Þjóðviljinn - 24.12.1943, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 24.12.1943, Blaðsíða 23
Þ J-Ó ÐVILJINN 21 „Sæl, María“, sagði Steve frændi. „Við ætluðum að at- . huga —“ Iíann komst ekki lengra, en starði á hana. „Hvað — hvað hefur kornið fyrir? Þú ert blóðrauð í frarnan". Hann leit af lienni á mig. „Er eitthvað að?“ María frænka gat ekki svarað. Ilún spennti greipar, og fáein tár hrundu niður eftir vöngunum. Ungfrú Wilmot tók yfir urn hana. „Ungfrú Lamsori, ekki að gráta“, sagði hún blíðlega. „Segið okkur hvað hefur komið fyrir“. Hún leit fast i and- lit Maríu frænku. „Er það — var það — Marteinn?“ María frænka hristi handlegg hennar af sér og hætti að gráta. „Ilver var að tala um Martein?" Rödd hennar var bitur og ákveðin, eins og hún hefði aldrei úthellt tár- um. Hún sneri sér við og horfði á ungfrú Wilmot. „Iíeyr- ið þér“, sagði hún, „þér skuluð ckki lienda gaman að mér, þér, sem þykist gera svo mikið fyrir Martein og vcra svo göfhg, og stofnið þessa skóla með Steve, þér, sem þykist gera það eins af umhyggju fyrir Marteini og hinúm drengjunum ... Ég er farin að þekkja yður —“ „Ég þekki liána einnig, María“, sagði Steve frændi og gekk um gólf fyrir aftan Maríu frænku og ungfrú Wil- mot og talaði rólega. „Ilún er sú bezta og elskulegasta stúlka, sem ég hef þekkt. Ilún er unnusta mín“. María frænka varð gráhvít í framan, og förin eftir hönd- ina á Marteini sýndust eins og blóðstykki. „Unnusta —“, byrjaði hún og þagnaði. Rödd henuar var eins og hvísl. „En ég hélt — þú sagðir mér, að hún mundi ekki vilja taka börnin að sér. Þú sagðir mér, að hún vildi ekki giftast þér — og svo hélt ég, að hún hlyti — já, aðeins að leika — aðeins —“ „Ég sagði þér, að ég gæti ekki búizt við að hún vildi giftast mér“, sagði Steve frændi. „Ég vissi ekki —“ „Þér skiljið, liann hafði aldrei talað um það við mig“. Ungfrú Wilmot tók aftur utan um Maríu frænku, og nú hristi hún liana ekki af sér. „Hann hélt, að það væri ekki sanngjarnt“. Ilún brosti til Stcve frænda. „Ég þurfti að gera allt nema að spyrja hann, áður en hann skildi hvaða tilfinningar ég bar í brjósti. Ég er hamingjusöm, að geta nú verið hjá honum, meðan konur alls staðar í heimin- um eru skildar frá þeim mönnum, sem þær elska, þó að það sé ekki á mínu eigin heimili, né hjá mínum eigin börnum. Það lcið langur tími þangað til María frænka sagði nokkuð. En þegar hún fór að tala, var rödd hennar breytt frá því, sem hún hafði alltaf verið áður, harmþrungin en næstum blíð, eins og augu hennar voru stundum þegar hún horfði á Martein. „Ég hef verið þröngsýn, hégómlegur, gamall heimsk- ingi“, sagði hún, „og ég var vond út í yður af því að þér sögðuð, að ég kynni ekki að ala upp drcng — reiðubúin að halda hið versta um yður, af því að þér eruð aðlað- andi og töfrandi —“ Ilún brosti dauflega, en augun voru enn sorgbitin. „Þetta hér skal vcrða yðar heimili", sagði hún, „ég ætla að fara aftur austur, þangað sem ég á lieima". Ég gekk nú til þeirra og kom við handlegginn á ungfrú Wilmot. Ég geri ráð fyrir, að þau hefðu gleymt því, ef ég hefði ekki komið. •Miiiiiiiuiiit]iiiiiiimiiniiiiiiimiiuiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiuuimiiiiiiuiiiiiiiiiiuniiiiiiiHiii(iiiiiiiimiiMintmiiii«> = = = 55 i GLEÐILEG JÓL ! I = = | § I i | 8 STÁLHÚSGÖGN | ^iiuiiiiiuiimuiiiiHiiiiiiuiiiimiiiiiniiiiiiiimiummimiiniiiiiiiiiiiiiiimiiimiiumiiiiiiiiiuiiiimmuumimim •:<]iiiiiHHmuiiiiiiiiimuimmiiiiiuiiiiiiiiiiiiuimimiiiiuiiiiiimmuiuiiimmniiiiiiiimiuiummiiiuiiiimmn> i s = — I ^ ■ 1 ! GLEÐILEG JÓL ! i i = = I I = 5 SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS [ OmiiiiminmmiiimnmiimminmmmmummmmumiiiiiiiiiuiiiiiiiiHiiuiiimmiiiniiiimmiiumimmiic* *]iiiiiiiiiiiinimiiiiimuiiimimiiuiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiui1íí|uiÍiiinimmiiiiiuiiiumiiiiumiiiiiiHiuiiiimiiii.:. | 1 | GLEÐILEG JÓL-! | = = | VERZLUNIN DRÍFANDl | *MMMMMt[]jMMMMMI[)MMMMMMC]MMMMMM[]MMMMMM[]MMMMMM[]MMMMIMIC]MMMMMM[]MMMMMM[]MMMMMM[* «S»]IMMIMIMI[]MIMMIMM[]IMMIIIIIIIC]IIIIMIIIIl![]MIIIMIIIMC]|IIMMIIIM[]|IIMMMIIIC]IMIMMMII[]MMIIIMIM[]IMIMIMII+2* = = = 2 | GLEÐILEG JÓL ! | *iimiiniiuiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiuuiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiuiiiimmiic* ....................................................................................iinmimmiiHÍi'nliiliiiiHii................ | SLIPPFÉLAGIÐ í REYKJAVÍK § ^iiiiiiiiiiiuiiiimmiitJiimimmuiiiiiHiiiiiumiimimniiiiiiiiiiiiuiimiiiiiiiuiiiiiiiiiiHuiiiiiimmuiiiimmiiE*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.