Þjóðviljinn - 24.12.1958, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 24.12.1958, Blaðsíða 30
13) JÓLABLAÐ ÞJÓÐVILJANS 1958 ÚRVALSOSTAR frá Mfólkurbúi fíáamannes FLÓA- 45% ostur FLÓA- Schweitzerostur FLÓA- sterkur ostur FLÓA- sterkur smurostur FLÓA- goudaostur FLÓA- hangikjötsostur FLÓA- rækjuostur FLÓA- grænn alpaostur FLÓA- tómatostur FLÓA- kjarnaostur í túbum KJÖRORÐ OKKAR ER: Fullkomin framleiðsla — Fullkomin þjónusta GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT ÁR Þökkum viðskiptin á liðna árinu. vxv OSTAR Mjólkurbú Flóamanna Maðurinn sem fann Trójuborg Framhald af 23. síðu. tíðkaðist í okkar fátæka landi. En útyfir tók, þegar þau at- huguðu hlutina, sem lágu með líkunum. í þessari einu gröf voru sextíu sverð og dólkar, með drifnum hjöltum, hnífar, lagvopn og axir. Og til veizlu- gleðinnar voru gulldiskar, silf- urbikarar, alabastursker og ömbrusörvi til skrauts. í ann- arri gröfinni var einnig mikið af gullskrauti, en sú þriðja tók fram öllu, sem Schliemann hafði nokkurntíma dreymt. í þeirri gröf voru aðeins beinagrindur kvenna, og það er varla ofsagt, að á þeim hafi verið farg af gulli og dýrum steinum. Þar voru armbönd, eífriisdjásn, háls- men, lokkar, yfir sjö hundruð gulllauf, skreytt ormum, fiðr- ildum, blómum og myndum af konum við veiðar. Ein beina- grindin bar kórónu á höfði og veldissproti lá við hlið hennar, búinn silfurbergshnúð. Schliemann var sem yfirkom- -inn, hann s'endi- skeyti þjóð'- höfðingjum ýmissa landa, sendi stórblaðinu Times í London næstum því dagiega nýjar lýs- ingar á uppgröftum sínum, þekktan heim. Á veggjum voru myndir, sem ekki svipaði til neins, er menn þekktu. Þar mættu auganu undarlegir, ó- grískir svipir, og merking mynd- anna varð ekki ráðin. Á einni þeirra fóru hálfnaktir ungling- ar flugstökk milli hornanna á gríðarlegu nautum, sem voru á fleygiferð. Þar voru myndir af veiðimönnum með hesta og hunda, málaðar í einkennileg- um, þróttmiklum stíl. Hér hafði án efa verið að verki óþekktur þjóðflokkur á háu menningar- stigi, sem hafði ráðið austur- ströndinni og egísku eyjunum, jafnvel áður en Grikkir komu að norðan. Hér stóð mannkyns- sagan á þröskuldi nýrra og ó- væntra hluta. Gat það verið að frásagnir Hómers um konunginn á Krít væru sannar? Gat það verið að þjóðsögurnar um eyríkið mikla, um Mínos konung og höfuðborg- ina Knossos væru annað en draumur skálds? Schliemann þurfti ekki’- á‘ð skoða hug sinn. Hann hélt til Krítar og valdi staðinn, þar sem hann taldi að höfuðborg Mínosar ög ídomen- eusar hefði staðið. En eigandi Helgríma úr gullþynnu frá Mykenu. (Þjóðminjasafnið í Aþenu). Uppsátur fyrir skip allt að 150 tonn. Stæði fyrir 15—20 Jjáta. Viðqerðir allskonar skipa og báta.- Nótabátar — geymum, gerum við og smíðum hringnótabáta, trillubáta og aðra smærri báta. Nýsmíði fiskibáta og allskonar mann- virkjagerð. — Efnissala. Skipasmíðastöð Njarðvíkur h. f. Ytri-Njarðvík — Sími 250 og 251. blaðamenn og fornfræðingar streymdu til Grikklands. „Öll fornminjasöfn heimsins til sam- ans eiga ekki einn fimmta mið- að við það, sem ég hef fundið,“ skrifaði hann. Og hann trúði því afdráttarlaust, að það væri gröf hins mikla Agamemnons og fjölskyldu hans, sem hann hefið grafið upp. Reyndar kom seinna í ljós, líkt og um Tróju- borg, að grafir þessar voru frá því fjórum öldum áður. En mik- ilvægi fundanna var engu síðra fyrir það. Með þeim var kastað skæru ljósi yfir menningarþætti mannkynssögunnar, sem engan hafði áður órað fyrir. Og dýr- gripirnir eru vel geymdir, þótt dreifðir séú; flestir eru í Aþenu og Berlín. Q Tíryns grafin upp. Þegar vísindaleiðangrar fóru að slá tjöldum sínum umhverf- is grafirnar í Mýkenu og fóru að róta í uppgrefti Schliemanns, eirði hann ekki lengur. Enn vai’ ein borg, sem hann skyldi finna. Þá skuld varð hann að greiða Hómer, sem hafði gert líf hans að óslitnu ævintýri. Það var borgin Tíryns í Argverjalandi, nokkru sunnar en Mýkena. Hann var nú orðinn sextíu og tveggja ára gamall, ríkur að reynslu, og fundvísi hans var höfð að orðtaki um allan heim. Enda skifti það engum togum, að í Tíryns kom ha^n niður á höll frá Hómerstímum, og nú opnaðist undarleg innsýn í ó- staðarins vildi ekki láta neinn róta í víngörðum sínum, sízt útlending, en bauð Schliemann landið fyrir óhemju fé. í heil tvö ár þrefaði Schlie- mann um verðið, — kaupmaður- inn varð rannsakaranum yfir- sterkari þetta sinnið. En áður en nokkurt samkomulag næðist, dó Schliemann, árið 1890, sextíu og átta ára gamall. Honum auðnaðist ekki að sjá þetta mesta ævintýr fornfræðinnar rætast, sjá furðuborgina Knoss- os rísa úr mold. En ratvisi hans stóðst hér sem endranær. ★ Hér lýk ég þessari sundur- lausu frásögn um Heinrich Schliemann. Það kemur fyrir, eins og hér, að vísindin reyri sig þannig í hnút eigin vanda- mála, að það þurfi leikan mann með gott brjóstvit og sterka eðlisávísun til þess að rata veg- inn. Borgirnar Trója, Mýkena, Tíryns og Knossos eru nú evr- ópskri sögu jafn afdráttarlaus sannindi eins og Þingvellir, Bergþórshvoll, Hlíðarendi og Oddi eru okkur íslenzkum. Imyndum okkur aðeins, að eng- inn vissi ’lengur, hvar alþing forna var háð. Fyrir áttatíu árum trúðu því fæstir að Trójuborg hefði nokk- urntíma verið til. Hún var svo vel falin, að það þurfti fátækan dreng norður í Þýzkalándi, járnvörukaupmann vestan um haf, til þess að svifta tjöldunum frá hinu mikla leiksviði Hómers.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.