var
sú að Microsoft bjó ekki yfir nauð-
synlegri þekkingu en OZ hefur unnið
að þessu í þrjú ár. OZ veðjaöi því á
réttan hest fyrir þremur árum.
Áferðirnar eru t.d. OZ Water, sem
hermir eftir vatni, OZ Wood, sem
hermir eftir viði, og OZ Atmosphere
sem líkir eftir lofthjúp. Eru áferðim-
ar unnar úr eðlisfræðilegiun líkön-
um sem lýsa viðkomandi fyrirbæri
og eru helstu atriði dregin fram og
einfölduð í þeim tilgangi að láta for-
ritið reikna sem hraðast eftir þeim.
Dæmi um áferð er ein sem líkir
eftir sólarupprás. Þar er hægt að
stilla hæð skýja og fleira þannig að
forritið teiknar mynd eftir fyrirmæl-
unum.
Notað við kvikmyndagerð
Verkefninu var stjómað af Krist-
jáni Val Jónssyni og með honum
unnu Hálfdan Ingvarsson og Halldór
Fannar Guðjónsson. Vann OZ verkið
Þessi mynd var unnin meó reiknilikani OZ hf. sem likir eftir sólarupprás.
Á íslandi er best
Morgunblaðið birti um helgina at-
hyglisverða samantekt um lífskjör
í allmörgum löndum. Frá því er
skemmst að segja að niðurstaða
þessarar könnunar er sú aö lífs-
kjörin á íslandi em talin slökust.
Er þá bæði tekið tillit til launa,
skatta, framfærslu og viöurværis
venjulegrar fjölskyldu.
Á íslandi em launin lægst og
skattamir hæstir. Ráðstöfunar-
tekjur em þar af leiðandi minnstar
og versna eftir því sem ofar dreg-
ur. Jaðarskattar koma í veg fyrir
að fólk geti bætt við sig tekjum,
þótt þaö afli meiri launa, vegna
þess að skattkerfið sér um að hirða
viöbótina.
Morgunblaðið er hins vegar heið-
arlegt blað og leggur þessar niður-
stöður sínar fyrir sérfræðing í fjár-
málaráöuneytinu, sem fylgist
grannt með lífskjörum á íslandi,
vegna þess að það er stefna stjórn-
valda að koma í veg fyrir að lífs-
kjörin verði betri án þess að al-
menningur geri sér grein fyrir því.
Þess vegna veröur að hafa gott eft-
irlit með því að lífskjörin standi í
stað, enda þótt laun hækki við og
við.
Sérfræðingur fjármálaráöuneyt-
isms er þeirrar skoðunar að þetta
sé í sjálfu sér ágæt könnun hjá
Morgunblaðinu og hann fellst í
hjarta sínu á niðurstöðuna án þess
að vilja viðurkenna hana, vegna
þess að það er stefna stjómvalda
að halda lífskjörunum niðri án þess
að fólk taki eftir því.
Sérfræðingurinn segir aö hafa
verði fyrirvara á þessari könnun.
Þeir fyrirvarar era fólgnir í því að
laun em að vísu lægri hér en ann-
ars staðar og verðlag er hærra hér
en annars staöar og skattar séu
alla jafna hærri hér en annars stað-
ar en menn megi ekki gleyma því
að ríkið geri margt fyrir fólk fyrir
skattana. Rikið greiðir vaxtabætur
og bamabætur og sjómannaafslátt
og hlutaíjárafslátt og ef fólk skuld-
ar nógu mikið og á nógu mörg böm
á framfæri og kaupir nógu mikið
af hlutabréfum þá batna lífskjörin
verulega.
Þá má heldur ekki gleyma því að
heilbrigðiskerfið hér á landi er
nánast frítt, þannig að ef fólk veik-
ist nógu oft og nógu mikið græðir
það umtalsverðar upphæðir sem
verður að taka með í reikninginn.
Sérfræðingurinn segir að Islend-
ingar eigi ekki að gera slíkar kann-
anir sjálfir því þeir nái engri heild-
armynd af lífskjömm sínum og þaö
sé betra að lesa skýrslur OECD,
sem viti miklu meira um lífskjör á
íslandi heldur en íslendingar sjálf-
ir.
Auðvitað em launin lág, segjr
sérfræðingurinn og auövitað em
skattar háir og verðlag hátt, bætir
hann við. En það er bara ekki sama
við hvað er miðað. í Morgunblað-
inu er miðað við verkamannaíjöl-
skyldu með eina fyrirvinnu og tvö
böm en þessi fjölskylda er ekki
marktæk og þess vegna er könnun-
in ekki marktæk og sýnir ekki ann-
að en það eitt að skattar fela í sér
meiri tekjujöfnun hér á landi en í
öðrum löndum. íslendingar vita
þess vegna ekki hvað þeir hafa þaö
í rauninni gott miðað við allt og
allt ef tekin er rétt fjölskylda og
leitað í skýrslur OECD.
Að mati sérfræðingsins er viðm-
iðunaríjölskyldan sú sem skuldar
og er með bamaómegð og veikist
mikið og hefur tvær fyrirvinnur
og böm sem selja blöð og fjölskyld-
an öll hefur efni á því að kaupa
hlutabréf í stómm stíl og þá lækka
skattamir og vaxtabætur og bama-
bætur bæta framfærsluna og þá
haldast þjóðartekjur í hendur við
kaupmáttinn og meira er ekki hægt
aö fara fram á.
Auðvitað mættu launin vera
hærri, en það er ekki við fjármála-
ráðuneytið að sakast í þeim efnum
og þá verða menn að muna að laun-
in eru ekki hærri af því að þjóðfé-
lagið verður að hafa eitthvað á
milli handanna til að geta gert eitt-
hvað fyrir launafólkið sem er með
litlar tekjur til aö launafólkið hafi
sæmileg lífskjör.
Með sköttunum og bótunum og
með því að halda laununum niöri,
hefur tekist að bæta lífskjörin á
íslandi og við komum alls ekki illa
út, ef menn taka mark á OECD en
ekki sinni eigin buddu. Þetta verð
menn að hafa í huga. Það eru fyrir-
vararnir sem skipta máli. Það er
fyrirvaramir sem ráða lífskjömn-
um, ekki launin eða verðlagiö eða
skattamir. Svoleiðis hlutir era af-
stæðir.
Dagfari