Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1995, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 Menning / Bfl JkUMiiAJL JL g-t., ; Ivlcngi vl alraiTI meðBamakór Grensáskirkju Sjötta starfs- ár Barnakórs Grensáskirkju hefst 1 Margrét Pálmadóttir hefur veriö endurráðin stjórnandi kórsins en hún stofnaði hann á sínum tíma. Undirleikarar í vetur veröa David Knowles Játvarðs- son og Árni Amibjarnarson. Kórinn starfar í tveimur deild- um auk byrjendaíræðslu og tekur þátt í guðþjónustum, auk þess að haida reglulega tónleika á að- ventu og á vorin. Æfingadagar verða áfram á laugardagsmorgn- um og síðdegis á þriðjudögum. Listvinaferðiil Kaupmanna- hafnar Dagana 15. til 18. september nk. bjóða Samvinnuferðir-Landsýn upp á sérstaka ferö til Kaup- mannahafnar fyrir listáhugafólk. Fararstjóri verður Pétur Gunn- arsson, Galleri Borg. Hægt verð- ur aö fara á söngleiki, leikrit, málverkasýningar, málverka- uppboð og kvikmyndahátíö, Co- penhagen Fiim Festival. Ljóðabókin Samfella Bókaútgáfan Fjölvi hefur gefið út ljóða- bókina Sam- feliu eftir Stein- þór Jóhanns- son. Þetta er fimmta ljóða- bók skáldsins en Steinþór er borinn og bam- fæddur Kópavogsbúí. Hann starf- ar dags daglega sem húsgagna- meistari. í tilkynningu frá Fjölva segir m.a.: „I nýju ljóðabókinni tekst skáldið sterklega á við samneyti kynjanna. Þaö sem einkennír Steinþór er karimannlegur kraft- ur. Hann er kröftugur líkamlega og hugrænt einkennast fjóð hans af sterkum sigurviija karimanns- ins.“ Bókin er að mestu samin á Spáni en þar dvaldist Steinþór sumarið 1993. Daði Guðbjörnsson listmáiari gerði kápuskreytíngu. Áköldum klaka íEdinborg Kvikmynd Friöriks Þórs Frið- rikssonar, Á köidum klaka eða Cold Fever, bar sigur úr býtum i keppninni um Rosebud-verö- launin á alþjóðlegu kvikmynda- hátiðinni í Edinborg sem haldin var nýlega. Það voru hinir heims- frægu leikstjórar Joel og Ethan Coen sem aflientu verðlaunin en kvikmynd Friðriks deildi verð- laununum með bresku myndinni The Young Poisoner’s Handbook eftir Benjamin Ross. í greinargerð dómnefndar fær Friðrik Þór verðlaunin fyrir „mystíska vegamynd um undan- komu sem ber vitni um hrein- ræktaða kvikmyndalist." Bók meðselló- dúettum Tónar og steinar hafa gefiö út bók með ffumsömdum lögum fyrir selló eftir Elías Daviðsson. Bókin er ætluö sellónemendum á fyrstu árunum. Þetta er fýrsta bók sinnar tegundar hér á iandi. Hún var samin að áeggjan Gunn- ars Kvarans sellóleikara. -bjb Starfsemi Þjóðleikhússins fyrir komandi leikár hófst formlega í gær. Þá komu saman leikarar og starfsmenn leik- hússins og stilltu sér upp í myndatöku fyrir Ijósmyndara. DV-mynd BG 12 leikverk frumsýnd í Þjóðleikhúsinu í vetur: Glæsilegtval - segir Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri „Við erum glöð og ánægð yfir að vera komin til starfa eftir fríið. Að okkar mati erum við með glæsilegt og metnaðarfullt verkefnaval og frumsýnum 12 ný verk á þremur sviðum,“ sagði Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri við DV en starfsemi komandi leikárs hófst formlega í gær. Á Stóra sviðinu verða frumsýnd 6 verk, 3 á Smíðaverkstæðinu og 3 á Litla sviðinu. Með gríðarlega sterkan leikhóp Stefán sagði verkefnavalið fjöl- breytt því þama væru íslensk og er- lend verk, ný og sígild og gamansöm og átakamikil. „Það sem einkennir starfið hér er að við erum með gríðarlega sterkan leikhóp. Við vonumst því til þess að geta komið þessum ágætu verkum skemmtilega yfir til áhorfendanna. Við höfum fylgt og fylgjum þeirri stefnu að vera með fjölbreytni í verk- efnavali. Stórt leikhús í eigu þjóöar- innar getur ekki verið með einstefnu. Til að geta staðið undir breiddinni þarf fjölhæfa og sterka leikara. Það er gæfa þessa húss,“ sagði Stefán. Þrjú íslensk verk Þrjú íslensk leikverk verða frum- sýnd ívetur. Fyrst er það Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson í lok þessa mánaðar. Um er að ræða lífleg- an söngleik sem byggist á þroska- sögu ungs manns í vesturbænum í byrjun sjöunda áratugarins. Leik- stjóri er Þórhallur Sigurðsson og alls taka um 30 manns þátt í uppfærsl- unni. Skáldsagan Tröllakirkja eftir Ólaf Gunnarsson hefur verið færð í leik- rænan búning af Þórunni Sigurðar- dóttur. Leikstjóri er einnig Þórhallur Sigurðsson en fmmsýning verður í mars á næsta ári. Þá veröur í fyrsta sinn sett úpp leikrit eftir Karl Agúst Úlfsson sem nefnist Hvítamyrkur. Verkiö verður frumsýnt næsta vor en sagan gerist á litlu hóteli í ís- lensku sjávarplássi. Meðal sígildra verka í Þjóðleikhús- inu í vetur verða Kardemommubær- inn eftir Thorbjörn Egner, Don Juan eftir Moliére, Leitt hún skyldi vera skækja eftir John Ford og Sem yður þóknast eftir Wilham Shakespeare. Af nýjum verkum má nefna Glerbrot eftir Árthur Miller, Leigjandinn eftir Simon Burke og Kirkjugarðsklúbb- urinn eftir Ivan Menchell. Stakkaskipti, Taktu lagið, Lóa! og Lofthræddi öminn hann Örvar verðaáframsýndívetur. -bjb Leikárið að heijast hjá Leikfélagi Akureyrar: Blóði drif inn Drakúla greif i - verður fyrsta verkefni leikársins Leikstjóri, leikarar og annaó starfsfólk Leikfélags Akureyrar fyrir utan Sam- komuhúsið, tilbúið í slaginn fyrir leikárið 1995-1996. Leikfélag Akureyrar, LA, hefur hafið leikárið 1995-1996. Æfingar em byrjaðar á fyrsta stóra verkefninu sem verður fmmsýnt 13. október nk. Það er leikritiö Drakúla, byggt á sögu írans Brams Stokers en leikgerðina gerði Michael Scott sérstaklega fyrir LA. Scott er jafnfram leikstjóri sýn- ingarinnar en hún verður hluti írskrar menningarhátíðar á Akur- eyri í haust. Drakúla fjallar sem kunnugt er um blóðþyrstan samnefndan greifa. Þess er minnst um víða veröld í ár að 100 ár eru liðin síðan þessi fræga saga kom fyrst út. Leikmynd og búninga gerir annar ungur íri, Paul McCau- ley. Fastráðnir leikarar LA fara með helstu hlutverk, þau Valdimar Öm Flygenring, Skúli Gautason, Guð- mundur Haraldsson, Sunna Borg, Rósa Guðný Þórsdóttir, Aðalsteinn Bergdal. Að auki leika Sigurður Karlsson, gestaleikari frá LR, Berg- ljót Arnalds og Viðar Eggertsson leikhússtjóri í Drakúla. Jólaleikrit LA verður Sporvagninn Gimd eftir Tennessee Wilhams í leikstjóm Hauks J. Gunnarssonar. Sporvagninn verður frumsýndur á þriðja dag jóla, 27. desember nk. Nýr gamanleikur sýndur næsta vor Eftir áramót, eða nánar tiltekið 29. mars, verður frumsýndur nýr ís- lenskur gamanleikur eftir þá Kjartan Ragnarsson og Einar Kárason. Þá þarf varla að kynna fyrir leikhús- og bókmenntaunnendum en þeir hafa aldrei áöur skrifað saman leikrit. Hins vegar vann Kjartan leikgerö á sögu Einars, Þar sem djöflaeyjan rís, fyrir LA á síðasta leikári við gífurleg- ar vinsældir. í þessu nýja leikverki kveður við nýjan tón en þar er farið fimum höndum um ýmis þekkt klúð- ursmál í íslensku samfélagi á okkar tímum. Verkið hefur ekki hlotið end- anlegt nafn en vinnuheiti er Heima er best. Samstarf um barnasýningar Leikfélagið hefur efnt til samstarfs við þrjú leikhús um að cýna barna- sýningar 1 Samkomuhúsinu í vetur. Þetta eru Möguleikhúsið, Þjóðleik- húsið og Furðuleikhúsið. Það síðast- nefnda mun frumsýna nýtt íslenskt leikrit eftir Sigrúnu Eldjárn, Bé tveir, sem frumsýnt verður 16. september nk. í samráði við LA. Möguleikhúsið mun sýna Ævintýrabókina eftir Pét- ur Eggerz og Þjóðleikhúsið verður með Lofthrædda örninn hann Örvar. -bjb Davíó Stefánsson, Ljódasaf n Dav- íðsínýjum bún- ingihjáVöku- Helgafelli Vaka-Helga- fell hefur gefið út Ljóðasafn Davíðs Stefáns- sonar frá Fagraskógi í fjórum bindum í tileíhi af ald- arafmæli skáldsins á þessu ári. Heildar- ljóðasain Davíðs hefur verið ófá- anlegt um skeið en er nú gefið út í nýjum búningi í gjafaöskju. í safninu eru prentaðar allar tíu ljóðabækur skáldsins, allt frá fyrstu bókinni, Svörtum íjöðrum, sem út kom árið 1919 til Siðustu Ijóöa en sú bók var gefin út að Davíð látnum árið 1966. Gunnar Stefánsson bók- menntaffæðingur ritar inngang að Ljóöasafni Davíðs Stefánsson- ar og segir þar m.a.: „Skáldskap- ur Davíðs talar beint til hjartans, þess vegna mun hann lifa. Hann túlkar vafningalaust hiö frum- læga lífsyndi, gleðina að vera til.“ Bryndis Halla, Mona og Auður i Trio Nordica. Geislaplatamed Trio Nordica Nýlega kom út geislaplata með Trio Nordica, þeim Auði Haf- steinsdóttur fiðluleikara, Bryn- dísi Höllu Gylfadóttur sellóleik- ara og Monu Sandström píanó- leikara. Á plötunni er leikin róm- antisk tónlist eftir Clöru Schu- mann, Franz Berwald og Felix Mendelssohn. Trio Nordica var stofnað 1993 og hefur leikið viðs vegar í Evrópu og Bandaríkjun- um viö frábærar undirtektir. Fyrstabók Mundu Pálínar Munda Pálin Enoksdóttir að Sogni í Ölfusi hefur gefið út Ijóöa- bókina Ljúfu ijós. Þetta er fyrsta bók höfundar, íjölrituö i 200 ein- tökum hjá Prentseli á Selfossi. Bókin er til sölu í Bókabúð Grindavíkur. Tranan og furu- tréófrá KÍM Kínversk-íslenska menningar- félagið, KÍM, hefur gefið út geisla- plötuna Tranan og furutréð, kin- versk tónlist undir sindrandi norðurljósum. Á plötunni eru 14 kínversk verk og þrjú íslensk lög sem kínverskir tónlistarmenn, sem sótt hafa ísland heim í boði KÍM, hafa hljóðritað fyrir Ríkis- útvarpið. Arnþór Helgason sá um val á tónlist. Hreinn Valdimars- son og Gísli Helgason bjuggu frumbönd til útgáfu. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.