Þjóðviljinn - 24.12.1958, Blaðsíða 46

Þjóðviljinn - 24.12.1958, Blaðsíða 46
4t) JÓLABLAO ÞJÓÐVILJANS 1958 hrynjandi. Og ekki vantar rímið í kvæðið Hugleiðingar um nýja heimsstyrjöld. ' ÍSn Steinn er uppi öld síðar en Bólu-Hjálmar, og íslenzkt þjóðfélag er orðið annað en það var á dögum hans, þó að það eigi sér enn nokkrar hliðstæð- ur. Þess vegna bera ljóð Steins á sér annan svip en ljóð Bólu- Hjálmars. Steini er ljóst, að nýr tími krefst nýrrar tjáningarað- ferðar. í upphafi ritdóms Halldórs Laxness um Spor í sandi, sem ég vitnaði áður í, segir svo: „Af allri þekktri starfsemi er einna minnsC.íþrótt að yrkja Ijóðræn kvæði á íslgnzku nú á dögum. Sá íslendingur, leikur eða Iærður, er varla til, að hann geti ekki ort lýtalaust ljóðrænt kvæði eftir vild. Ljóð- rænn kveðskapur íslenzkur er á tuttugustu öld sams konar rennsli í föstum farvegi og sálmakveðskapur eða rímur voru áður fyrri — tungan er í nokkrar kynslóðir vanin á einu sviði, unz hún er orðin sjálf- virk: hugmyndir og- yrkisefni föst, blærinn fyrirfram ákveð- inn og ævinlega samur, orðin yrkja sig sjálf, starf „skálds- ins“ er að skrúfa frá nokkurs konár krana; og oft er'rennslið þeim mun' jafnara og misfellu- lausara sem maðúrinn við kranann er hugsunarlausari og- sljórri. Því meira allra-meðfæri sem „list“ þessi verður, þeim mun sjaldgæfara að hitta skáld. Þó markmiðið sé rómantísk dýrkun tilfinninganna, eru mannlegar tilfinningar í hefð- bundnum skáldskap venjulega allfjarri, því miður. Mitt í þéssari almennu, sjálf- virku starfsemi, getur manni orðið liverft við að heyra upp- runalegan hreim í ljóði, skynja einhvem innri veruleik bak við orð, ég tala nú ekki um eitt- hvað, sem á rót sína í örlögum kynslóðarinnar, eða þó ekki sé nema í trega eins manns.“ Hér er nokkuð fast að orði kveðið, en í þessu er þó sann- leikskjarni. Hættan á stöðnun vofir yfir sérhverju listformi. Engum er þetta Ijósara en lista- mönnunum sjálfum, og ég hygg, að Steini hafi tekizt vel, er hann reif sig frá meginstraumi ljóðræns kveðskapar á fyrri hluta 20. aldar. Með ljóðabókun- um Sporum í sandi og Ferð án fyrirheits reis Steinn upp sem listrænn ljóðasmiður, sérstæður en þó í senn sammannlegur. En formbyltingin er algjörust í Tímanum og vatninu. Segja má, að þessi ljóðabók, sem kom út 1948 marki tímamót í ljóða- gerð Steins, ekki þó fyrst og fremst vegna rímleysis, því að mörg kvæðin eru bæði rimuð og stuðluð, heldur af allt öðru, sem nú skal nánar vikið að. í bókinni éru 13 smáljóð, og höfðu þau birzt áður í tímarit- um og þá undir ýmsum heit- um, en mýnda í þessari bók samstæðan flokk. - Þess er áður getið, að Steinn sé undir nokkrum áhrifum frá Jóhannesi úr Kötlum í fyrstu Ijóðabók sinni, en þau áhrif hverfa strax með annarri bók, ' og því leftgra sem líður ' á skáldferil Steins, verður hann sífellt persónulegri, sérstæðari og óháðari bæði fyrirrennurum sínum og samtímaskáldum inn- lendum. í fjórum fyrstu ljóða- bókum hans eru kvæði ýmis- legs efnis, eins og ég hef þegar vikið að, en eitt hefur undan- tekningarlaust verið Steini ástríða: það er að nota sem orð- knappast form. Og það er í rauninni orðið honum lokatak- mark í Tímanum og vatninu. Hann hefur aðgreint listina frá hinni hversdagslegu lífsbaráttu og gert hana að sjálfstæðri höf- uðskepnu, losað sig við alla ó- þarfa mælgi, tínt burt allt ó- þarfa skraut, meira að segja lesmerki, og fer vel á því í þessu formi. í kvæðunum er engin ádeila, engin kímni, ekk- ert háð Eftir stendur lyrikin ein, lífsheimspekin um mig og þig og hið skynjanlega um- hverfi í myndrænu formi. Fyrstu kvæði Steins í þessu nýja formi munu hafa birzt í Tímariti Máls og menningar 1945. Þar eru þrjú örstutt kvæði, kvæði, sem heita svo: dagur og nótt, hvítur hestur í tunglskini og þögn. Hvert kvæði er aðeins þrjú erindi og hvert erindi er þrjár ljóðlínur. Formið er þannig mjög þröngt og greinilega byggt upp með hliðsjón af málverkum. Kvæð- ið hvítur hestur í tunglskini er þannig: hvítt hvítt eins og vængur míns fyrsta draums er fax hans eins og löng ferð á línhvítum fáki er líf manns og feigðin heldur sér frammjóum höndum í fax hans Hér er brugðið upp skýrri mynd, svo skýrri, að við sjáum málverkið fyrir okkur, sjáum feigðina, sem heldur sér fram- mjóum höndum í hvítt faxið á hinum línhvíta fáki. Jafnframt er komið fyrir í myndinni nokk- urri lífspeki um líf mannsins. I kvæðinu þögn er dirfska skálds- ins ennþá meiri. I því tekur skáldið þögnina og gefur henni bæði lit og lögun, svo að hægt er að sjá hana og jafnvel þreifa á henni. Það kvæði virð- ist gert með hliðsjón af óhlut- lægu málverki: þögnin rennur eins og rauður sjór yfir rödd mína þögnin rennur eins ög ryðbrunnið myrkur yfir reynd mína þögnin rennur í þreföldum hring kringum þögri sína Sama árið og ljóð þessi birt- ust í Tímariti Máls og menning- ar eða 1945 fór Steinn til Sví- þjóðar og dvaldist þar um 10 mánaða skeið. Mun hann þá hafa kynnt sér nokkuð skáld- skap förtitalistanna sænsku og kynntist sumum þeirra per- sónulega. Væntanlega hefur hann þó verið farinn að lesa ljóð þeirra áður, því að Ijóða- bók Gunnars Ekelöfs Sent pá jorden kom út 1932 og ljóðabók Eriks Lindegren Mannen utan vag kom út 4942. En Ijóðabæk- ur þeirra eru fyrstu ljóðasöfnin í Svíþjóð, þar sem ljóðin eru byggð upp sem abstrakt eða máske öllu heldur súrrealisk málverk. En enda þótt erlendar fyrir- myndir hafi máski orðið Steini hvöt til að gera tilraunir með nýtt ljóðform, er síður en svo, að hann hafi tileinkað sér hinar erlendu fyrirmyndir óbreyttar, heldur bera ljóðin fyrst og fremst svip af skapgerð skálds- ins og lífsviðhorfi. Þó að margt komi okkur ókunnuglega fyrir sjónir í Tímanum og vatninu, má, ef betur er að gáð, finna ýmsar hliðstæður í eldri ljóð- um skáldsins. Eg minni á Vor í annarri ljóðabókinni 1938 og Bæ í Breiðafirði í Ferð án fyr- irheits. Einnig heldur áfram og reyndar ágerist heldur tóm- leikatilfinning sú, einveru- kennd og lífsharmur, sem eru svo ríkjandi í eldri Ijóðabók- unum: Frá vitund minni Til vara þinna Er veglaust haf ; En draumur minn glóði í dulkvikri báru Meðan djúpið svaf Og falin sorg mín Nær fundi þínum Eins og firðblátt haf Tíminn og vatnið er síðasta ljóðabók Steins. 1949 komu út 100 kvæði, úrval úr eldri ljóð- um, og heildarútgáfa af Ijóðum hans kom út 1956. En eftir að Tíminn og vatnið kom út 1948, birtist nær ekkert af nýjum ljóðum eftir Stein. Unnendum ljóða hans var þetta mikið á- hyggjuefni. Þegar menn hafa fengið ‘eitthvað gott, vilja þeir gjarnan meira af slíku. Engum getum skal að’ því leitt þessu sinni, hvað hafi valdið. Það virðist eins og Steinn hafi með Tímanum og vatninu ort sig í þá sjálfheldu, sem hann losna^i ekki úr, ort-sig burt frá amstri daglegs lífs, og ekkert mún hafa verið honum fjær skapi en eiga það á hættu að yrkja sig niður. En þptt hann gæfi okkur fá Ijóð síðustu árin og þótt hann sé horfinn af sviði lífsins, var ljóðgjöf hans samt svo stór og vönduð, að vegna hennar mun hans minnzt, meðan ís- lenzk Ijóð eru einhvers metin. Helgi J. Halldórsson. mm / tHt \ llll Á < ítt* =» PRF.XTSMIÐJAN TIÓI.AR ÓSKAR ÖLI.UM VlfiSKIPTAM Ö N X U M SÍNUM GLEÐll.EORA JÓLA ÖG HEILL'ARÍKS NÝÁRS OG 1-AKKAR UM LEIÐ VIÐSKIl’TIN OG SAMVINNUNA A LIDXUM ÁRRl.U

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.