Þjóðviljinn - 24.12.1958, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 24.12.1958, Blaðsíða 15
JÓLABLAB ÞJÓÐVILJANS 1 8 S 6 (1S Áður en ég kynntist Max Kal- eda, hafði ég einsett mér að láta mér ekki geðjast að honum. Stríðinu var nýlokið, og mikill fjöldi manna tók sér fari á stóru millilandaskipunum. Aðsóknin var svo mikil, að erfitt var að fá far, og það varð að sæta hverju því, sem bauðst. Enginn leið var að fá káetu út af fyrir sig, og ég þóttist sæll og heppinn að ná í eina, þar sem ekki voru nemfl tvö rúm. En þegar ég heyrði hver það væri, sem átti að vera þarna með mér, leizt mér ekki á blikuna. Eg vissi, að ég mundi ekki fá að hafa opinn glugga, hvorki við mitt rúm né hans, heldur yrði ég að sofa í innibyrgðu lofti alla nóttina. Það er alls ekki æskileg tilhugs- un að eiga að sofa inni hjá öðr- um manni í hálfan mánuð (leið- in lá frá San Francisco til Yoko- hama), en mér hefði þótt miklu betra, að maðurinn hefði heitið Smith eða Brown. Þegar ég var kominn um borð, sá ég, að farangur herra Kelada var kominn undir þiljur. Mér geðjaðist ekki að þessum far- angri, mér þóttu of margir mið- ar límdir á töskurnar, og ferða- kistan vera of stór. Hann var búinn að taka upp snyrtiáhöld- in sín, og ég tók eftir því, að hinn ágæti Monsieur Coty virt- ist vera átrúnaðargoð hans, því nafn hans var prentað á kölnar- vatnsflöskuna á snyrtiborðinu, hárvatnsglasið og briljantín- flöskuna. Burstarnir hans úr íbenviði með gylltum upphafs- stöfum, hefðu verið geðslegri ef nýbúið hefði verið að þvo þá. Mér geðjaðist ekki að herra Kelada, um það var engum blöðum að fletta. Eg gekk upp í reykingaklefann. Eg bað um spil, og fór að leggja spilagald- ur. Varla var ég setztur við þetta fyrr en maður kom til mín og spurði mig hvort ég væri sá sem hann nefndi. — Eg heiti herra Kelada — bætti hann við og brosti, svo skein í mjallahvítar tennurnar, og síðan settist hann. — Já, ætli það séum ekki við, sem eigum að vera saman í káetu. — Já, og því er ég feginn. Það er aldrei að vita með hverjum maður lendir. Eg varð himin- lifandi þegar ég heyrði að þér væruð Englendingur. Mér finnst að við Englendingar eigum að halda hópinn, þegar við erum utanlands .... skiljið þér hyað ég meina? — Eruð þér Englendingur? — Það hefði ég haldið. Eg vona að yður sýnist ég ekki líta út fyrir að vera Bandaríkjamað- ur. Nei, ég er Englendingur í húð og hár. Til áréttingar þessum orðum tók herra Kelada vegabi'éf upp úr vasa sínum og hélt því upp fyrir augunum á mér. Georg konungur á sér marga einkennilega þegna. Herra Kel- ada var lítill vexti og þrekinn, nauðrakaður og dökkur á hör- und. Hann hafði þykkt nef og augun voru vot og gljáandi. Hann var svarthærður og hrokkinhærður. Hann talaði svo mikiö og bar svo ótt á, að mér sýndist hann ekki vera líklegur til að vera Englendingur, auk þess pataði hann ákaft. Eg þótt- ist þess nærri fullviss, að nánari athugun á vegabréfi hans mundi leiða í ljós, að hann væri fædd- ur sunnar á hnettinum en á Bretlandseyjum. — Hvað viljið þér fá að drekka? spurði hann mig. Eg leit á hann án þess að vila hverju svara skyldi. Þetta var á þeim árum, bannið var í gildi, og það var svo að sjá, sem enginn dropi væri innan- borðs. En herra Kelada brosti við mér með óútskýranlegu brosi. —Viskí og sódavatn eða ó- blandað koníak? Þér skuluð bara segja tiL Hann tók sína flöskuna upp úr hvorum buxnavasa og setti þær á borðið fyrir framán mig. Eg kaus óblandað koníak, og hann kallaði á þjóninn og pant- aði skál fulla af ís og tvö glös. — Þetta er ágæt vínblanda — sagði ég. — Já, og það er miklu meira til af þessu, og ef þér skylduð þekkja einhvern sem yður lang- ar til að gera greiða, þá skuluð þér segja honum að þér þekkið mann, sem geti náð í eins mikið af víni og hann geti drukkið. sig og hann var að sjá aðra. Heima hjá mér hefði ég getað fleygt honum niður stigann eða skellt í lás fyrir framan nefið á honum án þess að hann hefði látið sér skiljast, að hann væri ekki velkominn. Hann var ákaf- lega mannblendinn, og áður en þrír dagar voru liðnir, var hann orðinn kunnugur öllu fólki um borð í skipinu. Hann stjórnaði öllu, jafnt getraunum sem upp- boðum, peningasöfnun til verð- launa í íþróttakeppni, undirbún- ingi golfleikja og kjötkveðjuhá- tíðar. Hann var allt í öllu og allsstaðar nálægur. Hverjum rnanni var hann hvimleiður. Við W. SOMERSET MAUGHAM: Hann var maðurinn sem vissi a!lfr og reyndar meira en hann léf uppí. Sjálfbyrginguriim Herra Kelada var skrafhreif- inn. Hann talaði um New York of San Francisco. Hann rök- ræddi um leikrit, kvikmyndir og stjórnmál. Hann var föður- landsvinur. Raunar er brezka flaggið ein- hver hinn virðulegasti dúkur, en þegar því er veifað framan í mann af herramanni frá Alex- andríu eða Beirut, get ég ekki að því gert, að mér finnst það missa einhvers í af tign sinni. Herra Kelada var kumpánlegur. Eg ætla það megi ekki reiknast til dramblætis, þó að mér finn- ist sjálfáagt að bláókunnugur maður kalli mig herra í ávarpi. Herra Kelada gerði það ugg- laust í góðu skyni að sleppa þessu formsatriði. Mér geðjaðist ekki að herra Kelada. Eg lagði frá mér spilin, þegar hann sett- ist, en þegar mér fannst sam- talið vera orðið nógu langt, fór ég aftur að leggja þau. — Þristinn á f jarkann — sagði herra Kelada. Ekkert er eins leiðinlegt, þeg- ar maður er að leggja spil, eins og að fá tilsögn um það, hvað gera skuli við spilið, sem er að koma upp, áður en maður hefur fengið ráðrúm til að líta á það. — Hann gengur upp, hann gengur upp! hrópaði hann — tíuna á gosann. Eg tók saman spilin fokvond- ur. Hann tók þau. — Finnst yður gaman að spilagöldrum? — Mér leiðast spilagaldrar —, svaraði ég. — Mig langar samt til að sýna yður einn. Hann sýndi mér þrjá. Þá sagðist ég þurfa að fara niður í borðstofu til að láta taka frá borð handa mér, — Þess þurfið þér ekki — sagði hann. — Eg er búinn að velja borð handa yður. Fyrst við erum saman í káetu, fannst mér að við ættuð að sitja við sama borð. Mér geðjaðist ekki að herra Kelada. Nú hlaut ég að sofa í sömu káetu og hann, sitja við sama borð og hann, en ekki var hon- um það nóg, heldur elti hann mig um þilfarið hvenær sem ég fékk mér göngu. Það var engin leið að komast undan honum. Honum datt sízt af öllu í hug, að ég vildi vera laus við hann. Hann var sannfærður um að aðrir væru jafn fegnir að sjá kölluðum hann herra Sjálfbyrg- ing upp í eyrun. Hann hélt að það væri hrósyrði. Allra leiðin- legastur var hann við máltíðirn- ar. Þá vorum við ofurseldir hon- um í klukkutíma. Hann var sí- talandi, kátur, alúðlegur, og þóttist allt vita. Hann þóttist allt vita betur en nokkur annar og kunni illa við að sér væri mótmælt. Aldrei hætti hann að tala um neitt efni fyrr en hann hafði komið öllum á sitt band, hversu lítilvægt sem það var. Hann kannaðist ekki við, hvorki fyrir sjálfum sér né öðrum, að sér gæti skjátlazt. Hann var maðurinn, sem vissi allt. Yið sátum við borð skipslækn- isins. Herra Keiada hefði sjálf- sagt haft töglin og hagldirnar, því læknirinn nennti ekki að fást við hann og ég var eins og undinn upp í hrútshorn, ef þarna hefði ekki setið maður, sem hét Ramsey. Hann var á- líka mikill sjálfbyrgingur og herra Kelada, og sjálfsþótti hans hugnaðist honum illa. Þeir þrættu og þrættu enda- laust. Ramsey var konsúll Banda- ríkjanna á Kúbu. Hann var stór og þungiamalegur náungi frá Miðríkjunum, feitur og kvapholda, svo að það var því líkast sem hann flæddi út úr tilbúnu fötunum sínum. Hann var á ieiðinni til að taka við embætti sínu aftur eftir að hafa skroppið til New York til að sækja konu sína, sem hafði ver- ið heima hjá sér í eitt ár. Frú Ramsey var lítil og geðþekk kona, aðlaðandi og spaugsöm. Konsúlar hafa lág laun, og hún var alltaf mjög látlaus í klæða- burði, en hún bar sig svo fallega, að hún sýndist betur klædd en hún var. Líklega hefði ég ekki tekið eftir henni, ef hún hefði ekki haft einn eiginleika, sem ef til vill er ekki mjög sjaldgæfur hjá konum, en kemur miklu sjaldnar fram nú á dögum en áður var, það var látleysi sem prýddi hana eins og blóm í hnappagati. Kvöld nokkurt var af tilvilj- un farið að tala um perlur. Þetta var þegar blöðin voru full af frásögnum um hina nýju að- ferð Japana til að framleiða perlur, og sagt var að af því mundi leiða, að perlur hlytu að falla í verði. Þessar perlur voru sagðar vera orðnar lítið þekkj- anlcgar frá egta perlum, og talið var að brátt mundi engin leið að þekkja þær að. Herra Kelada þurfti auðvitað að fara að tala um þetta. Eg held ekki að Ramsey hafi haft nokkra þekk- ingu á perlum, en hann gat ekki staðizt freistinguna að fara að þrátta við manninn, og sú þræta var áköf. Oft hafði ég séð herra Kelada æstan og á- kafan, en aldrei eins og nú. Að síðustu sagði Ramsey eitthvað, sem hinum sárnaði, og herra Kelada barði í borðið og hróp- aði: — Já, ég ætti þó að \úta um hvað wið erum að tala, því að ég er einmitt á leiðinni til Jap- ans til að kynna mér japanskan perluiðnað. Þetta er mín at- vinnugrein, og ég skil ekki að nokkur maður, sem þekkir til, beri brigður á það, að ég sé vel að mér í þessu efni. Þarna kom nokkuð nýtt upp úr kníinu, því það var sama hve málugur herra Kelada hafði verio á skipinu, — aldrei hafði hann minnzt einu orði á erindi sín og fyrirætlanir. Samt viss- um við að hann var á leið til Japans í einhverjum verzlunar- erindum, en það var allt og sumt. Hann horfði á okkur til skiptis, og honum var dillað. — Aldrei munu þeir geta framleitt perlur sem ég mundi ekki þekkja frá egta perlum. Harm benti á perlufesti, sem frú Ramsay hafði um hálsinn: - - Þér get.ið borið mig fyrir því. írú Ramsay, að perlufestin, sem þér hafið um hálsinn, verð- ur aldrei mir.na virði en hún er núna. Frú Ramsay roðnaði af hæ- versku og faldi festina undir treyjunni sinni. Ramsay hallaði sér fram. Hann leit á okkur hvern af öðrum, og það vott- aði fvrir brosi í augunum. — Já, perlufestin hennar frú Ramsey er þó nokkuð falleg, finnst yður ekki? — Eg var fijótur að taka eftir henni, — svaraði herra Kelada. — Þvilíkt! sagði ég við sjálfan mig. Þetta eru svei mér fallegar perlur. — Auðvitað hef ég ekki keypt festina sjálf. Mér þætti gaman að v:ta hvað þér hélduð að hún hefði kostað. — Ætli hún hafi ekki kostað svoria hér um bil 15.000 dollara í ven.iulegri skartgripaverzlun. En ef hún hefur verið keypt í Fifth Avenue, mundi ég ekki verða hissa þó mér væri sagt, að hún hefði kostað 30 000 doLÞ ara. , Ramsay brosti meinfýsislega. Ætli yður þyki þá trúlegt, að frú Ramsay hafi keypt hana á útsölu, daginn sem hún fór frá New York. fyrir 18 dollara. Þá fór að þykkna í herra Kel- ada. — Hvaða vitleysa! Þessi festi er egta, og ég hef aldrei séð jafn fallegar perlur af þessari stærð. — Viljið þér veðja? Eg skal veðja hundrað dollurum um það, að perlurnar séu ekki egta. — Eg samþykki. — Æ, Elmer, þú getur ekki favið að veðja um það sem þú veizt með fullkominni vissu, — sagði frú Ramsay. Það lék dauft bros um varir hennar, og hreimurinn i rödd- inni var ofurlítið ávítandi. — Jæja, — get ég það ekki? Eg væri meira flónið, ef ég léti þetta tækifæri til að græða pen- inga ganga mér úr greipum. — En hvernig í ósköpunum er hægt að sanna þetta? — bætti hún við. — Herra Kelada segir þetta og ég segi hitt. — Lof mér að sjá festina, og ef hún er ekki egta, skal ég segja eins og er. Eg hef efni á að tapa 100 dollurum, — sagði herra Kelada. — Taktu hana af þér, góða mín. Lofaðu rnanninum að skoða hana að vild sinni. Frú Ramsay hugsaði sig um andartak og bar síðan höndina að hálsinum. — Eg get ekki opnað lásinn, — sagði hún, herra Kelada verð- ur °ð taka mig trúanlega. Ramsay stökk upp. — Eg skal opna lásinn. Hann rétti Kelada festina, og hann tók við henni, tók stækk- unargler upp úr vasa sínum og skoðaði festina vandlega. And- litið á honum slétt og dimmleitt, varð allt að einu hróðugu brosi. Hann fékk Ramsay festina. Og í því hann ætlaði að fara atS tala, varð honum litið á frú Ramsay. Hún var náföl, eins og ætlaði að líða yfir hana. Hún horfði á hann galopnum augum, sem ar.gistin skein út úr. Það var eins og hún væri að biðja hann að þyrrna lífi sínu. Þetta var svo augljóst, að ég skildi ekkert í því. að maður hennar skyldi ekki sjá það. Framhald á 38. bls.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.