Þjóðviljinn - 24.12.1943, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.12.1943, Blaðsíða 11
ÞJÓÐVILJINN 9 Tómas Sœmundsson mundi varla þekkja sig í Berlín ef hannrisiupp úr gröf sinni og yrði þar viðstaddur, er skrið- drekasveitir Hitlers bruna um götur og torg. hafa séð Leipzig, og’ þótti undarlegt, að ég hefði ei verið þar lengur, og þegar ég lét þær skilja, að maður, sem hefði svo langa reisu fyrir höndum sem ég, „musste sicli nich von jeden Kleiniglceiten stören lassen“, urðu þær mikið gramar, að ég vogaði að kalla svo „die weltbe- rúhmte Stadt“; þó sló tólfunum þegar ég, IV2 mölu héðan, ekki fann útsjónina af brúninni fyrir ofan eina kró, er þeim þótti svo vænt um að hafa fundið, meðan ég var í mjólkurútvegum, og geta sýnt mér, meira en „recht hubsch": og það höfðu þær varla fyrirgefið mér þegar við komum hingað, enda þó ég gæfi eftir, að það kynni að vera sú fallegasta útsjón, sem væri til frá Frankfurt am Main til Frankfurt an der Oder ; (lengra höfðu þær nefnilega ekki farið); en fyrir mann, sem byggi milli Geysis og Heklu, hefði það ekki mikið að þýða. Við vor- um eina nótt á leiðinni þessar 12 niílur og komum hing- að kl. 4. Saxen er fallegt land. Frá Leipzig til Meissen, sem liggur við Elfuna, eru oftast flatir, hólar, aki'ar eður engj- ar, sem ekki truflast af stanglingsbæjum; því bændurnir búa allir í stórum þorpum; hver bóndi liefur fallegt íbúð- ar-steinhús tvíloftað, og allt sýnist hér að vitna um vel- megun. — Ég hafði þenkt mér Dresden hálf-innilukta af fjöllum og inndælum skógum, þar sem Elfan kemur niður úr hálfgildis gljúfrum, en i þess stað sé ég allareiðu frá turni hinnar nafnfrægu dómkirkju í Meissen (4 mílur héðan), hvað ég síðan enn nú betur hef lært, að þekkja, að þessi dálitli inndæli staður, sem sýnist skapaður til að vera hvað hann er, gratíanna heimkynni, liggur á lágri sléttu kringum Elfuna, sem hér cr næstum í lygnu; í kring er næstum meira „kratt“ en skógur, og holt, en engin fjöll. Landslagið líkist mikið Hreppunum, svo sem hjá Hruna og upp með Hvítá, og þar verður alteina frjósamt þegar það er komið undir sömu breidd; þú getur, Br. Pét- ursson! reiknað út hvenær það verður. Norðanmegin Elfunnar er framan í öllum lroltum vínviðurinn, hvar Framhald á 15. síðu. JÓN ÚR VÖR: 3ólin 1943 ,,Og þa8 var enn mífc'ð húanœSisleysi í borginni. En jólanna var von á hverju ári, og þá átti frelsarinn a8 fœðast samk.Vœmt Heilagri ritningu. . . Og nú settust vitrustu menn á rök.stóla og fundu engin rá8. Þá Var samþykkt, a8 þeim, er ekki finndu ann- a8 þak yfir höfu8i8, skyldi feomið fyrir I stríðshúsum, er erlendir menn höf8u reist. Þá var ortur sálmur. Ur honum eru geymd tvö vers, hitt var guðlast og týndist", Svo segir i Ritningu 20. aldar. Hver fjárhúsjata var full af snjó þó fundum við dálítið hreysi, er stnðsmenn hyggðu og það er þó t þessu húsnæðisleysi hetra en að fæðast í kaldri kró og krókna t héluðum meisi. 1 kertaljósi við klukkna hljóm við komu frelsarans biðum og horfum á rúðunnar héluhlóm og hrímið með Ijósinu þiðum og mjöllin dansar á mjúkum skóm. — Ætli Maria sé nú á skíðum?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.