Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1995, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1995, Page 5
FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1995 5 Fréttir Málið komið Málilutningi er loKið vegna kærumála sem í sumar spunnust af köllun séra Jóns Ragnarsson til sóknarprests í Hveragerði. Séra Egill Hallgrímsson, sóknar- prestur á Skagaströnd, taldi ólög- mætt að séra Jón væri skipaður i stööuna án þess að á undan færi prestskosning. Von er á að dómur falli í málinu síðar í þessum mánuði en það fær flýtimeðferð fyrir Héraðsdómi Suðurlands. Jón Ragnar Þor- steinsson héraðsdómari mun dæma. -GK Banaslysið í Kötluvatni Maðurinn sem drukknaði í Kötluvatni á Melrakkasléttu á þriðjudagsmorguninn hét Sig- urður Haraldsson. Hann var 79 ára gamall, bóndi á Núpskötlu. Hann lætur eftir sig eiginkonu og uppkomin börn. Viðræður Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík við Rauða krossinn: Ef laust einhverjir til sem vilja segja bless segir Bjöm Hermannsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar „Við höfum aldrei haft á móti því að okkar sveitir hafi samstarf við aðra aðila. í öllum félagasamtökum eru ekki allir ánægðir. Eflaust er ein- hver hópur til sem vill segja bless við okkur en ég held að skynsemin hljóti að ráða hjá þessum mönnum, að þeir haíi það hvergi betra en hjá okkur,“ sagði Bjöm Hermannsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, við DV um þá ákvörðun Flugbjörg- unarsveitarinnar í Reykjavík að hefja viðræður við Rauða krossinn um samstarf í björgunarmálum. Sveitin er sem kunnugt aðili að Landsbjörg. Um þann áhuga Rauða krossins aö ræða við Flugbjörgunarsveitina sagði Björn að þrír aðilar heíðu á sínum tíma sinnt björgunarmálum. Með stofnun Landsbjargar fyrir fjór- um árum væru þessir aðilar orðnir tveir og reynslan af starfi samtak- anna hefði verið góð. Ekki þörffyrir fleiri björgunaraðila „Okkar viðbrögð eru þau að við teljum ekki þörf fyrir fleiri aðila í björgunarmálum. Það varð fækkun til að ná betri árangri og sá árangur hefur sýnt sig margoft. Að fara að búa til þriðja hjólið undir vagninn aftur sýnist mér vera haldlaust reipi. Ef Rauða kross menn eru að leita sér að nýjum vettvangi þá ættu þeir að leita annarra leiða heldur en að reyna að kljúfa okkur niöur. Ef þeir eiga afgangsmannskap þá ættu þeir að beina honum inn á aðrar brautir en ef þeir eiga afgangsfjármagn sem ræður ferðinni þá mættu þeir alveg leyfa okkur að njóta þess í stað þess að nota það til að kljúfa okkur,“ sagði Bjöm. Björn sagðist ekki kannast við að einhver ágreiningur væri uppi milli Landsbjargar og Flugbjörgunar- sveitarinnar. Ákveðinn núningur á milli „Það er ákveðinn núningur á mifli, eins og er oft í stórum samtökum, en ekkert sem kostar það að menn fari að rjúka í burtu frá okkur. Enda skilst mér að það sé ekki ætlunin hjá sveitinni að svo stöddu," sagði Björn Hermannsson. -bjb Fimmtungur kvóta Reykjanesbæjar seldur Flateyringum: Getum ekki keppt við þetta of urverð -segirKristjánGunnarsson bæjarfulltrúi „Við erum búnir að kemba allt svæðið héma og það er alveg ljóst að enginn getur keppt við það ofur- verð sem Flateyringamir bjóða í bát- ana og kvótann. Þetta er örugglega íslandsmet ef ekki heimsmet í kvóta- sölu,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafé- lagsins í Keflavík og bæjarfufltrúi í Reykjanesbæ, í samtali við DV. Fullvíst er nú taflð að bátamir Jó- hannes ívars KE og Styrmir KE verði seldir tfl Flateyrar og með þeim allt að 700 tonna kvóti í þorskígildum. Annar bátanna hefur undanfarið landað á Flateyri. „Ætli þetta sé ekki Vestfjarðaað- stoðin. Hún bitnar svona á okkur. Vestfirðingarnir fá opinbert fé til að endurskipulegga útgerðina hjá sér og það skilar sér í að þeir geta keypt kvóta á verði sem enginn ræður við að jafna," sagði Kristján. Salan á bátunum var rædd á bæjar- stjórnarfundi í Reykjanesbæ í gær. Ákveðið var aö afsala ekki strax for- kaupsrétti að bátunum meðan verið er að ganga endanlega úr skugga um hvort kaupandi finnst í Reykja- nesbæ. Kristján sagðist vonlítill um það mál vegna verðsins sem boðið væri í bátana. Hann vildi þó ekki gefa upp hve hátt væri boðið. „Þetta bætir auövitað ekki at- vinnuástandið hér. Ég geri fastlega ráð fyrir að mönnunum á bátunum verði sagt upp og þeir mannaðir heimamönnum á Flateyri. Þá em tvær skipshafnir í Reykjanesbæ án atvinnu," sagði Kristján. -GK Fjölgí ir í skipastól Akureyi K RMfM Tinga: í Amov ■III vai i inerji p Samherji á Akureyri hefur keypt Lalipii yðiflH 1973 fyrir Skagstrending og hefur 1 Avlrar 1111 unarfélags Dalvíkur og Strýtu. skuttogarann Arnar gamla HU-101 afla tíð verið í eigu fyrirtækisins. Um leíð standa yfir sölur á tveim- skipið afhent í næstu viku. Engar stærð. Það mun fara á rækjuveiðar í Þorlákshöfn, Stokksnesinu og MAa um. Arnar gamli er smíöaöur í Japan nýjum eigendum og mun afla hrá- efnis fyrir rækjuverksmiðjur Sölt- -bjb 19 8 0 AIP BÍLALEIGAN 15 ára 19 9 5 Eftir veiheppnað ferðamannasumar seljum við nokkra notaða bílaleigubíla á góðu verði, m.a. eftirfarandi tegundir: Toyota Corolla, Toyota Touring 4x4,Toyota Corolla Station, Izuzu Trooper, Peugeot 205, Nissan Micra, Lada Dagur læsis í dag „Við höfum nokkrum sinnum ver- ið með uppákomur í tilefni dagsins en núna verðum viö ekki með sér- staka dagskrá. Við erum hins vegar að taka saman bækling sem mun heita Viltu lesa með mér? en í hitti- fyrra gáfum viö út annan bækling sem heitir Viltu lesa fyrir mig? Að þessu hefur verið gerður mjög góður rómur, segir Guðmundur Krist- mundsson, meðlimur í félagi ís- lenska lestrarfélagsins, en í dag, 8. september, er alþjóðlegur dagur læs- is. Sport, Lada Station. _ Goo lanakjor! Bifreiðar þessar verða til sýnis við afgreiðslu ALP bílaleigunnar við Umferðarmiðstöðina í Reykjavík og að Skemmuvegi 20 í Kópavogi (bcint á móti BYKO). BÍLALEIGAN Upplýsingar í símum 567 0722 og 551 7570. skemmuvegi 20 Verslunin Ég og þú ttytur í rúmbetra húsnæði að Laugavegi 66 á morgun, laugardag 9. september. Undrabrj óstahaldarar aðeins kr. 1.490 Samfellur frá kr. 990 Ótal önnur frábær tilboð 1 í nokkra daga. j Ég og þú Laugavegi 66 • Sími 551 2211 Sendum í póstkröfu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.