Þjóðviljinn - 24.12.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.12.1958, Blaðsíða 7
JÓLABLAÐ ÞJÓÐVILJANS 1958 (7 mistraðar hæðir itmhverfis með fölan bláma yfir sér, meira af ætt himins en jarð- ar. Sléttan endar og veg- urinn fer að liðast upp eftir hæðinni að húsum Assisi. Bærinn er gamall með þröngum götum, og brátt er vagninum rennt í röð langferðabílanna á einu torgi, og heit sólin speglast á rauð- um grænum og bláum þökum og krómuðum útvarpsstöngum bílanna sem flytja syfjuðum ökumanninum dægrastytting- ar músik frá ýmsum st"ðvum meðan ferðagestirnir ganga uþp götuhallann með upp- brettar skyrtuermar og frá- hneppt í hálsinn og ljós- myndavél um öxl en sumir hafa ékki breytt búningi sínum:. sumir ganga í skósíðum svörtum frökkum með hvítán flibbann óskorinn að framán eins og hálsband á hundi,. og ganga með sett- legum skrefum í hitanum eins og hæfir þeirra geistlega standi að þakka hverja guðs- gjöf. Á báðar hendur eru verzlanir í lágum húsum sem hampa minjagripum í ein- hverskonar sambandi við ínrkjuná:. allskyns rauðleitir koparmunir, helgimyndir éink- um af Frahs. il poverello, hin- um fátæka í mismunandi ramma frá hinum óbrotnasta fyrir þá fátæicu upp í dýra og útskorna eða steypta úr dýr- um málmum með margslungnu skrauti handa þeim ríku, þann. ig er eitthvað sem hæfir flest- um efnahagsstigum, og tvær fátækar konur standa fvrir utan glugga og hugsa hvað það væri nú gamlan að geta fengið sér þessa litlu þarna í silfurrammanum, en það er ekki að tala um það; og þær ganga svartklæddar niður götuna móti straumnum. Ög ferðamennirnir halda áfram og hugsa sér að bíða þar til þeir komi úr kirkj- unni með að kaupa sér steypt- ar leirplötur með helgimynd- um. talnabönd eða lukkupe'n- inga sem hefur verið blessað yfir, en sumir standast eklci mátið að fá sér kóladrykk á leiðinni í litlum skonsum, og fyrir enda götunnar opn- ast torg þar sem sólin hef- ur frjálsan aðgang að skína á fólkið þangað til það nær homskörpum skuggum við kirkjuna. Þetta er hin sanna Frans kirkja Chiesa di San Francesco Þser eru reyndar tvær, hvor upp af annarri, og rísa tign- ar í háttbundnum einfaldleika, horfandi yfir víðáttumikla sléttuna umbrisku, og þaðan sér ávalar hæðir í mistri hit- ans, og á hverri hæð er göm- ul borg. Og kirkja Frans er eins og kóróna þessa lands, eins og sú sól sem bindur stjörnumar, djásn gamallar menningar sem aldrei deyr. Og bæirnir á hæðunum í kring eru allt gamlar slóðir Etrúska, þessarar einkenni- legu þjóðar með undursamlega menningu, hæglátir fræðimenn komast í illindi út af tilgátum um uppruna þeirra. En þarna var byggð þeirra, frá hæð til hæðar höfðu þeir samband og gáfu merki með reyksúl- um þegar óvinir fóru að eft- ir grænum dölum fyrir neðan. Þessi þjóð og menning henn- ar kom inn í sögu mannsand- 'ans án þess menn þekki í dag aðdragandann og svo hverfur hún inn í ríki Rómverja og sem ríkir hér meira en ann- arsstaðar, og hvíslar að þér: einhverntíma ef mikið liggur við komdu þá aftur. Eg hef heyrt að það hafi verið byrjað að byggja neðri kirkjuna árið 1228 og ein þrjátíu ár var verið að byggja hana, sá sem þar kemur hlít- ur að finna hve fánýtt er að reyna að lýsa þessari kirkju. En hann getur nefnt með lotningu nokkur nöfn lista- manna sem hafa málað á loft og veggi. Flest mun vera mál- að á fáum áratugum en mest nær aldamótum 1300, beggja vegna við þau: Cima- bue, Giotto sem nam af honum og lærisveinar hans sem eru af Flórenzskólanum og svo Simone Martini Freskumynd eftir Giotto: Fmns talar við fuglana. segir ekki af Etrúskum meir. Við aðaldyrnar sem eru í neðri kirkjuna eru tröppur sem liggja að dyrum hinnar efri og út frá þeim tröppum er garðbrún sem sker landið frá síbláum himni. Allt sýnist svo mikilvægt sem rýfur þessa sundurskiljandi línu: kannski tvær manneskjur saman, síð- an þrjár aðrar og svo örfáar sípressur, þessi háu mjóu tré friðarins og sorgarinnar sem eru svo tíð í kirkjugörðum þarna syðra: hér lifa þær í dularfullum sjálfstæðum inni- leika, kyrrar og einar og þó í einingu með einhverjum blæ samtimam’aður þeirra og vin Petrarca, þess sem orti þær frægu sonnettur til Láru. Þessir menn eru allir uppi á seinni hluta 13. aldar og fyrrihluta fjórtándu, á fyrsta skeiði renisansins um sama leyti og Dante. Hvaða kirkja geymir stórfenglegri myndlist? Hún nær hámarki sínu þegar komið er í efri kirkjuna því þar eru margar myndir málaðar af Giotto, og á þessum stað ásamt lítilli kapeilu norður í Padova eru fullkomnustu sýnishorn af list Giotto. Eg veit ekki hvað Framhald á 47. síðu. HANNES SIGFÚSSON: * Brot úr löngu viðlagi Við sitjum auðum höndum sjáum tímann fletta blöðum dags og nætur, líður bezt í ljósaskiptunum. > Síðan biasir við á dökkum fleti þessi elligræna koparstunga: tungl og stjörnuglingur kristilegra barna. — Þó ber gler á milli eins og móðu af tárum. Líður bezt í fölri skuggsjá kvöldsins þegar flæða' gömul form og blaka loðnum eyrum slitin. liægindi og við bíðum þess að kyrrðin hleri bak við óvit alls orð sem hæfi okkar klofnu tungu •— tvílit orð og loðin goðsvör. En að morgni þegar Jjósið læsir greipum sérhvern hlut og skorðar: sófa borð og stóla skríður allt í skel og hniprar sig í kufung. Við erum meðal hinna dauðu minjagripa á sýningu dagsins —• fölir steingervingar stjörf líkneski. Hvað er það sem skelfir þig og mig á þessum stað? Og hvað er það sem okkur er í mun að gleyma? Hví eru augun gler og móðuslunginn spegill þegar morgnar beina að okkur kastljósum? — Dagsbirtan fellur eins og ryk á andlit okkar. Er okkar dvöl þá fólgin í því einu að mæla tímann líkt og úrfelli: ösku tærandi elds og ósýnilegan snjó? Eg sé þig eldast dag frá degi nú djarfar rétt í andlit þitt sem djúpt í mózku hvítni fyrir beinum . . .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.