Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1995, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 13 Hringiðan Hetjur hvundagsins Ungir sem aldnir lögöu leiö sína upp á Esju á sunnudaginn en þá stóð Hjálp- arsveit skáta í Reykjavík fyrir árlegum Esjudegi. Vel á annað þúsund manns lagði á þrattann upp frá Mógilsá, yngstu bömin í burðarstól á baki foreldr- anna en þeir elstu með staf sér til stuðnings. Þrátt fyrir úrkomu og hálan jarðveginn komust allir heilu og höldnu frá þessu skemmtilega ævintýri og eiga hetjurnar sem komust alla leið upp á Þverfellshorn í vændum að fá sent viðurkenningarskjal frá skátunum. DV-mynd ÞÖK Kökur og fínirí í Borgarleikhúsi Sonja Marsibil, Katrína Hildur og Vera Dögg fengu kökur og gos í tilefni af 50 ára afmæh Línu Langsokks í opnu húsi í Borgarleikhúsinu á laugárdag- inn. Þar var mikið um að vera og fólk fékk að horfa á æfmgar á leikritum sem setja á upp í vetur. Frumsýning í Lindarbæ Egill Ingibergs skartaði þessum forláta hatti þegar hann ásamt Eddu Björgu mætti til frumsýningar á verki Maxíms Gorkís, í djúpi daganna, í Lindarbæ á fóstudagskvöldið. Bælt líf á Laugavegi Félagar í Leikfélaginu Leyndir draumar marséruðu niður Lauga- veginn á löngum laugardegi og aug- lýstu þannig leikritið „Mitt bælda hf eða köttur Schrödingers" eftir Hlín Agnarsdóttur sem þau eru að sýna umþessarmundir. DV-myndTJ Tælandi tilboð á löngum laugardegi Verslanaeigendur við Laugaveginn nýttu góða veðrið á laugardaginn og settu vörur út á götu þar sem fólk gat skoðað í rólegheitum. Rut Reginalds fann ábygghega eitthvað á þessari slá enda fréistandi tilboð í gangi. kynnir nýtt símanúmer 550 5000 JimmJimmtíu Jimmþúsund Fréttaskot 550 5555 Síminn sem aldrei sefur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.