Þjóðviljinn - 24.12.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.12.1943, Blaðsíða 4
2 ÞJÓÐVILJINN hnífinn rétt. við háls kennslukonunnar. Ég gleymi því aldrei meðan ég lifi. Aðeins krítarlykt getur látið mynd- ina blossa upp í liuga mínum, skýra og hræðilega og níst mig hinum sama, helkalda ótta, sem ég fann þá ... Ungfrú Wilmot færði sig. Ekki undan hnífnum, heldur nær honum. Hún leit fast á Martein, og hún varð að líta upp fyrir sig, en á þessari stundu gazt þú þó ekki trúað því, að hún væri minni en hann. Hún rétti höndina upp að hnífblaðinu, sem næstum snerti háls hennar. „Ljáðu mér hann“, sagði hún með hinni djúpu og ró- legu rödd. „Ljáðu mér hnífinn“. Marteinn heyrðist anda stutt og slitrótt. Allt í einu hætti andardrátturinn, en aðeins augnablik, þá hcyrðist grátblandið liljóð eins og ekki. Hnífurinn rann úr hönd hans niður á gólfið, og hann sneri sér við og hljóp álútur út úr stofunni og hreyfingar hans voru fálmandi eins og hann sæi ekki. Ungfrú Wilmot gekk upp í kennarapúltið og settist. Hún leit yfir stofuna og augu hennar hvíldu andartak á hverjum og einum. „Er nokkur annar, sem hefur eitthyað fram að bera“, sagði hún. Það var dauða- þögn. Það var eins og fyrsta morguninn hjá Henty. En hjá Henty þögðum við af ótta. Hjá ungfrú Wilmot var það af einhverju öðru — einhverju, scm ófyrirleitnasti strákauli ldaut að finna, þegar hann sá hana standa fyr- ir framan Martein, og hnífur snerti háls liennar, án þess að hún léti nokkra breytingu á sér finna. ★ Þegar tírninn var búinn beið ég þangað til hin voru farin, þá gekk ég upp að kennaraborðinu. „Ungfrú Wilmot“, sagði ég, „ég heiti Eeta Lamson, systir Marteins". Hún horfði á mig. Ég fann, að hún athugaði allt ókunnugt fólk rækilega, áður en hún talaði við það — sá fyrst í gegn um það með hinum yfirlætis- lausu, dökku augum, sem virtust skilja allt. „Marteins“, sagði hún eftir augnabliks þögn, „var það þessi, sem fór?“ „Han er ekki vondur drengur, ungfrú Wilmot, hann er óhamingjusamur og bældur, en liann cr ekki vondur. Það er svo margt, sem hefur gengið illa“. v „Seztu niður, Beta“. Ég settist á einn bekkinn nálægt kennaraborðinu, og hún hallaði sér í áttina til mín og studdi höndunum undir hina litlu, frammjóu höku. „Margir, sem líta út fyrir að vera vondir eru aðcins óhamingjusamir og bældir“, sagði hún. „Segðu mér eitt- hvað frá þessu“. Ég sagði henni, að móðir mín hefði dáið þcgar ég fædd- ist, og að Marteini og pabba h'afi alltaf þótt svo vænt hvorum um annan, og hve Marteinn tók nærri sér þegar pabbi dó af slysi í flugvélaverksmiðjunni fyrir 18 mán- uðum. Steve frændi, föðurbróðii; okkar, tók okkur þá til sín, en hann var miklu yngri en pabbi, og hann var ókvæntur og hafði ekkert vit á börnum. Þar að auki hafði hann allt of mikið að gera vegna stríðsins. Hann hafði umsjá með verksmiðjunni og vann oft tíu eða ellefu tíma í sólarhring, og var jafnvel of jireyttur til að borða þegar hann kom heim. „Hver sér um heimilið?“ spurði ungfrú Wilmot mig. „Ég gerði það“, sagði ég, „en Steve frænda fannst ég eiga að — já, hann sagði, að ég væri að verða ellileg og þyrfti að lyfta mér eitthvað upp, svo að hann lét sækja Maríu frænku. Hún er systirin að austan, og hún fór frá öllu til þess að koma og sjá um okkur, og hún segir, að Marteinn sé á hraðri leið að lenda í fangelsi. „Hún — segir hún honum þetta?“ „Já — hún vill reyna að bjarga honum, býst ég við, af því að hún óttast um hann, og hún grætur stundum þegar hann gerir eitthvað ljótt, og hún háttar aldrei á kvöldin fyrr en hann er kominn heim. En Marteinn held- ur, að hún hati hann“. „Já“, sagði ungfrú Wilmot, „það er undarlegt, að hann skuli ekki vera genginn í burtu“. Hún stóð upp og brosti til mín. „Það er þér að þakka, býst ég við, en þú mættir ekki þurfa að bera þessa byrði lengur“. Brosið hvarf af andlitinu, og hún virtist ekki vera lengur að tala við mig. „Að barn eins og þú skuli þurfa að vera systir, móðir og faðir í senn — það er of mikið“. Hún þagnaði og hugsaði sig um andartak. Síðan sagði hún: „Beta, segðu frænku þinni og frænda, að vera heima í kvöld. Ég ætla að heim- sækja þau“. ★ Marteinn var einhvers staðar úti þegar ungfrú Wilmot kom, én ég sat inni í eldhúsi yfir námsbókunum mínum. Ég reyndi að lcsa með einhverju móti. Ég gat heyrt hverl orð, sem talað var í stofunni, og það var alveg sama, hve fast ég reyndi að hugsa um orðin í bókinni, svo að innan skamms gafst ég upp og fór að hlusta. Steve frænda var ekkert um komu ungfrú Wilmot. Hann sagðist hafa nóg að gera, þó að hann væri ekki að hlusta á eitthvað, sem hann kállaði „kennslukonumærð". En hann var vanur að vísa öllu slíku til Mariu frænku, og hún sagðist kvíða fyrir að sjá þessa konu, sem gat flutzt í svona eyðilegan verksmiðjubæ til þess að kenna óþekkt- arormum. Auðvitað vissi hvorugt þeirra erindi ungfrú Wilmot. Ég býst við, að þau hafi haldið, að þetta væri aðeins kurteisisheimsókn. Ég opnaði fyrir henni og vísaði henni inn í stofuna. „Gott kvöld“, sagði hún um leið og hún horfði sínum athugulu augum frá flötu, nefhvössu andliti Maríu frænku á þunnleitt, dökkt andlit Steve frænda. María frænka bauð gott kvöld á móti og smjattaði á eftir hverju orði og hafði dálítið bil á milli „gott“ og „kvöld“. En Steve frændi stóð hægt upp af stól sínum. eins og liann gcrði það aðeins til að rétta sig upp, og leit á ungfrú Wilmot. Hann brosti, og ofurlitlar hrukkur. sem sýndust hvítar á sólbrunnu andlitinu, breiddust iit í kring um augun. Bros hans var fallegt. „Ef þér vissuð hvcrnig ég gerði mér yður í hugarlund, ungfrú Wilmot“. Því næst tók hann hönd hennar og sagði „gott kvöld“, ekki eins og María frænka, en lagði mikla áherzlu á kvöld, og María frænka leit snöggt á hann og klemmdi saman varirnar. I fyrstu, eftir að ég hafði aftur sctzt yfir bækur mínar i eldhúsinu, glapti samtal þeirra mig ekki nvjög. Það var mest um heimili ungfrú Wilmot, sem var í austur hluta landsins. þar sem hún hafði búið ásamt systur sinni, hve

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.