Þjóðviljinn - 24.12.1943, Blaðsíða 18
t
Vörn frelsis og mannrétíinda
Um allan heim er nú litið til sovétþjóðanria með að-
dáuri og þakklæti fyrir þann mikla skerf er þær hafa lagt
frarii í barátturini um frelsi og mannréttindi. Hvað hefði
gei’zt ef Sovétríkin hefðu bilað eins og Frakkland? Hvar
hefði villimennska nazismans þá verið stöðvuð? Þannig
er spurt, og svörin gefa maniglöggan skilning á því,
hvers virði vörn sovétþjóðannaVhefur verið?
í örfáum látlausum orðum riijar Stalín upp það sem
gerzt hefur í síðustu ræðu sinni. ,,í októbermánuði 1941
voru erfiðir tímar fyrlr ættjörð n'%ar. Óvinirnir nálguðust
hiifuðborgina og höfðu umkringt Leningrad á landi. Her-
menn okkar neyddust til að hörfa. Það krafðist stórfelldra
átaka fyrir herinn og allra krafta þjóðarinnar að stöðva
óvinina og greiða þeim þungbær högg, svo að þeim auðn-
aðist ekki að ná Moskva á vald sitt.
í októbermánuði 1942 var Iiættan fyrir ættjörð okkar
orðin jafnvel enn meiri. Óvinirnir voru þá í 120 km. fjar-
lægð frá Moskva, höfðu brotizt inn í Stalíngrad og voru
við rætur Kákasusfjalla. En herinn og þjóðin.misstu samt
ekki kjarkinn, heldur stóðust allar hörmungar af mikilli
þráutseigju.
Þjóðin vissi, að hún hafði mátt til að stanza óvinina og
greiða þeim högg til baka. Hún minntist fyrirmæla Len-
íns og varði þau réttindi, sem hún hafði fengið í nóv-
emberbyltingunni, án þess að spara krafta sína eða líf.
Og sem kunnugt er, hafa þessar fórnir ekki verið til feinskis.
Síðastliðinn vetur hófu herir okkar sókn og' greiddu
Þjóðverjum rnikil högg' og þung, fyrst við Stalíngrad, í
Kákasus og miðbiki Donhéraðanna ... Síðan þá hefur
frumkvæðið aldrei komizt úr höndum rauða hersins. Allt
síðastliðið sumar hafa högg hans orðið þyngri og þyngri
, og hernaðarlist lians farið vaxandi með hverjum mánuði.
Síðan þá hafa lierir okkar unnið mikla sigra og Þjóð-
verjar orðið fyrir hverjum ósigrinum á fætur öðrum. —
Hversu mjög sem óvinirnir hafa reynt það, hefur þeim
alltaf mistekizt að vinna nokkra sigra, sem teljandi eru,
á austurvígstöðvunum.
Sovétþjóðirnar og rauði herinn sjá glöggt erfiðleikana
fram uridan. En nú þegar er ljóst, að dagur sigurs okkar
nálgast. Stríðið er komið á það stig, þegar um er orðið að
ræða algjöran brottrekstur innrásarseggjanna úr Sovét-
ríkjunum og tortíming hinnar fasistisku „nýskipunar“
í Evrópu“.
*
Myndirnar hcr lil beggja handa ,eri t-'hnai' úr liinu friðsæla hvers-
dagslífi sovctþjóðanna árin fyrir stríðið'.lþegar allt beindist að'sköpun
bjartara og betra hfs á sem stylztum tíma fyrir alla þegna hinna víð-
lendu Sovétríkja, en heldur ekki gleymt að gera hervamir alþýðuveld-
isins eins fullkomnar og kostur var. — Tij hægri, efst: Gata í nýju verka-
mannahverfi. — I miðju: StrengjahljómsyeTt verkakvenna frá verksmiðj-
unni i Mosbele í Moskva. l’ær eru á skemmtiferð úti i sveit. — Neðsl:
Leikhús í Karkoff er rúmar 2300 áhorfendur. Sérstakur hljómleikasalur
með 600 sætum er einnig í húsinu. — Til viustri, efst: 1 .-maí-kröfuganga
á Rauðatorginu í Moskva. Leghöll Lenins í baksýn. — I miðju: Liðs-
menn úr rauða hernum skemmta sér í frístundum sínum. — Neðst: Frá
hjónabandsskrifstofu í Moskva. Embættismaðurinn afhendir brúðurinni
skjalið’ og óskar henni til hamingju.