Þjóðviljinn - 24.12.1958, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 24.12.1958, Blaðsíða 21
Það bar til snemma morguns einn dag seint á engjaslætti, að þrír menn gengu heim traðirnar í Himnaríki. Þetta var fyrir miðjan morgun og ekki farið að rjúka á bænum. Þeir gengu svo heim á stétt, en allar dyr voru aftur. Hundarnir vöknuðu nú við mannakoimuna og geltu fyrst inn í göngum, en þutu svo fram að hurð og ætluðu að sleppa sér þegar þeir heyrðu manna- málið. Komumenn vildu núbíða þess að fólk komi á fæt.ur og tóku sér þau sæti sem fyrir hendi voru þar á hlaðinu á mykjukláfum og þvælispottum. í bænum var það til tíðinda að sánkti Pétur vaknaði fyrstur við hundgána. Hann settist upp í snatri og gægðist inn fyrir stafinn til að sjá hvort María væri komin ofan, en María svaf eins og steinn. Pétur kallaði á hana nokkuð snöggur og sagði það mundi kominn tími til að setja upp ketilinn, ef þeir ættu að fá nokkurt kaffi í dag. Svo þeytti Pétur brekáninu upp í horn og rauk framan á, því að hann sefur alltaf í nærbuxunum um sláttinn. Hann var nú ekki seinn á fætur, því ekki var ann- að en smeygja sér í sokkana og vestið og binda á sig skóna, því að Pétur er aldrei nema á ekium buxum við slátt. Svo setti Pétur upp kaskeitið og gekk fram í göngin; þar hastaði hann á hundana og dró svo loku frá hurð. Komumenn risu upp og drógu sig að dyrunum, þegar þeir heyrðu að til hurðar var gengið, og sá sem fyrir þeim var kom fram fyrir bæjarkampinn ein- mitt í því sama bili sem Pétur stakk höfðinu út úr dyrunum og ætlaði að fara að signa sig. Pétur nam þvf staðar mað ann'- an fótinn á þröskuldinum; það var forn þröskuldur og hár og yiátulegur til að hvíla fótinn á. Pétur var í blákembdum sokkum og með leðurskó á fót- um, leiruga með vörpunum, og hafði gleymt að binda ristar- bandið. Komumenn buðu nú Pétri góðan daginn, og tók hann því mikið alúðlega. — Hvaðan ber ykkur að, pilta- kindur? sagði Pétur. — Við komum hérna sunnan úr Afriku, sagði sá sem fyrir þeim var. — Þá er ykkur bezt að fara norður í hjáleiguna strax, því þar verðið þið að lenda hvort sem er. Hingað kemur enginn trúboði úr Afríku, eða landa- leitarmaður, hvort sem hann er enskur eða þýzkur; þeir fara allir í hjáleiguna. — Við erum hvorki þýzkir né enskir, blessaðir verið þér, sagði komumaður. — Hvaðan eruð þið þá? spjn'ði Pétur. — Við erum íslendingar, sagði komumaður. — Það held ég viti á eitthvað, JÓLABLAD ÞJÓÐVtLJANS 1958 (21 Kristni boðnrnir Saga eltir Þorstein Erlingsson gera vankaða, eða þá braskara- menni, sem ekki geta þrifizt nema á flakki, eins og Stanley og þig, Broddi. í öðru lagi þarf til þess samvizkulausa okrara, sem eru orðnir svo illa kynntir meðal allra siðaðra þjóða fyrie svikið brennivín og ónytjugling- ur að þeir sjá ekki annað ráð til að losast við vörur sinar en að kaupa þessa guðs volrfðu sauði til að svíkja það upp á villtar þjóðir fyrir fénað þeirra og muni, einkum fílabein, og svo drepa Stanley og lians nótar þessi varnarlausu grey frá kon- um og börnum, þegar þeir vilja ekki taka á móti þessu svikna glysi 'fyrir matbjörg sína. í þriðja lagi þarf auðtrúa sveita- menn og þekkingarlaus og hugs- unarlaus góðmenni til að gefa fé til þessara vörukaupa og til að kosta þetta félega ferðalag. Og farið þið nú allir saman til / Málleysingjwn Þorsteins Erlingssonar, sem komu fyrst út árið 1928, eru sex sögur og œvintjr er birzt höfðu í Dýra- vininum á árunum 1893 til 1916. Hann hafði birt í ritinu eina sögu enn: Prests-Jarp, árið 1897. Hún er að vísu dýrasaga eins og ævintýrin í ALÍlleysingjum; en hún á tæplega samleið með þeirn — svo ólíkur þeim er stíll hennar og yfirbragð allt. Áttunda saga Þorsteins er sú sem fer hér á eftir, prentuð í fyrra okióberblaði Sunnanfara 1892 — í sama tölublaði og flutti eftirmæli hans um Sigurð Vigfússon fornfræðing. Mér er ekki kunnugt, að hún hafi verið prentuð aftur fyrr en nú. Stíllinn á sögunni ber svip af Gatnanbréfi Jónasar Hallgrímssonar. „Húir" hlutir eru gerðir hversdagslegir, f jarlægir hlutir nálægir: Jónas lýsti kóngi og drottningu sem íslenzku sveitafólki, Þorsteinn gerir himnaríki að islenzkum sveitabæ. Hinsvegar hafði þeim skáldunum borið margt á 'milli, ef þeir hefðu fanð að ræða trúboð meðal heiðingja. En þær skoðanir, sem Þor- steinn lætur Pétur po'stula túlka í sögunni, voru full alvara hans; bréf hans og greinar eru ugglausar heimildir um það. sagði Pétur, að íslendingar koma sunnan úr Afríku. Þeir eru þó vanir að koma skemmstu leið, þegar þeir eru búnir að hvolfa undir sér mann- drápsbollunum og koma svo húðvotir úr hákarlakjöftunum. En hvað er að sjá ykkur? Þið eruð þá ekkert nema beina- grindurnar eins og þið kæmuð úr kristniboðsferð eða landaleit, eða hafa þá hákallarnir farið svona með ykkur eða marflærn- ar? — Nei, minnizt þér ekki á það, blessaðir verið þér, sagði komu- maður; fyrst átu Hottintottarnir það, sem bitastætt var, og svo kroppuðu ormar og illkvikindi um hnúturnar. ‘) — Þá hafa Hottintottarnir séð biblíuna hjá ykkur, það bregzt mér ekki, sagði Pétur, því ann- ars leggja þeir ekki til nokkurs manns. — Varla getur það heitið, sagði beinagrindin, það var einungis einn umrenningur, sem sá á hornið á Grútarbiblíunni í mal- pokaopinu hjá honum Jóa litla. 1 ) Frá þessu er sagt lítið eitt öðruvísi í Kristniboðsþætti. Þar segir svo: Það voru í þá voðaskörð, það vantaði á þá ketið; það höfðu krummar hér á jörð og Hottintottar étið. 4ft — Þá hafa þeir étið ykkur í fylleríi, sagði Pétur, því þið haf- iS auðvitað byrjað á því að ausa í þá brennivíni eins og allir aðr- ir kristniboðar. — Það var einungis einn átta potta kútur, sem við létum þeim eftir, sagði beinagrindin, og eng- um gat dottið í hug að þeir gætu orðið fullir af þeim dropa, og auk þess var brennivínið vatns- blandað ekki svo lítið. — Já, það stendur allt heima, sagði Pétur, biblíur, brennivín og svo auðvitað byssur, og þá veit ég 'ekki hvað vantar á að vera kristniboði, og ef að guð héldi ekki hendi sinni yfir þess- um veslingum og leyfði þeim ekki að éta kristniboðana áður en þeir eyðileggja þá með drykkjuskap, ólifnaði og öðrum óþokkaskap, þá væri öll þessi skógbörn fyrir löngu dauð. — Við gerðum þetta allt í bezta tilgangi, blessaðir verið þér, til þess að útbreiða kristindóminn meðal heiðingja, sagði beina- grindin. — Nefndu ekki kristindóm, maður, mér er ekkert orðið leið- ara en að heyra það orð, því þetta sem þið eruð að bisa við a hnoða í heiðingjana, og þið kallið kristindóm, er ekki líkara því sem ég og hann Páll hérna kenndum forðum daga en púki er prer.ti eða Flóabrýrnar manna vegum. Þið getið líka sjálfir séfc ávextina, því hvergi í heiminum erú unnir jafn- margir og óþokkalegir glæpir eins og í þeim löndum, sem þið kallið bezt kristin, og eins getið þið séð af skýrslum hins brezka kristniboðsfélags í Indlandi, að siðferði heiðingja versnar stór- um við það að þeir eru skírðir, og ódæðisverk eru þar flest í þessum nýskírða hóp. — Þetta vissum við ekkert um, sagði beinagrindin, við vissum einungis að trúboðsfélögin voru alstaðar og héldum að ísland eitt gerði ekki neitt að því að breiða út guðs ríki. — Nú ætlar mér ekkert að verða, sagði Pétur. Þó hin greyin vissu þetta ekki, þá varst þú þó skyidugur til að vita það, Broddi. að allir beztu menn hinna siðuðu þjóða hata þessi trúboð og spyrna móti þeim af cÁlum mætti. Þeim þykir nóg vera myrt af þessum varnarlausu greyjum, og vilja ekki láta eyðileggja þá, sem eftir lifa, með því að kenna þeim ofdrykkju og óknytti. Og eí þú þekkir ekki þessi kristni- boð og landaleitir, þá skal ég segja þér hvað þau eru, og hvernig til orðin. Það þarf til þeirra þrjá hluti eins og her- brestsins forðum. Það þarf fyrst guðs vesalinga eða rænuleys- ingja, sem hringsnúningurinn utan um helyíti er búinn að hans Belsibupps í Hjáleigunni, hér kemur enginn inn fyrir þröskuldinn af þess konar peyj- um. Þetta sagði Pétur af móði, því hann hafði talað sig heitan. Þá fór hrollur um beinagrind- urnar. — Blessaðir verið þér, sögðu beinagrindurnar, við villtumst út í þetta af menntunarleysi og barnaskap, en ekki af illvilja. — Ekki nenni ég að beita hörðu við ykkur, skammirnar ykkar, af því þið eruð svoddan ræflar, sagði Ý’étur, en þá verðið þið að fara niður á jörðina aftur og vera þar sauðalýs í 20 ár, ef ykkur þykir það betra. — Þakka yður auðmjúklega fyrir, blessaðir verið þér, sögðu beinagrindurnar. En þurfum við að vera á nokkurri sérstakri kind? spurði sá sem fyrir þeim var. — Þið megið vera á hvaða kind sem þið viljið, sagði Pétur, en þið ættuð helzt ekki að fara af Suðurnesjum og vera með engin trúboðsrassaköst. Þeir kvöddu þá Pétur og þökkuðu, fyrir sig. — Farið þið vel og verið skikk- anlegir, sagði Pétur. Þá kallaði líka María á hann og sagði að hún væri búin að hella á könnuna. Sneri þá Pétur inn, og lýkur hér frá þeim tíð- indum að segja. Húsgagnaverzlun Benedikts Guðmundssonar s.f. Laufásvegi 18*A. — Sími 13692 Hefir jafnan fyrirliggjandi nýtízku húsgögn, ljósatæki og kristalsvörur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.