Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1995, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1995, Síða 26
34 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1995 Afmæli fjögur börn; Þorgeir Kristján Magn- Magnús Blöndal Jóhannsson tón- skáld, Hátúni 10, Reykjavík, er sjö- tugurídag. Starfsferill Magnús fæddist á Skálum á Langanesi en flutti fjögurra ára til Reykjavíkur þar sem hann ólst síö- an upp. Hann stundaði barnaskóla- nám í Landakotsskóla og síöan nám við Verslunarskólann, stundaöi* nám við Tónlistarskólann í Reykja- vík frá tíu ára aldri, stundaði nám við Juilliard School of Music í New York í fimm ár í píanóleik, tónsmíð- um og hljómsveitarstjóm og lauk þaðan prófum 1952. Magnús stundaði tónlistar- kennslu í New York næstu tvö árin. Hann kom til íslands 1954, hóf störf hjá Ríkisútvarpinu 1956 og samtímis hjá Þjóðleikhúsinu, þar sem hann annaðist fyrst píanóundirleik fyrir ballettflokkinn en stjómaði síðan ýmsum söngleikjum hússins, s.s. Stöðvið heiminn, Ó, þetta er indælt stríð og Fiðlarinn á þakinu, auk þess sem hann stjórnaði ópemnni Brúðkaupi Fígarós. Þá starfaði Magnús á tónlistardeild Ríkisút- varpsins í tuttugu ár þar sem hann m.a. hafði umsjón með fóstum tón- listarþáttum. Magnús hóf að semja tónlist er hann var sex ára en hefur stundað tónsmíðar frá því hann kom frá námi að undanskildum átta árum 1973-81. Hann er í hópi þekktustu tónskálda þjóðarinnar. Hann hefur samið tónlist við fjölda heimildar- kvikmynda sem hlotið hafa íjölda alþjóðlegra verðlauna. Magnús tók C-próf í svifflugi 1956 og stundaði svifflug á áranum 1956-62. Þá tók hann einkaflug- mannspróf og stundaöi flug á minni flugvélum um árabil. Magnús var formaður Svifflugfé- lags íslands 1959-62, var einn af stofnendum Musica Nova og er fé- lagi í Tónskáldafélagi íslands. Hann var fulltrúi Tónskáldafélagsins á alþjóðaráðstefnu Unesco í París 1957. Magnús var kosinn félagi í Inter- national Biographical Association í Cambridge í Englandi. Hann hefur þegið hstamannalaun frá 1991. Fjölskylda Magnús kvæntist 9.7.1947 Bryn- dísi Sigurjónsdóttur, f. 1928, d. 1962, BA í frönsku og bókmenntum og dagskrárgerðarmanni við Ríkisút- varpið. Synir Magnúsar og Bryndísar era Jóhann Magnús Mágnússon, f. 13.10.1947, flugstjóri hjá Atlanta, búsettur í Frakklandi og á hann ússon, f. 12.7.1953, flugstjóri hjá Flugleiðum og nemi í sálfræði við HÍ, búsettur í Reykjavík, og á hann þrjú börn. Onnur kona Magnúsar er Kristín Sveinbjömsdóttir, f. 13.10.1933, hús- móðir og fyrrv. dagskrárgerðar- maður við Ríkisútvarpið. Þau skildu. Sonur Magnúsar og Kristínar er Marinó Már Magnússon, f. 5.8.1971, lögregluþjónn, búsettur í Njarðvík. Þriðja kona Magnúsar var Sigríð- ur Jósteinsdóttir, f. 16.10.1943, d. í mars 1977, húsmóðir. Foreldrar Magnúsar vora Jóhann Metúsalem Kristjánsson, f. í Skora- vik á Langanesi 2.12.1893, d. 14.5. 1987, útvegsb. á Skálum (byggði fyrsta íshús landsins), og k.h., Þor- gerður Magnúsdóttir, f. 31.7.1901, d. í apríl 1977, húsfreyja. Magnús Blöndal Jóhannsson. Ætt Jóhann var sonur Kristjáns, út- vegsb. í Skoravík á Langanesi, Magnússonar, og Guðrúnar Þor- láksdóttur frá Fjöllmn í Öxarfirði. Þorgerður var dóttir Magnúsar Blöndal Jónssonar, prests í Vallar- nesi, bróður Bjama frá Vpgi. Móðir Þorgerðar var Guðríður Ólafsdóttir Hjaltested. Magnús er að heiman á afmælis- daginn. Til hamingju með afmælið 8. september 95 ára Ingiriður Jóhannesdóttir, Dvalarheimilinu Höföa, Akranesi. 90 ára Karl Kr. Jónsson, Hringbraut 50, Reykjavík. 85 ára Sigurgeir Jónsson, Spítalavegi 21, Akureyri. Sigfríður Einarsdóttir, Hlíðarvegi 18, Kópavogi. 75 ára KrÍBtbjörg Kristófersdóttir, Skjólbraut 1A, Kópavogi. Stefania Stefánsdóttir, Nýbýlavegi 86, Kópavogi. Valborg Jónasdóttir, Miklubraut 62, Reykjavik. Þuríður Jóna Árnadóttir, Mávahlíð 13, Reykjavík. Húneraðheiman. Einar Símonarson, Ránargötu 2, Grindavík. 70ára Jóhannes Björnsson, Hjallavegi 1J, Njarðvík. Árni Guðbergur Guðmundsson, Kleppsvegi 18, Reykjavík. 60 ára Þórir Ólafsson, Mánabraut 2, Kópavogi. Hreggviður Þorgeirsson, framkvæmdastjóri ískrafts. Eiginkonahans erHerborgH. Halldórsdóttir. Hreggviður, Her- borg, börnþeirra tengdabörnog bamabörnhalda uppáafmæliöí sunnlenskri sveit. Helga Jörundsdóttir, Stuðlaseli 35, Reykjavík. Þorsteinn Svanur Jónsson, Ánanaustum 3, Reykjavík. Ólafur Valdimar Oddsson, Hvannhólma4, Kópavogi. Guðlaugur Kristinsson, Sléttuvegi 7, Reykjavík. 50ára Sigfríð Kristinsdóttir, Fossi IIB, Skaftárhreppi. Jimmy T.H. Sjöland, Óðinsgötu 2, Reykjavik. Erla Hermannsdóttir húsmóðir, Helgalandi 2, Reykjavlk. Eiginmaður hennar er Guöni Her- mannsson verktaki. Þau veröa að heiman á afmælisdag- inn. 40 ára Alda Björg Norðfjörð, Hringbraut 51, Reykjavík. Hrafnhildur Mugnúsdóttir, Vallarhúsum 40, Reykjavik. Kjeld Jokumsen, Hraunteigi 14, Reykjavik. Kristján Hjaltested Kristján Hjaltested matsveinn, Karfavogi 43, Reykjavík, er fimm- tugurídag. Starfsferill Kristján fæddist í Reykjavík, ólst þar upp og hefur átt þar heima alla tíð. Hann lauk námi í matreiðslu 1965 en varð fyrir slysi í ársbyrjun 1966 og hefur verið fatlaður síðan. Kristján starfaði hjá íslenskum aöalverktökum um árabil eöa þar til hann hóf störf hjá Sjálfsbjörg við opnun Sjálfsbjargarhússins þar sem hann er aðstoðarmaöur í eldhúsi. Kristján hefur stundað sund á hveijum degi frá 1966, auk þess sem hann er mikill hestamaður og nátt- úraunnandi en Kristján segir sjálf- ur að hestar séu sitt besta þjálfunar- tæki. Fjölskylda Sonur Kristjáns og Önhu Maríu Kristján Hjaltested. Georgsdóttur er Georg Kristjáns- son, f. 24.2.1965, sölumaður í Garðabæ, en óskírð dóttir hans er fædd 6.5.1995. Bræður Kristjáns era Gunnar Hjaltested, f. 25.4.1935, og Stefán Hjaltested.f. 11.2.1940. Foreldrar Kristjáns: Erlingur Hjaltested, f. 10.1.1907, d. 15.4.1987, bakarameistari, og Guðríður Hjalte- sted, f. 26.4.1909, húsmóöir. Kristján tekur á móti gestum í fé- lagsheimili Sjálfsbjargar milli kl. 17.00 og 19.00 á afmælisdaginn. Jónas Svafár Jónas Svafár Einarsson, skáld og teiknari, Grettisgötu 64, Reykjavík, ersjötugm-ídag. Starfsferill Jónas Svafár fæddist við Suður- götuna í Reykjavík og ólst upp í vesturbænum. Hann stundaði barnaskólanám við Miðbæjarskól- ann, var í Kvöldskóla KFUM og stundaði nám við Héraösskólann á Laugarvatni. Jónas hóf ungur að sendast hjá fyrirtækjum, var sendisveinn hjá Lárasi Ottesen að Laugavegi 134, var sendisveinn í versluninni Vað- nesi við Klapparstíg, vann á skrif- stofu, við innheimtu og við af- greiðslu hjá Sigurbirni Þorkelssyni í versluninni Vísi á Laugavegi 1 og Fjölnisvegi 2, stundaði verslunar- störf hjá Sveini Þorkelssyni að Sól- vallagötu 9, var sölumaður og verk- stjóri hjá sölunefnd setuliðseigna við Rauðavatn, vann þrjú sumur hjá Pósti og síma við lagningu jarð- strengs um Norðausturland og var þá á togara frá Akureyri á vetram, starfaði hjá gatnamálastjóra Reykjavíkurborgar, vann í frysti- húsum í Grandarfirði og á ísafiröi, hóf störf hjá Pólar-rafgeymum við stofnun fyrirtækisins og starfaði þar af og til hálfan daginn. Jónas Svafár hefur löngum verið nefndur, öðrum fremur, sem hið dæmigerða íslenska atómskáld - jafnvel eina atómskáldið. Út hafa komið eftir hann eftirtaldar ljóðabækur: Það blæðir úr morg- unsárinu, útg. 1952; Geislavirkt tungl, útg. 1957; Klettabeltifjallkon- unnar, heildarútg. 1968; Sjöstjaman í meyjarmerkinu 1986, ljóð og mynd- ir. Auk þess kom út handskrifað ljóðakver eftir Jónas á vegum List- ræningjans 1977. Fjölskylda Systur Jónasar: Sesselja, f. 29.9. 1928, nú látin, húsmóðir í Reykjavík; Sólveig, f. 24.10.1930, starfsmaður hjá Fangelsisstofnun ríkisins, bú- settíReykjavík. Hálfsystkini Jónasar, samfeðra: Ólafur, f. 8.9.1896, d. 23.5.1932, sjó- maður í Mjöafirði og víðar; Ásta, f. 20.2.1900, d. 10.1.1961, búsett lengst af á Mjóafirði; Guðlaug, f. 20.4.1905, d. 2.5.1965, húsmóðir í Keflavík; Foreldrar Jónasar vora Einar Þor- steinsson, f. 8.12.1870, d. 7.5.1956, bóndi og síðar sjómaður og verka- maður í Reykjavík, og s.k.h, Helga Guðmundsdóttir, f. 10.7.1886,d. 22.3. 1948, húsmóðir. Ætt Einar var sonur Þorsteins, smiðs á Sæbóli á Stokkseyri, bróöur Sig- urðar, afa Sigurgeirs Sigurðssonar, biskups, föður Péturs biskups. Þor- steinn var sonur Teits, b. og hafn- sögumanns í Einarshöfn á Eyrar- bakka, Helgasonar, og Guðrúnar Sigurðardóttur, b. á Hrauni í Ölfusi, Þorgrímssonar, b. í Holti í Stokks- eyrarhreppi, Bergssonar, ættfóður Bergsættarinnar Sturlaugssonar. Móðir Einars var Guðlaug Hann- esdóttir, b. á Hjalla í Ölfusi, Guð- mundssonar. Helga var dóttir Guðmundar, b. á Eyði-Sandvík í Flóa, Einarssonar, Jónas Svafár. b. í Arnarbæli í Grímsnesi, Þórodds- sonar. Móðir Einars var Steinunn Bjarnadóttir, b. í Efstadal, Jónsson- ar og Jórannar Narfadóttur, systur Andrésar, foður Magnúsar alþm. í Syðra-Langholti, langafa Ásmundar Guðmundssonar biskups og Sigríð- ar, móður Ólafs Skúlasonar bisk- ups. Systir Jórannar var Elísabet, langamma Hannesar þjóðskjala- varðar og Þorsteins hagstofustjóra Þorsteinssonar. Móðir Helgu var Sesselja Jónsdóttir, b. í Litlu-Sand- vík, bróður Þóru, ömmu Guðna Jónssonar prófessors, föður Bjarna prófessors. Önnur systir Jóns var Elín, amma Ragnars í Smára. Jón var sonur Símonar, b„ smiðs og formanns á Gamla-Hrauni á Stokks- eyri, Þorkelssonar. Móðir Símonar var Valgerður Aradóttir, b. í Neista- koti, Jónssonar, b. á Grjótlæk, Bergssonar, ættföður Bergsættar- innar, Sturlaugssonar. Móðir Jóns í Litlu-Sandvík var Sesselja Jóns- dóttir, b. á Óseyrarnesi, Símonar- sonar. Móðir Sesselju var Þóra Guð- mundsdóttir, b. í Litlu-Sandvík, Brynjólfssonar, vefara þar Bjöms- sonar. Sæmundur Þorsteinsson Sæmundur Þorsteinsson, fyrrv. bif- reiðastjóri, Hamraborg 36, Kópa- vogi, er sjötiu og fimm ára í dag. Starfsferill Sæmundur fæddist í Hvammsdal í Saurbæ í Dölum og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Reykjaskóla íHrútafirði 1938-39. Sæmundur starfaði hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar í sautján ár og hjá ORA, kjöt og rengi í Kópa- vogi í átján ár. Þá starfaði Sæmund- ur hjá Sláturfélagi Suðurlands í önnur átján ár og loks í Borgarbúð- inni síðustu fjögur starfsárin. Fjölskylda Sæmundurkvæntist2.9.1950 Em- ilíu Guðrúnu Baldursdóttur, f. 18.4. 1930, starfsmanni á skóladagheimili, en hún er dóttir Baldurs Guð- mundssonar, verkamanns í Reykja- vik, og Sigurlínar Jónsdóttur. Böm Sæmundar og Emilíu Guðrúnar era Guðrún Steinunn, f. 28.4.1950, hús- móðir og fóstra í Kópavogi, gift Sig- urgeir H. Högnasyni og eiga þau þrjú böm; Þorsteinn Baldur, f. 14.11. 1953, bílasali í Reykjavík, kvæntur Maríu Jónu Hauksdóttur, og eiga þau tvo syni; Sigurður Birgir, f. 3.9. 1957, kjötiðnaðarmaður í Reykjavík, kvæntur Svölu Óskarsdóttur og eiga þau tvö böm; Jakob, f. 10.11.1958, verslunarmaður í Reykjavík, en kona hans er Sunneva Jörundsdótt- ir og eiga þau eina dóttur; Guðlaug- ur, f. 16.5.1960, starfsmaður við skattstofuna á Akranesi, kvæntur Valeyju Björk Guðjónsdóttur og eiga þau tvo syni; Baldur, f. 3.2.1963, framreiðslumaður, kokkur og kenn- ari, kvæntur Ólöfu Kristínu Guð- jónsdóttur og eiga þau eina dóttur; Sigurlín Sæunn, f. 7.5.1964, fóstra og húsmóðir í Garðabæ, gift Magn- úsi P. Halldórssyni og eiga þau þrjú böm; Kristján Nói, f. 23.9.1969, veit- ingastjóri á Hótel Sögu, kvæntur Erlu Guðmundsdóttur; Hallgrímur, f. 21.4.1971, þjónn á Hótel Sögu, kvæntur Þórhildi Þorbergsdóttur. Foreldrar Sæmundar: Þorsteinn Ágúst Sæmundsson, f. 14.8.1847, d. 3.12.1947, bóndi í Hvammsdal í Saurbæjarhreppi, og Guðrún Guð- mundsdóttir, f. 3.9.1885, d. 1925, húsfreyja. Sæmundur tekur á móti gestum á heimili sínu sunnudaginn 10.9. nk. eftirkl. 15.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.