Þjóðviljinn - 24.12.1958, Blaðsíða 45

Þjóðviljinn - 24.12.1958, Blaðsíða 45
HELGI J. HALLDÓRSSON: Nokkur orð um líf og Ijóð Steins Steinars Á öndverðu þessu ári hvarf okkur af sviði lífsins einn sér- stæðasti persónuleiki og frum- legasta skáld þessarar kynslóð- ar: Steinn Steinarr skáld. Vin- um hans og ljóðaunnendum er það hins vegar mikil huggun, að hann er enn hjá þeim í ljóði sinu. Það er þess vegna ekki úr vegi að láta hugann á þessum jólum dvelja um stund við líf hans og ljóð. Steinn Steinarr var fæddur á Laugalandi í Nauteyrarhreppi í Norður-ísafjarðarsýslu 1908, sonur Kristmundar Guðmunds- sonar og Etilríðar Pálsdóttur. Hann fluttist á barnsaldri suð- ur i Saurbæ í Dalasýslu og ólst þar upp til 15 ára aldurs, fyrst eitt ár í Bessatungu og síðan þar til hann var 13 Vz árs í Mikla- garði hjá Steingrimi Samúels- syni og móður hans, Kristínu Tómasdóttur. Eftir það var hann 2 ár á Hvoli í Saurbæ og eitt sumar á Tindum í Geiradal. Þá var hann einn vetur á Núps- skóla i Dýrafirði, og er það öll framhaldsmenntun Steins, en í barnaskóla var hann hjá Jó- hannesi úr Kötlum, sem var barnakennari í Saurbænum, þegar Steinn var þar að alast upp. Að loknu eins vetrar námi í Núpsskóla kom Steinn til Reykjavíkur 1924, þá á 17. aldursári og átti þar heima síðan. En nú fóru erfiðir tímar í hönd. Steinn var lítt fallinn til erfiðisvinnu, en átti ekki annarra kosta völ. Hann vann almenna hafnarvinnu í Reykja- vík, við bústörf á Korpúlfsstöð- um, síldarvinnu á Siglufirði og í síldarverksmiðjunni á Sól- bakka, vegavinnu í Bröttu- brekku og aftur við sveitastörf í Dölum vestur. Eftir 1930 fór Steinn tvívegis til Danmerkur og Þýzkalands, 1933—34 og ’36. Varð hann þá gjarnan að vinna sér til lífsupp- eldis, var tvivegis í vinnu- mennsku á Sjálandi, annað skiptið við garðyrkjustörf, en hitt skiptið við hænsnarækt. Fyrsta Ijóðabók Steins, Rauð- ur loginn brann, kom út 1934, gefinn út á kostnað höfundar. Framan við hana er svofelld tileinkunn: ,,Þessi bók er tileinkuð félög- um mínura og kunningjum í Reykjavík, sém árurn saman hafa barizt eins og hetjur við hlið mína fyrir lífsnauðsynj.um sínum — og enn ekki sigrað." í þessari ljóðabók Steins ber mest á heimsádeilu og bylting- arljóðum. Fyrsta kvæðið, Ör- eigaæska, er greinilega ort und- ir áhrifum frá Jóhannesi úr Kötlum, en flest eru kvæðin ljóðræn að formi. Steinn er á þessu stigi líkt og Jóhannes rómantískur raunsæismaður. Annars má vera, að - Stefán frá Hvitadal hafi átt meiri ítök í huga Steins, þegar hann hóf ljóðaferil sinn. Steinn ólst upp í heimabyggð Stefáns og var honum persónulega kunnugur. Ljóðævi Stefáns og lífsævi var og öll, áður en Rauður loginn brann kom út, því að Stefán andaðist ári áður eða 1933 og síðasta ljóðabók hans, Hels- ingjar, kom út 1927. Stefán frá Hvítadal og Davíð frá Fagraskógi voru þau ljóð- skáld íslenzk, er ákafast drógu að sér hugi ungra ljóðunnenda á æskuárum Steins. Sá ástríðu- eldur og tilfinningahiti, sem brann í ljóðum þeirra, mun að vísu ekki hafa látið Stein ó- snortinn í fyrstu, en hann brann ekki upp til ösku í þeim loga, eins og henti sum ljóðskáld á þessum tíma. Steinn Steinarr er að því leyti í tengslum við þann skáldaskóla, sem reis með Stef- áni og Davíð, að flest kvæði hans eiga upptök sín í tilfinn- ingalífi skáldsins. Hann eignað- aðist hlutdeild í lífsharmi Stefáns, en ekki lífsþorsta og lífsnautn. Að sjálfsögðu veldur þessu að miklu leyti ólík skapgerð, en þetta er einnig tímanna tákn. Stefán og Davíð hófu ljóðferil sinn í lok heimstyrjaldarinnar fyrri, um leið og íslendingar endurheimtu fullveldi sitt. Þeir sigldu hraðbyri í því hafróti, sem komst á hið áður kyrrstæða líf hér heima — á styrjaldarár- unum og í lok þeirra. íslend- ingar fengu meiri fjárráð en áður, þeir urðu stórhugaðri og bjartsýnni á framtíðina. Skáld- in kunnu vel aðmeta oghagnýta sér hið breytta lífsviðhorf. Þau urðu hrifnæmari, geðsveiflur þeirra sterkari, lífsþorsti þeirra ákafari. Þau verða stærri bæði í gleði og sorg. En þet.ta öldu- rót stóð ekki nema rúman ára- tug, og Steinn lenti í útsoginu. Þegar ljóðferill hans hófst, var heimskreppan skollin yfir ísland, bjartsýnin farin að dvína, lífsmöguleikarnir að þverra. Þess vegna varð ljóð- tónn hans annar. Lífsbarátta hans var hörð. Fátækur sveita- drengur vestan af landi með visinn handlegg átti fárra kosta völ í Reykjavík kreppuáranna. En þráin til skáldskapar var öllum örðugleikum yfirsterkari. Hann hafði hrundið ljóðafari sínu á flot, og áfram skyldi haldið. Eg hef getið þess, að í fyrstu ljóðabók Steins megi greina nokkur áhrif frá Jóhannesi úr Kötlum, en þau áhrif urðu ekki varanleg. Strax í annarri ljóða- bók Steins, Ljóðum 1938, eru verkamenn og stéttabarátta ekki lengur aðalyrkisefnið, heldur er meginhluti kvæðanna urn hann sjálfan og lífið. Þessar heim- spekihugleiðingar ágerast í næstu ljóðabókum, Sporum í Sandi 1940 og Ferð án fyrirheits 1942, og verða heilabrot um fá- nýti lífsins eða háspekileg tóm- Lyggja eins og Magnús Ásgeirs- son komst að orði í ritdómi. Þannig siglir Steinn burt frá sveitunga sínum, Stefáni frá Hvítadal, og kennara sinum, Jó- hannesi úr Kötlum, einn á báti. Þegar fyrsta Ijóðabók Steins, Rauður loginn brann, kom út, skrifaði Halldór Kiljan Laxness um hana ritdóm og fór um hana mjög lofsamlegum orðum. Um þriðju ljóðabókina, Spor í sandi, ritaði hann einnig og segir þar m. a. svo: „Höfundur þessara ljóða er sterkt, upprunalegt og persónulegt ljóðskáld, að vísu nokkuð fábreyttur í efnisvali, en vandaður listamaður innan þeirra takmarka, sem hann vel- ur sér. Hann nær lengst í túlk- un sinni á þeim kenndum ömur- leika og fánýtis, sem grúfa yfir sál hins snauða, rótlausa ein- stæðings. Mörg kvæðanna eru lifandi túlkun vorrar aldar á anda sálmanna frá 17. öld um forgengileik heimsins og fall- valtleik manplegs lífs, og snilld- arverk bókarinnar eru heimsá- deilukvæðin eins og „Það bjarg- ast ekki neitt,“ og „Svo óralangt þú einn og hljóður gekkst,“ þótt þau séu, ef til vill, full-nakin í tjáningu sinni og segi of berum orðuin þá hluti, sem betur fara í rósamáli og tákna.“ Frá listrænu sjónarmiði er greinilega um framför að ræða með hverri nýrri bók. Steinn leggur sífellt meiri rækt við formið, fágar og slipar. Hann yrkir sjaldan löng kvæði. Stund- um er eins og hann leggi metnað sinn í að segja sem mest með sem fæstum orðum, en bregða þó upp skýrri mynd. Gott dæmi þess er smákvæðið „Bær í Breiðafirði“. Grænt, rautt og gult. Og golan þýtur í þaksins stráum. Tvö fölleit andlit með augum bláum á eftir mér stara í hljóðri spurn: Hvert ertu að fara? En styrkur Steins er mestur í harminum, þróttleysi hans og viðnámi í senn — máski ekki í nakinni og beizkri umkvörtun svo sem í kvæðinu Að fengnum skáldalaunum, heldur miklu fremur í ljóðunum Hin mikla gjöf, Heimferð og Til hinna dauðu, þar sem persónan rís upp úr harminum, eldskírn þjóninganna, öllu og öllum ó- háð, frjáls og sterk í veikleika sínum og einveru. Form og efni falla hvort að öðru í fullkominni sátt. í síðari ljóðabókunum „Spor- um í sandi“ og þó einkum í „Ferð án fyrirheits“ er háðið, fyndnin og hin markvissa á- deila í orðknöppu formi orðin mjög ríkjandi í ljóðum Steins. Ádeila þessi er í senn meinyrt og nöpur svo sem í Imperium britannicum eða kaldhæðin og glettin svo sem í ljóðunum Að sigra heiminn, Að frelsa heim- inn og Passíusálmi nr. 51. Hið síðasttalda er napurt háðkvæði, einfalt en þó sterkt, og skeytið hittir beint í mark. Varla verður betur túlkað hið algjöra skiln- ingsleysi fólksins á því, sem er að gerast í kringum það, hið algjöra kæruleysi fyrir þjáning- um mannsins að fornu og nýju. ÞJÓDVIUANS 1958 (45 í kvæðinu er nákvæmlega lýst öllu hinu ytra: veðrinu, sjónum, ytra útliti mannsins, sem verið er að krossfesta, augum stúlk- unnar, sem af einskærri forvitni hefur tekið sér far með strætis- vagni til þess að horfa á athöfn- ina. Og svo kemur þessi kæru- leysislega spurning langt utan úr órafjarska skilningsleysisins: Skyldi manninum ekki leiðast að láta krossfesta sig? Þó að bölsýn heimsádeila, háð og skop séu mjög ríkjandi í ljóðum Steins, bregður þó stund- um fyrir bjartsýni og jafnvel stolti: Má þar benda á 3 kvæði í Sporum í sandi: Gömul vísa um vorið, Stökur og Chaplin- visan, model 1939. Einnig er víða að finna tærar og ósviknar ljóðperlur, svo sem smákvæðið Vor og Það vex eitt blóm fyrir vestan. Eg hef orðið var við þann mis- skilning hjá ýmsum, sem litt eða ekki hafa lesið ljóð Steins, að hann yrki yfirleitt ekki rím- að og sé ósýnt um fornar brag- reglur. En sannleikurinn er sá, að órímuð ljóð teljast til al- gjörra undantekninga í kvæða- bókum Steins, meira að segja þeirri síðustu Tímanum og vatninu, sem annars hefur al- gjöra sérstöðu. Og það mætti segja mér, að Steinn hefði orðið afbúrða rimnaskáld í líkingu við Bólu-Hjálmar, ef hann hefði verið uppi einni öld fyrr. Máski hefði hann ort sízt ómergjaöri rímur en Göngu-Hrólfs rímur. í þá átt bendir Mansöngur úr Hlíðar-Jóns rímum, sem birtist í Sporum í sandi, og einhvers- staðar mun vera til slitur úr þeim rímum,þó að þær hafi ekki birzt ennþá. í sömu bók er einn- ig Brúðkaupskvæði í gömlum stíl, þar sem allt stendur í föst- um skorðum, stuðlar, rím og Við oskum öllum vinum - tékknesks kristals gleðilegra jóla og góðs gengis á árinu 1959. GIAS S EXPORT PRAG 1—•, TÉKKÓSLÓVAKlU. ”'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.