Þjóðviljinn - 24.12.1958, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 24.12.1958, Blaðsíða 17
I JÓLABLAÐ þJÓÐVILJANS 1958 «T ' Gríski sögúritarinn Þúkydides segir frá ræ'ðu sem hinn mikli leiðtogi Aþenu, Perikles, hélt yfir moldum þeirra sem fyrst féllu í stríði grisku borgríkj- anna árið 431 fyrir upphaf hins kristna tímatals. í þessari ræðu er vikið að eðli lýðræðisins með orðum sem enn í dag, 2389 ár- um síðar, eiga erindi til okkar. i „Við búum,“ sagði Perikles, „við stjórnarfar, sem ekki er sniðið eftir lögum annarra, en gerir okkur fremur að fyrir- mynd annarra. Ef við athugum nafn þess, þá er það kallað lýð'ræSi, af því að stjórn ríkis- ins er í höndum meirihluta. Ef við athugum eðli þess, þá er það svo að lögin veita öllum borgurum jöfn réttindi. — — Enda þótt við beitum ekki hver annan þvingunum í einkalífi okkar, teljum við okkur sið- ferðilega neydda til að hlýða lögunum og yfirvöldunum. — — Við önnumst allir, hver sem er, mál okkar sjálfra og mál rík- isins. Við einir teljum nefni- lega þann sem lætur opinber mál afskiptalaus ekki hlédræg- an, heldur algerlega duglausan. Við erum sannfærðir um að það skaði ekkert mál að það sé rætt.“ '1 Þetta forngríska lýðræði virð- ist óneitanlega fullkomnara en það sem ríkir nú í Vestur-Ev- rópu, þar sem stöðugt er hamr- að á því að almenningur eigi ekki að skipta sér af utanríkis- málum, þar sem leiðtogarnir eiga að hugsa fyrir fólkið. • Konur og ainbáttir En þetta fyrirmyndarlýðræði var ekki allt þar sem það var séð: annars vegar var þræla- haldið, hins vegar ófrelsi kon- unnar. j Þrælarnir voru undirstaða allr- ar framleiðslu, eins og vélarnar eru það í dag. Þeir voru rétt- lausir eins og húsdýr, unnu öll þau verk, sem héldu þjóð- félaginu uppi og gerðu kleift hið frjálsa líf borgaranna og stjórnarfar lýðræðisins. í þessu þjóðfélagi voru fleiri þrælar en frjálsbornir menn. Það er rétt að fátækir og ríkir voru jafnir gagnvart lögunum og höfðu sömu pólitísku réttindi; og fá- ! tæklingurinn gat einnig átt þræl, alveg eins og fátækur bóndi getur átt hest. Konurnar áttu að vera á heimilunum. Þær voru eins og konur í Austurlöndum nánast lokaðar inni ög máttu aðeins fást við búsýslu. Þær komu ekki á þjóðfundi, voru ekki á sam- kundum, sátu ekki samkvæmi. Þær máttu ekki vera á ferli utanhúss einar sér, heldur urðu þær að vera í fylgd með ambátt, þegar þær gerðu innkaup. Á- hugamál og umræðuefni karl- mannanna — stjórnmól, heim- speki, leikhús, viðskipti — voru konunum óviðkomandi. „Sú kona : hefur unnið sér mestan sóma sem karlmenn tala minnst um, hvort heldur þeir hrósa eða lasta,“ sagði Perikles. Ástæðan til þess að við líkjum enn í dag ofsareiðri konu við Xantippu, er sú að hún skipti sér af einka- málum karlmanna. Þegar hún kom grátandi í fangelsið að kveðja dauðadæmdan mann sinn Sókrates, varð honum að- eins að orði: „Farið burt með hana.“ Hann ætlaði ekki að eyða síðustu stundum sínum í kvennaþras, þeim skyldi varið til skynsamlegra viðræðna við karlmenn. Demosþenes sagði: „Við höf- um heterur okkur til ánægju, ambáttir til að þjóna okkur og eiginkonur til að ala okkur börn og gæta heimila okkar". i # Frjálsar konur Gríska orðið hetairai þýðir vinkona. Og heterur voru konur sem karlmenn gátu rætt við í trúnaði. Þær gátu setið sam- kvæmi eða samdrykkjur karl- manna og styttu þeim stundir með dansi og flautuleik. Þær voru frjálsar konur sem nutu vissra forréttinda og voru hátt hafnar yfir hinar eiginlegu vændiskonur í hofunum eða hafnarhverfinu í Píreus. Margar heterur voru vel efnaðar, og stóðu fyrir bókmenntasam- kyærrtum, sálonum, þar sem þekkingar. Hin fagra og gáfaða unga stúlka varð miðdepill í hópi fagurkera og þar kynntist hún Periklesi. í hinu attíska lýðveldi var Perikles eins konar fjár- og at- vinnumálaráðherra, en hann var einnig herforingi og var því valdamesti maður ríkisins. Perikles var kvæntur og átti sér einnig ástkonu, Krysillu, og átti börn með báðum konum sínum, þegar hann hitti Aspasíu. Og þá þátt í því makki sem var undan- fari Pelopskagastríðsins. Hún hefu’r vafalaust einnig látið til sína taka í umræðum þeim um frelsi konunnar, sem sófistar áttu hvað mestan þátt í. Að sjálfsögðu átti þessi fræga kona marga öfundar- menn, alls konar sögur fóru af henni, og árið 432 fyrir upphaf tímatals okkar var höfðað mál gegn henni sem hefði getað kost- að hana lífið. Gamanleikjaskáld- HANS SCHERFIG: Heteran dAspasía Myndastytta af konu, svonefnd Aspasía (Berlín, Aquarium). Hún var ekki e'mungh fögur, heldur líka „gáfuð og stjórnvitur", og hún var gift Periklesi, voldugasta manni Aþenu. Og hún byrjaði feril sinn sem gleðikona . . . frægir menn og þjóðskörungar hittust. Nöfn margra þeirra hafa varðveitzt í sögunni. Þar má nefna hina frægu Thais sem sagt er frá í gamanleikjum Menanders. Hún varð ástkona Alexanders mikla og eftir dauða hans giftist hún Ptolemeusi, konungi Egypta. Önnur var Lais, sem naut ásta frægasta málara fornaldar, Apellesar, og heimspekingsins Diogenesar. Hún var hollvinur listamanna og lét reisa hof og setja upp höggmyndir. Sama máli gegndi um heteruna Pryne; hún var vinkona myndhöggvarans Praxitelesar og að henni lát- inni gerði hann gullsteypu af henni sem sett var upp í hofi. Og nefna má heteruna Gnatha- inu sem var fræg fyrir orð- heppni sína og illkvittnisleg til- svör; Glykeru sem hafði verið ástlcona féhirðis Alexanders mikla, en fór til Aþenu að hon- um látnum og átti vingott við leikskáldið Menander. # „Gáfuð og stjómvitur“ En fyrst og fremst skal getið Aspasíu, heterunnar sem giftist Periklesi og varð æðst allra kvenna í Aþenu þegar veldi Attíku stóð sem hæst. Eins og flestar aðar heterur var hún útlendingur í Aþenu, fædd í bænum Miletos í Jóníu um 460 og var því nærri jafnaldri Sók- ratesar. Hún kom til Aþenu með föður sínum, Axiokosi, og hún hefur áreiðanlega verið alin upp til heterulífs, því að á annan hátt gátu stúlkur ekki aflað sér gerðist það sem næsta sjaldan kom fyrir: Hann skildi við eig- inkonu sína til að kvænast hinni ungu heteru. Mörg ár liðu þó þar til hjónabandið var gilt tek- ið að lögum, af því Aspasía var útlendingur. Plútarlc rkrifar um Aspasíu: „Það er sagt um hana að Peri- kles hafi sótzt eftir henni, af því að hún var gáfuð og stjórn- vitur. Enda heimsótti Sókrates hana oft ásamt kunningjum sín- um, og vinir hans sendu eigin- konur sínar að hlýða á hana, enda þótt hún sæi sér ekki far- borða á heiðvirðan né sómakær- an hátt, heldur hefði á sínum vegum ungar stúlkur sem het- erur.“ Vinur Sókratesar, glæsimenn- ið Alkibiades, var einnig tíður gestur hjá Aspasíu. Og þangað komu einnig myndhöggvarinn Fidias og Igtínus, bygginga- meistarinn sem sagði fyrir um smíði Akropolis. Þetta var ein- mitt á þeirn tíma þegar hinar miklu byggingarframkvæmdir stóðu yfir í Aþenu. Perikles lét endurreisa Akropólis eftir eyði- leggingu Persastríðsins, en að sögn Plútarks voru þær fram- kvæmdir einnig gerðar í at- vinnubótaskyni. Xenofón var einn þeirra sem tók konu sína með sér svo að hún gæti hlýtt á Aspasíu. An- axagóras var einn af vinum hennar. Aiskines og Plató minn- ast á hana. Plútark segir að hún hafi haft mikil áhrif á stjórn ríkisins. og hennar var oft get- ið í revíunum. Aristofanes held- ur fram að Aspasía hafi tekið ið Hermipos sakaði hana um guðleysi. Það var svipuð ákæra s^rn 33 árum síðar leiddi til málshöfðunar gegn Sókratesi, en því máli lyktaði með dauða hans. • Perikles ver Aspasíu Það var ef til vill snöggur |ÍÍ : blettur á hinu gríska lýðræði, að þjóðfundurinn — sem hafði æðsta vald í málum ríkisins — hafði einnig með höndum dóms- vald í vissum málum. Þjóð- fundurinn var ekki þing kjör- inna fulltrúa, heldur fundur allra boi'gara, þar sem hver og einn gat tekið til máls og allir höfðu kosningarétt, hvað sem leið tekjum þeirra eða stöðu í þjóðfélaginu. Þegar þessi al- valda ráðstefna átti að dæma í málum manna, gat svo farið að lýðskrumarar æstu upp við- stadda og fengu þá til að kveða upp vanhugsaða dóma, sem síð- ar meir var ek.ki hægt að bæta fyrir. Xenofon nefndi dæmi um sex herforingja sem höfðu unn- ið sjóorustu, en höfðu vegna óveðurs látið hjá líða að hirða líkin úr sjónum. Þeir voru dæmdir og líflátnir árið 406 fyrir upphaf tímatals okkar. Síðar iðraðist þjóðfundurinn. þessa dóms og mál var höfðað gegn þeim sem höfðu „afvega- leitt lýðinn með ósönnu máli.“ Perikles tók sjálfur að sér vörn Aspasíu á þjóðfundinum. Hann hafði orð á sér sem bezti ræðumaðui' Grikklands. ,,Hann þrumaði og skaut eldingum,“ eins og sjálfur Seifur, sögðu menn. „Máttur orðs hans var meiri en nokkurs annars,“ segir ein af persónum leikskáldsins Eupolisar. ,.Orð hans voru sem töfrar, og hann lét broddinn verða eftir í hjörtum áheyr- enda.“ Með tárvotar kinnar talaði hann máli konu sinnar og hon- um tókst að vinna samkunduna á sitt band og fá Aspasíu sýkn- áða. Síðar var mál höfðað gegn Periklesi fyrir sjóðþurð. Hann lét af öllum embættum sínum, en þjóðfundurinn skipaði hann aftur í þau skömmu síðar. Hann dó úr bráðafári 329. Stuttu fyrir dauða hans hafði hjónaband hans og Aspasíu verið úrskurð- að lögmætt. Aspasía giftist síðar auðugum kaupmanni, sem hét Lysikles. Sagt er að hann hafi verið hálf- gerður búri, en henni hafði fljótlega tekizt að manna hann og kenna honum að koma íjrrir sig orði. Hann var drepinn í her- ferð í Íkaríu, og ekki er vitað hvað um Aspasíu varð eftir dauða hans. í Museo Pio Clementino í Páfa- garði er brjóstmynd af ljómandi fallegri konu, sem nefnd er Aspasía. Og það getur vel verið að hún sé af hinni frægu heteru. 0 \ Hetera, skreyting* á grísku leirkeri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.