Þjóðviljinn - 24.12.1943, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 24.12.1943, Blaðsíða 17
ÞJÓÐVILJINN 15 Tómas Sæmundsson Framhald af 9. síðu. víða er söndugt og smáklettar. Elfan gerix’ hér ekkert annað en prýða og létta kommúnikatíónina. Ég veit eig- inlega ekki, hvað það er, sem gerir, að ég kann við mig hérna svo dægilega sem hvergi er ég hef áður komið; ég held það hljóti að vera þessi „Naturalighed, Beskeden- hed og Blidhed“, sem situr utan á öllu. Staðurinn er ekki fallegur, því göturnar eru þeim mun þrengri, sem húsin eru hærri, enda sums staðar upp á 7 „etager“ í höfuðhluta bæjarins, sem smátt og smátt hverfur út í landið; en allt er þokkalegt og húsin fyrir sig víða falleg; sólin kemst þó óvíða niður á götuna til muna, sem • á þessum sól- skinsdögum ekki sakar. neitt. Eftir Bei’lín sýnist manni hér heldur fámennt og litlar skemmtanir, en óvenjuprakt er hér í klæðaburði. Berlín er í þeim pósti eins og gamall höfðingi, sem heima hjá sér reiknar það ekki svo nákvæm- lega, hvernig hann fer að mat sínurn. Hér generar sig hver meira fyrir öðrum og maður sér hér ekki eins þetta stóra familíulíf, sem gerir Berlín svo interessant, hvar fleiri þúsundir sitja saman í lystigörðunum lilustandi á músík með sinn stóra ölcylinder fyrir framan sig, sem máske tekur yfir 5 merkur og margir leggja saman í. — Þó er hér margt rétt naivt enn þá, t. d. hefur einn í dag sett yfir dyrnar hjá sér: „Þetta hús er eiginlega ekki lið- ugt 'fju’i' en til Michaelis, — þó kynni að mega fá það fyrri!“ Annar: „í dag hef ég fengið nóg af matvælum, og sauð, — sem ég sel fyrir gott verð, ef það er strax keypt“. Ég var í gær í kaþólsku kirkjunni, hvar að voru mikil hátíðlegheit í anledning af nýfæddum prinsi. Fallegri kii’kju hef ég ei séð, — og músíkin var inntakandi. Allt hitt var til að hlæja að. Eftir að pi’estur hafði spilað sig þreyttan kómedíu fyrir altarinu, hélt hann langa ræðu um hinn heilaga Laurentius, sem hann sannaði með þessa eigin orðurn, að væri munstur fyrir allar dyggðir. Sarná getur hann víst sagt um alla þessa heilögu menn, sem standa í almanakinu. Þessi heilagi kommers varaði yfir 2 tírna. Ég hafði tækifæri til að horfa kónginum í augu, þegar prósessían gekk úr kirkju. Hann er lítill eins og land- ið hans, digur og grettinn, á rauðflekkóttum kjól með gullvírshnöppum. — En þið, piltar, ef nokkrir heyrið bi’éf mitt, sem þykir gaman að ganga á Austurgötu um há- degið, komið aldrei til Dresden, nema því að eins, að þið ekki þurfið að fara þaðan aftur! Ef þið, bræður! viljið fá bréf frá mér frá Wien, þá biðjið, að ég komist lifandi gegnum Böhmen, sem ég ætla að heimsækja á morgun; ég er orðinn foi’hei’tur rnóti kóleru, fyrst hún sparaði mig í Berlín, hvar meira var af henni en menn vildu vita af. Þetta bréf lesið þið svo vel í málið, sem ykkur er mögulegt. Ég hef verið á balli í nótt og er þess vegna eins og menn plaga að vera eftir böll. Og' verið þið nú sælir! Th. Sœmundsson. ÞORSTEINN ERLINGSSON: Ég veit þú aegir satt. Við höldum Jól. Við 8jáum, eins og vant er, nú um tlma, hvað ból og hól og hjól og skjól og sól er himneslc sending þeim sem eiga’ að rima. Nú kallar þetta hvella bjölluhljóð, að horfa’ á gamla leikinn, sem við kunnum, svo smjatta þeir, sem þykir vistin góð við þvœttituggu’ úr volgum blaðurmunnum. En svo var fagra friðarstjarnan þín; þann fögnuð vildir þú ég kœvú’ að skoða; en gœtu’ ekki’ áhrif hennar sagt til sln þó sigur hennar vceru fcerri’ að boða? Ég heyrði fyrri segja sama flokk frá sigri þeim, á mörgum kirkjustólum; en skein hún ekki blitt á Bielostock með boð um náð og frið á síðstu Jólum. Og hvar er sigur Krists um kristinn heim? Að kirkjum hans er enginn vandi að leita, en krossinn hans er orðinn einn af þeim, sem algerð þý og hálfa manndyggð skreyta. Og heldurðu yfir hugsjón þessa manns og heimsins frelsi þessir kawpmenn vaki, sem fluttu milda friðarríkið hans á fölva stjörnu’ að allra skýja baki? Þar lcomst hún nógu hátt úr hugum burt og hér varð eftir nógu tómur kliður, svo aldrei verði’ að œðri Jólum spurt og aldrei komist friðarríkið niður. Og dýpstu þránum drekkir spekin sú, sem djúpið mikla þurrum fótum gcngvr og spennir yfir endaleysið bríi með orðum, þegar hugsun nœr ei lengur; því rún úr geimnum engin önnur skín en eintóm núll úr köldum stjönmbaugiim. Nei, ég vil lifa litlu Jólin min við Ijósið það, sem skín úr barnsins augum. Mér finnst þar inn svo fritt og bjart að sjá, að friðarboðið gceti þangað ratað, og enn þar minni heit og þögul þrá á þúsund ára bróðurríki glatað. Þar vefst úr geislum vonarbjarmi skœr sem veslings kalda jörðin eigi’ að hlýna; ég sé þar eins og sumar fœrast ncer, ég sé þar friðarkonungs stjörnu skína.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.