Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1995, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1995, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómartormaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELIAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Augiýsingan 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif©ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Fyrir fólkið Þegar Dagblaðið var stofnað fyrir sléttum tuttugu árum, var fjölmiðlun frumstæðari en hún er núna. Prentuðu fjölmiðlamir voru hver fyrir sig að mestu leyti í þjónustu eins stjórnmálaflokks og ljósvakamiðlamir vom í þjónustu stjómmálaflokkanna sameiginlega. Dagblaðinu var í upphafi sett það markmið að þjón- usta almenning í landinu. Það átti ekki að vera fyrir neina efnahagslega, menningarlega eða pólitíska yfir- stétt. Og það átti ekki að verða varðhundur fyrir gróið valdakerfi í heild eða einstaka hluta þess. í fyrsta skipti í sögu íslenzkrar fiölmiðlunar var opnað upp á gátt fyrir alls konar sjónarmið utan úr bæ í einum og sama fiölmiðli. Lesendabréf urðu fleiri og fiölbreyttari en áður höfðu þekkzt og kjallaragreinar eftir utanflokka- höfunda urðu að áhrifamiklum þætti í þjóðlífinu. Neytendasíða hélt innreið sína í fiölmiðlun. Þar var og er enn reynt að veita upplýsingar, sem létti almenningi lífsbaráttuna. Neytendasíðan varð frá upphafi eitt helzta einkennistákn Dagblaðsins. Það er því vel við hæfi, að slíkt efni verður nú senn aukið í þessu blaði. Skoðanakannanir í fiölmiðlum komu til sögunnar með Dagblaðinu. Þar með hættu talsmenn stjómmálaflokk- anna að geta haldið fram röngum fullyrðingum um stöðu flokka sinna í almenningsálitinu. Fólk gat komizt að hinu sanna án aðstoðar af hálfu sjónhverfingamanna. Dagblaðið og síðan Dagblaðið-Vísir hefur jafnan lagt mikla áherzlu á hversdagslegar upplýsingar, sem gætu komið fólki að gagni. Þessi hversdagslega þjónusta, sem sumum finnst sumpart vera sparðatíningur, skipar tölu- vert rými í blaðinu, svo sem verið hefur frá upphafi. Margt af þessu, sem hér hefur verið rakið, hefur ver- ið tekið upp í öðrum fiölmiðlum og það með ágætum ár- angri. Það er fyrst og fremst eðlilegt svar við nýrri sam- keppni. Þannig hefur sérstaða Dagblaðsins-Vísis orðið heldur minni en sérstaða Dagblaðsins var fyrst. Meginlínumar í sérstöðu Dagblaðsins-Vísis eru þó enn skýrar í samanburði fiölmiðla. Blaðið er sem fyrr gefið út fyrir litla manninn, almenning í landinu. Það tekur ekki tillit til valdamanna og valdakerfisins, sem þeir hafa byggt upp, heldur gætir hagsmuna borgaranna. Blaðið hefur öðrum þræði verið róttækt og frekt, þeg- ar það hefur tekið upp mál, sem ráðamönnum hefur mis- líkað. Hinum þræðinum hefur blaðið verið óhlutdrægt, ekki gert upp á milli stjórnmálaafla. Það hefur verið óhlutdrægt án þess að láta stjómmál eiga sig. Fréttir blaðsins úr heimi stjórnmálanna hafa verið fréttir, en ekki nýjustu sannanir fýrir stóra sannleikan- um, sem einkenndu fiölmiðla í landinu áður en Dagblað- ið kom til sögunnar. Blaðið hefur viljað stunda gagnrýna óhlutdrægni fremur en hlutlausa og daufa óhlutdrægni. Blaðið hefur eflzt mikið á tveimur áratugum og getað búið í haginn fýrir framtíðina. Það á góðan húsakost og vandaðan tæknibúnað, sem er enn að batna á þessum dögum. Blaðið er í stakk búið til að takast á við nýjar að- stæður í breyttri og sumpart nýrri fiölmiðlun. Mikið er um að vera á DV í tilefni 20 ára afmælis Dag- blaðsins. Veizluhöld verða í Perlunni síðdegis á morgun, þangað sem öllum er boðið, er áhuga hafa. Um leið er verið að vinna að ýmsum breytingum á efni og útliti blaðsins, sem smám saman munu koma í ljós í haust. Breytingamar verða í þeim anda, sem upphaflega markaði blaðinu svipmót þess fýrir tveimur áratugum. Þær verða í þágu almennra lesenda, litla mannsins. Jónas Kristjánsson Pólitískar bombur Loftárásimar í Bosníu eru hern- aðarlega marklausar, en pólitískt nauðsynlegar. Sameinuðu þjóðun- um og ESB hefur verið skákað til hliðar, en Bandaríkin sem forystu- ríki NATO, hafa tekið þá forystu sem þau hefðu átt að taka fyrir löngu. Það sem fyrir Bandarfkja- mönnum vakir, og þá einkum fyr- ir Clinton forseta, er að losna við fréttir af vanmætti Bandaríkjanna og NATO í Bosníu af sjónvarps- skjám og forsíðum áður en kosn- ingabaráttan fyrir næsta ár hefst fyrir alvöru. Sprengjuárásirnar eiga að láta lita svo út sem Bandarikin hafi með hernaðarmætti sínum sprengt Serba að samningaborði. Það er einfaldlega ekki rétt. Bandaríkja- menn hafa lagt fram grundvöll að friðarsamkomulagi, sem allir deiluaðilar hafa samþykkt að ræða frekar. Sáttahorfur eru betri en frá upphafi stríðsins, en það er ekki loftárásunum að þakka, þótt látið sé líta svo út. Tillögur Bandarikja- manna byggjast á raunsæi, nefni- lega að Bosníu verði skipt. Viður- kenning á skiptingu Bosníu er sig- ur fyrir Serba, ekki ósigur. Landamæri Allt frá upphafi hefur stríðið í Bosníu grundvallast á því, að land- ið skuli vera heilt og óskipt innan þeirra landamæra sem Tito ákvað árið 1944. Gagstætt því sem hamr- að er á í fréttum hafa friðarsamn- ingar hingað til strandað fyrst og fremst á múslímum, vegna þessara heilögu landamæra og stuðnings SÞ við Bosníu á grundvelli þeirra. Kjallarinn Gunnar Eyþórsson blaðamaður Bandaríkjamenn vilja nú að Serbar fái 49% landsins, en Króat- ar og múslímar samtals 51. Króat- ar hafa þegar náð öllu sínu svæði í Bosníu, þótt hljótt hafi farið. Semja skal nánar um þessa skipt- ingu og innri landamæri Bosníu, og Serbar munu ekki halda öllu landi sem þeir ráða nú. Gert er ráð fyrir að sameinaðar byggðir Serba og Króata fái síðar völ á því að sameinast Serbíu og Króatíu. 50 þúsund manna lið NATO, þar sem Bandaríkin leggja fram allt að 25 þúsund menn, eiga að gæta friðarins í 1-2 ár. Yfirklór Ef samið verður um síðir á þess- um nótum, sem eru þær einu sem mögulegt er að semja á, er ósigur múslíma staðreynd, hvernig sem reynt er að breiða yfir það með há- vaðasömum loftárásum. Það er villandi að tala um hernám Serba, þetta eru þeirra eigin byggðir. Það sem þeir (og Króatar) hafa gert af óafsakanlegri grimmd er að reka alla aðra af sínum svæðum. Það hafa múslímar reyndar ekkert síð- ur gert. Fyrir bragöið eru þessi þrjú svæði nú þegar orðin að miklu leyti „hrein“ sem þau voru ekki fyrir. Þetta einfaldar mjög málið. Ný staða er komin upp, sem gerir óhjákvæmilegt aö semja á forsend- um Serba, ef semja á á annað borð. Loftárásimar eru aðeins yfirklór NATO, SÞ OG ESB tO að dylja að þessar stofnanir tóku málið röng- um tökum frá upphafl. Gunnar Eyþórsson „Ný staða er komin upp, sem gerir óhjákvæmilegt að semja á forsendum Serba, ef semja á á annað borð.“ Skoðanir annarra Tími heimilanna „Tími fyrirtækjanna er liðinn hvað varðar mjúk- lega skattalega meðhöndlun og tími heimilanna er að koma. Aðhald og sparnaður er sjálfsagður og eðli- legur hlutur í ríkisrekstrinum og fjárlagagerðinni við þær aðstæður sem nú ríkja. Það aðhald mun óhjákvæmilega að verulegu leyti bitna á þjónustu við einstaklinga. Stjórnarflokkamir geta því ekki leyft sér enn einu sinni að auka byrðarnar á launa- fólki þegar kemur að tekjuhlið fjárlagagerðarinnar . . . Tekjuöflun getur því ekki byggst á því aö hækka neyslu- eða tekjuskatt einstaklinga." Úr forystugrein Timans 6. sept. Tekjujöfnunin „Neikvæðu áhrifin viö tekjujöfhun í gegnum skattkerfið eru einkum þau að með stighækkandi tekjuskatti dregur úr vilja fólks til að leggja harðara að sér og vinna meira til að auka tekjumar. Vegna stighækkandi skattþrepa verður ekkert eftir þegar upp er staðið og skattar og kostnaður hafa verið dregnir frá tekjum af aukinni vinnu. Minni hvati til vinnu af þessum sökum getur dregið úr framleiðni og hagvexti þegar lengra er litið.“ Sigurður B. Stefánsson i Viðskiptabl. Mbl. 7. sept. Vantrúin á framtíöina „Lág verðbólga og hagstætt gengi hefur snúið af- komu fyrirtækja mjög til betri vegar. Það var ávís- un á efnahagsbata en hann er nú að fjara út. Það er vegna þess að þótt fyrirtæki bæti afkomu sína og greiði niður skuldir þá eru þau ekki að taka ákvarð- anir um fjárfestingar vegna þess að þau hafa enga trú á framtíðinni. Á íslandi er ekkert að gerast á sama tíma og þróunin geysist áfram á sjö mílna skóm nánast hvar sem litiö er allt í kringum okkur. ísland er að dragast aftur úr, stöðnunareinkennin blasa við og vantrúin á framtíðina ýtir undir land- flótta." Jón Baldvin Hannibalsson i Alþbl. 7. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.