Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1995, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1995, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1995 Fréttir Tekin á teppið hjá forstjóra SVR fyrir að mótmæla uppsögn starfsfélaga: Gríðarleg óánægja meðal strætisvagnabílstjóra - mótmælalisti 120 vagnstjóra afhentur borgarstjóra á næstu dögum Gríöarleg óánægja er á meðal vagnstjóra Strætisvagna Reykjavík- ur, SVR, með forstjóra fyrirtækisins, Lilju Ólafsdóttur. Óánægjan snýr einkum að brottrekstri eins starfs- manns, Sigurðar Ámasonar, sem vagnstjóramir telja óréttmæta hjá forstjóranum. En Sigurður var með- al umsækjenda um forstjórastöðuna hjá SVR þegar Lilja var ráðin. Einn vagnstjóranna, María G. Andrésdóttir, ritaði kjallaragrein í DV fyrr í sumar þar sem hún gagn- rýndi brottreksturinn. Nýlega tók Lilja hana á teppið fyrir þessa grein auk þess sem María segir undirmann Liiju hafa hótað sér brottrekstri. Nöfnum vagnstjóra á mótmælaiista hefur verið safnað síðustu daga og stendur til að afhenda listann borg- arstjóra á næstu dögum. Búið er að safna nöfnum meginþorra þeirra 150 vagnstjóra sem starfa hjá SVR, eða í kringum 120 nöfnum. Verði beðinn afsökunar í yfirskrift mótmælalistans, sem afhenda á borgarstjóra, segir: „Undirritaðir starfsmenn SVR lýsa yfir mikilli óánægju og undrun með aðför forstjóra fyrirtækisins að Sig- urði Ámasyni, vagnstjóra númer 35, sem fyrirvaralaust var sagt upp störfum en Sigurður á að baki u.þ.b. 25 ára flekklausan feril hjá SVR. Við vonum að Sigurður verði beðinn af- sökunar og honum gefinn kostur á að velja sjálfur hvar hann viiji starfa." Þegar Sigurði var sagt upp störfum var það á þeim forsendum að hann væri í öðr u starfi en hann hefur einn- ig verið á Skólaskrifstofu Reykjavík- urborgar. Kollegar hans gagnrýna að honum hafi ekki verið gefið neitt val, honum hafi umsvifalaust verið sagt upp. Vagnstjóramir benda á að skömmu áður hefði öðmm k'ollega þeirra verið sagt upp þar sem hann heföi verið í tveimur.störfum en hon- um heföi verið gert að velja á milli. „Við erum fyrst og fremst að mót- mæla hvernig að brottrekstri vagn- stjórans var staðið. Hann er búinn að starfa í 25 ár hjá fyrirtækinu og vel liðinn af öllum. Állt í einu er hann tekinn á teppið og frekar en að fá gullúr þá er honum bara sagt upp,“ sagði Stefán Þorvarðarson, einn vagnstjóra SVR, við DV. Upp- sagnarfrestur Sigurðar rennur út 1. október nk. og vilja vagnstjóramir að eitthvað gerist í hans málum fyrir þann tíma. Óánægja með ummæli forstjórans Stefán sagði vagnstjóra vera ó- ánægða með ummæli forstjórans í fjölmiðlum þegar hún héldi því fram að starfsandinn væri í góðu lagi inn- an fyrirtækisins þegar hann væri það ekki. Auk þess hefói hún sagt opinberlega að hún legði áherslu á opinn stjómunarstíl og menn gætu komið sjónarmiöum sínum á fram- færi. Stefán sagði vagnstjóra ekki hafa orðið vara við þennan stjómun- arstíl, sér í lagi varðandi upplýsinga- streymi frá forstjóra til þeirra. María sagði við DV að hún hefói fljótlega eftir birtingu kjaUaragrein- arinnar í DV 22. júni sl. verið boðuð til viðtals hjá forstjóranum en hún hefði ekki tekið það í mál. Það var síðan nýlega að hún lét til leiðast eftir hótanir frá þjónustufulltrúa SVR um brottrekstur og fór á fund við Lilju. Lét hana ekki pumpa mig um eitt eða neitt „Það er lítiö hægt að segja um þann fund nema að ég lét hana ekkert pumpa mig um eitt eða neitt. Ég sagði að það stæði í greininni sem ég vildi segja, meira yrði ekki rætt. Mér fannst eins og hún hefói veríð að skamma mig fyrir að skrifa grein um sig. Ég hélt að það væri málfrelsi, ritfrelsi og skoðanafrelsi í landinu,“ sagði María. -bjb Stuttarfréttir Vijjifyivsölu Framtaksfélagið, dótturiyrir- tæki íslandsbanka, hefur ásamt Ögurvík og Frosta á Súöavík und- irritað viljayfirlýsingu um aö Frosti kaupi hlut félagsins í rækjuvinnslunni Ritur á ísafirði. Öflugrí ESB-samskipti Ólafur Ragnar Grímsson, vara- formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir að íslenskir ráða- menn verði að efia samskiptin við ESB því ella sé hætta á að Norð- menn nái þar forskoti á íslend- inga. RÚV greindi frá. Lágtverðákarfa Lágt verð er á heilfrystum karfa í Japan um þessar mundir. Vegna þessa halda framieiðendur aö sér höndum við sölu þangað. Þresking i Eyjafirði Nokkrir bændur í Eyjafirði hafa próíáö sig áfram í kornrækt með góöum árangri. Þresking hófst í vikunni og skv. Sjónvarp- inu er uppskeran mjög góð í ár. Lækkaðivexti Fiskveiöasjóöur hetur lækkaó vexti um 1% eftir aö útgerðarfyr- irtæki voru farin aö leita til ann- arra lánastofnanna. Skv. RÚV sparar þetta sjávar útveginum um 200 mUljónir á einu ári. Tveirmeðsérieyfi Tvö flugfélög telja sig hafa sér- leyfi til flugs á milli Reykjavíkur og Kulusuk á Grænlandi. Skv. RÚV ætla þau bæði aö fiúga þang- að, annað meö leyfi danskra flug- málayfirvalda en hitt með leyfi íslenskra yfirvaida. -kaa neKK lengivagnsins þeyttust á móti mér „Dekkið kom á fullri ferð á móti mér í mölinni og valt fram hjá mér og öllum bílunum fyrir aftan mig. Dekk- ið hafði losnað undan stórum trukki með gáma aftan í. Um leið og ég mætti svo trukknum losnaði annað dekk undan, af sama öxli. Ég náði að sveigja frá og sá í baksýnisspeglin- um að dekkið valt milli bílanna sem komu á eför mér og rúllaði út í móa á 100 kílómetra ferð. Mér brá svolítið fyrst en svo jafnaði ég mig,“ segir Njörður Sigurðsson háskólanemi. Njörður býr fyrir austan fiall en sækir skóla í Reykjavík og keyrir á milli á hverjum degi. Á mánudags- morguninn var hann á bíl sínum í brekkunni fyrir ofan Litlu kaffistof- una í Svínahrauni þegar hann mætti stórum trukk með gáma aftan í. Stóru dekkin tvö aftast á trukknum losnuðu undan með nokkru millibili án þess að bílstjórinn tæki eftir því en Nirði varð svo mikið um að fá stærðarinnar dekk á fullri ferð á móti sér að hann tók ekki eftir núm- eri bílsins eða öðrum kennimerkjum. Hann hugsaöi um það eitt að sveigja frá hættunni. „Karlinn hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist og bíllinn virtist halda jafnvægi þrátt fyrir þetta. Bílstjórinn tók ekki eftir neinu því að aksturs- Njörður Sigurðsson háskólanemi var á leiðinni til Reykjavíkur á mánudags- lagið breyttist ekki neitt. Ég hélt að morguninn þegar hann mætti stórum trukki með gáma aftan í á fullri ferð. hann myndi stoppa en í baksýnis- Rétt áður en Njörður mætti bílnum losnaði stórt afturdekk og rúllaði út í móa og þegar bílarnir mættust losnaði hitt dekkið sömu megin. Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. •« Jj Nei 2j Atti forseti Islands að gagnrýna Kínverja í ræðu sinni í Kína? Alllr I stafræna kerflnu með tónvalssfma gata nýtt s*r þesaa þ|6nu$tu. DV-mynd GVA speglinum sá ég trukkinn hverfa úr burðinn og hélt áfram ferðinni í bæ- augsýn á fullri ferð,“ segir Njörður. inn en illa hefði getað farið ef dekkin Hann jafnaði sig fljótlega eftir at- hefóulentábílnum. -GHS Manndráp af gáleysi Ríkissaksóknari hefur ákveðiö að ákæra mann sem varð fyrrum stjúpa sínum að bana í vor fyrir manndráp af gáleysi. Komst saksóknari aö því að ekki hefði verið um ásetning að ræða þótt hinn ákærði hefói áður haft í hótun- um við hinn látna og í vitna viður- vist lýst vilja sýnum til að stytta hon- um aldur. Réttað verður í máhnu fyrir hér- aðsdómi Reykjaness og mun Már Pétursson héraðsdómari dæma. -GK Mengunin í Ytri-Rangá: Eriendum veiðimönnum bregður mikið - segir leigutakinn „Við markaðssetningu árinnar innanlands og erlendis er mjög slæmt að hafa ána mengaða. Er- lendir veiðímenn hafa ekki tekið eftir menguninni fyrr en í sumar þegar hópur Svisslendinga var hér við veiðar í viku í júlí og upp- götvaði mengunina fyrir tilvilj- un. Auðvitað brá mönnum og fannst þetta ekki gott mál en það er allt i lagi meö laxinn. Hann er jafn góður og í öðrum ám,“ segir Þröstur Elliðason, leigutaki Ytri- Rangár, sém selur innlendum og erlendum veiöimönnum veiði- leyfi i ána. Þröstur hefur unnið að þvi und- anfarin ár ásamt Ytri-Rangár- deild Laxveiðifélags Rangæinga að þrýsta á sveitarstjórnina á Hellu um úrbætur í mengunar- málum Ytri-Rangár en eins og DV greindi frá nýlega er öllu skolpi frá Hellu og úrgangi frá sláturhúsunum í þorpinu veitt óhreinsuðu út í ána. Sjá má kló- settpappírsflygsur og innyfli úr búfénaði frá sláturhúsunum í ánni, einmitt þar sem gistiað- staða er fyrir feröamenn. „Auðvitað hefur tekið fuillang- an tima að bæta úr þessu og auð- vitað þyrfti þetta að ganga miklu hraðar. Það er þó lán í óláni að klóakið fer fram hjá bestu veiöi- stöðmium þannig að veiðimenn- irnir verða ekki varir við meng- unina,“segirÞröstur. -GHS Stjóm BSRB á mótigjaldtöku „Stjóm BSRB varar við hug- myndum, sem fram hafa komið í tengslum við fiárlagagerð, að hefia gjaldtöku á sjúklingum á sjúkrahússtofnunum sem hingað til hafa ekki verið kraföir um greiðslu fyrir læknisaðgerðir. Þetta stangast á við yfirlýsingu heilbrigðisróðherra um að ekki verði gengið lengra í gjaldtöku á sjúklingum," segir í ályktun BSRB í gær. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.