Þjóðviljinn - 24.12.1943, Blaðsíða 29
ÞJÓÐVILJINN
27
■i
Verðlauna-krossgáta
Þjóðviljinn greiðir 50 króna verðlaun jyr-
ir rétta ráðningu þessarar krossgátu, en fari
svo, að berist jleiri en ein rétt ráðning, verð-
ur dregið milli þeirra, og hlýtur sú sem jyrst
er dregin, verðlaunin.
Ráðningar sendist ritstjórn Þjóðviljans
í umslagi merktu ,,jó!akrossgáta“ fyrir ný-
ár. —
LÓÐRÉTT:
I. látinn — 2. makalaus — 3. nakta — 5.
krabba — ö. vitfirrtur — 7. gangflötur —• 8.
reyttur — 9. hvíli — 10. reynt — 11. ílát —
12. kjötið — 16. skrjáf — 19. drepa —20.
Helgar— 22. vaðandi— 23. hraða— 25. fræ
— 26. blekkingar — 29. sagt — 30. stórláta
— 32. sýna blíðuhót — 34. tré — 35. Dan-
ir — 36. þvinga — 37. óþroska — 38. dirfska
— 46. káf — 48. slegið — 49. líffærið — 50.
klingdu — 53. stampur — 54. skyldmenna
— 55. forráðamenn — 56. liðað — 57. bása
— 59. kaffibrauð — 60. sílinu — 61. urt-
ina — 63. heiður — 64. skemmd — 65. störf
— 69. dropar — 70 kvíðin — 72. fæð —
73. hætta.
LÁRÉTT:
1. Fjöruormar — 5. spottar — 9. vísir — 13. dýr — 14.
misþyrmi — 15. seiðir — 17. grafin — Í8. endir — 21. lið-
leskju — 24. áhaldið — 25. grænmeti — 27. nýgræðingur
•— 28. við — 30. lúð — 31. hnýti — 33. rnerkið — 35. und-
irgang — 37. kennd — 39. vætti sig — 40. kallar — 41.
farinna — 42. farviður — 43. dyn — 44. raup — 45. for-
setn. — 47. nízk — 49. bundinn — 50. kviðu. — 51. hrað-
rita — 52. sterki — 53. dægradvöl — 55. feðrum — 57.
gildra — 58. þróttur — 60. töfðu — 62. gnestur — 63.
æsta — 66. kjölvatn — 67. táknanna — 68. syngist — 70.
gleymska — 71. hefta — 73. fróðu — 74. ákveðnar — 75.
sárfættur — 76. ruglingur.
Jólatré
Enginn veit með vissu, hversu gamall sá siður er, að
skreyta grenitré og láta loga á því kertaljós til að fagna
jólunum. En að líkindum tíðkast það þegar í katólskum
sið. —
Hugmyndin var næsta eðlileg, því að margs konar trú
hefur jafnan verið bundin við tré, allt frá sögunni um
syndafallið.
Það var einnig trú á Norðurlöndum, að reimleiki allur
fældist grænar trjágreinar, ef þær voru bornar inn í híbýli
manna. Sömuleiðis var ilmur af trjáberki vörn gegn aftur-
göngurn. Þess vegna þykir ekki ósennilegt, að menn hafi
einmitt í myrkri skammdegisins álitið þess þörf að bægja
frá sér vondum verum og þá fengið hugmyndina um jóla-
tréð. —
Einhver elzta sögn, sem til er um jólatré, er frá Freiburg
í Þýzkalandi. Hún er frá 1554, en skráð löngu síðar. Þá er
þess getið, að bakarasveinar hafi skreytt jólatré á að-
fangadagskvöld, í sjúkrahúsi borgarinnar, sem nefndist
Heilags anda sjúkrahúsið. Jólatréð stóð þar fram á gaml-
árskvöld, þá var það borið um göturnar og afhent ölmusu-
stjóra (Armenvater) borgarinnar. Það gerði elzti maður
bakaragildisins. Var nú fátækum leyft að tína af trénu
epli, brauð og annað, sem á það var hengt. Iíófst síðan
dans, og bauð kona ölmusustjóra almenningi að hefja
dansinn.
Á fyrri hluta 17. aldar er enn getið um jólatré í þýzkum
sögnum.
Það er haldið, að jólatré hafi ekki tíðkazt á Norður-
löndum fyrr en á 18. öld, og ekki orðið algeng fyrr en í
lok 19. aldar. En um þær mundir var það að fara sigur-
för um allan hinn kristna heim.
í Sovétríkjunum er' ekki kveikt á „jólatrénu“ á jólun-
um, heldur gamlárskvöld.