Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1995, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1995, Síða 23
ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 23 Verslun Str. 44-60. Meiri lækkun á útsölu- vörum. Tilboð á gallabuxum til 16. sept., kr. 5.900. Stóri Listinn, Baldursgötu 32, sími 562 2335. Útsala á gosbrunnum og garöstyttum meóan birgóir endast, faUeg og vönduð vara. Póstsendum. Víkurvagnar, Síðu- miíla 19, sími 568 4911. Hitaveitur, vatnsveitur: Þýskir rennslismælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís s/f, símar 567 1130, 566 7418 og 853 6270. Jig! Kerrur bremsukerfi. EvrópustaðaU. Hand- bremsa, öryggisbremsa. Allir hlutir til kerrusmiða. Víkurvagnar, Síóumúla 19, sími 568 4911. Jgg Bilartílsölu Camaro Z28, árg. ‘84, til sölu, 305, 4 hólfa blöndungur, rafmagn í öUu, T-toppur, lítur vel út, sjálfskiptur, skipti athugandi. Veró 650 þús. GÍóður staðgreiðsluafsláttur. Upplýsingar í síma 562 3070. Ford Econoline ‘80. Þessi gæðingur er til sölu, óryðgaður og útlitsvænn. Innréttaóur sem húsbfll. Veró 480 þús., einhver skipti koma til greina. Uppl. í síma 565 4195. Guðjón. J$ Skemmtanir Sjóstangaveiöi meö Eldingu II. Bjóðum upp á 3ja-4ra tíma skoðunar- og veióiferðir þegar þér hentar. Ævintýraferó fyrir smærri hópa, t.d. starfsmannafélög, saumaklúbba eða fyrirtæki. Pöntunarsimar 431 4175 og 853 4030. Jesper Thilo gladdi íslenska djassunnendur á opnunardegi RúRek- hátíðarinnar á sunnudag. Danskir tenórjöfrar í Kjallaranum Djass Arsæll Másson - Bent Jædig og Jesper Thilo Þeir Jesper Tlúlo og Bent Jædig blésu inn RúRek-hátíðina á sunnudag, en voru svo mættir um kvöldið í Þjóðleikhúskjallarann með sömu „besetn- ingu“ og fyrr um daginn, Eyþór Gunnarsson á píanóinu, Tómas R. Einars- son á bassa og svo Einar Valur Scheving við trommusettið. Þeir eru báð- ir aldir upp við gömlu swingmeistarana, og sennilega hefur Ben Webster sett sitt mark á alla danska tenórista á þessum aldri; Jesper Thilo er 6 árum yngri en Jædig, sem verður sextugur í næsta mánuði. Töluverður munur er samt á spili þeirra, Jesper hefur skærari tón, reglulegar fraseringar og er geysi- lega lipur. Bent hefur dekkri tón og spilar ekki eins beint af augum. Efnisskrá þeirra var sveiíla og bebop, ög allt spilað á mjög hefð- ' bundinn máta, en óvenjufallega og afslappað. Þeir byrjuðu á blús pftir Eddie Davis, og síðan Antropology Parkers þar á eftir. Jesper stjórnaöi hljómsveitinni og sá um kynningar sem voru bráðsmellnar og gerðu sitt til að auka á þá góðu stemmingu sem ríkti á staðnum. Hann skaut líka gjarnan inn tilvitnunum í sólóin (Hot House, Rhapsody in Blúe o.fl.) á húmorískan máta. Samspil þeirra Dananna var með ágætum, enda ekki allsendis óvanir að spila saman, en þeir spiluðu saman í kvintett upp úr 1960. Bent Jædig blés einn hið gullfallega lag eftir Fisher og Segal, When Sunny Gets Blue, seiðandi og snoturlega gert. Doxy höfðu þeir spilað viö opnunina og gerðu það aftur um kvöldið, bara enn betur, nú var Einar Valur á burstunum og sólóin voru hvert öðru betra. Ég hygg samt að Body and Soul hafi verið hápunktur kvöldsins, en blástur Jespers í því var framúrskarandi. Sem fyrri daginn stóðu okkar menn sig með prýði; þeir spila með hverjum sem er hvaða stíltegund sem er, eins og geggjar- ar hafa oft fengið að heyra. Kvintettinn gaf svo kost á einu. aukalagi, Blue Monk, sem rýnir hélt að hann væri búinn að fá meira en nóg af í gegnum tíðina, en þeir blésu það hreint dásamlega fallega. Þaö er óhætt að segja að afmælishátíðin hafi farið vel af stað með þessum tónleikum. Á NÆSTA SÖLUSTAÐ Merming Litbrigði fjallshlíðanna Guðrún Kristjánsdóttir 1 Gerðarsafni Fjöll hafa verið hérlendum listamönnum ótæmandi uppspretta og sá sjóður sem þeir vildu e.t.v. síst vera án. Guðrún Kristjánsdóttir hefur á undanfornum árum þróað allsérstaka fjallasýn þar sem einfaldleikinn er í fyrirrúmi. Á sýningu hennar á síðasta ári á Sóloni íslandus voru fjöllin orðin laus frá himni og hafi og lifðu sjálfstæðu lífi á veggjum salarins. Þannig bjó listakonan úr þeim eins konar gimsteina sem höfðu þegar slípast hjá henni um margra ára bil. Á sýningu þeirri sem Guðrún hefur nú sett upp í Gerðarsafni í Kópavogi hverfur hún aftur á vit tvívíddar strigans og bregður heilli fjallshiíö inn í blindrammann. Kraftmikil og fersk verk Á sýningunni eru alls nítján málverk, meirihlutinn í stærri kantinum og öll unnin á þessu ári og því síðasta. Þau verk sem Guðrún hefur unnið í stærðinni 170x275 sm koma langsamlega best út á sýningunni, sem þó er tiltölulega jöfn og með góðan Myndlist Ólafur J. Engilbertsson heildarsvip. Verkin númer eitt til sex taka yfir heilan sal og er þar um að ræða afar vel heppnaða inn- setningu. Verkin hafa hvert sinn náttúrulega grunntón sem hefur til að bera ríkulega áferð og mörg lit- brigði. Dýpt hlíðanna nær víðast hvar að vera sannfærandi, einkum þó i þessum stærstu verkum. Birtan á hinum ýmsu tímum sólarhrings, litir árstíðanna, leysingar, fyrstu snjóar og þoka eru meðal þeirra viðfangs- efna sem Guðrún tekur sér hér fyrir hendur og leysir á þann hátt í stærstu verkunum að þar er tvímælalaust um að ræða eitthvert fersk- asta og kraftmesta framlag frá hérlendum listamanni þetta sumarið. Grafískir kontrastar Þó það slái nokkuð niður í smærri verkunum á sýningunni er þar víða svipsterka fleti að finna og vel leiðandi heild. Serían frá nr. 8 til 14 virk- ar þannig vel þó svo að verkin þar sem ljóst er í grunninn plumi sig ekld eins vel og litmeiri verkin. E.t.v. er þar að nokkru um að kenna ljós- um veggnum en jafnframt er ég á því að áferðin í myndum eins og nr. 10 og 14 magni fram eintóninn í hinum verkunum í röðinni. Verk nr. 15 og 16 hanga vel saman sem par og bæta hvort annað upp. Það er greinilegt að Guðrún er á góðu róh í list sinni og hún slær á marga þá strengi sem lúta að þjóðlegri spekt. Verk hennar eru tvímælalaust íslensk en ólíkt þjóðræknismálurunum fyrr á öldinni málar hún öll veður og allar árstíð- ir. Þar í liggur krafturinn í verkum Guðrúnar. Hinir einkennandi graf- ísku kontrastar í fjöllunum, þar sem snjóa leysir aldrei að fullu, eru greinilega hennar sérgrein. Verður spennandi að fylgjast með framhald- inu. Sýning Guðrúnar í Gerðarsafni stendur til 17. september. Upphafið RúRek-djasshátíðin var sett í fimmta sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur sunnu- daginn 3. september. Guðmundur Emilsson, formaður stjórnar RúRek, hélt stutta tölu og borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, setti hátið- ina. Á þessum fyrstu tónleikum hátíðarinnar léku tveir útlendir gestir, þeir Jesper Thilo og Bent Jædig frá Danmörku. Báðir léku þeir á tenór- saxófóna og gerðu góða lukku. Um kvöldið léku þeir ásamt hljómsveit í Leikhúskjallaranum og eru þeim tónleikum gerð skil annars staðar í blað- inu. Stórsveit Reykjavíkur undir stjórn Sæbjarnar Jónssonar hóf leik sinn í Ráðhúsinu með glæsilegri salsa-útsetningu á lagi Ellingtons: „It Dont Mean a Thing, if it Ain’t Got That Swing“. Það var ekki annað hægt en að fyllast stolti yfir glæsilegum flutningi hljómsveitarinnar á þessu lagi. Önnur sem í kjölfarið sigldu voru Djass Ingvi Þór Kormáksson lítt síðri. Egill Ólafsson og Ragnar Bjamason sungu með stórsveit- inni, öruggir með sig en kannski ekki alveg búnir að læra lag Stefáns S. Stefánssonar: „Einungis fyrir djass" sem ég legg til að verði ein- kennislag hátíðarinnar í framtíðinni. Von er á geislaplötu frá Sæbirni og félögum, það verður fyrsta alvöruplatan með íslenskri stórsveit. - Þess má geta að götudjassbandið Karnivala tók á móti gestum við inn- gang Ráðhússins með líflegum lúðrablæstri. Um kvöldið lék í Kringlukrá Tríó Ólafs Stolzenwalds ásamt söngkonun- um Kristjönu Stefánsdóttur og Hjördísi Geirs og hinum léttleikandi harm- ónikuleikara Gretti Björnssyni. Tríóið skipa auk Ólafs, sem leikur á kontrabassa, hinn prýðilegi píanisti, Jóhann Kristinsson, sem litið hefur boriö á undanfarið en var fyrir nokkrum árum undirleikari hjá Sif Ragn- hildardóttur, og Gunnar Jónsson, trommari úr Karma, Hljómsveit Magn- úsar Kjartanssonar og Á tali hjá Hemma Gunn, svo maður kynni aðeins fólkið. Tríóið, ekki síst Ólafur, kom þægilega á óvart og einnig Kristjana, sem fór reglulega vel með „Love for sale“, „Summertime" og fleiri lög. Hjördís Geirs, með sinni geislandi sviðsframkomu, gerði „Can’t Give You Anything but Love“ og „One Note Samba" ágæt skil. Mikið var^Sman að því, eða þannig. Á Fógetanum í Aðalstræti var að verki Hljómsveit Kristjáns Guðmunds- sonar með fiðluleikarann Dan Cassidy á sínum snærum auk jSéirraUfns Borgars Loftssonar trommara og Einars Sigurðssonar bassaleikara. Með þeim spilaði fyrsta kastið Sigurður Jónsson á saxófón en í síðustu lögun- um tók við hin gamalkunna saxófónhetja Rúnar Georgs og hefur greini- lega engu gleymt. Hann hefur ekki getað beðiö fimmtudagsins þegar hann verður á sama stað með Kvartett Reynis Sigurðssonar. Hljómburður á- Fógetanum var til fyrirmyndar, hljómsveitin prýðileg; Dan Cassidy snjall í meira lagi á fiðluna, Kristján lipur á píanóið og ekki er hægt að kvarta undan þeim Jóni Borgari, Einari og Sigurði. „Harlem Nocturne", „Night Train" og „Sweet Georgia Brown“ voru frábær en ekki tókst að hleypa lífi í gamla fonkarann hans Zawinuls „Mercy, Mercy“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.